30 nóvember 2006

Ný reynsla.

Veður: 4,3°/19,7° léttskýjað.

Með hverjum degi sem líður bætir maður einhverju í sarp reynslu sinnar og þar sem ég á skammt eftir því hafa lifað í 26000 daga, ætti vera komið mikið af reynslu í minn sarp og fremur líklegt um endurtekningar ræða en nýja reynslu úr þessu, en lífið er alltaf koma manni á óvart. Í dag reyndi ég nokkuð sem ég vonaði ég slyppi við upplifa, en það var verða keyrður niður þar sem ég var hjóla úti á þjóðvegi.
Ég er margbúinn segja frá því ég dáist því hvað bílstjórar hér hafa verið tillitsamir þegar við erum á hjólunum, láta sig oft hafa lötra á eftir okkur langar leiðir þar til það er öruggt þeir geti farið framúr okkur án þess valda okkur ama. En í dag var komið því upplifa hið gagnstæða. Ég var á heimleið eftir hafa hjólað hér inn Vougadalinn, svona til sjá hvernig Vouga áin liti út eftir rennslið í henni hefur aukist eftir úrkomuna undanförnu. svo var það í smábeygju ég mætti tveim litlum bílum og varð var við bíl á eftir mér og reiknaði með hann færi framúr mér þegar bílarnir væru komnir framhjá, en nei þessi gaf sér ekki tíma í slíkt hangs, heldur fór framúr mér um leið og hann mætti bílunum og þar sem ekki var rúm fyrir þrjú farartæki á veginum í einu kaus hann frekar aka utan í mig en lenda framan á öðrum bíl.
Þetta var stór sendibíll og ég lenti á miðri hlið hans og það var nóg til ég missti jafnvægið og féll í götuna þegar bíllinn var kominn framhjá mér. Ég hruflaðist aðeins á handlegg og læri, svo minni gátu meiðslin ekki verið. Bílstjórinn stoppaði og kom til athuga hvort ég væri meiddur og staglaðist sífellt á því hvort ég vildi ekki fara á sjúkrahús og þegar ég leit betur á bílinn skildi ég hvers vegna hann var svona viljugur koma mér á sjúkrahús, þetta var sjúkraflutningabíll sem ók á mig, en ekki með blikkandi ljós eða sírenur í gangi.
Ég afþakkaði alla aðstoð, en bað hann þess í stað fara aðeins varlegar framvegis, sem ég vona hann geri.
Ég er búinn hjóla hér í landi í fimmtán ár án þess verða fyrir ónæði frá bílum og ef ég frið fyrir þeim næstu fimmtán árin, þá er þetta bara í góðu lagi. Hjólið þurfti aðhlynningu eftir byltuna, því gírarnir urðu fyrir hnjaski, en ég varð ekki var við það fyrr en á heimleiðinni, en þetta eru bara smámunir og það er komið á hjólasjúkrahús og útskrifast á laugardag.

1 ummæli:

lorýa sagði...

úff, ekki skemmtileg reynsla þar. eins gott að meiðslin urðu ekki meira en var. ætli að sjúkrabílsökumanni hafi vantað meira vinnu?