10 nóvember 2006

Dekurbíll

Veður: 6,5°/26,4 heiðskýrt.

Aðalverkefni dagsins var þrífa bílinn fyrir Prius mótið sem okkur er boðin þátttaka í á morgunn.
Mótið er haldið í háskólabænum Coimbra og móttakan er í háskólanum.
Það dugði auðvitað ekki vera með neinn kattaþvott fyrir svona merkilegt mót. Nei það dugði ekkert minna en þvo vandlega með sápu og síðan bóna og pússa alla glugga. Bera lit á dekkin og meira segja var bónað undir vélarhlífinni, en það geri ég reyndar af og til, þó ekkert sérstakt um vera. Það er mikið huggulegra líta í vélasalinn ef allt er ryklaust og fínt.
Þegar búið var þrífa bílinn fórum við til Aveiro, svona aðallega til njóta þess aka um á bílnum svona logandi fínum. Ég er alveg viss um loftmótstaðan hefur verið í algjöru lágmarki, svo gljáfægður sem bíllinn var.
Meðan ég var þessu var Þórunn þrífa húsið innan, svo það glansar ekki síður en bíllinn.
Vonandi ber eitthvað frásagnarvert fyrir augu á þessu móti á morgunn. Það verður allavega fróðlegt sjá hvernig skipulagið hjá þeim verður, við erum allavega komin með nákvæmlega tímasetta dagskrá í hendur, svo er bara sjá hvernig hún stenst.

Engin ummæli: