Veður:8°/18,6° skúrir, úrkoma 18mm.
Þetta er nú varla orðið einleikið með bilanir tengdar brunninum. Í dag var ég að ganga endanlega frá rörum og öðru slíku eftir viðgerðina og allt virtist vera komið í gott lag, en það stóð ekki lengi sú dýrðin. Þegar ég leit á þetta skömmu seinna til að fullvissa mig um að allt væri eins og vera bæri, sá ég að aftur var þrýstingurinn á vatninu tekin að falla óeðlilega hratt. Ekki annað að gera en lyfta dælunni upp einu sinni enn og þá kom í ljós að botnventillin var bilaður, eitthvað sem ekki á að gerast, en gerðist samt.
Nú er kominn nýr botnventill og allt virðist vinna eðlilega þessa stundina, en ég er eiginlega hættur að þora að trúa því að það verði til frambúðar, en vona nú samt að svo verði.Annars hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að fást við að koma þessu í lag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli