13 nóvember 2006

Mánudagur til mæðu????

Veður: 4°/22,6° heiðskýrt.

Einhvern tíman var því trúað mánudagur væri til mæðu og ég man í sveitinni í gamla daga var aldrei hafin sláttur á mánudegi, best þótti byrja slátt á laugardegi.
Þó ekki gengi allt óskum hjá okkur í dag var ég svo sem ekkert mæddur yfir gangi mála, heldur naut dagsins og hafði gaman brasinu.
Ég var búinn segja frá því við fengum ávísun á bensínúttekt upp á fjörutíu lítra þegar við fórum á Príusmótið. Bensínstöðin sem við máttum taka bensínið hjá er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð héðan, svo við vorum efins um hvort við ættum vera eltast við þetta, en þar sem við höfðum ekkert sérstakt gera og það er alltaf gaman fara í bíltúr ákváðum við skreppa þetta.
Á leiðinn bensínstöðinni lentum við í langri biðröð vegna vegaframmkvæmda, en það var í góðu lagi, því það eru góð sæti í bílnum og hægt hlusta á góða tónlist, svo það er ekkert verra sitja í bílnum og hlusta á tónlistina, en sitja heima í stofu og hlusta þar.
Þegar við loks komumst á bensínstöðina vissi afgreiðslustúlkan ekkert um þessa úttekt, svo hún varð hringja og upplýsingar um þetta.
Þegar það var komið sagði hún okkur fara og dæla þessum fjörutíu lítrum af bensíni á bílinn, en þegar við vorum rétt ljúka við fylla tankinn af 95 okt. Bensíni kom hún hlaupandi og sagði ávísunin hefði hljóðað upp á taka 98 okt. Bensín svo við yrðum bara gjöra svo vel greiða fyrir þessa áfyllingu.
Það þýðir aldrei deila við dómarann, svo við ákváðum bara gera gott úr þessu og koma við í Aveiro og okkur borða, Þórunn leit aðeins inn í eina verslun í leiðinni.
Ég var ekkert á því gefast upp þó aðeins hefði blásið á móti.
Fór hér upp á geymsluloft og sótti tvo brúsa undir bensínið og svo var lagt í hann í annað sinn í dag.
var komið annað afgreiðslufólk á stöðina sem var fljótt atta sig á þessari úttekt, svo það var ekkert mál þetta afgreitt.
Ég hafði tekið með plastpoka til setja utan um brúsana á leiðinni, en samt var einkennilega mikil bensínlykt í bílnum, það skírðist þegar heim kom, en þá kom í ljós það var smágat á öðrum brúsanum.
Það þarf því viðra bílinn vel á morgunn.
Hvort hægt er kenna mánudeginum um svona gekk til í dag verður víst óráðin gáta.

Engin ummæli: