27 september 2007

Glæsilegt hús

Hér koma myndir af húsinu sem við höfum til afnota meðan við erum á Íslandi. Það verður seint fullþakkaður sá höfðingsskapur að lána okkur þetta góða hús og einkabílinn meðan við erum á Íslandi. Þetta hús er í rolegu hverfi í Kópavogi. Nú bilur regn og rok á húsinu, svo það má með sanni segja aðð það sé ekki hundi útsigandi. Við erum búin að fá sýnishorn af flestum veðurbrigðum síðan við komum. Byrjuðum að fá norðanrok, næsta sýnishorn af verði var bjartviðri og stilla en kalt, það veður var bara í einn dag, hefði gjarnan mátt vera lengur og eins og ég sagði áður er núna rigning og rok, svo það vantar eiginlega ekkert upp á öll veðrabrigði nema hressilegan suðvestan éljagang, en ekkert af þessu kemur á óvart, ég var ekki búinn að gleyma hvernig veðrið á Fróni lætur.


Posted by Picasa

24 september 2007

Komin til Íslands

Það var langur dagur hjá okkur í gær, því við vöknuðum klukkan 5 til að leggja upp í ferðalagið til Íslands. Graca og Arthur mættu stundvíslega klukkan sex til að keyra okkur út á völl. Til London vorum við komin fyrir hádegi og þurftum svo að bíða þar eftir flugi til Íslands til klukkan að verða níu um kvöldið,Hér lentum við svo um klukkan ellefu. Hjörleifur sonur minn sótti okkur út á völl og fór með okkur til Sigrúnar dóttur Þórunnar. Það var gott að komast í rúmið eftir svona langan dag. Það fór ekki á milli mála að við vorum komin til Íslands þegar við komum út úr flugstöðinni í Keflavík, því þar tók á móti okkur sterkur og kaldur norðan vindur og það er búið að vera talsvert hvasst hér í Reykjavík í allan dag.
Í dag fór ég á heyrnar og talmeinastöðina til að láta mæla heyrnina hjá mér, niðurstaðan úr þeirri mælingu er að ég á að fá ný heyrnartæki. Þau fæ ég afhent 10. október.
Nú erum við komin í þetta fína einbýlishús í Kópavogi sem vinir okkar buðu okkur til afnota á meðan við erum hér á landi og ekki nóg með það heldur til að kóróna rausnarskapinn þá fylgdi líka bíll með í pakkanum.
Við erum komin með síma á meðan við erum hér og númerið er : 8574182.

22 september 2007

Síðasti dagur í Portúgal

Veður: 8,9°/28,8° léttskýjað. Næsta veðurathugun frá Portúgal verður væntanlega ekki fyrr en seint í október, því veðurathuganamaðurinn er fara í frí og enginn til leysa hann af.
Notuðum síðasta daginn hér til fara út borða í hádeginu og svo aðeins dingla okkur í búðum, það er allt fremur rólegt og afslappað hér í stórmörkuðunum. Það er dálítið einkennilegt hugsa um hvað mannskepnan er mismunandi í útliti, þegar verið er á rölti í svona stórmarkaði og maður mætir hundruðum manna ,en samt eru engir tveir nákvæmlega eins í útliti.
Þetta verður þá síðasta bloggið héðan frá Portúgal sinni og svei mér þá ef ég er ekki farinn sakna Portúgals áður en ég er farinn þaðan.

21 september 2007

Tilbúin til brottfarar

Veður: 113,5°/30,2° léttskýjað í dag, en
I nótt var þrumuveður og gerði regnskúr með því en þetta stóð stutt.

Fórum í leikfimi í morgunn, en verðum af því góða gamni næstu fjórar vikurnar meðan við erum á Íslandi. Þegar heim kom hreinsaði ég svolítið í burt arfa af baklóðinni og á morgunn er meiningin slá grasflötina, svo verður bara ráðast hvernig þessu reiðir af næsta mánuðinn.
Manúel nágranni okkar ætlar líta til með húsinu á meðan við erum í burtu og venju kom hann hér í dag til fullvissa sig um hann væri með á hreinu hvernig á taka af og setja inn aftur öryggiskerfið ef til þess kæmi hann þyrfti fara inn í húsið. Sem sagt fastir liðir eins og venjulega áður en farið er til Íslands.

20 september 2007

Að hlaða sólarbatteríið.

Veður: 10,2°/34,3° léttskýjað.

Fórum niður strönd í dag, alltaf hressandi sér gönguferð við sjóinn, svo veitir ekki af hlaða sólarbatteríið áður en farið er norður í dumbshaf.

19 september 2007

Kynjamisrétti?

Veður: 15,8°/33,2° heiðskírt, gola í nótt.

Í dag var undirbúningi Íslandsferðarinnar haldið áfram, farið í búðir til kaupa lítilræði sem við töldum okkur vanhagaði um.
Þar sem það er orðið svo lítið sem taka með sér í farangur þegar flogið er á milli landa, hef ég undanförnu verið svipast um eftir léttum náttslopp handa mér til taka með í ferðalagið, en án árangurs, svo í dag var gerð úrslitatilraun. Það er ekki sjá í verslunum hér annað komi til greina en karlar noti náttföt til sofa í um nætur, en ég er aftur á móti þeirrar skoðunar maður hátti áður en farið er í rúmið, en skipti ekki um föt. Það var sem farið í karladeildina í stórmarkaði í dag til leita slopp og á meðan leitin sloppnum stóð yfir fundust á mig flauelsbuxur, skyrta, peysa og skór á Þórunni og þar með var búið gefa upp alla von um finna sloppin, sem var eiginlega tilefni ferðarinnar. Leiðin kassanum var í gegnum náttfatadeild kvenna og auðvitað er sjálfsagt þær sveipi híalíni um sinn kropp á meðan ætlast er til við karlarnir séum í hnausþykku vaðmáli, sjálfsagt við hæfi það væri ofið úr hrosshári. Semsagt mitt vandamál leystist með því kaupa kvenslopp alveg fisléttan.

18 september 2007

Greiðslumat.

Veður: 8,6°/30,9° léttskýjað.

Áfram var haldið í dag við tína ofan í ferðatöskuna, eitthvað rámar mig í það stundum aðeins svalt á Íslandi, svo var fundin til húfa og vettlingar og síðu nærbuxurnar eru líka komnar ofan í töskuna, ekki samt „föðurland“ því í slíka flík hef ég ekki farið síðan ég fór hafa eitthvað um það segja í hvers konar fatnaði ég klæðist. Það þótti sjálfsagt í sveitinni klæðast ullarnærfötum, en eftir ég komst í kynni við bómullarfatnað hef ég ekki mátt til þess hugsa láta ull snerta minn viðkvæma kropp, því mér finnst ullin stinga mig svo mikið ég er alveg ómögulegur. Þetta gengur svo langt mér finnst óþægilegt fara í lopapeysu utan yfir skyrtu.

Greiðslumat, er ekki algengt í dag fólk fari í greiðslumat? Mér skilst slíkt ferli bráðnauðsynlegt í dag og hún Þórunn mín fór í dag í einhverskonar greiðslumat. Hún fór á stofu sem sérhæfir sig í slíkum verkum, þar var henni boðið sæti og hafist var handa við meta hvernig ætti greiða henni og svo var líka klippt, ekki veit ég hvort verið var klippa af skuldahalanum, en heim kom hún ánægð með árangurinn af ferðinni.
Ég er líka búinn eiga í talsverðum greiðsluerfiðleikum í nokkur ár og ef eitthvað er fer vandi vaxandi, því mér gengur æ verr sjá hvernig lýjurnar á kollinum á mér liggja, en enn sem komið er hef ég ekki farið út í greiðslustöðvun.

17 september 2007

Pakkað

Veður: 13,2°/26,8° skýjað.

er fyrir alvöru farið telja niður fyrir Íslandsferðina næsta sunnudag, búið sækja ferðatöskurnar upp á geymsluloft og byrjað aðeins pakka niður, það er minni hætta á eitthvað gleymist ef pakkað er niður í rólegheitum.
Í morgunn lukum við, við mála gluggana í húsinu, það er segja Þórunn málar en ég get unnið undir málninguna, slípað og svoleiðis.
Ég klippti líka hekkið, svo það ætti vera í lagi með það næstu fimm vikurnar.

16 september 2007

Víngerð

Veður: 13,5°/33,2° Skýjað af og til í dag, en engin kom rigningin, sem þó var búið spá.
Hjónin í Frossos voru í mat hjá okkur í dag, en í vikunni fara þau á sínar æskustöðvar á bak við fjöllin til týna vínber og síðan troða á þeim í þar til gerðu keri, til safanum úr berjunum. Þegar vökvinn byrjar gerjast er honum dælt á stálkúta og eftir um tvo mánuði er vínið tilbúið til drykkju.

15 september 2007

Selfoss 60 ára.

Veður: 11,7°/35° léttskýjað.

Ég í fréttum í dag Selfoss er halda upp á sextugsafmæli sitt sem sérstakt sveitafélag, en áður tilheyrði byggðin við Ölfusárbrú Sandvíkurhreppi. Svona eftir á hyggja er spurning hvort nauðsynlegt var skipta þessu sveitarfélagi í tvennt, því er búið sameina þau á og bæta Eyrarbakka og Stokkseyri við og nefna byggðina Árborg.
Fyrsta minning mín um Selfoss er það var farið með mig þangað til láta bólusetja mig eins og það var kallað. Minningin frá þessum atburði er enn ótrúlega skír í huga mér, eða mynd sem ég hef gert í huga mér frá þessum atburði, því þá hef ég verið mjög ungur. Þessi athöfn var framkvæmd í gamla barnaskólanum sem stóð á bökkum Ölfusár og mér fannst mjög tilkomumikið sjá þetta stórfljót belja þarna jökullitað, en áður hafði ég bara séð smálæki og áveituskurði í Flóanum, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Næsta glögga minning frá Selfossi er þegar farið var gangandi yfir mýrina heiman Selfossi til sjá þegar Ölfusárbrúin fór á hliðina með þeim afleiðingum tveir bílar fóru í ána, en fyrir harðfylgi björguðust báðir bílstjórarnir, en löngu síðar urðu þeir báðir vinnufélagar mínir.
Þegar ég er svo tíu ára byrja ég skólagöngu ásamt uppeldisbróðir mínum og skóla þurftum við sækja á Selfoss, en það fór eftir því hvort við gengum þjóðveginn, eða beint yfir mýrina hvað við vorum lengi á leiðinni, ef við fórum þjóðveginn tók gangan eina klukkustund en helmingi skemur beint yfir mýrina.
Þegar við byrjuðum skólagönguna var búið byggja nýtt skólahús sem mér fannst mjög stór og flott bygging, en þætti ekki stór í dag, því þar voru aðeins fjórar kennslustofur. Þetta hús er notað enn þann dag í dag til kennslu, en er bara hluti miklu stærra húsnæðis. Það voru tveir mjög feimnir og óframfærnir sveitapiltar í fötum sem Mamma hafði saumað á okkur í tilefni skólagöngunnar sem hófu sína skólagöngu á Selfossi.
Byggðin á Selfossi var ekki stór á þessum tíma og öll höfðu húsin sem þar voru þá nafn eins og tíðkaðist í sveitum, götuheiti og húsnúmer þekktust þá ekki í svona litlu byggðarlagi.
Mörg af þeim húsum sem ég man eftir frá þessum tíma eru horfin og búið byggja stærri og glæsilegri hús í þeirra stað. Gamla Landsbankahúsið og Tryggvaskáli standa samt enn þó þau hafi skipt um hlutverk, gamla pósthúsið er horfið, sama er segja um gamla kaupfélagshúsið, verslunina Höfn og Addabúð sem var örsmá verslun alveg fast við brúarsporðinn. Síðast ég í fréttum verið væri fjarlægja húsið Ingólf til rýma fyrir nýjum miðbæ á Selfossi. Svona væri endalaust hægt tína til, en einhvers staðar verður setja punktinn og ekki verra setja hann hér en hvar annars staðar.

14 september 2007

Hlusta ???

Veður: 14,1°28,4° þokuloft og skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um klukkan ellefu.

Í morgun var fyrsti leikfimitími hjá okkur eftir sumarfrí. Það var vinalegt að sjá allt gamla gengið á ný og ekki veitti af að liðka skankana svolítið og teygja sig og sveigja. Á myndinni her fyrir neðan sést hluti af hópnum bera saman bækur sínar eftir fríið. Raunar byrjar fólkið á að spjalla saman í hverjum tíma áður en æfingarnar hefjast. Fólkið hér virðist hafa mjög mikla þörf fyrir að tala, en talsvert minni þörf fyrir að hlusta, allavega virðist mér sem allir séu að tala en mjög fáir að hlusta á það sem sagt er, svo þetta verður oft eins og í fuglabjargi.

Posted by Picasa

13 september 2007

Vandrataður meðalvegurinn.

Veður: 12,2°/31,5° léttskýjað

Á dögunum þegar við fórum í heimsókn "á bak við fjöllin" sagði ég frá því að þar væri vani að bera á borð að minnsta kosti tvöfalt það sem áætlað væri að gestirnir gætu borðað, sem er í sjálfu sér ekki mjög skynsamlegt, en er víst kallað að vera rausnarlegur, gestrisinn og allt það. Við vorum boðin í mat í gærkvöldi og þar var allt annað uppi á teningnum, því það var skammtað eitt bjúga , eða pulsa á mann og var njög skinsamlegt, þó ég hefði ekki lagt í að gera slikt. Vinkona okkar var að kinna okkur þessar pulsur, en þær munu vera nokkuð vinsælar hér en við höfum ekki áður bragðað þær og satt að segja langar mig ekki að borða þær oftar. Hráefnið er klúklinga og svínakjöt ásamt brauði öllu hakkað saman ásamt kryddi reykt og í gær fengum við þetta grillað. Fyrir minn smekk er alt of mikið af brauði notað í þessa framleiðslu. Það var samt fróðlegt að bragða á þessu. með þessu var borið salat og soðin grjón.












Grilluðu bjúgun.













Setið til borðs. Þórunn, Arthur, Graca og Joana.
Posted by Picasa

12 september 2007

Hörð barátta.

Veður: 8,2°/34,6° Léttskýjað.












Þetta er mynd af kálplöntunum sem okkur voru gefna fyrir rúmri viku þegar við vorum í heimsókn á bak við fjöllin. Plönturnar eru svo sannarlega búnar að heija harða baráttu fyrir lífi sínu þessa daga síðan þeim var plantað hér, því það hefur verið mjög heitt á daginn.Við höfum létt þeim lífið eins og hægt er með því að vökva þær vel og reyna að hlífa þeim við sólinni.
Posted by Picasa

11 september 2007

Sulta

Veður. 12,1°/34,6° heiðskírt.

Í gær var Þórunn að búa til tómarsósu og í dag að sjóða ávaxtasultu úr ávexti sem heitir marmelos. Þessi ávöxtur líkist epli, en er mun harðari og ekki hægt að borða hann ferskan, en sultan er mjög góð og alveg ásæðulaust að vorkenna okkur að hafa ekki rabbarbara til að gera sultu, því mér finnst ávaxtasultan mun bragðbetri.

10 september 2007

Flóinn

Veður: 12,1°/30,8°þokuloft og smávegis skýjað í bland fyrst í morgunn, en léttskýjað síðdegis.

Í morgunn fór ég að hjóla á svæði sem ég kalla Flóann, því þetta er á óshólmasvæði Vougaárinnar og er marflatt ,með mörgum síkjum. Þetta minnir um margt á Flóann þar sem ég er fæddur og uppalinn, en er votlendara og fer mikið af því undir vatn á haustin og veturna þegar flóð koma í ána og því er engin byggð á þessu svæði, en landið er nytjað frá nærliggjandi sveitaþorpum, bæði til beitar og ræktunar. Það er ekki eins falleg fjallasýn þarna og er í mínum Flóa, þar sem sá til Eyjafjallajökuls, Þríhyrning, Heklu og á góðum dögum´sá alla leið inn til Jarlhetta á langjökli auk margra annarra fjalla.














Sér í eitt síkið í gegnum sef á bakkanum.














Mynd af hjólinu til að sýna hversu hávaxið sefið á síkisbakkanum er.













Mynd af hraðbraut sem ég þurfti að fara yfir til að komast í flóann.
Posted by Picasa

09 september 2007

Veður

Veður: 13,7°/28,3° að mestu skýjað í dag.

08 september 2007

Ekki sukkað í dag

Veður: 10,3°/31,4° að mestu léttskýjað.

Það mætti halda að við værum í stórátaki með að hreifa okkur, því gær fórum við í góða gönguferð niður við strönd og í morgunn hjóluðum við 25 Km. Í dag var bara drukkið vatn á meðan verið var að hjóla, ekkert pizzu sukk eins og í gær.

07 september 2007

Göngur

Veður: 12,4°/35,6° heiðskírt

Fórum niður strönd í dag til okkur góðan göngutúr þar og svona til vera viss um ganga ekki um of á orkuforðann settumst við inn á pizzastað og fengum okkur næringu. Enn er slangur af fólki á ströndinni, enda veðrið mjög gott t. Það var samt fámennt miðað við það sem var í ágústmánuði.
Ég í fréttum frá Íslandi göngur væru byrjaðar, svo ég hélt áfram ganga þegar ég kom heim og fór þá í göngum með sláttuvélina. Semsagt gangnadagur í Austurkoti í dag, en í talsvert betra veðri en gangnamenn á Íslandi verða búa við.

06 september 2007

Veður

Veður: 19,4°/38,4° heiðskírt.

Ferðasaga II

Sunnudagurinn var notaður til fara á æskustöðvar Alcinu, en þeirra saknar hún enn þann dag í dag. Þetta svæði sem við fórum um í dag er fjöllótt eins og svæði sem við fórum um í gær. Í einum bænum sem við fórum um var mjög stórt yfirgefið verksmiðju hús og korngeymsla. Á þessu svæði var áður fyrr mikil kornrækt, en er með öllu aflögð, af einhverjum ástæðum standast Portúgalar ekki öðrum þjóðum snúning. Landbúnaðurinn á mjög undir högg sækja og svo virðist sem hann hægt og bítandi líða undir lok. Það hlýtur vera mikið umhugsunarefni fyrir Portúgala hvers vegna nágrannar þeirra á Spáni geta framleitt landbúnaðarvörur fyrir lægra verð en þeir. Loftslag og landkostir eru svipaðir, svo skíringarinnar hlýtur vera leita í mann fólkinu sem vinnur við framleiðsluna. Enn er talsverð ávaxtarækt á þessu svæði, en sama sagan þar framleiðnin ekki næg, svo það er viðbúið hún leggist líka af innan skamms tíma.
Í einum bænum heilsuðum við upp á systir Alcínu og hennar mann, en þau voru við vinnu í verslun sem sonur þeirra á svo það var ekki höfð löng viðdvöl þar. Næst var komið við í kirkju sem trónaði uppi á fjallstindi og gnæfði yfir nágrenni sitt, enda var útsýni frá kirkjunni alveg frábært. Þessi kirkja var byggð í þakklætisskini fyrir bæn sem rættist og er áheitakirkja. Kaþólska kirkjan kann vel nýta sér trúgirni fólks og er verið byggja gríðarmiklar tröppur upp kirkjunni og á sjö pöllum til beggja handa við tröppurnar eru lítil hús og í hverju þeirra eru styttur sem segja sögu píslargöngu Krists. Þetta fannst okkar Portúgölsku vinum mjög flott, en mér hefði fundist þessum peningum sem fara í þessa framkvæmd verið betur varið í líknarmál. Síðar um daginn komum við í kirkjuna í fæðingarbæ Alsínu, þar sátu þá nokkrar konur á bekkjum og voru fara með bænir, en svo vélrænn var bænalesturinn hjá þeim ég var lengi átta mig á hvort þetta væri flutt af segulbandi, eða kæmi frá þessum konum, en ef þetta gerir þeim gott þá er tilganginum náð. Þessi dagur var sannkallaður kirkjudagur hjá okkur, enda við hæfi á sunnudegi. Á heimleiðinni var stansað til sjá skrúðgöngu með líkneski úr öllum kirkjum í prófastdæminu, sennilega ekki færri en tuttugu tölu. Það var komið með líkneskin akandi á pallbílum og sjálfsögðu var búið skreyta líkneskin, eða fótstalla þeirra með litfögrum blómum. messu lokinni hófst svo skrúðgangan, í fararbroddi fóru tveir riddarar á hvítum hestum og það var mjög merkilegt sjá hestana ganga í takt við lúðrasveitina allan tímann.
Mér finnst þetta vera mikið prjál og minna á skurðgoðadýrkun og ég ómögulega séð hvað þetta hefur með trú gera, en fólkið hérna er mjög hrifið af þessu og það nýtir kirkjan sér til hins ýtrasta. Auðvitað gleymist ekki safna til kirkjunnar í leiðinni til standa undir kostnaði við allt prjálið.
Í hádeginu borðuðum við á veitingahúsi sem frænka José rekur ásamt eiginmanni sínum. Það fengum við mjög vel matreitt fjallalamb, svei mér ef það gaf nokkuð eftir því íslenska.
Um kvöldið áttum við svo rólega stund í húsinu góða.

Þá er kominn mánudagur og tími til leggja á stað heimáleið. Við komum við í stórmarkaði í Mirandela og þar hittum við ystur Manuels vínbónda, merkileg tilviljun í svo stórum sem Mirandela er.
Á leiðinnheim til Nariu og Manuel, en þar átti borða hádegismat var komið við hjá konu sem framleiðir kindaost og þar keyptu þau hjón eina tíu osta, því ostar sem framleiddir eru á þessu svæði eru þeir einu sem vert er leggja sér til munns.
Það endurtók sig sama sagan og í fyrra sinn sem við borðuðum hjá Mariu mjög mikill matur borinn á borð´
lokum vorum við svo leyst út með matar og víngjöfum og góðum óskum um vellíðan og góða heilsu. Það er mjög ánægjulegt hafa fengið tækifæri til heimsækja þetta góða fólk og kynnast örlítið lifnaðarháttum þess.

Kirkja













Kirkjan á fjallinu og tröppurnar miklu sm verið er að byggja ásamt húsunum fyrir líkneskin.














Mynd tekin inn í eitt húsið, þar sést Kristur vera að bera krossinn.













Eitt af líkneskjunum sem borin voru í skrúðgöngunni.
Posted by Picasa

Húsið













Húsið sem við höfðum til afnota














Svefnherbergi, eitt af þrem öll vel búin húsgögnum.













Eldhúsið.













Brú í Mirandela, byggð af Rómverjum.

Hjónin sem eiga þetta myndarlega hús sem við höfðum til afnota vinna í Sviss og eru búin að gera síðastliðin fimmtán ár og með sparsemi hefur þeim tekist að öngla saman fyrir þessu húsi, sem þau ætla sér svo að setjast að þí þegar þau hætta að vinna erlendis. Meðan þauvinna erlendis nota þau þetta hús í tvær til fjórar vikur á ári þegar þau eru í fríi, samt er húsið alveg fullbúið húsgögnum og einnig er fatnaður í skápum svo það þarf ekkert að taka með sér þegar farið er í frí. Í bílskúrnum er góður bíll og mótorhjól.
Það er mjög algengt að Portúgalir sem vinna erlendis hafi þennanhátt á, lifa mjög spart og leggja fyrir til að byggja sér hús í föðurlandinu. Til dæmis eru tvö hús hér í nágrenni við okkur sem svona er ástatt með, við sjáum líf þar í tvær ikur á hverju sumri, hinn tíma ársins líta ættingjar til með húsinu.
Posted by Picasa

Í stofu Alcina og José













Í stofu Alcina og Jose, eins og sjá má er húsið byggt úr graniti.














Aðalgatan í þorpinu sem José er fæddur í. Litla húsið þeirra er við þessa götu.
Posted by Picasa











Vínviður.












Matjurtagarður Mariu og Manuels.












Litla elhúsið hennar Mariu.












Setið að snæðingi í víngerðinni.
Posted by Picasa

Í víngerð Mariu og Manuels

Skálað við borðið í víngerðinni. Alcina, Maria, Þórunn. José og Manúel. Ísskápur, sjónvarp og víntankar í baksýn.












Maria og Alcina að matreiða.














Falleg vínber utan á víngerðinni.












Þórunn að taka mynd af vínberjunum utan á víngerðinni.


Posted by Picasa

05 september 2007

Veður

Veður: 20,7°/36,9° gola/strkkingur

Ferðasag. I



Við Duroána

Ferð á bak við fjöllin gæti ferð sem við fórum síðast liðin laugardag ásamt Portúgölskum vina hjónum okkar heitið, því svæðið sem við vorum að skoða er nefnt á bak við fjöllin. Þessi nafngift er samt ekki alls kostar rétt, því þetta er bara fjalllendi og maður er ekki kominn á bak við neinn sérstakan fjallgarð eins og nafnið gæti bent til.
Við lögðum upp klukkan sjö á laugardagsmorgni og fyrsta einn og hálfan tímann var ekið eftir hraðbraut, það er víða mjög falllegt á þessari leið og víðsýnt á mörgum stöðum, enda fer vegurinn í 950 metra hæð yfir sjó þar sem hann liggur hæst. Það er útaf fyrir sig vel þess virði að skoða þessa hraðbraut sem mannvirki, þar sem ýmist er brú yfir dali, eða boruð göng í gegnum fjöll.
Við beygðum útaf hraðbrautinni þegar kom að bæ sem heitir Regua og er við Duro ána, því við ætluðum að aka dálítinn spöl upp með ánni á árbakkanum, en á þessu svæði eru mestu vínræktarhéruð Portúgals. Það er mjög falllegt þarna, lygn og kyrr áin og vínviður á stöllum í hlíðunum á móti. Það er eitthvað athugavert við tilfinningalíf þeirrar manneskju sem ekki verður snortin af fegurðinni þarna. Eftir að hafa ekið góðan spöl upp með ánni var farið yfir hana og inn í fjalllendið til norðurs. Þar voru allar hliðar sem sneru vel við sólu notaðar til vínræktar og flestar eru það brattar að það verður að stalla þær svo hægt sé að vinna á þeim. Það er merkilegt að allar stóru víngerðirnar eru í Porto, sem er ´´i nær 200 Km fjarlægð frá vínræktarhéraðinu.
Ég gleymdi víst að kynna ferðafélaga okkar, en þau heita Alcina og Joséþ Rétt fyrir hádegi vorum við komin í fæðingarbæ José, en þar á hann jarðarskika og litla íbúð og þarna eru þau allar sínar frístundir, enda besti staður í heimi að þeirra sögn. Þau eru búin að eiga sitt heimili í þorpi hér skammt frá okkur í nær fjörutíu ár, en langar alltaf „heim“ Maria Emelia systir José og Manuel maður hennar buðu okkur innilega velkomin þegar við komum á heimili þeirra, en þau voru búin að koma einu sinni í heimsókn til okkar með Alcinu og José.
Systkinin Maria og José eru ekki há íloftinu, fremur grönn og kvik í hreyfingum, makar þeirra Manuel og Alcina eru svipuð þeim á hæð, en eiga það bæði sameiginlegt að vera talsvert meiri um sig á þvervegin en makarnir.
Þau Maria og Manuel eiga lítið íbúðarhús, svo það er ekki möguleiki að margir gestir geti setið þar til borðs samtímis, en þau eiga nokkuð stórt víngerðarhús byggt úr granít steinum og þar er eldhúsinnrétting með eldavél, uppþvottavél og ísskáp. Þar inni er líka langt borð til að sitja við. Þarna er einnig arinn og á honum var grilluð risastór nautasteik handa okkur. Mér skilst að það sé hefð á þessu svæði að elda að minnsta kosti helmingi meira en reiknað er með að sé borðað þegar gesti ber að garði. Víngerðin er gluggalaus, svo dyrnar verða að vera opnar ef það á að fá dagsljósið inn. Hvort þeir sem byggðu þetta hús hafa lært byggingalist hjá Bakkabræðrum skal ég láta ósagt. Já ekki má gleyma að tíunda sjónvarpið sem þarna var, það virðist eiginlega óhugsandi hér í landi að kyngja niður matarbita án þess að það sé verið með opið sjónvarp. Þarna inni eru geimar fyrir um fimm þúsund lítra af víni, enda er Manuel með talsvert stóra vínekru og virðist hafa mikla ánægju af víngerðinni og vínið sem hann býr til er gott. Þegar við kvöddum hann gaf hann okkur portvín sem hann hafði gert árgang 1999. Honum fannst alveg hræðilegt að horfa upp á mig vera drekkandi vatn innan um allt þetta vín. Hann sagði að ég ætti bara á hættu að verða veikur af allri þessari vatnsdrykkju, það væri mun hollara að fá sér vínsopa. Maturinn var prýðisgóður og ég taldi mig gera honum góð skil, en fékk samt aðfinnslur fyrir hvað ég borðaði lítið.Síðdegis voru svo þessi góðu hjón kvödd, en á heimleiðinni átti að koma við hjá þeim á ný. Nú var stefnan sett á borg sem heitir Mirandela, því þar var meiningin að gista næstu tvær nætur í húsi sem dóttir þeirra hjóna á en dóttirin og hennar maður vinna í Sviss.
Það er best að hafa kaflaskil hér og segi frá þessu húsi í næsta kafla og rölti okkar um Mirandela um kvöldið.

04 september 2007

Vinnudagur...

Veður: 14,4°/37,7° heiðskírt og aflandsvindur.
Það er búið að vinna óvenjumikið á þessum bæ í dag, komin út í garð upp úr klukkan átta í morgunn til að pæla land til að setja í kálplönturnar sem okkur voru gefnar í sveitinni þar sem við vorum í heimsókn. Það er svo heitt hérna núna að maður forðast að vinna úti um miðjan daginn. Kálplönturnar eru komnar á sinn stað, en eiga ósköp bágt í þessum mikla hita, þó ég reyndi að bleyta moldina eins og mögulegt er og gera skugga svo sólin brenndi þær ekki, en vonandi lifa þær þetta af. Næst var svo að þrífa bílinn og bóna, en á meðan ég var að bjástra við þetta sauð Þórunn niður epli.
Graca vinkona okkar kom svo í heimsókn síðdegis og hafði um margt að spjalla að vanda.

03 september 2007

Komin heim

Veður: 10,2°/37,1° léttskýjað.
Þessi veðurathugun er fyrir þrjá daga, því við erum búin að vera á ferðalagi síðan á laugardagsmorgunn og komum heimsíðdegis í dag.
Við fórum þessa ferð með portúgölskum hjónum á heimaslóðir þeirra, þar sem kallað er á bak við fjöllin, en svæðið er allt mjög fjalllent, þannig að á þessum þrem dögum erum við nokkuð oft búin að fara upp á fjall og niður í dal, aka eftir dalbotni eða fjallshrygg. Vonandi kemur byrjun ferðasögunnar á morgunn. Læt fylgja með þessum pistli eina mynd úr ferðinni.