21 maí 2006

Rólegt

Veður: 17°/20° skýjað, smá skúr síðdegis. Hefði gjarnan mátt vera meira.

Rólegt í dag eins og vera ber á sunnudegi.
Skruppum í morgunn í Blómavalið okkar, en það er stór gróðrarstöð í 13 Km. fjarlægð frá okkur. Þangað förum við til kaupa blóm og tré í garðinn.
Í morgunn fórum við þangað til kaupa blóm handa afmælisbarni dagsins, en Rósa átti afmæli í dag. Við færðum henni svo blómin eftir hádegi í dag. Hún var halda upp á afmælið með matarboðinu í gærkvöldi. Það er eins gott Portúgalar frétti ekki af því hún hélt upp á afmælið svona fyrir fram, því það segja þeir maður megi alls ekki gera. Því með því halda upp á slíkt fyrirfram segja þeir maður storka örlögunum, það engin vissa fyrir því maður lifi til næsta dags.
Við fórum í gönguferð síðdegis, svona rétt til viðra af okkur tölvuslenið, en við vorum búin sitja nokkuð drjúgt við tölvurnar í dag.
Í kvöld vorum við boðin í Kaffisopa og spjall til Portúgalskra vina okkar. Það var reglulega ánægjulegt, ekki síst fyrir þá sök þau tala ensku.

Engin ummæli: