31 mars 2007

Veður

Veður: 5,6°/20,9° úrkoma 11 mm. :essi úrkoma féll að mestu í gærkvöldi og nótt, að mestur þurrt í dag og léttskýjað síðdegis.

30 mars 2007

Veður

Veður: 1,8°/15° skýjað í dag og byrjaði rigna í kvöld.

29 mars 2007

Loftmynd af Austurkoti.

Veður: 1°/21,8° léttskýjað.













Þessi mynd hér fyrir ofan er ný loftmynd af Austurkoti, fyrir þá sem aldrei hafa komið hér ætla ég að útskíra myndina.
Bílskúrinn er meðfram götunni, milli hans og hússins er verönd og yfir hluta hennar er þak. Þá tekur íbúðarhúsið við, í lægri byggingunni er eldhús, búr og vinnuherbergi, þar sem við sitjum við tölvurnar.
Í hærri hlutanum er stofa, svefnherbergi og bað.
Garðurinn hæra megin við húsið er stærri en hann sýnist á þessari mynd, en það gæti stafað af því að myndirner sennilega tekin með aðdráttarlinsu og nokkuð mikið á ská. Allavega eru trén í garðinum ekki eins þétt og virðist á þessari mynd.. Til vinstri á myndinni er húsið hans Manúels og Matthild granna okkar, það eru ekki nema þrír metrar á milli húsanna. Til vinstri við okkar hús og aftan við hús manúels er garður þar sem við erum með ávaxtatré og matjurtir, ef grannt er skoðað má sjá kartöflugrös í miðjum garðinum. Nágrannarnir eru búnir að byggja á nærri allri sinni lóð, svo þeir verða að fá leyfi frá okkur til að komast að bakhlið hússins síns, því þar er það byggt alveg út í lóðarmörk.
Posted by Picasa

28 mars 2007

Veður

Veður: 2,6°/18,6° mestu skýjað og smáskúr síðdegis.

Það er orðið langt umliðið síðan það rigndi hér síðast, svo það var kærkomið að fá þessa regndropa í dag fannst mér, en hann nágranni minn var ekki á sama máli og ég. Ég hitti hann hér úti á götu þegar þessi fáu dropar voru að falla til jarðar og eftir að hafa heilsast og allt það, þá hafði ég orð á því að það væri að rigna, já það er alltaf rigning var svarið sem ég fékk. Svo var nú það. Skíringin á þessu neikvða viðhorfi til rigningar gæti verið sú, að einhver sagði grönnum okkar í haust að það irpi rigning næstu sex mánuði, vegna þess að tungl hefði kveiknað á óheppilegum degi í september. Síðan þau heyrðu þessa spá finnst þeim alltaf vera rigning, sem sagt sólardagar eru bara ekki taldir með.

27 mars 2007

Upp í kok?

Veður: - 1,1°/20,1° léttskýjað að mestu.

Ég veit ekki hvort blogþjónninn minn er búinn að fá upp í kok af skrifunum mínum, eða hvað veit ég ekki fyrir víst, allavega tókst mér ekki að koma því á sinn stað sem ég skrifaði í gærkvöldi. Það endaði með því að í morgun sendi ég skrifin til vinar míns, sem tókst að troða þeim inn á síðuna mína. Eftir þessar hrellingar ætla ég ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni og sjá til hvernig gengur að koma því á réttan stað, það er eiginlega ófært að þurfa að senda þetta fram og aftur um hálfan hnöttinn til að koma þessu frá sér. Auðvitað væri það leggjandi á sig ef þessi skrif væru eitthvað merkileg, en varla fyrir svona raus.

26. Mars. Búkonur

Ég sagði frá því að Þórunn hefði boðið Matthild grannkonu okkar í búðarferð síðastliðinn föstudag og þá var Matthild mikið að tala um við Þórunni að það væri agalegt að vera að eyða svona bensíni bara fyrir sig. Að fenginni reynslu raiknuðum við að hún mindi ekki láta eiga neitt hjá sér og borga fyrir þessa ferð með einhverju móti, það reyndist rétt tilgetið hjá okkur. Við sögðum sem svo að nú mættu hænsnin hennar fara að biðja fyrir sér að verða ekki snúin úr hálsliðnum til að borga fyrir bensínið sem fór í ferðina. Við reyndumst sannspá, því í dag færði Matthild okkur hálfan nýslátraðan hana, svo það verður væntanlega aðeins minna hanagal sem við heyrum í fyrramálið. Það var skemmtilegt í morgun, þá tókst tveim hönum að gala alveg í takt, sem hljómaði bara mjög vel hjá þeim, það var góð tilbreyting frá að hlusta á þá einradda eins og venjan er.Í dag heimsóttum við vinkonu okkar hér í þorpinu, en sú er mikil búkona og streðar myrkranna á milli við að rækta og annast um þá gripi sem hún er að ala upp hverju sinni. Manúela heitir þessi góða kona og er nú orðin 68ára, en frekar illa farin af þrældomi í gegnum tíðina, en þetta virðist vera hlutverk sem hún velur sér, því hún hefði nóg fyrir sig að leggja þá hún slakaði eitthvað á, eða jafnvel hætti þessu streði algjörlega, en ég held að hún kunni bara ekki á annan lífsmáta en þennan. Hún sýndi okkur allt sem hún er búin að setja niður og hún man upp á dag hvenær hver tegund fyrir sig var sett niður. Hún var aðeins mædd yfir að kartöflugrösin, hefðu skaðast í næturfrosti, en vonaðist til að það kæmi ekki að sök. Næst var að líta á gripina hjá henni, þar kennir margra grasa. Svín, geitur, hænsni og endur. Hún man fæðingardag hvers einasta grips sem hún er með í uppeldi.

25 mars 2007

Sumartími.

Veður: 0,5°/22° léttskýjað.

Þessi sólarhringur verður í skemmra lagi, því nú er kominn sumartími sem þíðir að klukkunni var flýtt um eina klukkustund í nótt og þar með erum við einni stund á undan klukkunni á Íslandi.
Eins og sjá má á myndunm hérfyrir neðan brugðum við okkur niður að strönd í dag, til að anda að okkur fersku sjávarlofti og fá okkur góðan göngutúr við ströndina. Eins og sjá má á einni myndinni sat eldra fólkið og ræddi málin á meðan yngra fólkið var meira á faraldsfæti.

Við ströndina













Heilsubótarganga við ströndina, eða setið og spjallað















Undirbúningur fyrir myndatöku.














Nýjustu fréttir.
Posted by Picasa

24 mars 2007

Kraftaverk?

Veður: 0°/21,3° Léttskýjað.
Enn gerast kraftaverk, ég sagði frá því í gær að það væru erfiðleikar með að fá stækkunarforritið til að vinna eðlilega í nýju tölvunni. Þórunn var búin að skrifa tólf tölvupósta til framleiðanda stækkunarforritsins í USA. og fá jafnmörg svör með leiðbeiningum til baka, en allt virtist koma fyrir ekki, svo það var ákveðið að gefast upp við svo búið og slökkva á tölvunni. En viti menn, næst þegar tölvan er ræst virkar forritið eins og vera ber, þvílíkur léttir fyrir mig og til að kóróna allt saman tóst mér að fá hana til að lesa íslensku í morgunn.
Til að slaka á eftir þetta streð var farið í búðaflandur í dag og fengið sér að borða í leiðinni.
Þórunn er líka búin a vinna i garðinum við að snyrta til og setja niður rósir sem hún keypti í gær. Það er búið að stækka rósabeðið talsvert frá því sem var, svo það ætti að verða fallegt í sumar.

23 mars 2007

Tæknivandamál

Veður: 0,7°/22,5° léttskýjað. Það er líklega að sjá fyrir endann á þessu “kuldakasti” sem staðið hefur þessa viku sem er að líða, allavega hefur ekki verið næturfrost síðustu tvær nætur og daghitinn er líka að tosast upp á við. Nú er alveg tímabært að kvarta yfir því hversu langt er um liðið síðan það rigndi eitthvað að gagni, nú er svo komið að það þarf að vökva garðávextina, en slíkt er sjaldgæft hér á vorin.

Ég hef svikist um að skrifa í dagbókina undanfarna daga, en það kemur til af því að ég var að fá nýja tölvu, en hef átt í basli með að setja upp stækkunarbúnaðinn í hana. Ég var að þrjóskast við að skrifa í dagbókina, þar til ég gæti notað nýju tölvuna til þess, en nú er fyrirséð að það dregst enn í nokkra daga, svo ég skrifa þá bara á fartölvuna á meðan ég býð eftir að fá lausn á þessum tæknimálum.

Í dag bauð Þórunn Matthild grann komu sinni með sér í búðarráp, Matthild hefur svo gaman af að fara með Þórunni í slíkar ferðir.
Ég var heima á meðan og notaði tímann til að ljúka við að mála það sem eftir var að mála af húsinu þetta árið. Næsta verkefni í málningarvinnu, er að mála og kalka veggina í kringum lóðina.

19 mars 2007

Veður

Veður: 3,4°/17,3°skýjað að mestu og örfáir regndropar.
Það skall á með"norðanbál" hér í morgunn, það getur nú verið að það sé full fast að orði kveðið að kalla þetta"norðanbál" Það allavega kólnaði talsvert frá því sem verið hefur og það var talsverður vindur um tíma. Það má þakka fyrir ef það verður ekki næturfrost í nótt.

18 mars 2007

Góður sunnudagur

Veður: 0,8°/24,5° Léttskýjað í dag, en þykknaðu upp með kvöldinu.

Þetta var svolítið afbrigðilegur sunnudagur í dag, því í morgunn voru skúruð gólf, en slík athöfn er venjulega framkvæmd á laugardögum, en í gær hafði málningarvinnan forgang, svo það vannst ekki tími til að skúra gólfin, en það ótrúlega skeði að ég svaf samt sæmilega vel í nótt þrátt fyrir að hafa breytt svona út af venju.
Eftir hádegi í dag þvoði ég rykið af dekurdósinni, því það lætur engin sæmilega heiðvirð fjölskylda sjá sig á rykugum bíl í sunnudagsbíltúrnum sínum. Sunnudagsferðin var svo farin upp í hálendið inn af dalnum okkar eftir vegi sem Þórunn hefur aldrei farið og það eru mörg ár síðan ég fór þarna um síðast. Nú reyndi á hvort einhver starfsemi væri enn í gangi í grautarhausnum. Jú sem betur fer virðist vera eitthvert líf að finna þar enn, allavega mundi ég í aðalatriðum hvernig leiðin lá, en nú er minni vandi að rata en áður þegar verið er með leiðsögutæki í bílnum.
Plúsinn við þessa leið sem við fórum í dag auk fallegs útsýnis, er að á miðri leiðinn er kaffihús með þær bestu tertur sem fyrirfinnast í Portúgal og þar var auðvitað komið við til að athuga hvort þetta væri ekki svo enn.

Bóndarós














Þessi mynd var tekin hér í garðinum í morgunn.
Posted by Picasa

17 mars 2007

Grautarhaus.

Veður: 8,5°/24,8° heiðskýrt.

Í morgunn þegar staulast var á fætur var kominn laugardagur, sem þýðir að það er kominn dagur grjónagrautsins á þessu heimili, þetta er ekki flókin matargerð og ef allt gengur eðlilega fyrir sig tekur ekki að minnast á þessa matargerð. Hinsvegar fór þetta dálítið úr böndunum hjá mér í morgunn, en það má segja að ég hafi sloppið með skrekkinn. Ég var búinn að hleypa upp á grjónunum og slökkva aftur til að láta þau jafna sig, en áður en við skryppum út í búð til að kaupa málningu kveikti ég aftur á gasinu til að hita grjónin betur og setti á fullt, því ég ætlaði að láta loga stutta stund og slökkva áður en ég færi út. Það kom sér vel að við fórum ekki langt, því þegar við vorum að leggja á stað heim mundi ég allt í einu eftir að hafa gleymt að slökkva undir pottinum áður en ég fór út. Ónotaleg uppgötvun það. Mér varð hugsað til allra fréttanna af pottum sem hefðu gleymst á heitum eldavélum og eitt sinn varð ég vitni að slíkum atburði hjá manni sem starfaði hjá mér, en hann slapp ekki eins vel og ég, því íbúðin hjá honum skemmdist mjög mikið. Hér voru bara brunnin grjón við botninn og dálítil stybba í eldhúsinu. Það var bara náð í annan pott og byrjað upp á nýtt að elda grjónsa og þetta sinn gekk allt eins og í sögu.
Ástæðan fyrir því að við vorum að kaupa málningu var að það átti að nota daginn til að mála bílskúrinn að utan og okkur vantaði málningu á grunninn á honum. Nú er semsagt bílskúrinn kominn í spariklæðnað og vonandi fer hann vel með sín spariföt.

Veður: 2°/28,8° léttskýjað

16.Mars 2007
Í gær var bara kæruleysi og slugs, en slíkt er alveg bráðnauðsynlegt af og til. Dagurinn í dag byrjaði með því að fara í leikfimi, sem alltaf er bæði hollt og skemmtilegt.
Eftir matinn datt mér í hug að láta verða af því að undirbúa að mála bílskúrinn, því málningin er byrjuð að láta á sjá á nokkrum stöðum.
Ég byrjaði á að skrapa burt lausa málningu og til að gera þetta almennilega tók ég fram háþrýstiþvottavél sem við keyptum í haust og vorum bara búin að nota einu sinni til að hreinsa veröndina við húsið. Eftir svo sem tíu mínútna vinnu bilaði slangan sem liggur frá dælunni í byssuna. Það var léleg ending, það mátti kannski reikna með þessu, því þetta var ódýrt tæki, en er enn í ábyrgð. Við ákváðum að láta bíða með að athuga með ábyrgðina, en fara og athuga með að kaupa aðra og vandaðri dælu. Við vorum nokkuð kunnug því hvað var í boði á markaðnum síðan við keyptum garminn sem gafst upp í dag, sú kostaði bara 100 evrur, en alvöru vélar kosta að missta kosti fimm sinnum meira, svo við bjuggumst satt að segja ekki við miklu af þessari vél en héldum að hún dygði okkur samt, en annað er komið á daginn. Nú keyptum við öfluga ítaska vél og erum búin að þvo allt lauslegt af bílskúrnum og Þórunn þvoði líka veröndina. Þessi vél vinnur mjög vel.
Við förum svo síðar með hinn garminn og fáum nýja slöngu á hana út á ábyrgðina og athugum svo hvort einhver nágranninn vill þiggja hana að gjöf, svo við séum laus við hana.
Þetta er bara staðfesting á því sem við vissum og vorum að ræða um þegar við keyptum þessa ódýru vél, að það væri mjög hæpið að hún entist eitthvað.

15 mars 2007

Fjörulall

Veður 1,7°27,2° léttskýjað.

Dagurinn í dag var notaður í kæruleysi og slugs og við reyndumst bara vel liðtæk í slíku líferni.
Vorum komin niður að strönd um hádegi og byrjuðum á að fá okkur að borða, því ekki er hægt að fara í gönguferð með garnirnar gaulandi. Eftir matinn fórum við svo í góða gönguferð, meðal annars litum við á hvort sjórinn væri ekki enn samur við sig, það er orðið nokkuð um liðið síðan við sáum hafið síðast. Jú öldurnar virðast enn vera við sama heygarðshornið, að fara hver á eftir annarri upp í fjöruborðið, það er eins og það sé keppni um hver þeirra kemst lengst. Jú það er greinilegur munur á því hversu langt þær komast.

14 mars 2007

Stuttara veður á ný.

Veður: 4,6°/27,1° léttskýjað.

Þórunn brá sér á markað í morgunn, en ég kaus að vera heima, því mér finnst ekki eins skemmtilegt að fara á markað og Þórunni, ég kann því betur að fara bara í venjulega verslun þar sem hlutirnir eru aðgengilegir og maður er laus við argandi sígauna. Það eina sem Þórunn keypti voru salat og kálplöntur.
Það var ekki amalegt veður í dag til að vinna í garðinum, um miðjan daginn var nægilegt að klæðast bara stutturum, það var góð tilfinning að vera kominn í stuttarana sína á ný.
Nú er búið að planta út öllum lauknum og spennandi verður að sjá hvort það verður einhver munur á uppskerunni eftir því hvort laukurinn fór niður á vaxandi eða minnkandi tungli.
Nú eru ávaxtatrén að byrja að blómgast og í dag úðaði ég þau til að verjast því að flugur nái að leggja egg sín í blómin, því ef þeim tekst það verður eggið að lirfu inni í ávextinum og þar með er ávöxturinn ónýtur. Svo maður á bara um tvennt að velja, að eitra til að forðast þetta, eða vera án ávaxta, þriðji möguleikinn er raunar fyrir hendi að kaupa ávextina í búð með enn fleiri aukaefnum en við notum hér heima. Þrátt fyrir þetta má þetta kallast lífræn ræktun hjá okkur.

Það er dálítið furðulegt að fylgjast með umræðunni á Íslandi, þar sem það virðist vera meiriháttar má hvort einhver skallapoppari er búinn að lita á sér hárið eða ekki, gott ef þjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af alvarlegri málum en þetta þessa dagana. Mér datt sí sona í hug hvort það yrði rekið upp svona ramakvein ef þeir Dabbi og Óli grís létu lita á sér hárið, eða krúnuraka sig.

13 mars 2007

Tölvubilun

Veður: 2,8°/25° Léttskýjað.

Dagurinn í gær fór allur í að sinna tölvumálum. Tölvan sem ég hef notað tók upp á því eftir að Vista var sett upp í henni að klukkan í henni seinkaði sér um eina mínútu á sólarhring. Það er enn nokkurra mánaða ábyrgð eftir á tölvunni svo við fórum með hana þar sem hún var keypt og þar var reynt að breyta einhverri stillingu og okkur sagt að koma með hana aftur, ef kvillinn hefði ekki horfið við þessa aðgerð. Við fórum með tölvuna í gærmorgunn og nú á að senda hana til framleiðanda til skoðunar og það er óvíst hversu langan tíma það tekur, en þó hámark 30 dagar, ef hún verður ekki komin innan þess tíma er sköffuð ný tölva. Þetta er ansi langur tími, en víst ekkert við því að segja.
Nú notast ég við fartölvuna og er búin að tengja við hana stóra skjáinn, lyklaborðið og músina, svo þetta er bara í nokkuð góðu lagi.
Það tók mig nokkuð langan tíma að stilla fartölvuna eins og mér hentaði og endaði með því að ég fékk góða aðstoð frá vini mínum sem býr hinu megin á Íberíuskaganum, hann er alltaf tilbúinn að hjálpa mér þegar eitthvað bjátar á í tölvumálum.

Jónína og Guðmundur, sem keyptu sér hús með góðri lóð í fyrra hundrað kílómetra sunnan við okkur komu í heimsókn í dag. Þau tóku ferjuna Norrænu og komu svo akandi hingað á sínum bíl. Þau eru mjög ánægð að vera komin aftur til að líta á garðinn og ætla reyna að rækta eitthvað, en byrja rólega og læra í rólegheitum á að rækta hér.

12 mars 2007

Veður

Veður: 1,9°/22,6 skýjað

11 mars 2007

Veður

Veður: 7,9°/29,3° Léttskyjað

10 mars 2007

Laukur

Veður: 7,6°26,7° Léttskýjað. Nokkuð sterkur aflandsvindur í nótt og fram eftir morgni, en mjög hæg gola í dag. Í gær sagði ég að það væri gott vorveður, en í dag skellti hann hitanum upp í sæmilegan sumarhita, ekkert verið að tvínóna við hlutina á þeim bæ.

Í morgunn fórum við á markaðinn til að kaupa laukplöntur og til að fá meira út úr ferðinni en bara að fara á markaðinn og heim aftur fórum við fyrst á kaffihús og fengum okkur nýbakaða brauðbollu og kaffi. Það var margt fólk á kaffihúsinu, það er mjög algengt að fólki fari á kaffihús og fái sér kaffibolla og spjalli yfir kaffinu.
Eftir kaffisopann fórum við á markaðinn til að kaupa laukinn, við versluðum við fullorðna konu sem virðist alltaf vera á sama stað að selja afurðir sínar. Hún er auðvitað með skýluklút á höfðinu og í svuntu með vösum, sem hún notar sem búðarkassa, en að sjálfsögðu er engann strimil að hafa úr þessari gerð af búðarkassa.
Lauknum var svo plantað út eftir hádegi og þá var svo hlýtt í veðri að ég var nakinn að ofanverðu og var að spá í að fara í stuttara, en fannst ekki taka því, því þetta var ekki svo mikið verk að koma lauknum ofan í moldina.
Ræturnar á laukplöntunum eru svo flæktar saman,að það þarf að slíta þær í sundur me gát, mér datt í hug sagan af bakkabræðrum þegar þeir flæktu saman löppunum og vissu ekki hver átti hvaða löpp, svipað er því farið með laukinn.
Þessum lauk var plantað út á réttu tungli, en lauknum sem við plöntuðum út fyrst var plantað á vaxandi tungli, en slíkt má ekki gera, nú verður spennandi að sjá hvort hægt verður að greina einhvern mun á uppskerunni.

09 mars 2007

Vorveður

Veður:2,6°/23,5° léttskýjað.

Eins og lesa má út úr hitatölunum hér fyrir ofan var reglulegt vorveður hér í dag og horfur á svipuðu veðri næstu daga. Við notuðum góða veðrið til að vinna í garðinum. Það mátti heyra í dráttarvélum i nær allan dag hér í nágrenninu vinna við að plægja akrana. Nágrannar okkar áttu von á manni til að plægja þeirra akur klukkan 9,30 í morgunn , svo matthild sleppti að fara með okkur í leikfimi. Henni hefði verið alveg óhætt að fara, því um hádegi var maðurinn enn okominn og ekkert hafði heyst frá honum, ég veit ekki hvort hann lét sjá sig síðdegis, ég held ekki. Þetta er ekkert einsdæmi hér að menn mæti ekki þegar þeir hafa lofað að mæta einhvers staðar á ákveðnum tíma og að láta vita af ef eitthvað hefur breytst svo menn geti ekki mætt á tilteknum tíma þekkist alls ekki. Tölvumaðurinn okkar lofaði að vera hér á miðvikudag og enn er hann ókominn og ekkert hefur frést af ferðum hans. Þetta er ekkert áríðandi sem hann þurfti að gera svo ég hef látið hann í friði og ef ég ýtit ekki við honum er ég alveg viss um að hann lætur aldrei sjá sig hér.

08 mars 2007

Afmæli

Veður: 2,8°/20,9° Léttskýjað.

Þegar ég kom út í bílskúr í morgunn og leit á dekurdósina sá ég að á framrúðunni var einhverskonar móða, ég reyndi að þurrka þetta af og jú rúðan lagaðist, en ekki alveg nógu vel. Um síðir var mér ljóst hvernig á þessu stóð, þetta var saltúði frá því í gær að við fórum til Aveiro. Þar var sterkur vindur frá hafinu og það hefur verið svona mikið salt í loftinu, samt er Aveiro 8 Km. frá ströndinni. Í dag fékk dekurdósin svo þrifabað og er nú orðin glansandi fin.

Gunnar sonur Þórunnar á fertugsafmælií dag. Þórunn hringdi til hans í morgunn í tilefni dagsins, en hann býr í Malasíu, svo það er ekki hægt að heilsa upp á hann á þessum merku tímamótum í lífi hans.
Við erum búin að koma á þeirri hefð að fara út að borða, eða í kaffi, þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli, því við eigum þess ekki kost að fagna með fólkinu sjálfu. Við brugðum ekki út af vananum í dag, byrjuðum á að fá okkur að borða fórum síðan að útrétta og þegar því var lokið fórum við í afmæliskaffi, svo við erum búin að halda rækilega upp á afmæli Gunnars í dag.

07 mars 2007

Veður

Vepur: 10,3°/17,6° úrkoma 8 mm. Þurrt í dag og léttskýjað af of til, talsverður vindur sem er fremur sjaldgæft hér í dalnum.

06 mars 2007

Rigning

Veður: 5°/14,5° úrkoma 36 mm. Það byrjaði að rigna klukkan níu í morgunn og rigndi látlaust í allan dag til klukkan að verða sex.
Þessi rigning varð þess valdandi að við höfum ekki farið út fyrir dyr, nema til að gefa kattarflækingum sem eru fastir kostgangara hér.
Það koma ekki svo margir dagar hér sem rignir látlaust allan daginn að það er alveg í lagi að vera bara inni þá daga.
Það er ágætt að bregða sér á stigvélina á svonan dögum til að hressa sig eftir langa setu við tölvuna.

05 mars 2007

Veður:

Veður: 2,0°/19,9° Þunn skýjaslæða, eð a mistur í lofti í dag, en sólin náði í gegn um miðjan daginn.

04 mars 2007

Hvar er batavegurinn?

Veður: 5,7°/15,3° úrkoma 8 mm. rigning fram yfir hádegi, en léttskýjað síðdegis.

Þórunni miðar hægt en örugglega áleiðis fram á við á sinum batavegi. Það er nú bara þannig þegar maður lendir í að fá kvef, hálsbólgu, eða önnur umgangsveikindi að þá fer ákveðinn tími í að kljást við veikindin áður en það tekst að losna frá þeim og fara að feta sig eftir batavegium. Oft miðar hægt áfram í fyrstu og vegurinn er nokkuð torfær, en svo kemur þar að hann verður greiðfærari og þá miðar betur áfram og að lokum er hægt að taka til fótanna og forða sér langt í burtu frá veikindunum.
Talandi um bataveginn, þá minnist ég lítils frænda míns sem varð mjög ungur þegar hann var orðinn læs og eitt sinn var hann að lesa frétt um mann sem hafði lent í slysi og í fréttini var sagt að maðurinn væri á batavegi. Þá spurði sá stutti Pabba sinn " Pabbi hvar er þessi batavegur?" Sem von var hélt hann að þarna væri átt við enhvern venjulegan veg sem maðurinn væri staddur á.

03 mars 2007

Veður: 13,9°/20,4° úrkoma 5 mm. Alskýjað til hádegis, en þá fór birta og síðdegis til sólar af og til

Þórunn er búin vera með slæma hálsbólgu síðan á fimmtudag, en virðist vera komast á þann góða veg sem kallaður er batavegur. Hún hefur alveg sloppið við þessar umgangspestir sem hafa verið hrjá mig í vetur, en er röðin komin henni. Það er kostur geta skipst á vöktum í þessu, það væri verra ef við værum bæði lasin á sama tíma.

Við slepptum fara í leikfimi á föstudag vegna veikindanna, en ég hjólaði þess í stað, sem var síst verra.

Ég hef svolítið verið vinna í garðinum síðustu daga og eins og sjá á meðfylgjandi mynd er margt þar sem gleður augað þessa dagana.

Veður

1. mars. Veður 6,3°/21,1° léttskýjað.
2. Mars. Veður: 11,1°/19,2° alskýjað og rigning undir kvöldið.

02 mars 2007

Tilraun

Ég hef ekki komist inn á heimasíðuna mína í aðaltölvunni síðustu daga og n´geri ég tilraun með hvort mér tekst að skrifa inn á síðuna í fartölvunni.