Veður: 10°/26° heiðskýrt.
Nú er mest af bóndabaununum fullþroskaðar og Þórunn er að koma þeim í frysti núna þessa dagana. Það er ekki eins góð uppskera af þeim í ár og í fyrra, en það ætti ekki að koma að sök,því það eru til fyrningar frá því í fyrra, en þá var uppskeran mjög góð.
Í morgunn málaði ég þá bletti á húsinu að utanverðu þar sem málningin var flögnuð, svo nú er allt tilbúið undir málningu að utan.
Eftir hádegi fór ég einn í hjólatúr, því Þórunn vildi frekar vera heima og sinna um bóndabaunirnar. Það er líka ágætt að fara einn annað slagið, því þá get ég tekið betur á. Ég hef trú á því að það sé hollt að reyna vel á sig öðru hvoru, svona til að fá almennilega hreyfingu á blóðið.
Síðdegis bakaði ég svo jólaköku, sem bragðaðist ágætlega.
Grassa kom í heimsókn og kunni vel að meta kökuna og dóttir hennar var á sama máli um að hún væri góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli