Veður: 14,9°28,2° dálítil þokumóða í lofti.
Það var gott að vakna hress í morgunn og veralaus við magakvillann sem var að hrjá mig í gær og ekki dró það úr ánægjunni að vakna vitandi það að tölvan var í sambandi, svo hægt var að setjast við blaðalestur með morgunkaffinu. Það er hreint ótrúlegt hvað maður getur látið það fara í taugarnar á sér ef netið virkar ekki, en þetta sýnir bara hvað þetta er orðinn stór hluti af daglegu lífi að vera eitthvað að flækjast á netinu.
Geiri kom hér í morgunn og bar sig frekar illa, en hann er maður árrisull og í nótt klukkan þrjú þegar hann var að hlusta á fréttir í tölvunni rofnaði sambandið og það kom fyrir ekki þó hann skarkaði í öllum tengingum við tölvuna. Hann átti alla mína samúð, því ég var sbo nýbúinn að ganga í gegnum þetta ferli. Við vorum boðin í mat til þeirra hjóna síðdegis, en ég kem betur að því síðar.
Fyrst þarf ég að segja frá því svo allt sé´í réttri röð að ég bar áburð á grasflötina og sló það sem við nefnum bakóðina, einnig hreinsaði ég arfa frá salatinu og kálinu.
Þegar öllu þessu var lokið tók Þórunn mig í hársnyrtingu, svo nú er ég viss um að ég er mun snyrtilegri um höfuðið en áður.
Við mættum svo í síðdegismat hjá Rósu og Geira, hún var búin að elda mjög góðan mat handa okkur, svo það kom sér vel að vera laus við magakvillann, enda naut ég þess virkilega að borða matinn.
Þórunn hringdi fyrir þau til að tilkinna um bilunina á nettengingunni og var þar tjáð að þau mættu eiga von á viðgerðarmanni næsta mánudag, að vonum fannst þeim það vera löng bið en ekki annað að gera en bíða.
Það er ofarlega í Geira sjálfsbjargarviðleitnin, svo hann fór eitthvað að skoða modemið sem tengir tölvurnar við netið og þegar hann tók rafhlöðuna úr því og setti inn aftur var allt komið í lag, svo hann getur hlustað á sínar fréttir í nótt. Þetta fór semsagt betur en áhorfðist, nú er bara eftir að afboða komu viðgerðarmannanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli