25 nóvember 2006

Þyrnigerði

Veður: 8,1°/16,1° úrkoma 30mm. Þessi úrkoma féll í gærkvöldi og nótt, því í dag var að mestu léttskýjað.

Það kannast víst flestir við söguna af henni Þyrnirósu, nú er þyrnigerði eins og umlukti höllina hennar að valda okkur smá vandræðum. Í gær urðum við vör við að það var farið að renna vatn inn á lóðin hjá okkur frá landi sem liggur að okkar landi, en það er rás fram með okkar húsi sem á að taka við þessu vatni og koma því í burtu án þess að fara inn á okkar land. Þegar ég fór að kanna hvernig á þessu stæði kom í ljós að þessi rás liggur ígegnum land sem ekki hefur verið nytjað í nokkur ár, svo nú er kominn þar hár þyrnigróður sem er búinn að loka vatnsrásinni, svo vatnið kemst ekki aðra leið en inn á okkar lóð.
Þetta hefur verið mikill ofurhugi sem frelsaði Þyrnirósu, það varð mér ljóst þegar ég hætti mér inn á þetta þyrnaland og þyrnarnir tóku að stingast í mig og eins og þeir ætluðu að halda mér föstum. Við treystum á að Grsca verði okkar riddari, við erum búin að biðja hana um að athuga með hvað hægt er að gera til að fá þetta hreinsað, hvort það er eigandi landsins eða sveitarfélagið sem á að sjá um að hreinsa þetta.
Læt fylgja með mynd af vatninu á lóðinni, það þarf ekki að hafa áhyggjur af vökvun þessa dagana.














Í morgunn fórum við þangað sem Guðmundur og Jónína búa, því Guðmundur verður sextugur á morgunn og í tilefni af því báðu vinnufélagar hans Þórunni um að kaupa fyrir sig afmælisgjöf handa honum og afhenda hana í tæka tíð, sem við gerðum í morgunn.
Þau eru búin að vera þarna þessa viku og hafa verið að snyrta til á landinu þegar veður hefur leyft, en það er búið að vera ansi vætusamt undanfarna daga.
Við áttum mjög ánægjulega stund með þeim,meðal annars buðu þau okkur út að borða í hádeginu í bæ sem er þarna skammt frá þeim.


Engin ummæli: