Veður: 9,9°/26,2° Léttskýjað.
Við vorum tekin í gíslingu og máttum dúsa í henni í allan dag, ekki samt í fyrsta sinn sem við lendum í slíku, svo við erum orðin illu vön.
Það átti að mæta hér maður fyrir hádegi til að tengja fyrir okkur sjónvarpið, en hádegið kom og fór en enginn mætti til að tengja. Jæja hann hefur tafist eitthvað hugsuðum við um hádegi og héldum áfram að bíða því maðurinn hlyti þá að koma eftir matinn, en sú von brást líka.
Portúgölsk vinkona okkar kom í heimsókn og hrindi fyrir okkur í fyrirtækið sem ætlaði að senda manninn og þar fékk hún þau svör að tölvukerfið hefði hrunið hjá þeim svo þeir hefðu engar upplýsingar um hvert ætti að senda menn til að þjónusta fólk. Ekki verri skáldsaga en hver önnur sem notuð er hér.
Fyrst ég var heima notaði ég góða veðrið og rölti með sláttuvélina yfir allan garðinn, bæði ég og garðurinn höfðum gott af því.
Í fyrramálið fer ég í mína leikfimi, dettur ekki í hug að sitja tvo daga í röð og bíða eftir að einhverjum þóknist að koma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli