28 nóvember 2006

Markaður

Veður: 10,8°/19,2°, úrkoma 35 mm. Rigndi í nótt, en léttskýjað í dag.

Fórum í leikfimi í morgunn vegna þess að næsti föstudagur er frídagur hér, rétt einn lýðveldisdagurinn hér í landi. Hvað um það en þar sem við erum vön að vera í leikfimi á föstudögum finnst mér endilega að nú sé komin helgi á ný, ansi stutt vika þetta ef svo væri.

Í dag er 28. nóvember og þá á Hjörleifur sonur minn afmæli, en 28. hvers mánaðar er stór útimarkaður í Aveiro og þangað fórum við í dag ásamt Matthild grannkonu okkar. Hún var svolítið að berja sér á leiðinni niður eftir, eins og góðra búkvenna er siður. Sagði að rigningin að undanförnu væri búin að eyðileggja mikið af kálinu hennar og sama væri að segja um laukfræin sem hún væri búin að sá, þau væru meira og minna ónýt. Nú svo þíðir lítið fyrir mig að vera að fara á markað, því ég á engan pening til að kaupa fyrir, en samt sem áður kom hún með nokkra pinkla heim með sér.
Pakkarnir hennar eru geymdir hér til morguns, því hún nennir ekki að vera að hlusta á rausið í bónda sínum yfir þessari eyðslusemi hennar. Það er svo meiningin að sækja pakkana á morgunn þegar bóndi hennar bregður sér af bæ.
Þessi markaður í Aveiro er mjög stór og þar kennir margra grasa, já grasa í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, því þarna eru seldar plöntur og tré. Svo er fatnaður af öllum gerðum, vefnaðarvara, skór, töskur, búsáhöld og ýmislegt fleira sem of langt yrði upp að telja.
Það var mjög margt fólk þarna í dag. Portúgalar kunna vel að meta að fara á markað, þó mér finnist svona verslunarmáti vera hálfgerð tímaskekkja. Mér finnst mun auðveldara að finna þá vöru sem mig vantar í venjulegri verslun.
Það eru komnar myndir frá því sem bar fyrir augu á markaðnum í dag inn á myndasíðuna mína. Smellið á Myndir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MR. Paul. I do not perceive nothing of that it is written! But I adored the photos! Kisses

Patrícia

Nafnlaus sagði...

And... I forgot myself saying to it, and the MS. Elisabete, that is welcome in my blog!http://instantesclick.blogspot.com/

Patrícia