31 desember 2008

Óskir um gæfuríkt ár.

Veður: 10,8/05,5° úrkoma 2,7mm. Alskýjað.

Hér koma tölur yfir veðrið í desember.

Capture

Ég þakka kærlega ánægjuleg samskipti á þessu ári sem nú er að kveðja og óska öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.

30 desember 2008

Veður

8,3/18,5°Þægilegt veður í dag og talsvert sólskin, en þykknaði upp með kvöldinu.

29 desember 2008

Fjárhús

Veður: 4,5/14,3 úrkoma 14,4 mm.byrjaði að rigna upp úr hádegi og samfelld rignign til kvölds.

010

Það eru fá heimili hér í landi þar sem ekki er eftirlíking af fjárhúsinu þar sem þau María og Jósep ásamt frumburðinum eru höfð í heiðurssæti yfir jólahátíðina. Í flestum sveitarfélögum er líka sett upp eftirlíking af fjárhúsinu og það virðist sem það sé lagður talsverður metnaður í að gera þetta sem glæsilegast. Þetta fjárhús sem ekki er af hefðbundinni gerð sá ég í dag.

28 desember 2008

Veður

Veður: 6/15,7° Hálfskýjað.

27 desember 2008

Tók sér hvíld.

Veður: 2/8,1° úrkoma 20,66 mm byrjaði að rigna um hádegi og hefur rignt samfellt síðan.. Það var dálítill vindur hér í nótt, allavega nægur til að leggja diskinn fyrir sjónvarpsmóttökuna á hliðina og svona leit hann út þar sem hann hvíldi í grasinu, hvíldinni feginn.

DSC01186

Diskurinn er búinn að standa af sér öll veður sem hér hafa komið í rúman áratug, en orsökin fyrir því að hhann féll nú held ég að sé að það var búið að snúa honum til suðurs svo við gætum hlustað á rúv í gegnum gervihnött og því hefur norðanáttin náð betri tökum á honum en meðan hann snéri ýmist í suðaustur eða suðvestur. Hver sem orsökin er, þarf að endurreisa hann og síðan að stilla hann á réttan hátt á ný, en þangað til því er lokið getum við bara horft á portúgalskt sjónvarp í gegnum annan disk. Það verður að bíða betra veðurs að koma þessu í lagi og sennilega verður að kalla til sérfræðing til að stilla diskinn af.

26 desember 2008

Veður

Veður: –3,3/10,4° léttskýjað.

25 desember 2008

Veður

Veður: –2,9/12,9° léttskýjað.

24 desember 2008

Gleðileg jól.

Veður;-2,9/13,5° Léttskýjað

2008-12-14 004

Öllum þeim sem litið hafa inn á þessa síðu óska ég gleðilegra jóla um leið og ég þakka fyrir innlitið.

23 desember 2008

Veður

Veður: –1,9/13,4° léttskýjað

22 desember 2008

Veður

Veður: –1/17,3° léttskýjað.

21 desember 2008

Fyrsti vetrardagur.

Veður: 1,9/18,7° léttskýjað

Hér er fyrsti dagur í vetri í dag og ekki nkkur leið að kvarta yfir veðrinu.

19 desember 2008

Annríki

2/15,6 Léttskýjað, gola í nótt og fram á morgunn.

Þetta var annasamur dagur, byrjuðum á að fara á litlujólin í leikfiminni.Það var vel mætt og byrjað ðá að gera æfingar og svo var dansað smástund áður en farið var að borða.

DSC01172 Við matborðið

DSC01159 Hitað upp

Næst lá leiðin á tölvuverkstæðið til að athuga hvernig gengi að gera við tölvuna, þá kom í ljós að harði diskurinn var ekki bilaður svo verið var að leita að bilun í einhverju öðru í tölvunni. Þetta varð til þess að ég ákvað að taka tilboði sem ég fékk þegar ég kom með tölvuna í viðgerð að setja upp fyrir mig nýja tölvu fyrir 415 Eu og hún á að vera tilbúin um hádegi á morgunn. Ótrúlegt að það standist.

Næst á dagskrá var að fara til Aveiro og kaupa nýjan mótakara fyrir sjónvarpið, ekki líkaði okkur við gripinn, svo við skiluðum honum aftur. Þaðan héldum við til Val edo Cambra, í búð sem við vorum í gær, en þar var gott úrval að móttökurum. Sölumanninum þar tókst ekki að finna rúv á tækinu á meðan við vorum þarna svo það varð að samkomulagi að við kæmum aftur á morgunn, svo honum gæfist betri tími til að athuga þetta.

18 desember 2008

Veður

Veður: 0,4/14,7° léttskýjað.

17 desember 2008

Leikhúsferð

Veðrið í gær þriðjudag -2,3/10,3° léttskýjað.

Veðrið í dag miðvikudag -0,9/12,3° léttskýjað.

Það varð ekkert úr skrifum hjá mér í gær, því maðurinn sem var að gera við tölvuna fyrir mig kom hingað með hana þegar ég ætlaði að fara að skrifa minn pistil og var hér framundir miðnætti að gera það sem hann átti að vera búinn að gera. Verst af öllu er samt að tölvan er engu betri en þegar hann fór með hana til viðgerðar. Við fórum með tölvuna á verkstæði í dag og þar er talið að harði diskurinn sé að gefa sig, það er léleg ending, því tölvan verður ekki tveggja ára fyrr en í mars og áður er lausa drifið sem fylgdi með tölvunni búið að bila.

Í gær vorum við gamlingjarnir sem erum í leikfimi boðin á „leiksýningu“. Margt af þessu fólki á erfitt með gang en varð að láta sig hafa að fara upp á aðra hæð,því það komust ekki allir fyrir í aðalsalnum í leikhúsinu, svo hluti hópsins þurfti að fara upp á svalir. Leikendur skiluðu misvel sýnum hlutverkum, en þeir voru fimm eða sex talsins. Ekki skildi ég mikið af því sem sagt var, en látbragðið var kunnuglegt. Efni leikritsins var undirritun á einhverjum plöggum varðandi átak í heilsurækt fyrir aldraða og eins og gefur að skilja voru leikendur bæjarstjórnin. Það hefði verið alveg nóg að kynna þetta með bréfi, en sennilega metið sem svo að það væri ekki eins góð auglýsing fyrir bæjarstjórnina. Að sjálfsögðu gleymdu þeir ekki að nefna hvern annan með viðeigandi titlum.

15 desember 2008

Ekki hefðbundin jólatré.

Veður:-1,9/11,1° að mestu léttskýjað.

Það er best að halda áfram þar sem frá var horfið í gær með að birta myndir af jólatrjám. Núna eru það tvö tré úr sitt hvorri verslunarmiðstöðinni og ekki hægt að segja að þetta séu hefðbundin jólatré.

                                                              JumboÍshöllin

14 desember 2008

Jólaskreytingar

Veður: 1,3/8,5° úrkoma 9,6 mm. Skúraveður frameftir degi, en létti til undir kvöld.

Fórum út að borða í dag og fengum ágætis saltfiskrétt. Svona í leiðinni athugaði ég aðeins verð á tölvum, svona til að hafa það á hreinu ef svo ólíklega færi að tölvan mín væri alvarlega biluð. Góðar tölvur kosta frá 800-1000 eu, en hægt að fá þær allt niður í 300eu, en það eru ekki verkfæri sem ég væri sáttur við að nota.

Ég er að taka myndir af skreytingum í verslunum núna þessa dagana og læt tvær myndir fljóta með í dag.

Gangur í Continente

 DSC01133

13 desember 2008

Löt tölva

Veður: 2,9/13,3° úrkoma 29,6mm. Slagveðursrigning framyfir hádegi með dálitlum vindi, smáskúrir síðdegis og lygnt.

Tölvan mín er búin að vera dálítið morgunlöt upp á síðkastið, hefur þurft að gera nokkrar atrennur að því að vakna, en alltaf haft sig af stað að lokum þangað til í gær þá var engin leið að nudda henni til að vinna sín verk. Ég reyndi að nudda henni af stað bæði með góðu og illu, en árangurslaust. Þá var þrautalendingin að hringja í minn tölvumann í gærkvöldi og hann lofaði að líta hér inn klukkan tíu í morgunn og stóð sem næst við það var ekki nema einum og hálfum tíma á eftir áætlun sem verður að teljast mjög gott þegar hann á í hlut. Honum tókst ekki að fá tölvuna til að vinna eðlilega, svo hann tók hana með sér til frekari meðferðar og ég vona bara að honum takist að koma henni í lag sem fyrst. Núna vinn ég á fartölvuna, er búinn að tengja við hana stóra skjáinn, lyklaborðið og kúlumúsina, svo þetta bjargast í nokkra daga.

12 desember 2008

Veður

veður: 2,3/13,1°léttskýjað.

11 desember 2008

Kuldi

Veður: -2/7,5° úrkoma 4,1 mm. Þokusúld og logn.

Eins og sjá má á tölunum hér fyrir ofan var dagurinn í dag í tölu svölustu daga sem hér koma og þá heldur maður sig bara innandyra, því það má víst teljast að svona kuldi stendur ekki samfellt í marga daga.

10 desember 2008

Veður

Veður: 1,9/12,1° léttskýjað, gola.

09 desember 2008

Garðurinn í jólafötin.

Veður: 5,5/14,3° léttskýjað og smávegis golukaldi.

Þórunn hafði lokið við að ganga frá jólakortunum, svo við fórum með kortin á póst. Nú fyrst við vorum á annað borð komin af bæ héldum við áfram til Aveiro og byrjuðum á að fá okkur að borða þar og á eftir keyptum við sitt lítið af hverju sem heimilið vanhagaði um.

Síðdegis unnum við í garðinum, það má eiginlega kalla það jólatiltekt. Trén sem ekki eru sígræn eru búin að losa sig við allt laufið, svo það þurfti að fjarlægja það og til þess notaði ég sláttuvélina, það er svo ljómandi gott að nota hana sem ryksugu í þessu tilfelli. Þórunn klippti niður rósirnar og snyrti ýmislegt annað í leiðinni. Svo nú myndi ég segja að garðurinn væri kominn í jólabúninginn sinn.

08 desember 2008

Veður

Veður: 9,7/17,2° hálfskýjað.

07 desember 2008

Veður

Veður: 9,7/15° úrkoma 22 mm. rigning í morgunn, þurrt síðdegis og sá aðeins til sólar.

06 desember 2008

Veður

Veður: 10,8/15,1° úrkoma 18,6 mm.Skúraveður fram eftir degi, en samfelld rigning síðdegis.

05 desember 2008

Veður

Veður: 10,9/14,2° úrkoma 5,5mm. þokusúld.

04 desember 2008

Veður

Veður: 7,5/14° úrkoma 12,4 mm. þokusúld/rigning nær samfellt í allan dag.

03 desember 2008

Íslenskt stýrikerfi

Veður: 3,2/13,6° úrkoma 17,2 mm. Það var rigning fyrri helming dagsins, en að mestu þurrt síðdegis og sólin fékk aðeins að minna á að hún væri enn til staðar.

Smá misskilningur varð til þess að ég var hjá tannlækni í dag. Síðast þegar hann gerði við hjá mér sagði hann að þessi viðgerð myndi ekki endast lengi og ég tól það svo að hann væri þá að tala um einn eða tvo mánuði, en í dag þegar ég var sestur í stólinn kom í ljós að hann meinti tvö til þrjú ár. Fyrst ég var sestur í stólinn hreinsaði hann aðeins þessar fáu tennur sem eftir eru, sennilega svo hann gæti með betri samvisku látið mig borga smávegis fyrir komuna. Eftir heimsóknina hjá tannlækninum fórum við til Aveiro og fengum okkur að borða og versla lítilræði.

Vinur minn benti mér á að hægt er að hafa á íslensku bæði stýrikerfið og office forritin og leiðbeiningar um að nálgast þetta, svo nú er þetta komið á íslensku að miklu leiti. Það tekur sjálfsagt svolítinn tíma að venjast þessu, en ætti að vera þægilegra þegar framlíður.

02 desember 2008

Styttra til Íslands.

Veður: -2,8/12,6° léttskýjað. Nú er svo að sjá að kuldakastið sem gengið hefur hér yfir skagann undanfarna daga ætli að taka sér smáhvíld. Þetta hafur verið með mestu vetrarhörkum sem hér koma og hér inni í landi er víða snjór yfir öllu. Við höfum notað okkur þessa daga að brenna í viðarofninum hér inni það sem tilfellur af trjánum hér í garðinum, en það dugir í svona fimm daga. Annars sjá loftkælingarnar/hitanirnar um að halda húsinu hjá okkur í þeim hita sem við óskum.

DSC01107 Viðarofninn gefur góðan hita.

Við fréttum af því fyrir viku að hægt væri að ná sjónvarpi og útvarpi frá Rúv í gegnum gervihnött hérna. Við biðum ekki boðanna að fá mann til að stilla fyrir okkur gervihnattamóttakarann og þeir mættu hér í dag og nú getum við hlustað á rás 1 og 2, vantar bara kort í mótakarann fyrir sjónvarpsútsendinguna, því hún er send út rugluð, en vonandi fáum við það kort fljótlega. Það er svolítið undarlegt að geta allt í einu hlustað á íslenskt útvarp hér í Portúgal, en svona hjálpar tæknin til við að stytta fjarlægðir í heiminum.

01 desember 2008

Veður

Veður: 2,5/9,1° úrkoma 9,6mm.

30 nóvember 2008

Veður

Veður: 0,4/10,7° úrkoma 11 mm. skýjað

image Hita og úrkomutölur fyrir nóvember. Mesti hiti 23,2 minnsti hiti -3,3 Meðaltal daghita 17,8,  næturhita 3,5\

29 nóvember 2008

Snjór

Veður: 4,3/7,5° úrkoma 19,6mm. Það var smávegis þrumuveður í nótt og í morgunn gerði haglél, svo það sást sýnishorn af snjó sem stoppaði að vísu ekki lengi, en nógu lengi til að hægt væri að taka mynd af snjó.

Mikill snjór Þetta er mesti snjór sem ég hef séð hér í Austurkoti síðan ég flutti hingað, en þau eru orðin 17 árin mín hér.

28 nóvember 2008

Loksins rigning.

Veður: -0,7/11,1° úrkoma 30,9m. Það var rigning í morgunn og framyfir hádegi um miðjan daginn var þurrt, en í kvöld kom þrumuveður og rigning í kjölfarið. Það er vel þegið að fá þessa úrkomu, því það er búið að rigna mjög lítið í haust.

Sigrún lét vita í kvöld að hún væri komin heim af sjúkrahúsinu. Mér finnst þetta ótrúlegt að hún skuli hafa mætt á sjúkrahúsið á mánudagsmorgni til að gangast undir heilauppskurð og vera svo komin heim til sín aftur á föstudegi eftir aðeins fimm daga. Það hafa greinilega orðið miklar framfarir í læknavísindum síðan botnlanginn var fjarlægður úr mér og ég þurfti að vera viku á sjúkrahúsi, á stofu með fimm körlum sem hrutut hver í kapp við annann.

27 nóvember 2008

Veður

Veður: -1,3/14,7° léttskýjað.

26 nóvember 2008

Heimt úr helju.

Veður -3,3/15,3° léttskýjað. Eins og sjá má á hitatölunum var ansi svalt í nótt og grasflatirnar hjá okkur voru alhrímaðar í morgunn.

DSC01094 Hrímuð baklóðin.

Heimt úr helju, þegar síminn hringdi í dag og ég heyrði hver var í símanum fannst mér eins og ég væri að heimta viðmælanda minn úr helju, því í símanum var Sigrún dóttir Þórunnar, en síðatliðinn mánudag gekkst hún undir uppskurð til að láta fjarlægja æxli við heilann. Þó maður voni að sjálfsögðu að svona aðgerð takist vel og ekkert fari úrskeiðis, er samt mikill léttir að fá staðfestingu á að svo sé. Sigrún er enn þreytt og dösuð eftir aðgerðina, en er óðum að hressast.

25 nóvember 2008

Veður

Veður: -0,5/15,9° léttskýjað.

24 nóvember 2008

Veður

Veður: 6,4/15° úrkoma 2,8 mm. skýjað, smáskúrir.

23 nóvember 2008

Gestir

Veður 2,8/20,3° léttskýjað.

Buðum portúgölskum vinum okkar í mat í dag, þeim Alsin og José. Þau komu með barnabarnið sitt hana Carolin sem er þriggja ára.

DSC01089 Setið að snæðingi.

DSC01093 Carolina kunni vel að meta að leika sér í dótinu sem til er í Austurkoti fyrir þennan aldursflokk gesta.

22 nóvember 2008

Veður

Veður: 1,8/20,1° léttskýjað.

21 nóvember 2008

Barndómur?

Veður 5,1/21,5° léttskýjað.

Það var leikfimi í morgunn og við fengum nokkuð sæmilega hreyfingu, en eftir að við fengum nýjan kennara finnst mér oft vanta mikið upp á að æfingarnar standi undir því að geta talist leikfimi. Þetta gengur mest út á að dingla sér eitthvað og vera í leikjum. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvort þessi stúlka hafi lært að kenna leikskólabörnum leikfimi og að ég sé ekki alveg nógu langt kominn í því ferli að vera genginn í barndóm á ný.

DSC01084 Hér er hluti hópsins í morgunn að dinglast með bolta. Kennarinn er til vinstri á myndinni í hvítum bol og bláum buxum. En það ætti ekki að leyna sér að hún er yngst ef frá er talið eitt Ömmubarn sem stundum er með okkur og æfingarnar ættu að hentta mjög vel, því hún er þriggja ára.

20 nóvember 2008

Góð ferð.

Veður: 3,3/20,1° léttskýjað.

Þórunn átti uppástunguna að aðalverkefni dagsins og ég var fljótur að samþykkja þá góðu hugmynd, enda var ég sjálfur búinn að láta mér detta þetta í hug, svo kannski hef ég bara sent henni hugskeyti. Þessi góða hugmynd var að bregða sér niður á Barra, en það er strandbærinn okkar. Mér dettur í hug í sambandi við að taka svona til orða að fara niður á Barra, að það er ekkert meira niður á við en margt annað sem við förum, en svona málvenjur skapast oft. Ég minnist þess þegar ég átti heima á Selfossi var iðulega talað um að fara suður þegar talað var um að fara til Reykjavíkur, þó farið sé til vesturs, eða jafnvel norðvesturs en ekki í suðurátt. Nú er Barrinn nánast eins og draugabær, fáir á ferli og ekki nokkur maður á ströndinni. Á sumrin er erfitt að finna sér bílstæði, en í dag var það ekkert vandamál. Þó ekki sé fólk liggjandi á ströndinni láta karlarnir með stóru veiðistangirnar sig ekki vanta á hafnargarðinn, þeir eru iðnir við að dorga alla daga ársins.

 

DSC01074 Þessi hafnargarður er góður til gönguferða 900 metra langur og vinsæll staður fyrir fiskimenn.

DSC01077 Þarna voru alvöru fiskimenn á veiðum alveg við hafnargarðinn.

DSC01075 Þórunn að huga að myndavélinni.

DSC01079 Þessi bára hlýtur sömu örlög og allar þær sem á undan eru gengnar.

19 nóvember 2008

Jólaundirbúningur

Veður: 2,7/21,1° heiðskírt, en dálítil gola í dag.

Ég sló grasflötina í dag og mér finnst líklegt að þetta verði næst síðasti sláttur á þessu ári. Við hreinsuðum líka fallið lauf, því núna eru trén sem ekki eru sígræn að fella laufið.

clip_image002

Það er mikil hefð fyrir því hér í landi fyrir jólin að setja upp líkan af fjárhúsinu sem Jesús á að hafa fæðst í bæði á heimilum og oft úti á torgum. Í gær þegar við fórum í gróðrarstöðina tók ég mynd af þessum gripum sem þykja nauðsynlegir í fjárhúsið.

18 nóvember 2008

Mættur til leiks á ný.

Veður: -0,5/16,5° léttskýjað.

Nú er nokkuð um liðið síðan ég skrifaði síðast inn á heimasíðuna mína, ég tók mér frí því mér fannst ég hafa frekar lítið að skrifa um og nokkuð einhæft efni hjá mér. Það er víst eitthvert haltu mér slepptu mér sem togast á í okkur alla daga, því á meðan ég stundaði þessi skrif fannst mér á stundum að þau væru kvöð á mér, en eftir að ég hætti skrifunum hef ég oft saknað þeirra, svo nú tek ég þráðinn upp þar sem frá var horfið.

Það merkasta sem á dagana hefur drifið á þeim tíma síðan ég skrifaði síðast er að við fórum til Íslands þann 27. Sept og vorum þar til 23. Okt. Aðalerindið til Íslands auk þess að heilsa uppá ættingja og vini var að hafa tal af lækninum mínum. Sem betur fór var það viðtala og skoðun jákvæð fyrir mig.

Við höfðum sama einbýlishús ásamt bíl til afnota í Kópavogi og í fyrra og það verður seint hægt að þakka þá greiðasemi af eigendum hússins að lána okkur það til afnota.

Bankakreppan skall á meðan við vorum á Íslandi og við gengum á milli banka til að reyna að skrapa saman eitthvað af gjaldeyri til að eiga fyrir salti í grautinn þegar við kæmum heim. Okkur tókst að skrapa saman smávegis og vonum að gjaldeyrismálin komist í lag áður en langt um líður. Ég ætla alveg að sleppa því að segja mitt álit á hvers vegna ástandiðá Íslandi í dag er eins og það er, mér finnst vera nóg komið af skrifum hjá fólki sem er viturt eftir á og segir núna hvað hefði átt að gera eða ekki að gera til að forðast að svona færi. Það hlýtur að vera mest um vert að finna leið út úr þessum ógöngum sem fyrst og reyna að tryggja að þeir sem minnst mega sín verði ekki fyrir skerðingu.

Nú kemur sér vel að eiga garð og við vorum svo forsjál að setja niður kál áður en við fórum til Íslands og það erum við að borða núna og svo settum við líka niður kál þegar við komum heim, svo við ættum að eiga nóg af káli í vetur. Það má samt ekki skilja þessi skrif þannig að við lifum eingöngu á káli þessa dagana, ég er bara að segja frá þessari kálrækt til merkis um veðurfarið hér og möguleikann á að vera með eitthvað ferskt grænmeti allt árið. Í dag fórum við í gróðrarstöð til að kaupa blóm og fyrir valinu voru stjúpur, því þær eru mjög sáttar við vetrarveðrið hér.

DSC01065 Þórunn að velja blóm.

DSC01070 

Hér er verið að koma blómunum fyrir í beðinu.

10 september 2008

Takk fyrir innlitin

Nú hef ég ákveðið að gera hlé á þessum pistlaskrifum, það getur vel verið að ég taki upp þráðinn ein hverntímann seinna.

Kærar þakkir til allra sem hafa litið við í Stóradal.

06 september 2008

Veður

Veður: 15,6/26,9° að mestu léttskýjað.

05 september 2008

Haust

Veður: 14/19,8° úrkoma 45,4. Í dag fengum við sýnishorn af haustveðri, talsvert mikla rigningu og kólnandi veður.

04 september 2008

Blóm

Veður: 17/25,7° úrkoma 6,2 mm.Þessi úrkoma féll í nótt, en í dag hefur verið þurrt og svolítil þokumóða í lofti, en sólin samt náð að sýna sig af og til.

Þessar myndir tók ég í dag á gönguferð hér í ValeMaior.

DSC00532 DSC00535

03 september 2008

Veður

Veður: 13/26,9° að mestu skýjað í dag og örfáir regndropar í kvöld, en ekki mælanlegt.

02 september 2008

Maís

Veður: 10/29,6° Léttskýjað fram eftir degi, en er að verða alskýjað í kvöld.

Nú þegar bændur á Íslandi eru farnir að huga að því að taka upp kartöflurnar, þá eru bændur hér í landi farnir að taka maískólfana í hús. Kartöflurnar eru hinsvegar teknar upp á vorin hér í landi. Nágrannar okkar sem eiga maísakur hérna hinumegin við götuna voru í morgunn að taka sína maískólfa í hús. Kólfarnir eru ekki teknir fyrr en plantan er orðin þurr og brúnleit og þó plönturnar séu svona stórar bera hver þeirra ekki nema tvo kólfa.

DSC00527 Hér eru nágrannarnir að vinna við maísinn sinn.

DSC00528 Hér er til samanburðar mynd af maísplöntum, sem enn eru grænar og ferskar, ef grannt er skoðað sjást kólfarnir á mijum stönglinum.

 

01 september 2008

Veður

Veður: 9,7/31,1° léttskýjað.

31 ágúst 2008

Veður

Veður: 18,2/30,3° skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.

30 ágúst 2008

Veður

Veður: 18,8/27,7° úrkoma 2,7mm. Að mestu skýjað í dag og rigndi smávegis um miðjan dag.

Ólýginn sagði mér.

Ég hef sem betur fer aldrei upplifað að hani sem búið er að steikja og kominn á diskinn hjá mér rísi upp frá dauðum og gali þrisvar, en samt sem áður segir sagan að slíkt hafi gerst. Þetta á að hafa gerst í borg sem nú heitir Barcelos og er hér í norður Portúgal. Við fórum síðastliðinn fimmtudag og skoðuðum þessa borg og að sjálfsögðu er haninn tákn borgarinnar og nokkrar styttur af honum á víð og dreif um borgina. Upphaflega sagan er sú að pílagrímur sem var á leið til Santiago De Compustella á Spáni var handtekinn og ákærður fyrir þjófnað,en þrátt fyrir að hann héldi fram sakleysi sínu var hann dæmdur til hengingar´Sá dæmdi vissi að dómarinn ætlaði að snæða hana morguninn sem átti að hengja hann og þá greip hann til þess ráðs til að sanna sakleysi sitt að segja við dómarann. Það er til marks um sakleysi mitt að haninn sem þú ætlar að snæða á morgunn mun lifna við á diski þínum og gala þrisvar og þetta gekk eftir og þar með var pílagrímurinn látinn laus og dómarinn sjálfsagt þurft að verða sér úti um annan morgunverð daginn þann. Við tókum enga áhættu af að verða fyrir svona reynslu þarna og fengum okkur fisk að borða daginn sem við vorum þarna í heimsókn og sem betur fór tók fiskurinn ekki uppá því að vera með sporðaköst eftir að hann kom á diskinn.

Núna er þessi bær þekktur fyrir leirmuni sem þar eru framleiddir og ýmsa aðra handavinnu. Til að selja þessa muni er markaður í bænum á hverjum fimmtudegi. Þessi markaður er mjög stór, en með svipuðu sniði og aðrir markaðir hér í landi. Mér virtist sem markaður sígaunanna hefði mest aðdráttarafl. Þarna eru að sjálfsögðu tuskur af öllum gerðum til að toga og teygja, leirmunir af öllum gerðum, húsgögn meira að segja gott úrval af sófasettum, ávextir grænmeti og annað matarkyns auk ótal margs annars sem of langt yrði upp að telja. Set eitthvað af myndum með þessum pistli til að sýna lítið eitt af því sem fyrir augu bar.

Það er gaman að rölta um þennan bæ og skoða mannlífið á markaðnum og götunum, einnig er þarna sérlega falllegur garður, sem vel er þess virði einn og sér að gera sér ferð til að skoða.

DSC00503 Ein af styttunum af hananum .

DSC00491 Mynd úr garðinum.

DSC00486 Einn af´húsgagnabásunum.

DSC00483 Líflegt hjá sígaununum.

DSC00470 Sýnishorn af leirmunum og þar á meðal eru styttur af hananum sem lifnaði við.

DSC00463 Þreytuleg sölukona.

 

29 ágúst 2008

Veður

Veður: 17,4/33,7 Léttskýjað um miðjan dag, en skýjað í mogunn og í kvöld.

27 ágúst 2008

Haustið nálgast.

Veður: 17,3/33,1° Skýjað/léttskýjað.

Enn sjást engin merki þess á veðrinu hér að haustið sé á næstu grösum, en það er samt sitthvað sem bendir til að svo sé. Sólin er orðin löt á fætur og hallar sér fyrr á kvöldin og í dag þegar við vorum á heilsubótargöngu hér í bænum þá fann ég á einum stað ilm af gerjuðum vínberjum, en sá ilmur eykst eftir því sem líður á haustið og nær hámarki í lok september.

26 ágúst 2008

Veður

Veður: 13,8/30,1° skýjað í morgunn en orðið léttskýjað undir hádegi.

25 ágúst 2008

Breytt áætlun

Veður: 17,3/30,3° léttskýjað.

Fyrir nokkru fórum við meðfram ströndinni til norðurs í áttina að Porto, en sá vegur liggur í gegnum marga skemmtilega og falllega bæi. Það er líka hægt að komast til Porto héðan eftir tveim hraðbrautum og þær notum við gjarnan þegar við erum að flýta okkur t.d. til að komast á flugvöllinn, en frá hraðbrautunum er lítið að sjá, allt öðruvísi en að fara eftir þjóðvegunum, þá er maður meira í hringiðu mannlífsins. Að aflokinni þessari ferð ákváðum við að fara við gott tækifæri meðfram ströndinni fyrir norðan Porto og þeirri áætlun var hrundið í framkvæmd í morgunn. Margt fer samt öðruvísi þegar verið er að ferðast en búið er að ákveða, eða allavega var það svo í dag. Þegar við áttum skammt eftir ófarið að ströndinni komum við í bæ sem okkur fannst að áhugavert værið að skoða og okkur fannst hann svo áhugaverður að við eyddum lunganum úr deginum við að skoða bæinn og ákváðum bara að fara einhvern tímann seinna þarna norður með ströndinni. Það er það góða við landslag og bæi að það er nokkurn veginn öruggt að þeir verða áfram á sínum stað. Þessi bær sem okkur fannst svona gaman að rölta um heitir Vila Do Conde og stendur á árbakka skammt frá sjó og í ánni eru hafnarbakkar og þaðan eru stundaðar veiðar. Þarna er enn vatnslögn frá tímum rómverja og upphaflega var hún 26 km. löng og enn er talsverður hluti hennar uppistandandi. Þarna er stórt klaustur og það kom mér einkennilega fyrir sjónir að sjá rimla fyrir öllum gluggum, svo ég hélt að þetta væri fangelsi, en var upplýstur um að þetta væri klaustur. Hvers vegna þarf járnrimla fyrir glugga á húsi, ef fólk er þar inni af fúsum og frjálsum vilja?

DSC00430 Gamalt seglskip í höfninni, stóra byggingin er klaustrið.

DSC00432 Kúlulagaða húsið á klettinum er kapella.

DSC00442 Falllegur garður í Vila Do Conde.

24 ágúst 2008

Stór laukur.

Veður: 11,6/30,3° léttskýjað.

Ég sá það í hendi mér í dag að það getur verið mjög varasamt að fara nákvæmlega eftir því sem segir í mataruppskriftum, en ég nota nú bara slump aðferðina, svo ég þarf ekki að vera með neinar áhyggjur af réttum eða röngum uppskriftum þegar ég malla. Tilefni þess að ég fór að spá í þetta með uppskriftir er að í dag sá ég þann stærsta lauk sem ég hef augum litið og það yrði eitthvað undarleg útkoma, ef sett væru eitt til tvö stykki af þessari stærð í uppskrift fyrir fjóra. Okkur var gefinn einn risalaukur í dag og þegar hann var vigtaður reyndist hann vera 1459 grömm. Hjónin sem gáfu okkur þennan lauk búa hér norður í landi og sögðust hafa fengið um það bil eitthundrað lauka af þessari stærð úr garðinum sínum í sumar. Hér fyrir neðan er mynd sem ég tók af þessum risalauk og til samanburðar er meðalstór sítróna og eldspýtustokkur af stærri gerðinni.

DSC00376

23 ágúst 2008

Veður

Veður: 10/31,2° léttskýjað

22 ágúst 2008

Veður

Veður: 13,4/29,5° skýjað/léttskýjað.

21 ágúst 2008

Veður

Veður: 9/29,8° hálfskýjað.

20 ágúst 2008

Þarfasta þjóninum gert til góða.

Veður: 7,4/28,7° léttskýjað.

Verkefni dagsins í dag var að fara með þarfasta þjóninn okkar hér í Austurkoti í 30þús. Kílómetra skoðun. Nú á hann að geta þjónað okkur næstu 15þús. Kílómetrana, ef hann fær smávegis bensín til að næra sig, en hann er ákaflega neyslugrannur lætur sér nægja fimm lítra á hverja hundrað kílómetra. Það passaði á meðan þarfasta þjóninum var gert til góða að fá sér gönguferð í næsta verslunarkjarna sem er í þriggja kílómetra fjarlægð, tylla sér þar niður og fá sér kaffibolla og rölta svo til baka.

19 ágúst 2008

Veður

Veður: 9,1/27,6° Þoka í lofti fyrst í morgunn, en síðan léttskýjað.

18 ágúst 2008

Veðu

Veður: 12,3/29,6 skýjað í morgunn, en léttskýjað síðdegis.

17 ágúst 2008

Smekksatriði?

Veður: 14/30,1° léttskýjað að mestu.

Í Aveiro var sérlega fallleg járnbrautarstöð skreytt með myndum gerðum úr flísum. Þarna voru myndir frá ýmsum stöðum í Aveiror og nágrenni og einnig myndir frá atvinnulífinu á þeim tíma sem stöðin var byggð. Þessi járnbrautarstöð var orðin of lítil og svaraði engan veginn kröfum tímans um öryggi og annað þvíumlíkt. Það þurfti meðal annars að ganga yfir járnbrautarlínur til að komast í suma vagnana, slíku fylgir að sjálfsögðu mikil slysahætta. Nú er búið að byggja nýja stöð sem uppfyllir allar kröfur um öryggi og er mun þægilegri í alla staði en sú gamla. Nýja stöðin er að mestu leiti neðanjarðar, nema anddyri og brautarpallar. Gamla stöðvarhúsið er enn á sínum stað og vonandi kemur einhver starfsemi í það svo því verði haldið við.Hér fyrir neðan set ég tvær myndir af gamla stöðvarhúsinu og eina mynd af anddyri nýju stöðvarinnar og svo verður fólk að eiga það við sinn smekk hvor byggingin er falllegri.

DSC00280 DSC00282 DSC00281

16 ágúst 2008

Veður

Veður: 13,2/29,2° úrkoma 8,9 mm. Alskýjað í morgunn og þá féll þessi úrkoma, síðdegis voru góðar sólarstundir.

15 ágúst 2008

Veður

Veður: 9,1/29,6° léttskýjað

14 ágúst 2008

Veður

Veður: 9/26,7° léttskýjað.

13 ágúst 2008

17 ár í Portúgal

Veður: 8/27,9° léttskýjað.

Nú er sumum farið að förlast alvarlega, ég nefni engin nöfn, en það gleymdist alveg þar til í kvöld að Þórunn sá að ég er búinn að vera hér í Portúgal í 17 ár. Það er bót í máli að við reynum að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi og dagurinn í dag var þar engin undatekning. Við fórum í morgunn hér inn með Vouga ánni á bílnum að gamalli og fallegri járnbrautarbrú sem liggur yfir ána. Járnbrautarferðum er löngu hætt þarna og nú er búið að gera flottan göngustíg þar sem járnbrautin gekk áður og á þessum stíg fórum við í góða gönguferð í morgunn.

DSC00236 Hér er Þórunn á göngustígnum góða

Að lokinni gönguferðinni fórum við svo á veitingastað við ána til að fá okkur að borða. Við höfum oft farið framhjá þessum stað og rætt um að það væri fróðlegt að reyna hvernig maturinn bragðast þarna. Nú vitum við það og við erum alveg sammála um að á þennan stað þurfum við ekki að fara oftar, einu sinni er alveg nóg. Það er notalegur salur þarna og svo góð aðsókn að það var með naumindum að það væri laust sæti handa okkur. Það virtist vera mikið um fastagesti þarna og heimilislegur portúgalskur matur, sem engin ástæða er til að hrópa húrra fyrir.

12 ágúst 2008

Að grípa tækifærið.

Veður: 17,4/27,5° úrkoma 11,4 mm. Þessi úrkoma féll eftir mælingu hjá mér í gær og í nótt, í dag var þurrt og að mestu léttskýjað.

Það getur komið sér vel að hafa myndavélina með í farteskinu hvert sem farið er, því maður veit aldrei fyrirfram nema eitthvað beri fyrir augu sem mann langar til að varðveita á mynd, eins og í kvöld þegar við vorum í heilsubótar göngu hér um þorpið. Fyrst smellti Þórunn einni mynd af kirkjunni um leið og við gengum framhjá henni, en það er svo sem hægt að taka mynd af kirkjunni hvenær sem er, því að því er ég best veit er kirkjan ekkert á förum á næstunni. Það gegndi öðru máli með næsta myndefni, sem mér fannst ég endilega þurfa að eiga mynd af, því þar er um að ræða hlut sem ég veit ekki hversu lengi til viðbótar verður í notkun. Þarna er ég að tala um vörubíl af Bedford gerð, sem ég held að sé að verða fimmtugur og mér finnst með ólíkindum að skuli vera gangfær enn þann dag í dag, því þetta þóttu ekki sérlega endingagóð tæki á Íslandi. En þarna var gamli Bedfordinn í fullu fjöri við að selflytja tré utan úr skógi á nýrri og stærri bíl, sem skilar svo trjánum áfram til verksmiðjunnar sem vinnur úr þeim trjákvoðu.

DSC00228 Það er ekkert fararsnið á kirkjunni í Vale Maior.

DSC00230 Þarna gefur að líta þróun í gerð vörubifreiða í hálfa öld. Það var mikið af þessum Bedford bílum í notkun fyrst þegar ég kom hingað, en nú er orðið fágætt að sjá þá á vegunum

 

11 ágúst 2008

Auðvelt að rækta.

Veður: 19/26,3° úrkoma 1,4 mm. Alskýjað í dag og smávegis úrkoma í morgunn.

Það er ótrúlegt hvað blóm og annar gróður getur vaxið hratt hér í landi, því til sönnunar er ég með tvær myndir sem ég tók hér á veröndinni.

Nýmálað

Þessi mynd var tekin þrettánda maí og það var ekki fyrr en hálfum mánuði síðar sem sett voru blóm í beðið við vegginn.

DSC00086

Þessi mynd er svo tekin fjórða ágúst og þá voru blómin fyrir nokkru búin að ná þessari hæð.

10 ágúst 2008

Breytingar.


Veður: 13,7/30,3° Skýjað fyrst í morgunn, léttskýjað um miðjan daginn, þykknaði upp síðdegis og kominn rigningarúði í kvöld.

Hér á bæ erum við iðin við að færa til húsgögn og breyta til innan dyra. Í eldhúsinu er lengst af búinn að vera kæliskápur með nokkuð stórum frysti og þar að auki frystiskápur, frystirinn við kæliskápinn hefur oft ekki verið í notkun. Í gær tæmdi Þórunn frystiskápinn í frystinn við kæliskápinn og okkur kom saman um að það væri mesta vitleysa að vera með svona stórann frysti, en þá var vandamálið hvað hægt væri að gera við frystiskápinn því ekki kunnum við, við að fleygja honum sí sona. Ég fór samt í fyrsta áfanga með skápinn út á verönd og svo var ætlunin að spyrja Mathild grannkonu okkar hvort hún vissi um einhvern sem vildi þiggja svona grip. Þegar svo Þórunn ámálgaði þetta við grannkonuna síðdegis var hún ekki lengi að finna samastað fyrir skápinn, sagðist hafa not fyrir hann sjálf, svo nú er skápurinn kominn yfir til hennar. Manúel sótti hundrað ára gamlar hjólbörur með járnhjóli og að öðru leiti smíðaðar úr tré, sem sé algjör forngripur en dugði vel til að flytja skápinn á milli húsa. Nú er rýmra í eldhúsinu og brauðvélin og hrærivélin komin á hillu sem var aflokuð á bak við kælana. Best að ég setji tvær myndir með þessu sem sýnir fyrir og eftir þessa breytingu.

DSC00219

Eftir breytinguna.


Svona leit þetta út áður fyrr.

09 ágúst 2008

Veður

Veður: 10,7/32,3° léttskýjað.

08 ágúst 2008

Upprifjun

Veður: 9,8/30,9° léttskýjað.

Verkefni dagsins var að leita að stað hér norður með ströndinni í átt að Porto, ég heimsótti þennan stað seint á síðustu öld svo það var dálítið farið að fyrnast yfir með nákvæma staðsetningu á staðnum. Hinsvegar sá ég mynd af staðnum greinilega í huga mér, enda staðurinn sérstakur að mörgu leiti. Þarna er nokkuð breið sandfjara, en alveg í fjöruborðinu er klettur og á honum stendur lítil kapella. Við fórum gamla þjóðveginn meðfram ströndinni til norðurs og ég þorði ekki annað en að við héldum okkur sem næst ströndinni, því þó ég þættist nokkurn veginn muna hvar þetta væri fannst mér vissara að treysta ekki um of á minnið að þessu sinni. En staðinn fundum við og þá rifjaðist staðsetningin strax upp og myndin sem ég hafði geymt í huga mér af þessum stað var alveg rétt. Þegar ég var þarna á síðustu öld var bara gata meðfram sjónum en nú er búið að gera flotta göngugötu meðfram sjónum og þar upp af er komið mjög fallegt torg með ótal gosbrunnum.

Miramar, kapellan Kapellan í fjöruborðinu við Miramar.

DSC00170 Byggð á kletti í fjöruborðinu.

Leikur með vatn Skemmtilegir gosbrunnar.