20 nóvember 2006

Myndir frá Aveiro

Veður:12,9°/19,8° Fyrst í morgunn var þoka, en orðið að mestu léttskýjað um hádegi.

Við fórum niður til Aveiro í morgunn, meðal annars röltum við um verslunarmiðstöð sem heitir Forum. Myndirnar hér neðar á síðunni voru teknar þar. Jólaskreytingarnar eru á göngugötu verslananna, en á myndinni af síkinu sést verslunarmiðstöðin til hægrihandar.
Eftir hádegi fór ég í hjólatúr, en nú var orðið allt of langt um liðið frá því að ég hjólaði síðast. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég hef ekki farið að hjóla, það hlýtur bara að hafa verið svona mikið að gera, allavega er ekki hægt að kenna um illviðri að undanförnu og hverju er þá hægt að kenna um örðu en leti.






Engin ummæli: