Veður: 13°/23° Skýjað.
Rósa og Geiri komu hér í morgunn og þá var ákveðið að við færum öll saman í búðina sem þau keyptu rúmin sín og dýnur í þau, en því miður voru dýnurnar allt of litlar í rúmin og nú eru að verða liðnar tvær vikur síðan þetta var. Það var komin tími á að mæta á staðinn og reyna að fá einhverjar upplýsingar um hvenær réttu dýnurnar kæmu. Þau fengu loforð um að dýnurnar yrðu sendar heim til þeirra klukkan ellefu á niðvikudag í næstu viku.
Þau keyptu sér skrifstofustól í þessari sömu búð og nú láta þau væntanlega fara vel um sig á stólnum við tölvuna.
Á heimleiðinni komu þær Þórunn og Rósa við á markaðnum í Albergaria, en þær voru svo elskulegar við okkur Geira, sem er nú ekkert nýtt að losa okkur undan þeirri prísund að koma með á markaðinn, en okkur finnst margt skemmtilegra en að rölta um slíka staði. Mér finnst mjög leiðinlegt að hlusta á hrópin og köllin í sígaununum.
Í kvöld buðu svo Geiri og Rósa okkur, Manúel, Matthild og Eyjólfi út að borða á veitingahús sem er í næsta húsi við þar sem þau búa.
Það voru allir mjög ánægðir með þann mat sem þeir pöntuðu sér og þjónustan á þessu veitingahúsi er mjög góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli