23 nóvember 2006

Mikil rigning

Veður: hiti 13,4°/17° úrkoma 60mm. Eins og sjá á úrkomumælingunni er búið rigna hressilega þennan sólarhringinn. Þessi mæling er frá klukkan fimm í gær þar til á sama tíma í dag og síðan mælt var í dag og þar til þessi pistill er skrifaður er búið rigna mjög mikið, eins og hellt úr fötu eða rúmlega það. Það er trúlegt einhvers staðar hljótist tjón af völdum flóða, en sem betur fer erum við með allt á þurru hér.

Við fórum í gróðrarstöð í morgunn til kaupa ávaxtatré, sem á nota sem gjöf, en meira um það síðar.
Einnig fórum við niður til Aveiro og fengum hressilega rigningu á leiðinni þangað, en sæmilegt veður á meðan við vorum þar.
Ég reikna með við förum til Aveiro aftur á morgunn, svo við ættum vera farin rata sæmilega þangað. Það er Þórunn sem er fara í embættisferðir til Aveiro, en það víst ekki ljóstra því upp fyrr en á morgunn hvert erindið er.

Ég var búinn kvarta mikið yfir lélegri þjónustu hjá TV.Cabo, en það verður líka segja frá þegar vel er gert við mann og hefur þetta alveg snúist við og er til fyrirmyndar, minnsta kosti þessa stundina. Maðurinn hjá TV.Cabo sem tók sér greiða úr flækjunni hjá okkur hringdi hingað síðdegis til vita hvort það væri ekki öruggt allt væri komið í lag varðandi þeirra þjónustu. Það er skemmtileg tilbreyting upplifa svona góða þjónustu.

Við fórum yfir til Manúels nágranna okkar síðdegis til óska honum til hamingju með daginn, en hann varð 69ára í dag.
Við vorum drifin inn til borða köku og drekka Portvín með, en það er mjög algengt hér bjóða Portvín með kökum. Ég oft snuprur fyrir gera víninu lítil skil, en ég geri mitt besta og bragða aðeins á því.
Þau hjón kvarta talsvert yfir því vera einsömul hér, en eina barnið þeirra býr í um 70 km. fjarlægð með sína fjölskyldu og hann er mjög duglegur heimsækja þau, en samt eru þau kvarta yfir vera ein.
Ég skil þetta ekki alveg, hvað mættum við þá segja sem eigum börnin okkar í öðrum löndum. Þetta er sennilega einhver söknuður eftir stórfjölskyldunni, en það er bara liðin tíð hafa börn og barnabörn í nágrenni við sig alla tíð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

;-)