Veður:12,1°/18,8° smáskúrir, en sólarstundir á milli.
Í dag var haldið upp á afmælið hennar Jhana, en hún varð 8ára síðastliðinn þriðjudag. Við vorum boðin ásamt fjölskyldunni, alls 22 gestir.
Þórunn bakaði súkkulaðitertu og lagði á borð með okkur.
Það er best að ég reyni að telja upp veisluföngin, en þetta er talsvert frábrugðið því sem gerist á íslandi.
Fyrst má nefna grillaðan kjúkling, sem var brytjaður smátt og settur á fat. Heimareykt svínapylsa í smáum bitum, kartöfluflögur úr poka.ostapinnar, kastaníuhnetur, brauð, ein kaka sem bóndinn á heimilinu bakaði og afmælistertan sem húsmóðirin bakaði, að síðustu tertan sem Þórunn kom með og ég var búin að nefna áður.
þetta var sett á eitt borð og svo stóð fólk á meðan það var að tína þetta í sig og að hætti Portúgala voru aðallega notaðar servíettur til að setja matinn á í stað diska.
Til að skola þessu niður var borið freyðivín, gosdrykkir og vatn.
Eins og nærri má geta þar sem Portúgalar eru saman komnir var mikið spjallað.
Myndin hér fyrir neðan er af afmælisbarninu, en síðan ætla ég að setja fleiri myndir af veislugestum á myndasíðuna mína. Smellið á myndir hér til hliðar til að sjá þær.
Í dag var haldið upp á afmælið hennar Jhana, en hún varð 8ára síðastliðinn þriðjudag. Við vorum boðin ásamt fjölskyldunni, alls 22 gestir.
Þórunn bakaði súkkulaðitertu og lagði á borð með okkur.
Það er best að ég reyni að telja upp veisluföngin, en þetta er talsvert frábrugðið því sem gerist á íslandi.
Fyrst má nefna grillaðan kjúkling, sem var brytjaður smátt og settur á fat. Heimareykt svínapylsa í smáum bitum, kartöfluflögur úr poka.ostapinnar, kastaníuhnetur, brauð, ein kaka sem bóndinn á heimilinu bakaði og afmælistertan sem húsmóðirin bakaði, að síðustu tertan sem Þórunn kom með og ég var búin að nefna áður.
þetta var sett á eitt borð og svo stóð fólk á meðan það var að tína þetta í sig og að hætti Portúgala voru aðallega notaðar servíettur til að setja matinn á í stað diska.
Til að skola þessu niður var borið freyðivín, gosdrykkir og vatn.
Eins og nærri má geta þar sem Portúgalar eru saman komnir var mikið spjallað.
Myndin hér fyrir neðan er af afmælisbarninu, en síðan ætla ég að setja fleiri myndir af veislugestum á myndasíðuna mína. Smellið á myndir hér til hliðar til að sjá þær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli