31 desember 2006

Takk fyrir liðin ár

Veður: 12,5°/19,9 úrkoma 2mm. Það hefur verið þurrt, en skýjað í dag.

Þá er komið að því að kveðja þetta góða ár sem nú er senn á enda. Best að kveðja þetta ár með bjartsýni og vona að það ár sem nú tekur við verði eins gott og það sem er að kveðja,ef ekki bara enn betra.
Það komu óvenju margir gestir til okkar á síðastliðnu sumri, sem var auðvitað mjög ánægjulegt. Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn og það verður enn ánægjulegra þegar búið er erlendis.
Við vonum að fólk verði duglegt að heimsækja okkur á næsta ári.
Að lokum þakka ég öllum sem ég hef átt samskipti við á árinu, hvort sem það hefur verið í gegnum síma, með bréfaskriftum eða þá að hittast augliti til auglitis kærlega fyrir samskiptin.
Ég óska öllum velfarnaðar á komandi ári og um ókomin ár.

30 desember 2006

Veður.

Veður: 12,5°/15° úrkoma 5 mm. Rigningarúði síðdegis.

29 desember 2006

Veður

Veður: 1,5°/15° smávegis rigning, en svo lítið að það mældist varla.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 7. desember sem kemur dropi úr lofti hér.

28 desember 2006

Garðvinna

Veður: 1,7°/18,8° léttskýjað.

Fórum í verslunarferð í morgunn, því ísskápurinn var kominn með alveg hræðilegt garnagaul. Það kom á óvart í sumum verslunum eru byrjaðar útsölur, raunar er þetta nefnd tilboð, því útsölur eiga ekki hefjast fyrr en 7 janúar.
Eftir hádegi unnum við í garðinum. Klipptum niður runna, klipptum greinar af lárviðartrénu, því þær náðu orðið út fyrir garðinn og út á götu. Einnig þurfti saga nokkuð margar greinar af pálmunum, því pálminn virðist loka fyrir næringu til neðstu greinanna svo þær fölna og verða ljótar og þá er ekki annað gera en fjarlægja þær.
Þessi afskurður var svo brenndur.

27 desember 2006

Skuldseigur

Veður: -2°/18,2° heiðskýrt.

Þá eru blessuð jólin liðin og komið skuldadögum, vegna ofáts og letilífs, er komið því streða og strita til losa sig við aukakílóin.
Ég byrjaði daginn vel með því far á stigvélina, en mikið finnst mér leiðinlegra puða á henni en hjóla.
Eftir hádegi fór ég svo í góðan hjólatúr og mikið var skemmtilegra puða á hjólinu, en maskínu sem ekki hreyfist úr stað hvernig sem ólmast er.
Þegar verið er hjóla er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augun, jafnvel þó búið fara þessa sömu leið óteljandi sinnum. Það er mismunandi ilmur í lofti eftir árstíðum og staðsetningu. bíð ég eftir því fara finna ilminn af mímósunni. Ég tók eina grein af mímósu með mér heim í dag til reyna hvort hún gefur ekki frá sér ilm þegar hún er komin inn í hita.
Í dag fór ég eftir hjólabraut sem verið er vinna við hér inni í Vouga dalnum. Núna er vinnuflokkur vinna við setja handrið meðfram brautinni þar sem er hátt út af henni, en það er nokkuð víða þverhnípt niður af brautinni, svo það er mikið öryggi í handrið þarna.

26 desember 2006

Annar í jólum ?

Veður: -2,4°/17° skýjað fyrst í morgunn, en bjartviðri eftir hádegi.

Hér er ekkert sem heitir annar í jólum og ekki heldur neitt sem heitir aðfangadagur jóla. Það er bara einn jóladagur og þar með búið.
Við fórum í könnunarferð í dag til sjá hvort verslanir væru ekki opnar og gátum ekki séð betur en í dag væri bara eins og hver annar virkur dagur. Það er samt eitthvað um fólk taki sér frí á milli jóla og nýárs, geimi sér daga af sumarleyfinu til þess.
Íbúarnir í Austurkoti voru á skjön við aðra í nágrenninu og höfðu sinn annann í jólum eins og þeir eru vanir. Vegna þess það var engin terta bökuð í Kotinu fyrir þessi jól brugðu íbúarnir í Kotinu sér á kaffihús og fengu sér eina sneið af góðri hnallþóru.

Jóladagur

Veður: -2,7°/15,4° léttskýjað.

Þessi pistill átti að réttu lagi að birtast á jóladag, en þar sem við vorum boðin í heimsókn og komum ekki heim fyrr en um miðnætti kemur hann bara núna á annan í jólum.

Eftir hádegi í gær fórum við niður að strönd til að fara í gönguferð við hafið. Það var alveg blankalogn og sjórinn alveg spegilsléttur. Ég er oft búinn að vera þarna á ströndinni en minnist þess ekki að hafa séð sjóinn svona sléttan áður. Það voru nokkrir á rölti á hafnargarðinum ásamt okkur, en það sat þar enginn með veiðistöngina sína að þessu sinni.

Klukkan fimm fórum við svo í heimboð og af fenginni reynslu, þá fórum við í boðið í mjög hlýjum fatnaði.
Fjölskyldan sem við voru boðin til hafði verið í boði hjá bróðir konunnar og var því nýkomin heim þegar við komum, svo húsi var alveg jökulkalt þegar við komum.
Það var strax gengið í að kveikja upp í arninum, svo þeir sem næstir honum voru höfðu einhvern hita á þeirri hlið sem að eldinum snéri. Heimilisfólkið skiptis á um að fara að arninum og snúa sér þar til að fá hita á allann kroppinn.
Það var byrjað á að bjóða okkur kökur og þurrkaða ávexti.
Þau hjónin eiga tvær dætur og sú yngri sem er sextán ár hefur mjög gaman af að baka og stússast í matargerð.
Bróðir konunnar leit inn og færði heimasætunum á bænum sitthvora bókina i jólagjöf.
Síðar kom svo systir húsbóndans ásamt tveim dætrum þeirra og einum mjög litlum hundi. Þau stoppuðu stutt og þáðu engar veitingar, því þau voru að koma úr öðru boði.
Klukkan tíu var svo komið að því að borða kvöldmatinn.
Maturinn var í tveim leirfötum í öðru fatinu var lambakjöt og kartöflur, en í hinu fatinu var svínakjöt og kartöflur. Þetta var svona dæmigerð portúgölsk matreiðsla, búið að hafa kjötið í ofni i nokkra klukkutíma. Þegar búið er að sjóða kjötið svona lengi, er eiginlega komið af því kæfubragð svo það skiptir litlu máli af hvaða skepnu kjötið er, það er búið að tapa öllum séreinkennum.
Samt vilja dæturnar á þessu heimili frekar borða svínakjöt, en foreldrarnir halda meira upp á lambakjötið.
Eftirrétturinn var svo ávaxtabúðingur.
Nú fannst okkur vera komið nóg af áti þennan dag, en þá voru kökurnar settar á borðið og ætlast til að við tækjum til við þær á ný.
Það var aðeins fundið að því við okkur hvað við gerðum matnum lítil skil. Bóndinn hélt að ég hlyti að fara svangur frá þeim.
Það var greinilegt að bóndinn býr við mikið kvennaríki, honum veitti ekki af að fá fulltrúa frá einhverju jafnréttisráði til að sjá sína bágu aðstöðu á heimilinu.
Hann hefur gaman af að tala, en í hvert sinn sem hann reyndi að fá að taka þátt í samræðum var þaggað niður í honum.

24 desember 2006

Gleðileg jól

Veður: -2°/15,3° heiðskýrt.

Eins og ég minntist á í gær var ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að jólakötturinn næði að setja klærnar í hana Þórunni mína, því ég var ekki búinn að kaupa neina jólagjöf handa henni og treysti mér ekki til að velja neitt upp á eigin spýtur og Þórunn var ekki tilbúin að velja neitt handa sjálfri sér, svo þetta var eiginlega að stefna í mesta óefni.
Hvort hún hefur verið farin að heyra hvæsið í jólakettinum veit ég ekki , en allavega var hún tilbúin að koma í verslunarferð í morgunn og velja sér gjöf.
Ég minnist þess ekki að hafa áður farið út á aðfangadag til að kaupa jólagjafir, svo þetta var bara góð tilbreyting. Það var margt um manninn í verslunum hér í allan dag, enda hefst hátíðin hér ekki fyrr en um miðnætti, svo það eru engin helgispjöll að hafa verslanir opnar fram á kvöld.
Það blessaðist að finna gjöf, svo þungu fargi var af mér létt, en jólakötturinn sem var farin að brýna klærnar er að sama skapi vonsvikinn býst ég við.

Graca og Artur voru búin að bjóða okkur í mat til sín í dag, svo við mættum þar þegar þau voru búin að fara til kirkju, en í kirkju fara þau hvern einasta sunnudag. Við borðuðum svo góðan mat hjá þeim og áttum mjög ánægjulega dagstund með þeim.

Eftir heimsóknina hjá Graca fórum við aftur í verslunarleiðangur, því nú var Þórunn komin á bragðið og fékkst til að koma í Bodyshop og þar tókst að finna smáræði til að bæta við jólagjöfina.
Þegar við vorum þarna var klukkan farin að ganga fimm, en enn var mikil ös í verslunum, enda veðrið mjög gott og gaman að rölta milli verslana.

Nú er kominn tími til að snúa sér að jólahaldinu, því segi ég við þig sem lest þessar línur. Gleðileg jól.

Í jólamat hjá Graca og Artur

23 desember 2006

Hræddur við jólaköttinn.

Veður: -3,3°/14,4° heiðskýrt.

Í gærkveldi vorum við boðin til Patriciu og Rui, við áttum notalega stund með þeim. Þau búa í nýlegri dæmigerðri blokkaríbúð á þriðju hæð. Eina upphitunin í íbúðinni er viðarofn í arinstæði í stofunni, það var rétt nægilega heitt þar inni af því við vissum á hverju við áttum von og vorum því vel búin. Annars staðar í íbúðinni var jökulkuldi.Það er ótrúlegt það skuli vera kominn tuttugasta og fyrsta öldin og það er verið bera brenni neðan úr kjallara upp á þriðju hæð og hafa ekki yl nema í einu herbergi, en svona er þetta bara og fólk lætur sig hafa þetta.
Við vorum leyst út með gjöfum þegar við fórum. Patricia gaf Þórunni mynd sem hún var búin sauma út, en hún er mjög mikil hannyrðakona. Ég fékk flösku af góðu Portvíni, sem ég vona einhver hjálpi mér við koma í lóg, því ég er vægast sagt mjög lítið gefin fyrir drykkju enn sem komið er.

Eftir hádegi fórum við til Aveiro svona rétt til upplifa einhverja Þorláksmessu stemmingu í búðum.Það var margt um manninn í bænum og í verslunum.
Við fórum heim án þess finna jólagjöf handa Þórunni, svo það eru verða ískyggilega miklar líkur á jólakötturinn eigi eftir klóra eitthvað í hana, en enn er von um úrrætist.
Við heilsuðum upp á Pétur kunningja okkar í leiðinni, en hann býr í Aveiro.

22 desember 2006

Veður

Veður: -2,8°/14,6° heiðskýrt.

21 desember 2006

Næturfrost.

Veður: -3,2°/14,2° Léttskýjað.
Eins og sjá á lágmarkshitanum var svalt í nótt, en sæmilega notalegt í sólinni um miðjan daginn. Jörð var hvít af hrími í morgunn, en það er ekki óalgengt hér á þessum árstíma.

20 desember 2006

Gróðurmold

Veður: - 0,8°/14,3° léttskýjað.

Eins og sjá má á hitatölunum var fremur svalt í morgunn, svo ég beið með það framyfir hádegi að fara út í garð að vinna, en þá var líka orðið þæglegasta veður til að vinna úti.
Ég var að sá bóndabaununum í dag, en fyrst þurfti að setja áburð í beðið og tæta honum saman við moldina.
Það er svo merkilegt að það er sama góða gróðrarlyktin af moldinni hér og í Flóanum forðum daga.
Það er alltaf einhver sérstök tilfinning að sjá gróðurmold sem búið er að sá í, það er einhver tilvísum á framtíð og að lífið haldi áfram.
Það er líka svo gaman að fylgjast með því þegar það sem sáð hefur verið fyrir fer að gægjast upp úr moldinni.
Þórunn setti niður hvítlauk og nú er bara að bíða og sjá hver árangurinn af þessu verður hjá okkur.

Baunabeð

19 desember 2006

Fjárhúsið


Veður:- 0,5°/15,3° léttskýjað.

Myndin hér fyrir neðan er af jólaskreytingu í slökkvistöðinni í þjónustubænum okkar Albergaria. Það gefur víða að líta núna fyrir jólin svona skreytingar af mismunandi stærð og gerð.
Fjárhúsið ásamt fjölskyldu þess finnst líka á flestum heimilum hér í landi. Sumir búa þetta til sjálfir, en svo er líka hægt að fá þetta keypt í verslunum af mismunandi stærðum og gerðum.

18 desember 2006

Skólastarf.

Veður: 3°/15,7° þoka í morgunn, síðan mistur en að lokum léttskýjað.

Joana var hér í pössun í morgunn, því Mamma hennar þurfti að mæta á fund.
Þær borðuðu svo hjá okkur mæðgurnar, svo hádegismatur var seinna en vant er á þessu heimili. Graca reiknaði með að vera komin af fundinum klukkan eitt, en af fenginni reynslu reiknuðum við ekki með að hún kæmi fyrr en hálftíma síðar en hún reiknaði með og það reyndist rétt.
Starf kennara hér virðist að mestu fara í að sinna skrifræðinu, það virðist þurfa að fylla út eyðublað fyrir hvert viðvik sem gert er, en svo vita kennararnir ekkert hvað verður um þennan pappír allan sem þeir senda frá sér.
Fundurinn í dag var til þess að kennararnir gætu rætta saman um hegðun nemenda sinna, en ef nemandinn á við einhver vandamál í námi , eða hegðun að stríða er lítið eða ekkert um úræði til bóta handa honum. Það er því vandséð hvert gagn slíkur fundur sem þessi gerir.

17 desember 2006

Veður : 1,5°/15,6° léttskýjað.

Fórum síðdegis til Aveiro, því Þórunn hafði áhuga fyrir taka myndir af ljósaskreytingum þar þegar farið væri rökkva.
Við byrjuðum á fara í stóra verslunarmiðstöð, þar sem við fengum okkur síðdegiskaffi áður en myndatakan hæfist. Þar inni tók Þórunn fullt af myndum, en eftir það fórum við í miðbæ Aveiro þar sem Þórunn tók mikið af myndum úti, enda er þar fullt af fallegum ljósaskreytingum.
Sem sýnishorn læt ég fylgja eina mynd sem ég tók af bát á síkinu sem er í miðbænum.

16 desember 2006

Veislusalur

Veður: - 1,3°/16° léttskýjað.

Þórunn notaði morguninn til að skreyta húsið fyrir jólin ja reyndar bæði úti og inni, því veröndin státar líka af jólaskrauti.
Það eru líklega liðnar um tvær vikur síðan ég sagði frá því að ég væri búin að slá grasflötina í síðasta sinn á þessu ári, en það var ekki rétt, því í dag fannst mér vera komið það mikið gras að það væri nauðsynlegt að slá einu sinni enn. Það er ekki amalegt að finna grasilm í lofti svona rétt fyrir jólin. Það eru sennilega ekki margir á Íslandi sem tengja saman grasilm og aðventu.

Graca vinkona okkar bauð okkur til sín í dag til að sýna okkur hvað veislukjallarinn sinn væri orðin flottur, en fyrsta veislan á að vera þar í kvöld.
Það var stolt húsmóðir sem sýndi okkur hversu fín aðstaða þetta væri.
Ég læt fylgja með mynd sem ég tók þarna í dag, en ég tek það fram að það var eftir að setja dúk á borðin þegar ég tók myndina. Það var meiningin að fólkið sitji við langborðið. Maturinn sem á að vera er keyptur af veitingahúsi og það borgar hver fjölskylda fyrir sig.
Venjan hefur verið sú að þessar fjölskyldur sem koma þarna saman í kvöld hafa farið saman á veitingahús einu sinni á ári, en þar sem Graca hefur yfir svona “fínu” húsnæði að ráða þótti tilvalið að nota það.
Fólk hér í landi kippir sér ekki upp við að sitja í kulda við að borða, því það er almennt lítið eða ekki kynnt í heimahúsum, helst er að það sé arinn í einu herbergi í hverri íbúð og mörg veitingahús eru án upphitunar enn, þó það hafi fjölgað talsvert núna á seinni árum þeim veitingastöðum sem hafa einhverja upphitun.

15 desember 2006

Leti????

Veður: - 1,8°/17,8° heiðskýrt. Eins og sjá má á lágmarkshitanum fraus örlítið hér í nótt.

Við fórum í leikfimi í morgun, ekki veitti af eftir sukkið á litlu jólunum í gær.
Ég var held ég búin að minnast á að við hefðum verið að skoða þrekæfingatæki til að hafa hér heima. Nú vorum við búin að ákveða að fjárfesta í slíku tæki, svo við fórum til Aveiro til að skoða markaðinn betur. Fórum í stóra íþróttavörubúð það sem var talsvert úrval af tækjum eins og við vorum að spá í. Þau tæki voru portúgölsk og í þeirri verslun var þeim tækjum talið það helst til tekna að það væri ekki langt að senda þau, ef þau þyrftu viðgerðar við. Einhvern veginn treystum við ekki almennilega á vörugæði portúgölsku framleiðslunnar, svo við völdum frekar að eiga viðskipti við verslun sem var með frönsk tæki, en framleidd í Kína. Það er að vísu nokkuð langt að fara til að fá tækið viðgert ef það þarf að fara með það til framleiðslulandsins.
Ég kalla þetta tæki skíðagönguvél, því það er staðið á því og gengið um leið og haldið er í stangir, sem eru hreyfðar eins og skíðastafir. Þannig að það fæst talsvert mikil hreyfing á allan skrokkinn þegar þetta tæki er notað.
Nú er bara eftir að sjá hversu duglegur maður verður við að nota þetta tæki, en það var keypt í þeirri góðu trú að letin réði ekki of miklu, en hún er lunkin að ná sínu fram, þrátt fyrir góðan vilja hjá manni til að snúa á hana.

14 desember 2006

Matur matur.

Veður: 0,4°/18,9° Heiðskýrt.

Í góða veðrinu í morgunn vorum við vinna í garðinum. Þórunn klippti rósirnar niður og gróðursetti sprota af rósum sem nágrannakona hennar gaf henni, afbrigði sem við áttum ekki. Hér er nóg stinga afklipptum legg af rós ofan í moldina um þetta leiti árs, þá rótar hann sig og ber blóm næsta sumar.
Ég klippti hekkplöntur og setti safnhaugamold í spildu sem á nota fyrir bóndabaunir, á eftir plægði ég svo spilduna.
Klukkan þrjú mættum við svo á litlu jólin með leikfimi systkinum okkar. Þetta voru tveir flokkar sem héldu litlu jólin sameiginlega, svo þetta voru nær fimmtíu manns þarna.
Það komu allir með mat með sér og það var ekki verið klípa það við nögl sér. Maturinn sem settur var á borðið hefði örugglega verið yfirdrifinn handa tvö hundruð manns.
Einhverjar leikfimisystra minna höfðu greinilega farið út í hænsnahúsið sitt í gær og snúið eina af sínum hamingjusömu hænu úr hálsliðnum og var hænan komin þarna á borðið steikt og niðurbútuð og bragðaðist bara vel.
Það er mikill munur á kjötinu af hamingjusömu hænunum og þeim sem eru aldar upp í búrum, kjötið af þeim fyrrnefndu er mun seigara.
Einnig var verið með steikt svínakjöt og ein konan kom með kjötkássu í stórum potti. svo voru auðvita saltfiskbollur, en þær þykja alveg ómissandi á hverju hlaðborði.
Þarna voru líka nokkuð mörg afbrigði af kökum.
Við fórum með eplaköku, sem líkaði vel, en það þorði enginn bragða á smákökunum sem við vorum með. Fólk veit einfaldlega ekkert um smákökur. Ein konan spurði Þórunni hvort þessar kökur væru gerðar úr svínafitu og súkkulaði.
Leikfimikennaranum var fært úr í jólagjöf frá nemendunum, sem framtakssamar konur í hópnum höfðu séð um kaupa.´Það var svo talsvert hallærislegt sjá til þeirra þegar þær voru fara um salinn og telja hve margir væru mættir til taka þátt í greiða fyrir gjöfina og láta kennarann sjá það til sín. talningu lokinni kom svo framkvæmdahópurinn saman til deila kostnaðinum á þátttakendur og þar var sko ekkert verið hvíslast á um þetta.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína og rúmlega það var stiginn dans.
Það eru myndir frá samkvæminu komnar inn á myndsíðuna mína. Smellið á Myndir hér til hægri á síðunni.

13 desember 2006

Kökubakstur

Veður: 4,7°/18,7° heiðskýrt.

Aðalverkefni dagsins hjá okkur var baka smákökur til taka með okkur á litlujólin í leikfiminni á morgunn, í fyrramálið á svo baka eplaköku, en eins og allir vita er eplakakan best alveg nýbökuð.
Í dag bökuðum við piparkökur, súkkulaði rúsínukökur og hafrakex. Það er lítið um bakstur á smákökum á heimilum hér og jafnvel fólk aðeins hrætt við bragða á því sem það ekki þekkir, en þeir sem eru kjarkaðir og þora smakka á kökunum okkar kunna yfirleitt meta þær.
Hér er mest um bakstur á ýmiss konar formkökum og það er ekki verið spara eggin í þær, það er verið nota frá sex upp í tíu egg í eina köku. Þessar uppskriftir hafa örugglega orðið til áður en vita var hversu mikið kólesteról er í eggjum.
Eftir baksturinn fórum við svo með síðustu jólakortin og pakkana á póst, svo er eiginlega bara framundan bíða eftir jólunum, en ég hef trúlega yfir mun meiri þolinmæði ráða en þegar ég var nokkrum áratugum yngri, þá gat biðin verið talsvert erfið og oftar en ekki var stolist til þukla pakkana og reynt giska á um innihaldið í þeim.

Graca og Artur komu í kvöld sækja borðið sem þau ætla nota í veislukjallaranum sínum. Við lánuðum þeim líka nokkra stóla.

12 desember 2006

Veður

Veður: 2,4°/15,5° Þunn skýjaslæða, sem sólin náði í gegnum af og til.

11 desember 2006

Hjólað á ný.

Veður: 0,2°/15,5° léttskýjað.

Byrjuðum útréttingar dagsins á fara á pósthúsið til kaupa frímerki á jólapóstinn, en þar sem það var löng bið eftir afgreiðslu brá ég mér á meðan Þórunn beið til tannlæknisins, en hann er í sömu götu og Pósthúsið.
Ég var svo óheppin það datt fylling úr tönn hjá mér svo ég ætlaði panta tíma, en var þá svo heppin það var laus tími eftir hálftíma, svo ég gat beðið og er komin með nýja fyllingu í tönnina. Venjulega er vikubið hjá tannlækninum.
Þegar þessum erindum var lokið fórum við til Aveiro til kaupa eitt og annað smálegt og einnig lét ég á það reyna hvort fyllingin í tönninni dygði til síns brúks svo við fengum okkur borða í leiðinni og enn er fyllingin á sínum stað og ég vona svo verði um ókomin ár.
Um tvöleitið fór ég svo hjóla, ég hef ekkert hjólað síðan ég var keyrður niður fyrir rúmri viku, en gekk allt vel og bílstjórarnir sýndum mér fulla tillitssemi eins og venja þeirra er, þetta var algjör undantekning þegar ég var keyrður niður. rennur vatn á ótrúlegustu stöðum á þeirri leið sem ég fór í dag eftir rigningarnar undanförnu, en allt í þeim farvegum sem það á vera.

10 desember 2006

Lokuð leið.

Veður: 0,3°/15,5° heiðskírt, en dálítil þoka fyrst í morgunn.

Í gær brugðum við okkur af bæ á bílnum og fórum sem leið liggur eftir þjóðvegi N 16 hér upp úr dalnum og eins og svo oft áður þegar farið var yfir brúna á Caima ánni var því gefið auga hversu hátt vatnsborðið í ánni væri, en það hefur verið talsvert breytilegt í rigningunum að undanförnu. Að þessu sinni var áin bara bakkafull.
Þegar við svo komum að brúnni rúmum klukkutíma síðar og ætluðum yfir hana á leiðinni heim var lögregla á veginum sem lokaði aðgangi að brúnni, en vísaði okkur á að fara í gegnum þorpið í Vale Maior yfir brú sem er kölluð gamla brúin, en þessi vegur í gegnum þorpið liggur um þröngar og bugðóttar götur.
Við vorum að tala um það okkar á milli að það hefði sennilega orðið slys í námunda við brúna og leiddum ekki hugann frekar að þessu.
Í gærkvöldi vorum við svo boðin í hús hér í dalnum og þá var okkur sagt að það hefði grafið undan einum stöpli brúarinnar og það væri búið að loka henni þar til viðgerð hefði farið fram.
Þessi brú mun vera nálægt eitthundrað ára gömul.
Það eru ekki nema þrjátíu ár síðan um þennan veg lá mikið af umferðinni frá vesturströnd Portúgals til Spánar, en nú er kominn nýr vegur sem leysti þennan af hólmi.
Við fórum í góða veðrinu í dag og tókum myndir af brúnni, ég reyni að setja eina af þeim myndum með þessum pistli, en svo eru fleiri myndir á myndasíðunni minni.
Hvort ástæðan fyrir því að það grefur undan stöplinum nú eftir að hafa staðið af sér stórflóð og vatnsleysi til skiptis í eitthundrað ár gæti verið sú að fyrir tveim árum var farvegurinn í nánd við brúnna hreinsaður og rýmkaður aðeins, skal ég ósagt látið. Það hefur ekki komið almennilegt flóð í ána síðan farvegurinn var hreinsaður fyrr en nú.

09 desember 2006

Veður

Veður: 3,5°13,3° úrkoma í nótt 16 mm. Að mestu þurrt í dag og sólarstundir af og til.

08 desember 2006

Frídagur

Veður: 6,1°/12,2° úrkoma 30 mm. Skúraslembur í dag, það er kalt í lofti.

Fórum í morgunn með lausa drifið sem við keyptum í gær og ekki fékkst til vinna í búðina þar sem það var keypt. Stúlkan sem við töluðum við kannaðist strax við hvert vandamálið var, það vantaði forrita diskinn og það gerði hún fyrir okkur á stundinni, svo er Þórunn komin með afrit af sínum gögnum eins og vera ber.
Það var margt um manninn í verslunum í dag, enda frídagur hér og fólk hér fær tvöföld laun í desember, svo það hefur aðeins meira handa á milli núna en venjulega.
Það væri full þörf á tvöfalda lægstu launin hér, því þau eru svo ótrúlega lág, ég skil ekki hvernig fólk á geta framfleytt sér af þessum launum.
Þessi frídagur í dag er tilkomin vegna Maríu meyjar.

07 desember 2006

Bilað?

Veður: 9,8°/16,3° úrkoma 50 mm. Rigning í allan dag.

Í dag fórum við til Aveiro og keyptum laust drif til nota við tölvuna hennar Þórunnar, því hún er komin með svo mikið af myndum og örðum gögnum í tölvuna, sem rétt er eiga afrit af annars staðar.
Á heimleiðinni ókum við meðfram Vouga ánni þar sem hún rennur um láglendi og þar þarf vatnsborðið í ánni ekki hækka nema um fimmtíu sentímetra til upp á veginn sem við ókum eftir. Ég get vel ímyndað mér vegurinn verði kominn undir vatn á morgunn, því það er búið rigna í allan dag.
Eitthvað er bogið við þetta nýja drif sem við keyptum, eða þá okkur, því okkur tekst alls ekki það til vinna. Við erum búin reyna tengja það við báðar tölvurnar, en án árangurs, svo það er víst ekki annað gera en fara aftur í verslunina og þá til reyna þetta og leiðbeina okkur ef við höfum ekki farið rétt við tengja þetta. En það á ekki þurfa gera annað en setja þetta í samband og byrja svo vinna.

Í kvöld horfðum við á klukkustundar langa mynd í sjonvarpinu hér um náttúru Íslands. Saga landsins frá landnámsöld var fléttuð inn í myndina. Þessi mynd er örugglega framleidd á Íslandi, en það var búið talsetja hana á portúgölsku.

06 desember 2006

Veður

Veður: 6°/15,2° úrkoma 11 mm. Að mestu þurrt í dag.

05 desember 2006

Veisluumhverfi

Veður: 9°/15,2° úrkoma 50 mm. Rigning.

Það er helst til frásagnar í dag það var mestu hkjótt í leikfiminni í morgun. Fólk bara einbeitti sér því gera æfingarnar, en venjulega er þetta eins og í fuglabjargi og þá vill verða misbrestur á fólk geti einbeitt sér æfingunum meðan það er verið spjalla.
Graca kom í heimsókn í dag meðal annars til skoða borðið sem við létum smíða til hafa hér á veröndinni, en hefur verið leyst af hólmi af öðru borði og var því notað sem vinnuborð í eldiviðargeymslunni.
Graca leist mjög vel á borðið til nota í veislukjallaranum sínum.
Ég tala um veislukjallara, því það er meininginn hjá henni ef hún býður fólki heim, þá verði því boðið í kjallarann. Það er verið setja upp vask og smáeldhúsinnréttingu. Þetta á vígja núna þann 16. desember, en þá bjóða þau nokkrum vinahjónum í heimsókn ásamt börnum líklega um 20 manns og Graca finnst ekki koma til greina hleypa þeim inn í stofuna sína, það gæti eitthvað skemmst.
Hún leggur einhverja aðra merkingu í orðið kósi en við erum vön, því hún segir þetta verði svo kósí þarna í kjallaranum, ómáluðum og mestu ópússuðum. Næsta veisla á svo vera í kjallaranum í maí, en þá verður veisla vegna fermingar dóttur hennar. Þetta er einhver lenska hér vilja halda veislur í bílskúrum, eða kjöllurum, þó fólk hafi gott húsrými.

04 desember 2006

Jólaljós

Veður: 14,7°/17,5° úrkoma 33 mm. Rigning í nótt, en skúrir í dag.

Settum upp ljósaskreytingu á veröndina og bílskúrinn í dag í tilefni jólanna.

03 desember 2006

Aðventa

Veður: 5°/15,8° úrkoma 30mm. að mestu þurrt í nótt, en rigning í dag.

Þessi fyrsti sunnudagur í aðventu var rólegur og notalegur hjá okkur.
Fórum út að borða í hádeginu á stað í Aveiro sem heitir Torgalo. Þar fengum við okkur kjúkling að borða að hætti hússins, sem bragðaðist mjög vel, auðvitað var ekki látið þar við sitja, ábætir og kaffi var einnig innbirt með góðri list.
Við litum inn í eina búð á heimleiðinni, svona rétt fyrir siðasakir.
Síðdegis horfðum við á flotta jólatónleika frá Þýskalandi í sjónvarpinu, en við vorum svo heppin að Jón vinur okkar á Spáni lét okkur vita um tónleikana, annars er hætt við að þeir hefðu farið framhjá okkur.

02 desember 2006

Veður

Veður: 10,3°/18,8° úrkoma 50 mm. Rigndi í nótt, en mestu þurrt í dag og sólarstundir.

01 desember 2006

Desemberrós

Veður: 5,9°/19,2° sólarstundir fram eftir degi, en skýjað síðdegis.

Ég slapp svo vel frá því í gær þegar keyrt var á mig að ég hef verið að velta því fyrir mér í dag hvort ég gæti ekki verið gott efni í áhættuleikara, bara að stunda það að lenda í árekstrum. Að athuguðu máli held ég að ég sleppi þessu, það er engan veginn víst að ég slippi svona vel frá slíku í annað sinn. En ég er ágætur í svona lagað að því leyti að ég held alveg ró minni á meðan á þessu stóð og gerði það sem í mínu valdi stóð til að sleppa sem best frá þessu og varð ekki einu sinni skelkaður eftir á.

Verkefni dagsins var að hreinsa í burtu mosa og gróður af þakinu á húsinu hérna, en slíkt þarf að gera einu sinni á ári. Það var ekki amalegt að sitja upp á þaki í veðurblíðunni í dag og bursta óhreinindin í burtu.
Síðdegis brugðum við okkur svo niður að strönd og fórum í röskan göngutúr á hafnargarði sem þar er. Það er svo frískandi að vera á gangi þarna og hlusta á niðinn í sjónum. Það er oftast talsvert af fólki á gangi þarna og einnig er þarna mikið af veiðimönnum með langar og miklar veiðistangir. Eins og ég sagði förum við nokkuð oft í gönguferð á þessum hafnargarði og þá eru alltaf einhverjir að reyna að veiða, en aldrei hef ég séð þá fá bein úr sjó, svo maður gæti haldið að þeir væru bara að æfa köst.

Með þessum pistli læt ég fylgja mynd af lítilli en fallegri rós, sem Þórunn færði mér úr garðinum í morgunn.


30 nóvember 2006

Ný reynsla.

Veður: 4,3°/19,7° léttskýjað.

Með hverjum degi sem líður bætir maður einhverju í sarp reynslu sinnar og þar sem ég á skammt eftir því hafa lifað í 26000 daga, ætti vera komið mikið af reynslu í minn sarp og fremur líklegt um endurtekningar ræða en nýja reynslu úr þessu, en lífið er alltaf koma manni á óvart. Í dag reyndi ég nokkuð sem ég vonaði ég slyppi við upplifa, en það var verða keyrður niður þar sem ég var hjóla úti á þjóðvegi.
Ég er margbúinn segja frá því ég dáist því hvað bílstjórar hér hafa verið tillitsamir þegar við erum á hjólunum, láta sig oft hafa lötra á eftir okkur langar leiðir þar til það er öruggt þeir geti farið framúr okkur án þess valda okkur ama. En í dag var komið því upplifa hið gagnstæða. Ég var á heimleið eftir hafa hjólað hér inn Vougadalinn, svona til sjá hvernig Vouga áin liti út eftir rennslið í henni hefur aukist eftir úrkomuna undanförnu. svo var það í smábeygju ég mætti tveim litlum bílum og varð var við bíl á eftir mér og reiknaði með hann færi framúr mér þegar bílarnir væru komnir framhjá, en nei þessi gaf sér ekki tíma í slíkt hangs, heldur fór framúr mér um leið og hann mætti bílunum og þar sem ekki var rúm fyrir þrjú farartæki á veginum í einu kaus hann frekar aka utan í mig en lenda framan á öðrum bíl.
Þetta var stór sendibíll og ég lenti á miðri hlið hans og það var nóg til ég missti jafnvægið og féll í götuna þegar bíllinn var kominn framhjá mér. Ég hruflaðist aðeins á handlegg og læri, svo minni gátu meiðslin ekki verið. Bílstjórinn stoppaði og kom til athuga hvort ég væri meiddur og staglaðist sífellt á því hvort ég vildi ekki fara á sjúkrahús og þegar ég leit betur á bílinn skildi ég hvers vegna hann var svona viljugur koma mér á sjúkrahús, þetta var sjúkraflutningabíll sem ók á mig, en ekki með blikkandi ljós eða sírenur í gangi.
Ég afþakkaði alla aðstoð, en bað hann þess í stað fara aðeins varlegar framvegis, sem ég vona hann geri.
Ég er búinn hjóla hér í landi í fimmtán ár án þess verða fyrir ónæði frá bílum og ef ég frið fyrir þeim næstu fimmtán árin, þá er þetta bara í góðu lagi. Hjólið þurfti aðhlynningu eftir byltuna, því gírarnir urðu fyrir hnjaski, en ég varð ekki var við það fyrr en á heimleiðinni, en þetta eru bara smámunir og það er komið á hjólasjúkrahús og útskrifast á laugardag.