21 nóvember 2006

Góðir gestir

Veður: 13,1°/16,1° skúrir. Úrkoma 16mm.

Þetta var ánægjulegur dagur hjá okkur í dag, því við vorum með góða gesti í hádegismat.
Þau Jónína og Guðmundur eru hér á landi í eina viku og heimsóttu okkur í dag og við buðm þeim ásamt Geira og Rósu í mat, svo þetta var mjög ánægjulegur dagur fyrir okkur.
Síðdegis kom svo Graca í heimsókn, það fór klukkutími hjá henni í að hringja fyrir okkur í Tv Cabo, en það er félagið sem ætlaði að selja okkur áskrift að sjónvarpi í gegnum gervihnött.
Þeir höfðu svikist um að senda tæknimann hingað til að gera útsendinguna virka, en þeir sendu samt reikning fyrir útsendingu sem við ekki náðum.
Það tók heilan klukkutíma að koma þessu máli á hreint, Graca var vísað frá Gunnu til jóns og þaðan til Péturs og svo annan hring til baka, þar til loks kom einhver maður með viti og tók að sér að finna lausn á málinu og nú á að vera óhætt að treysta því að tæknimaður verði búin að koma hingað fyrir hádegi á morgunn. Við sjáum nú til með það.

Engin ummæli: