Veður: 13,3°/17,1° úrkoma 105mm. Eins og sjá má á úrkomumælingunni er enn ekkert lát á rigningunni.
Það er svona mikil rigning um allt landið og víða eru ár farnar að flæða yfir bakka sína, í sumum bæjum er talsvert vatn á götum í þeim hverfum sem standa lægst. Áin í okkar dal er orðin ríflega bakkafull og byrjuð að flæða upp á akra, en það er ekki líklegt að neitt tjón hljótist af því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli