Veður: 4,8°/1° smáskúrir fram eftir degi, en samfelld rigning síðdegis. Sólarhringsúrkoma 25mm.
Leikfimi í morgunn.
Klukkan 12,30 áttum við tíma hjá tannlækni og nákvæmlega á þeirri stundu var ég sestur í stólinn. Mig rekur ekki minni til að slíkt hafi skeð áður hvorki á Íslandi né hér að ég kæmist að á tilsettum tíma.
Þetta var bara eftirlit og hreinsun, sem betur fer fannst ekkert að hjá hvorugu okkar.
Að öðru leiti var þetta innidagur vegna vætu og svo er líka svalara í veðri en verið hefur, sem er bara eðlilegt miðað við árstíma. Það voru meira að segja fréttir í sjónvarpinu um að það hefði verið slydda eða snjó fjúk á hæsta fjalli landsins, en það er nær 2000m hátt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli