Danmerkur reisa
Fimmtudagur 4. maí.
Við vöknuðum klukkan fimm í morgun, því nú skyldi leggja upp í reisu til Danmerkur.
Geiri og Rósa ætluðu að keyra okkur út á flugvöll í Porto, þau mættu tímanlega eins og búast mátti við af þeim. Við lögðum af stað rétta fyrir klukkan sex og ég, sá sjónskerti var settur í framsætið við hlið bílstjórans til að leiðbeina honum rétta leið og það tókst, þó það hljómi ekki trúverðuglega að vera með sjónskertann mann sem leiðsögumann.
Út á flugstöð vorum við komin klukkan sjö, sem var allt of fljótt, því við áttum ekki að fara í loftið fyrr en 9,30 og svo varð seinkunn til klukkan tíu, við höfðum því góðan tíma til að skoða flugstöðina.
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að stækka og endurbyggja flugstöðina í Porto og nú var búið að taka í notkun nýjan sal fyrir komu farþega. Það hefur tekist verulega vel til með hönnunina, ég held bara að ég hafi ekki komið í flugstöð sem er eins falleg og þessi.
Eftir tveggja tíma flug frá Porto lentum við svo á Stansted flugvelli og þar rétt gafst tími til að gleipa í sig eina samloku áður en haldið var áfram til Kaupmnnahafnar.
Eftir tæpra tveggja stunda flug lentum við svo á Kastrup flugvelli, en þar tóku á móti okkur Jón sonur minn og grænlensk sambýliskona hans. Jón hafði ég ekki séð í mörg ár og þetta var í fyrsta sinn sem ég sá vinkonu hans. Jón hefur lítið breytst síðan ég sá hann síðast. Vinkona hans er lítil og grönn, mjög hugguleg stúlka. Hún var fyrst til að koma auga á okkur, þekkti okkur af myndum sem hún hafði séð hjá Jóni.
Elisa, en það er nafn sambýliskonu Jóns var víst búi að kvíða því að tengdapabbi væi ekki sáttur við að sonur hans byggi með grænlenskri stúlku, svo henni létti mikið þegar hún fann að ég tók henni vel. Við tókum svo lest til heimilis þeirra en það er ekki nema tíu mínútna gangur frá lestarstöðinni að heimili þeirra.
Íbúðin er björt og allt mjög hreinlegt Elísa virðist vera mjög hreinleg og snyrtileg í umgengni. Elísa talar bara sitt móðurmál og dönsku, svo samræður við hana ganga frekar rólega, en þetta hefst allt með góðum vilja. Hún gaf okkur kjötsúpu að borða um kvöldið eldaða að hætti Grænlendinga. Súpan bragðaðist mjög vel hjá henni.
þau gengu úr rúmi fyrir okkur og sváfu sjálf á dýnu á stofugólfinu. Við vorum fegin að leggjast út af eftir langan dag og sváfum mjög vel um nóttina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli