11 nóvember 2006

Priusdagur

Veður:4,7°/24,7 heiðskýrt

Þá var runninn upp dagurinn til að mæta á Toyota Prius mótið með sinn nýbónaða Prius.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgunn, því mæting átti að vera í háskólanum í Coimbra klukkan hálf ellefu, en til coimbra eru 60 Km héðan að heiman.
Skráning fór fram í litlum fyrirlestrasal í háskólanum, en ekki spyrja mig hvers vegna innskráningin var í háskólanum, en ekki á einhverjum aðgengilegri stað.
Þarna fengum við límmiða og númer til að setja á bílinn, einnig vorum við leyst út með gjöfum. Bakpoki, poki til að setja aftan á framsætið í bílnum og sitthvor bolurinn með Pris merki á til viðbótar þesssu var svo ávísun á bensín upp á fjörutíu lítra, en sá hængur er á þessu að útektin er miðuð við ákveðna bensínstöð á hraðbraut, en þangað eru þrjátíu kílómetrar héðan að heiman.
Næsta atriði var svo að koma sér á stað þar sem átti að gróðursetja trjáplöntur. Okkur var fengin leiðarvísir ´hendur um hvernig ætti að finna staðinn sem heitir Valle de Cana. Einhers staðar á miðri leið fórum við út af sporinu, svo Þórunn sýndi tveim heiðursmömmum sem við hittum á förnum vegi blaðið með nafninu á staðnum og bað þá að leiðbeina okkur. Það var nú ekki vanda mál að finna þennan stað, bara halda áfram eftir þessum vegi og taka svo annan afleggjara til hægri, þá væri staðurinn við þann veg. Þetta reyndist ekki rétt, að vísu var bær við veginn sem hét Cana, en það var ekki sama og Valle de Cana. Þessi misskilningur kostaði okkur rúmlega tuttugu kílómetra akstur, en eins og alltaf þegar maður villist sér maður bara eitthvað nýtt, sem maður hefði ekki séð að öðrum kosti. Þórunn hafði svolitlar áhyggjur af því að þessi akstur upp um fjöll og firnindi spillti fyrir árangri hjá henni í sparakstri á þessari leið, en eyðslumælarnir í bílunum voru stilltir á núll við Háskólann og svo var lesið af þeim þegar komið var þar sem trjánum var plantað. Verðlaunaafhending fór svo fram meðan á borðhaldi stóð síðar um daginn.
Við komumst í tæka tíð þar sem átti að planta trjánum. Þar var boðið upp á hressingu í stóru veitingatjaldi og fluttir voru tveir ræðustúfar áður en hafist var handa við að planta trjáplöntunum.
Næst var svo haldið á veitingastað til að snæða hádegisverð.Meðan fólkið var að tínast á staðinn var boðið upp á forrétt og drykk, en þetta voru um það bil fimmtíu bílar sem tóku þátt í þessu og sennilega nálægt eitt hundrað og fimmtíu manns, svo það tók nokkra stund að fá þetta allt í hlað.
Þá var komið að síðasta lið dagskrárinnar sem var hádegisverður og meðan á honum stóð var verðlaunaafhending fyrir ýmislegt.
Yngsti eigandinn sem var aðeins tvítugur fékk verðlaun og sömuleiðis sá elsti, en hann var 73ára. Einn var verðlaunaður fyrir að eiga tvo Priusa og svona var ýmislegt týnt til. Í allri þessari verðlaunaafhendingu var mitt nafn kallað upp og það var vegna sparaksturs Þórunnar, en þar sem bíllinn er á mínu nafni varð ég að taka við hennar verðlaunum.
Þá er að segja aðeins frá matnum.
Fyrst var komið með súpu, þessi hét víst púrrusúpa, en það skiptir littlu máli hvað nafn súpunum hér er gefið, því það eru notaðar kartöflur til að þykkja þær, svo það er kartöflubragð af þeim öllum hvað svo sem þær heita.
Næst var svo fiskréttur, skötuselur og rækjur í grjónum. Ég get ekki hrósað þessum mat og ilmurinn var afleitur.
Þar næst kom kjötréttur sem bragðaðist sæmilega, en galli að hann var alveg að verða kaldur. Eftir matnum var svo komið með ferska ávexti og að síðustu var terta Tertan var falleg, eftirlíking af Prius og eins og laufblað til að minna á hversu vistvænn bíllinn er.
Það er mynd af tertunni hér fyrir neðan,svo set ég fleiri myndir inn í myndaalbúmið á netinu sennilega á morgunn.
Ég var að spá í það hvort hægt væri að sjá nokkur sameiginleg einkenni í útliti Priuseigenda, en svo reyndist ekki vera, þeir voru eins margbreytilegir í útliti og þeir voru margir.


Engin ummæli: