30 maí 2006

Breytt dagskrá.

Veður: 19°/30° heiðskýrt. Ínótt gerði talsverðan vind, en lægði með morgninum.

Ég sagði víst í gær ég ætlaði klippa limgerðið í dag, en er komið kvöld og limgerðið enn óklippt.
Góð áforn um klippa limgerið í morgunn fóru út um þúfur vegna þess guðmundur og Jónína fengu leggja peninga inn á reikninginn okkar áður en þau lögðu upp í húsakaupaferðina hingað. Þau áttu engan bankareikning hér í landi á þeim tíma, en eru þau búin stofna bankareikning og við þurftum fara í okkar banka og biðja þá millifæra yfir á þeirra reikning. Við hittum á elskulegan gjaldkera sem spjallaði við okkur um heima og geima á meðan hann var vinna sitt verk.
Eftir þetta litum við inn hjá G og R. Frúin var í klippingu þegar við komum, en birtist fljótlega og var mjög ánægð með þá þjónustu sem hún fékk á hárgreiðslustofunni. Þær töluðu saman með höndunum sagði Rósa og gekk bara vel.
Næst á dagskrá var fara í búð og kaupa sitt lítið af hverju, sem síðar meir á lenda í okkar maga og vonandi líka maga væntanlegra gesta okkar.

Um miðjan daginn var ég svo æfa mig nota Gps kerfið sem ég er með í fartölvunni og ég held ég verða komin vel á veg með geta nýtt mér það.
Ég var næstum búin gleyma einu afreki sem ég vann í dag, en afrekaskráin í dag er ekki svo beisin hún megi við því láta eitthvað óupptalið af því sem gert var. Ég semsagt batt tómatplönturnar betur upp, svo þær þyldu betur, ef það verður vindur aftur í nótt eins og síðast liðna nótt.

Í kvöld komu svo Jónína og Guðmundur og sögðu okkur frá hvernig húsakaupunum miðaði áfram hjá þeim.
Í viðræðunum í gær kom upp einhver misskilningur á milli kaupanda og seljanda um hvernig átti haga greiðslu fyrir eignina, þetta varð til þess frekari vinnu var frestað fram á fimmtudag, en þau eru fremur bjartsýn á þá takist koma þessu vel áleiðis.

Engin ummæli: