10 maí 2006

Danmerkur reisa ferðalok

Þriðjudagur 9. maí 6. og síðasti dagur.

Þá er runninn upp síðasti dagur í þessari Danmerkur reisu, því við eigum pantað flug frá Esbjerg klukkan 14:15. Við gengum frá í herberginu eftir okkur og lögðum síðan upp í gönguferðina heim til Lindu, en það er um hálftíma gangur og vorum við með töskurnar í eftirdragi svo ferðin sóttist ögn hægar en venjulega.
Linda var í fríi í dag, svo hún um morgunkaffið þessu sinni. Við kvöddum stelpurnar áður en þær fóru í skólann, en hann byrjaði ekki fyrr en klukkan tíu í dag.
Claus var svo elskulegur aka okkur til Esbjerg, en það er rúmlega klukkutíma akstur frá Herning. Það er mikill landbúnaður á þessu svæði sem við fórum um og víða var mjög slæm lykt af mykju sem búið var bera á akrana. Vorið er í algleymingi hér í Danmörku núna og tré og runnar laufgast.
Flugstöðin í Esbjerg er mjög lítil, svo við héldum við yrðum snögg komast þar í gegn, en raunin var önnur. Innskráningin hófst hálftíma of seint, en það kom ekki sök, því þegar búið var skrá okkur inn var tilkynnt það væri seinkun á fluginu líklega um minnsta kosti tvo tíma, svo það var eins gott við höfðum rúman tíma á milli fluga í London.
Flugið til London var þægilegt og tók ekki nema rúman klukkutíma. Það var mjög margt fólk á flugstöðinni í Stansted og langar biðraðir við öll innskráningarborð. Það tók okkur hálfa klukkustund okkur skráð, en það er nóg gera við fylgjast með samferðafólkinu á meðan beðið er. Portúgölsk kona var fyrir framan okkur í röðinni og hún talaði látlaust allan tímann við sinn samfarðamann, svo það virtist ekki skorta umræðuefni á þeim bænum og ekki þurfa segja og jamm til rjúfa þögnina. Hópur Ítala var við hlið okkar og þegar þeim var ljóst hvað töskurnar máttu vigta var gengið í færa á milli í töskunum og reyna troða í poka sem handfarangri, það var mikill handagangur á meðan á þessu stóð og fór ekki orðalaust fram, enda Ítalir þekktir fyrir geta spjallað saman.
Flugvélin til Portó fór á stað á tilsettum tíma, eina flugið af þrem sem við flugum með Ryanair sem var á áætlun. Ekki nógu góð útkoma hjá þeim.
Í flugstöðinni í Porto biðu svo Rósa og Geiri eftir okkur til koma okkur síðasta spölinn heim, þau litu líka eftir garðinum fyrir okkur á meðan við vorum í burtu og ég er ekki frá því en þau hafi gert það betur en við sjálf.
Heim vorum við svo komin klukkan hálf ellefu og mikið var það góð tilfinning vera komin heim til sín heilu og höldnu eftir ánægjulegt ferðalag.
Það er góð tilbreyting bregða sér í ferðalag einstöku sinnum, en heima verður alltaf best hvar svo sem það heima er, en þó ekki síst hér í Portúgal, það er svo notalegt eiga sitt heima hér í dalnum góða.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»