30 nóvember 2006

Ný reynsla.

Veður: 4,3°/19,7° léttskýjað.

Með hverjum degi sem líður bætir maður einhverju í sarp reynslu sinnar og þar sem ég á skammt eftir því hafa lifað í 26000 daga, ætti vera komið mikið af reynslu í minn sarp og fremur líklegt um endurtekningar ræða en nýja reynslu úr þessu, en lífið er alltaf koma manni á óvart. Í dag reyndi ég nokkuð sem ég vonaði ég slyppi við upplifa, en það var verða keyrður niður þar sem ég var hjóla úti á þjóðvegi.
Ég er margbúinn segja frá því ég dáist því hvað bílstjórar hér hafa verið tillitsamir þegar við erum á hjólunum, láta sig oft hafa lötra á eftir okkur langar leiðir þar til það er öruggt þeir geti farið framúr okkur án þess valda okkur ama. En í dag var komið því upplifa hið gagnstæða. Ég var á heimleið eftir hafa hjólað hér inn Vougadalinn, svona til sjá hvernig Vouga áin liti út eftir rennslið í henni hefur aukist eftir úrkomuna undanförnu. svo var það í smábeygju ég mætti tveim litlum bílum og varð var við bíl á eftir mér og reiknaði með hann færi framúr mér þegar bílarnir væru komnir framhjá, en nei þessi gaf sér ekki tíma í slíkt hangs, heldur fór framúr mér um leið og hann mætti bílunum og þar sem ekki var rúm fyrir þrjú farartæki á veginum í einu kaus hann frekar aka utan í mig en lenda framan á öðrum bíl.
Þetta var stór sendibíll og ég lenti á miðri hlið hans og það var nóg til ég missti jafnvægið og féll í götuna þegar bíllinn var kominn framhjá mér. Ég hruflaðist aðeins á handlegg og læri, svo minni gátu meiðslin ekki verið. Bílstjórinn stoppaði og kom til athuga hvort ég væri meiddur og staglaðist sífellt á því hvort ég vildi ekki fara á sjúkrahús og þegar ég leit betur á bílinn skildi ég hvers vegna hann var svona viljugur koma mér á sjúkrahús, þetta var sjúkraflutningabíll sem ók á mig, en ekki með blikkandi ljós eða sírenur í gangi.
Ég afþakkaði alla aðstoð, en bað hann þess í stað fara aðeins varlegar framvegis, sem ég vona hann geri.
Ég er búinn hjóla hér í landi í fimmtán ár án þess verða fyrir ónæði frá bílum og ef ég frið fyrir þeim næstu fimmtán árin, þá er þetta bara í góðu lagi. Hjólið þurfti aðhlynningu eftir byltuna, því gírarnir urðu fyrir hnjaski, en ég varð ekki var við það fyrr en á heimleiðinni, en þetta eru bara smámunir og það er komið á hjólasjúkrahús og útskrifast á laugardag.

29 nóvember 2006

Síðasti sláttur.

Veður: 1,6°/19,8 heiðskýrt.

Hér er ilmandi graslykt í lofti, því ég sló grasflötina í morgunn. Trúlegt þykir mér þetta verði síðasti sláttur á þessu ári, því grasvöxturinn er orðinn mjög hægur núna. Meðan ég var snyrta til í garðinum var Þórunn í annars konar snyrtingu,þ.e.a.s., hún fór láta snyrta á sér hárið.
Mér fannst tilvalið þegar hún kom svona fínt snyrt heim um tólf leitið við færum út borða og mín kona samþykkti það furðu fljótt. Það samt ekki skilja þetta svo hún ekki alltaf snyrtileg, heldur var þetta bara notað sem afsökun fyrir fara eitthvað af í góða veðrinu. Það er líka góð tilbreyting borða matinn sinn innan um margt fólk og heyra í því skrafið, þó maður skilji ekki það sem verið er segja, en það er góð tilfinning heyra klið frá fólki sem er tala saman.
Eftir matinn fórum við svo í nokkrar verslanir og síðustu litum við inn í Skodaumboðið, ekki af því okkur vantaði annan nýjan bíl, heldur vegna þess þeir voru nýjan fjölnotabíl í sölu og mer lék forvitni á sjá hvernig hann liti út. Mér fannst bíllinn fremur ljótur, en samt fróðlegt sjá hann.

28 nóvember 2006

Markaður

Veður: 10,8°/19,2°, úrkoma 35 mm. Rigndi í nótt, en léttskýjað í dag.

Fórum í leikfimi í morgunn vegna þess að næsti föstudagur er frídagur hér, rétt einn lýðveldisdagurinn hér í landi. Hvað um það en þar sem við erum vön að vera í leikfimi á föstudögum finnst mér endilega að nú sé komin helgi á ný, ansi stutt vika þetta ef svo væri.

Í dag er 28. nóvember og þá á Hjörleifur sonur minn afmæli, en 28. hvers mánaðar er stór útimarkaður í Aveiro og þangað fórum við í dag ásamt Matthild grannkonu okkar. Hún var svolítið að berja sér á leiðinni niður eftir, eins og góðra búkvenna er siður. Sagði að rigningin að undanförnu væri búin að eyðileggja mikið af kálinu hennar og sama væri að segja um laukfræin sem hún væri búin að sá, þau væru meira og minna ónýt. Nú svo þíðir lítið fyrir mig að vera að fara á markað, því ég á engan pening til að kaupa fyrir, en samt sem áður kom hún með nokkra pinkla heim með sér.
Pakkarnir hennar eru geymdir hér til morguns, því hún nennir ekki að vera að hlusta á rausið í bónda sínum yfir þessari eyðslusemi hennar. Það er svo meiningin að sækja pakkana á morgunn þegar bóndi hennar bregður sér af bæ.
Þessi markaður í Aveiro er mjög stór og þar kennir margra grasa, já grasa í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, því þarna eru seldar plöntur og tré. Svo er fatnaður af öllum gerðum, vefnaðarvara, skór, töskur, búsáhöld og ýmislegt fleira sem of langt yrði upp að telja.
Það var mjög margt fólk þarna í dag. Portúgalar kunna vel að meta að fara á markað, þó mér finnist svona verslunarmáti vera hálfgerð tímaskekkja. Mér finnst mun auðveldara að finna þá vöru sem mig vantar í venjulegri verslun.
Það eru komnar myndir frá því sem bar fyrir augu á markaðnum í dag inn á myndasíðuna mína. Smellið á Myndir.

27 nóvember 2006

Veður

Veður: 13,5°/16,1 , úrkoma 15mm. Rigndi lítilsháttar í nótt, en þurrt frá klukkan átta til hádegis en þá byrjaði að rigna á ný.

Ég var smávegis að vinna úti á meðan það var þurrt veður.

26 nóvember 2006

Sálarheill?

Veður: 6,5°/15,8° úrkoma 10mm. Úrkoman var í nótt, en í dag var þurrt og til sólar af og til.

Það er einsgott það fréttist ekki víða, en á meðan Guðhræddir íbúar þessa dals gengu til guðþjónustu í sinni kirkju, þá notaði ég tímann til strjúka yfir gólfin í kotinu, svo allavega eru gólfinnhrein hvað svo sem segja um mitt sálartetur, framkvæma svona verknað á hvíldardegi og til bíta höfuðið af skömminni nota messutímann til þess arna.

Eftir hádegi brugðum við okkur í búðir, það var talsvert margt fólk á ferðinni í verslunarmiðstöðunum í dag.

25 nóvember 2006

Þyrnigerði

Veður: 8,1°/16,1° úrkoma 30mm. Þessi úrkoma féll í gærkvöldi og nótt, því í dag var að mestu léttskýjað.

Það kannast víst flestir við söguna af henni Þyrnirósu, nú er þyrnigerði eins og umlukti höllina hennar að valda okkur smá vandræðum. Í gær urðum við vör við að það var farið að renna vatn inn á lóðin hjá okkur frá landi sem liggur að okkar landi, en það er rás fram með okkar húsi sem á að taka við þessu vatni og koma því í burtu án þess að fara inn á okkar land. Þegar ég fór að kanna hvernig á þessu stæði kom í ljós að þessi rás liggur ígegnum land sem ekki hefur verið nytjað í nokkur ár, svo nú er kominn þar hár þyrnigróður sem er búinn að loka vatnsrásinni, svo vatnið kemst ekki aðra leið en inn á okkar lóð.
Þetta hefur verið mikill ofurhugi sem frelsaði Þyrnirósu, það varð mér ljóst þegar ég hætti mér inn á þetta þyrnaland og þyrnarnir tóku að stingast í mig og eins og þeir ætluðu að halda mér föstum. Við treystum á að Grsca verði okkar riddari, við erum búin að biðja hana um að athuga með hvað hægt er að gera til að fá þetta hreinsað, hvort það er eigandi landsins eða sveitarfélagið sem á að sjá um að hreinsa þetta.
Læt fylgja með mynd af vatninu á lóðinni, það þarf ekki að hafa áhyggjur af vökvun þessa dagana.














Í morgunn fórum við þangað sem Guðmundur og Jónína búa, því Guðmundur verður sextugur á morgunn og í tilefni af því báðu vinnufélagar hans Þórunni um að kaupa fyrir sig afmælisgjöf handa honum og afhenda hana í tæka tíð, sem við gerðum í morgunn.
Þau eru búin að vera þarna þessa viku og hafa verið að snyrta til á landinu þegar veður hefur leyft, en það er búið að vera ansi vætusamt undanfarna daga.
Við áttum mjög ánægjulega stund með þeim,meðal annars buðu þau okkur út að borða í hádeginu í bæ sem er þarna skammt frá þeim.


24 nóvember 2006

Rigning

Veður: 13,3°/17,1° úrkoma 105mm. Eins og sjá má á úrkomumælingunni er enn ekkert lát á rigningunni.
Það er svona mikil rigning um allt landið og víða eru ár farnar að flæða yfir bakka sína, í sumum bæjum er talsvert vatn á götum í þeim hverfum sem standa lægst. Áin í okkar dal er orðin ríflega bakkafull og byrjuð að flæða upp á akra, en það er ekki líklegt að neitt tjón hljótist af því.


23 nóvember 2006

Mikil rigning

Veður: hiti 13,4°/17° úrkoma 60mm. Eins og sjá á úrkomumælingunni er búið rigna hressilega þennan sólarhringinn. Þessi mæling er frá klukkan fimm í gær þar til á sama tíma í dag og síðan mælt var í dag og þar til þessi pistill er skrifaður er búið rigna mjög mikið, eins og hellt úr fötu eða rúmlega það. Það er trúlegt einhvers staðar hljótist tjón af völdum flóða, en sem betur fer erum við með allt á þurru hér.

Við fórum í gróðrarstöð í morgunn til kaupa ávaxtatré, sem á nota sem gjöf, en meira um það síðar.
Einnig fórum við niður til Aveiro og fengum hressilega rigningu á leiðinni þangað, en sæmilegt veður á meðan við vorum þar.
Ég reikna með við förum til Aveiro aftur á morgunn, svo við ættum vera farin rata sæmilega þangað. Það er Þórunn sem er fara í embættisferðir til Aveiro, en það víst ekki ljóstra því upp fyrr en á morgunn hvert erindið er.

Ég var búinn kvarta mikið yfir lélegri þjónustu hjá TV.Cabo, en það verður líka segja frá þegar vel er gert við mann og hefur þetta alveg snúist við og er til fyrirmyndar, minnsta kosti þessa stundina. Maðurinn hjá TV.Cabo sem tók sér greiða úr flækjunni hjá okkur hringdi hingað síðdegis til vita hvort það væri ekki öruggt allt væri komið í lag varðandi þeirra þjónustu. Það er skemmtileg tilbreyting upplifa svona góða þjónustu.

Við fórum yfir til Manúels nágranna okkar síðdegis til óska honum til hamingju með daginn, en hann varð 69ára í dag.
Við vorum drifin inn til borða köku og drekka Portvín með, en það er mjög algengt hér bjóða Portvín með kökum. Ég oft snuprur fyrir gera víninu lítil skil, en ég geri mitt besta og bragða aðeins á því.
Þau hjón kvarta talsvert yfir því vera einsömul hér, en eina barnið þeirra býr í um 70 km. fjarlægð með sína fjölskyldu og hann er mjög duglegur heimsækja þau, en samt eru þau kvarta yfir vera ein.
Ég skil þetta ekki alveg, hvað mættum við þá segja sem eigum börnin okkar í öðrum löndum. Þetta er sennilega einhver söknuður eftir stórfjölskyldunni, en það er bara liðin tíð hafa börn og barnabörn í nágrenni við sig alla tíð.

22 nóvember 2006

Ótrúlegt

Veður: hitastig 13,2°/18,6°, úrkoma 10mm. Skýjað en mestu úrkomulaust í dag.

Mér liggur við segja það hafi gerst kraftaverk hér í dag, því tæknimaðurinn frá Tv.Cabo var mættur hér fyrir klukkan ellefu í morgunn og hann vann sitt verk hér með sóma svo erum við komin með þessar sjónvarpsútsendingu sem við áttum fá. Annað sem kom á óvart varðandi Tv.Cabo í dag, við fengum reikninginn sem þeir voru búnir senda okkur fyrir útsendingu sem við ekki náðum leiðréttan á skrifstofunni hjá þeim á meðan við biðum. Þúrftum ekki senda bréf í pósti eða með faxi, það lítur helst út fyrir þeir séu mjaka sér af steinaldarstiginu, þó hægt miði.

21 nóvember 2006

Góðir gestir

Veður: 13,1°/16,1° skúrir. Úrkoma 16mm.

Þetta var ánægjulegur dagur hjá okkur í dag, því við vorum með góða gesti í hádegismat.
Þau Jónína og Guðmundur eru hér á landi í eina viku og heimsóttu okkur í dag og við buðm þeim ásamt Geira og Rósu í mat, svo þetta var mjög ánægjulegur dagur fyrir okkur.
Síðdegis kom svo Graca í heimsókn, það fór klukkutími hjá henni í að hringja fyrir okkur í Tv Cabo, en það er félagið sem ætlaði að selja okkur áskrift að sjónvarpi í gegnum gervihnött.
Þeir höfðu svikist um að senda tæknimann hingað til að gera útsendinguna virka, en þeir sendu samt reikning fyrir útsendingu sem við ekki náðum.
Það tók heilan klukkutíma að koma þessu máli á hreint, Graca var vísað frá Gunnu til jóns og þaðan til Péturs og svo annan hring til baka, þar til loks kom einhver maður með viti og tók að sér að finna lausn á málinu og nú á að vera óhætt að treysta því að tæknimaður verði búin að koma hingað fyrir hádegi á morgunn. Við sjáum nú til með það.

20 nóvember 2006

Myndir frá Aveiro

Veður:12,9°/19,8° Fyrst í morgunn var þoka, en orðið að mestu léttskýjað um hádegi.

Við fórum niður til Aveiro í morgunn, meðal annars röltum við um verslunarmiðstöð sem heitir Forum. Myndirnar hér neðar á síðunni voru teknar þar. Jólaskreytingarnar eru á göngugötu verslananna, en á myndinni af síkinu sést verslunarmiðstöðin til hægrihandar.
Eftir hádegi fór ég í hjólatúr, en nú var orðið allt of langt um liðið frá því að ég hjólaði síðast. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég hef ekki farið að hjóla, það hlýtur bara að hafa verið svona mikið að gera, allavega er ekki hægt að kenna um illviðri að undanförnu og hverju er þá hægt að kenna um örðu en leti.






19 nóvember 2006

Veður:12,1°/18,8° smáskúrir, en sólarstundir á milli.

Í dag var haldið upp á afmælið hennar Jhana, en hún varð 8ára síðastliðinn þriðjudag. Við vorum boðin ásamt fjölskyldunni, alls 22 gestir.
Þórunn bakaði súkkulaðitertu og lagði á borð með okkur.
Það er best ég reyni telja upp veisluföngin, en þetta er talsvert frábrugðið því sem gerist á íslandi.
Fyrst nefna grillaðan kjúkling, sem var brytjaður smátt og settur á fat. Heimareykt svínapylsa í smáum bitum, kartöfluflögur úr poka.ostapinnar, kastaníuhnetur, brauð, ein kaka sem bóndinn á heimilinu bakaði og afmælistertan sem húsmóðirin bakaði, síðustu tertan sem Þórunn kom með og ég var búin nefna áður.
þetta var sett á eitt borð og svo stóð fólk á meðan það var tína þetta í sig og hætti Portúgala voru aðallega notaðar servíettur til setja matinn á í stað diska.
Til skola þessu niður var borið freyðivín, gosdrykkir og vatn.
Eins og nærri geta þar sem Portúgalar eru saman komnir var mikið spjallað.
Myndin hér fyrir neðan er af afmælisbarninu, en síðan ætla ég setja fleiri myndir af veislugestum á myndasíðuna mína. Smellið á myndir hér til hliðar til sjá þær.

18 nóvember 2006

Hvað veldur

Veður:8°/18,6° skúrir, úrkoma 18mm.

Þetta er nú varla orðið einleikið með bilanir tengdar brunninum. Í dag var ég að ganga endanlega frá rörum og öðru slíku eftir viðgerðina og allt virtist vera komið í gott lag, en það stóð ekki lengi sú dýrðin. Þegar ég leit á þetta skömmu seinna til að fullvissa mig um að allt væri eins og vera bæri, sá ég að aftur var þrýstingurinn á vatninu tekin að falla óeðlilega hratt. Ekki annað að gera en lyfta dælunni upp einu sinni enn og þá kom í ljós að botnventillin var bilaður, eitthvað sem ekki á að gerast, en gerðist samt.
Nú er kominn nýr botnventill og allt virðist vinna eðlilega þessa stundina, en ég er eiginlega hættur að þora að trúa því að það verði til frambúðar, en vona nú samt að svo verði.Annars hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að fást við að koma þessu í lag.

17 nóvember 2006

Kólnandi veður.

Veður: 4,8°/1° smáskúrir fram eftir degi, en samfelld rigning síðdegis. Sólarhringsúrkoma 25mm.

Leikfimi í morgunn.
Klukkan 12,30 áttum við tíma hjá tannlækni og nákvæmlega á þeirri stundu var ég sestur í stólinn. Mig rekur ekki minni til slíkt hafi skeð áður hvorki á Íslandi hér ég kæmist á tilsettum tíma.
Þetta var bara eftirlit og hreinsun, sem betur fer fannst ekkert hjá hvorugu okkar.
öðru leiti var þetta innidagur vegna vætu og svo er líka svalara í veðri en verið hefur, sem er bara eðlilegt miðað við árstíma. Það voru meira segja fréttir í sjónvarpinu um það hefði verið slydda eða snjó fjúk á hæsta fjalli landsins, en það er nær 2000m hátt

16 nóvember 2006

Spennandi

Veður: 7,8°/17,2° skúraveður í dag en bjart á milli skúra. Sólarhringsúrkoma var 90 mm.

Fórum í morgunn til kaupa nýja slöngu við dæluna, svo er búið tengja hana á og það lítur út fyrir allt komið í lag. Skoða það betur á morgun og lík við ganga frá þessu.
Eftir hádegi brugðum við okkur í búðir, Þórunni vantaði tuskubút og svo var ísskápurinn líka kvarta yfir hungri.
Við komum líka við hjá Toyota til reka einu sinni enn eftir því leiðbeiningabók með bílnum á ensku, en eru tveir og hálfur mánuður síðan við báðum um þessa bók og þó við séum oft búin reka á eftir því bókina hefur ekkert gengið, en okkur var lofað því bókin yrði send heim til okkar um leið og þeir fengju hana í hendur.
Stúlkunni í afgreiðslunni fannst þetta greinilega alveg óþarfi af okkur vera rekast í þessu, því hún sagði það hefði verið búið lofa senda bókina heim og það í orðunum við ættum bara vera róleg. Við vildum ekki vera þæg og góð og bíða í það óendanlega, svo við báðum um samtal við sölustjórann eina ferðina enn. Hann gekk í athuga hvernig gengi og var svo lengi við vorum farin spá í hvort hann hefði brugðið sér til Japans eftir bókinni. Hann kom vísu með bókina í höndunum, það hafði bar alveg óvart gleymst setja bókina í póst til okkar.a
Þessu máli er samt ekki lokið, því það eru tvær bækur sem fylgja með bílnum önnur yfir bílinn sjálfan og sérbók fyrir leiðsögutækið og bók kom ekki. Svo megum við sjálfsagt bíða á þriðja mánuð eftir seinni bókinni og þá verður liðið nær hálft ár frá því beðið var um bækurnar fyrst. Maðurinn var reyna afsaka þennan langa afgreiðslutíma með því fyrst þyrfti senda bókina frá Japan til Belgíu og svo þaðan til Portúgals.
Enn er sterk bensínlykt inni í bílnum eftir bensín lak úr brúsa í farangursgeymsluna, svo við komum við á þvottastöð og létum djúphreinsa farangursgeymsluna, í von um það dygði til lyktinni í burtu, en árangurinn kemur ekki í ljós fyrr en á morgunn þegar þetta er orðið þurrt.

Þó ótrúlegt þá fylgja því líka kostir vera sjónskertur, maður ekki einblína bara á gallana við það vera sjónskertur.
Til dæmis um þetta er þegar þarf skera brauð, maður með fulla sjón sér hvað sneiðin verður þykk á meðan hann er skera brauðið, en sjónskertur maður ber hnífinn enda brauðsins og færir hann svo hæfilega langt inn á brauðið og sker síðan, þegar skurðinum er lokið er spennandi finna hversu þykk eða þunn sneiðin hefur orðið, fullsjáandi tapar alveg af þessum spenningi, ekki satt?

15 nóvember 2006

Jó Jó

Veður: 7,1°/20,2° skýjað og um klukkan þrjú byrjaði að rigna og er búið að rigna hressilega síðan. Það er varað við mikilli úrkomu og vindi víða um land í nótt.

Ég hélt áfram í dag þar sem frá var horfið í gær með vatnsdæluna.
Þegar búið var að laga það sem bilað var sökkti ég dælunni í brunninn og setti svo í gang, hún dældi eðlilega, en þrýstingurinn féll fljótlega sem benti til leka á kerfinu.
Það var ekki annað að gera en hífa gripinn upp aftur og þá kom í ljós leki á slöngunni rétt ofan við dæluna. Þessu var bjargað í snarheitum með því að stytta slönguna aðeins.
Dælunni sökkt í brunninn á ný og sett í gang, en þá stóð bunan út úr slöngunni ofar en áður, svo nú er búið að lyfta dælunni upp einu sinni enn, hún er orðin eins og jó jó upp og niður í brunninum.
Næsta skref í þessu dælumáli verður að fara og kaupa nýja slöngu, það er sjálfsagt orðið eitthvað stökkt í þessari.
Þegar hér var komið sögu var byrjað að rigna, svo frekari aðgerðum var slegið á frest.
Hér fyrir neðan er mynd af dælunni, auðvitað á þurru.


Eldhress



Þessi mynd af Þórunni var tekin hér úti í garði í morgunn og eins og sjá má er Þórunn alveg eldhress að hreinsa til í garðinum. Hún ber sig fagmannlega að komin í portúgalska svuntu, en svona svuntu klæðast allar alvöru bóndalonur þegar þær eru að vinna við akuryrkju Þórun sáði líka fyrir lauknum í morgunn, auðvitað á minnkandi tungli eins og vera ber.

14 nóvember 2006

Afmæli.

Veður: 4,8↑8/21,8 léttskýjað.

Johana dóttir Grösu átti afmæli í dag og er nú orðin átta ára.
Það hittist svo á að Mamma hennar þurfti að mæta á fund, svo afmælisbarnið var hér í pössun fram eftir degi. Þórunn eldaði góðan mat í tilefni dagsins og þær mæðgur borðuðu með okkur.
Við erum svo boðin í afmælisveislu næsta sunnudag.

Við vorum að viðra bílinn í dag til að reyna að ná burt mestu bensínlyktinni eftir bensínflutninginn í gær, það tekur sjálfsagt nokkurn tíma að losna við lyktina úr bílnum.
Ég var svolítið í bændaleik í morgunn, útbjó beð til að sá í laukfræi,en Þórunn sér svo um sáninguna.
Nú segja grannkonurnar að það sé rétti tíminn til að sá lauknum, en bæði sáning og eins að taka laukinn upp verður að gerast á minnkandi tungli, því ef það sé ekki gert er viðbúið að laukurinn spíri og verði þar með ónothæfur.
Það er ekki fátt sem tunglið stjórnar, til marks um það sagði hún Matthild grannkona okkar það alveg grafalvarleg, að það hefði verið rigning þann dag sem tungl kviknaði í október og það þíddi nú bara rigningu næstu sex mánuði. Sem betur fer virðist þessi spá ekki standast enn sem komið er, því nú er búið að vera þurrt hér í nær hálfan mánuð, en það er spáð rigningu á morgunn, vonandi að hún standi ekki án uppstyttu næstu fimm mánuðina.

Það lá við að illa færi í dag, þegar ég ætlaði að hífa dæluna sem er í brunninum upp og athuga með hana. Brunnurinn er ellefu metra djúpur og dælan er á botni hans og frá dælunni liggur svo slanga sem tengist við húskerfið. Dælan hékk þarna í keðju, svo það reyndi ekki á slönguna og rafmagnstaugina sem liggur að dælunni.
Þegar ég byrjaði að hífa dæluna upp gaf keðjan sig og síðan smokraðist slangan af stútnum á dælunni og þá var rafmagnsnúran það eina sem eftir var fast við dæluna. Ég átti ekki um annað að velja en láta á það reyna hvort rafmagnsnúran væri nógu sterk til þess að ég næði dælunni upp og sem betur fer dugði hún til þess.
Keðjan var ryðguð í sundur og eins var með klemmurnar sem áttu að halda slöngunni fastri við dæluna.
Nú er ég búin að fá sveran nælonkaðal í stað keðjunnar og nýjar klemmur, en það var komið myrkur áður en ég gat lokið þessu af svo framhaldið bíður til morguns. Við erum með vatn frá vatnsveitu sveitarfélagsins, svo við erum ekki í neinum vandræðum með vatn.

13 nóvember 2006

Mánudagur til mæðu????

Veður: 4°/22,6° heiðskýrt.

Einhvern tíman var því trúað mánudagur væri til mæðu og ég man í sveitinni í gamla daga var aldrei hafin sláttur á mánudegi, best þótti byrja slátt á laugardegi.
Þó ekki gengi allt óskum hjá okkur í dag var ég svo sem ekkert mæddur yfir gangi mála, heldur naut dagsins og hafði gaman brasinu.
Ég var búinn segja frá því við fengum ávísun á bensínúttekt upp á fjörutíu lítra þegar við fórum á Príusmótið. Bensínstöðin sem við máttum taka bensínið hjá er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð héðan, svo við vorum efins um hvort við ættum vera eltast við þetta, en þar sem við höfðum ekkert sérstakt gera og það er alltaf gaman fara í bíltúr ákváðum við skreppa þetta.
Á leiðinn bensínstöðinni lentum við í langri biðröð vegna vegaframmkvæmda, en það var í góðu lagi, því það eru góð sæti í bílnum og hægt hlusta á góða tónlist, svo það er ekkert verra sitja í bílnum og hlusta á tónlistina, en sitja heima í stofu og hlusta þar.
Þegar við loks komumst á bensínstöðina vissi afgreiðslustúlkan ekkert um þessa úttekt, svo hún varð hringja og upplýsingar um þetta.
Þegar það var komið sagði hún okkur fara og dæla þessum fjörutíu lítrum af bensíni á bílinn, en þegar við vorum rétt ljúka við fylla tankinn af 95 okt. Bensíni kom hún hlaupandi og sagði ávísunin hefði hljóðað upp á taka 98 okt. Bensín svo við yrðum bara gjöra svo vel greiða fyrir þessa áfyllingu.
Það þýðir aldrei deila við dómarann, svo við ákváðum bara gera gott úr þessu og koma við í Aveiro og okkur borða, Þórunn leit aðeins inn í eina verslun í leiðinni.
Ég var ekkert á því gefast upp þó aðeins hefði blásið á móti.
Fór hér upp á geymsluloft og sótti tvo brúsa undir bensínið og svo var lagt í hann í annað sinn í dag.
var komið annað afgreiðslufólk á stöðina sem var fljótt atta sig á þessari úttekt, svo það var ekkert mál þetta afgreitt.
Ég hafði tekið með plastpoka til setja utan um brúsana á leiðinni, en samt var einkennilega mikil bensínlykt í bílnum, það skírðist þegar heim kom, en þá kom í ljós það var smágat á öðrum brúsanum.
Það þarf því viðra bílinn vel á morgunn.
Hvort hægt er kenna mánudeginum um svona gekk til í dag verður víst óráðin gáta.

12 nóvember 2006

Marteinsmessa

Veður:3,8°/23,6° heiðskýrt.

Það var svo langt mál hjá mér um Priusinn í gær að ég minntist ekki orði á það sem hefði átt að hafa forgang þann dag. Í gær var Marteinsmessa, en hér í landi nefnt dagur Marteniusar. Hann hefur með veður að gera og þennan dag á alltaf að vera gott veður, þó ég minnist þess nú að það hafi brugðist, en í gær var mikil veðurblíða, eins og undanfarna daga.
Þessi góði dýrlingur hefur líka yfirumsjón með víngerð, svo það er hefð fyrir því að bragða hvernig til hefur tekist með víngerðina þennan dag á hverju ári.
Það er gjarnan haldin samkoma í hverju þorpi og auðvitað stendur kirkjan fyrir þeirri samkomu í flestum tilfellum.
Á þessum samkomum eru grillaðar kastaníuhnetur og þær síðan borðaðar með nýja víninu. Þarna bragða menn á víni hver hjá öðrum og ræða um gæði vínanna, en gæðin eru æði misjöfn. Sumir ná góðum tökum á víngerðinni, en hjá öðrum eru gæðin lakari.
Við höfum stundum farið á svona samkomu hér í dalnum, en nenntum ekki í gær nýkomin heim úr ferðalagi á bílamótið.
Í tilefni vingerðarinnar læt ég fylgja með mynd af honum nágranna okkar þar sem hann er að kremja vínberin með því að troða á þeim.


11 nóvember 2006

Priusdagur

Veður:4,7°/24,7 heiðskýrt

Þá var runninn upp dagurinn til að mæta á Toyota Prius mótið með sinn nýbónaða Prius.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgunn, því mæting átti að vera í háskólanum í Coimbra klukkan hálf ellefu, en til coimbra eru 60 Km héðan að heiman.
Skráning fór fram í litlum fyrirlestrasal í háskólanum, en ekki spyrja mig hvers vegna innskráningin var í háskólanum, en ekki á einhverjum aðgengilegri stað.
Þarna fengum við límmiða og númer til að setja á bílinn, einnig vorum við leyst út með gjöfum. Bakpoki, poki til að setja aftan á framsætið í bílnum og sitthvor bolurinn með Pris merki á til viðbótar þesssu var svo ávísun á bensín upp á fjörutíu lítra, en sá hængur er á þessu að útektin er miðuð við ákveðna bensínstöð á hraðbraut, en þangað eru þrjátíu kílómetrar héðan að heiman.
Næsta atriði var svo að koma sér á stað þar sem átti að gróðursetja trjáplöntur. Okkur var fengin leiðarvísir ´hendur um hvernig ætti að finna staðinn sem heitir Valle de Cana. Einhers staðar á miðri leið fórum við út af sporinu, svo Þórunn sýndi tveim heiðursmömmum sem við hittum á förnum vegi blaðið með nafninu á staðnum og bað þá að leiðbeina okkur. Það var nú ekki vanda mál að finna þennan stað, bara halda áfram eftir þessum vegi og taka svo annan afleggjara til hægri, þá væri staðurinn við þann veg. Þetta reyndist ekki rétt, að vísu var bær við veginn sem hét Cana, en það var ekki sama og Valle de Cana. Þessi misskilningur kostaði okkur rúmlega tuttugu kílómetra akstur, en eins og alltaf þegar maður villist sér maður bara eitthvað nýtt, sem maður hefði ekki séð að öðrum kosti. Þórunn hafði svolitlar áhyggjur af því að þessi akstur upp um fjöll og firnindi spillti fyrir árangri hjá henni í sparakstri á þessari leið, en eyðslumælarnir í bílunum voru stilltir á núll við Háskólann og svo var lesið af þeim þegar komið var þar sem trjánum var plantað. Verðlaunaafhending fór svo fram meðan á borðhaldi stóð síðar um daginn.
Við komumst í tæka tíð þar sem átti að planta trjánum. Þar var boðið upp á hressingu í stóru veitingatjaldi og fluttir voru tveir ræðustúfar áður en hafist var handa við að planta trjáplöntunum.
Næst var svo haldið á veitingastað til að snæða hádegisverð.Meðan fólkið var að tínast á staðinn var boðið upp á forrétt og drykk, en þetta voru um það bil fimmtíu bílar sem tóku þátt í þessu og sennilega nálægt eitt hundrað og fimmtíu manns, svo það tók nokkra stund að fá þetta allt í hlað.
Þá var komið að síðasta lið dagskrárinnar sem var hádegisverður og meðan á honum stóð var verðlaunaafhending fyrir ýmislegt.
Yngsti eigandinn sem var aðeins tvítugur fékk verðlaun og sömuleiðis sá elsti, en hann var 73ára. Einn var verðlaunaður fyrir að eiga tvo Priusa og svona var ýmislegt týnt til. Í allri þessari verðlaunaafhendingu var mitt nafn kallað upp og það var vegna sparaksturs Þórunnar, en þar sem bíllinn er á mínu nafni varð ég að taka við hennar verðlaunum.
Þá er að segja aðeins frá matnum.
Fyrst var komið með súpu, þessi hét víst púrrusúpa, en það skiptir littlu máli hvað nafn súpunum hér er gefið, því það eru notaðar kartöflur til að þykkja þær, svo það er kartöflubragð af þeim öllum hvað svo sem þær heita.
Næst var svo fiskréttur, skötuselur og rækjur í grjónum. Ég get ekki hrósað þessum mat og ilmurinn var afleitur.
Þar næst kom kjötréttur sem bragðaðist sæmilega, en galli að hann var alveg að verða kaldur. Eftir matnum var svo komið með ferska ávexti og að síðustu var terta Tertan var falleg, eftirlíking af Prius og eins og laufblað til að minna á hversu vistvænn bíllinn er.
Það er mynd af tertunni hér fyrir neðan,svo set ég fleiri myndir inn í myndaalbúmið á netinu sennilega á morgunn.
Ég var að spá í það hvort hægt væri að sjá nokkur sameiginleg einkenni í útliti Priuseigenda, en svo reyndist ekki vera, þeir voru eins margbreytilegir í útliti og þeir voru margir.


10 nóvember 2006

Dekurbíll

Veður: 6,5°/26,4 heiðskýrt.

Aðalverkefni dagsins var þrífa bílinn fyrir Prius mótið sem okkur er boðin þátttaka í á morgunn.
Mótið er haldið í háskólabænum Coimbra og móttakan er í háskólanum.
Það dugði auðvitað ekki vera með neinn kattaþvott fyrir svona merkilegt mót. Nei það dugði ekkert minna en þvo vandlega með sápu og síðan bóna og pússa alla glugga. Bera lit á dekkin og meira segja var bónað undir vélarhlífinni, en það geri ég reyndar af og til, þó ekkert sérstakt um vera. Það er mikið huggulegra líta í vélasalinn ef allt er ryklaust og fínt.
Þegar búið var þrífa bílinn fórum við til Aveiro, svona aðallega til njóta þess aka um á bílnum svona logandi fínum. Ég er alveg viss um loftmótstaðan hefur verið í algjöru lágmarki, svo gljáfægður sem bíllinn var.
Meðan ég var þessu var Þórunn þrífa húsið innan, svo það glansar ekki síður en bíllinn.
Vonandi ber eitthvað frásagnarvert fyrir augu á þessu móti á morgunn. Það verður allavega fróðlegt sjá hvernig skipulagið hjá þeim verður, við erum allavega komin með nákvæmlega tímasetta dagskrá í hendur, svo er bara sjá hvernig hún stenst.

09 nóvember 2006

Í gíslingu.

Veður: 9,9°/26,2° Léttskýjað.

Við vorum tekin í gíslingu og máttum dúsa í henni í allan dag, ekki samt í fyrsta sinn sem við lendum í slíku, svo við erum orðin illu vön.
Það átti mæta hér maður fyrir hádegi til tengja fyrir okkur sjónvarpið, en hádegið kom og fór en enginn mætti til tengja. Jæja hann hefur tafist eitthvað hugsuðum við um hádegi og héldum áfram bíða því maðurinn hlyti þá koma eftir matinn, en von brást líka.
Portúgölsk vinkona okkar kom í heimsókn og hrindi fyrir okkur í fyrirtækið sem ætlaði senda manninn og þar fékk hún þau svör tölvukerfið hefði hrunið hjá þeim svo þeir hefðu engar upplýsingar um hvert ætti senda menn til þjónusta fólk. Ekki verri skáldsaga en hver önnur sem notuð er hér.
Fyrst ég var heima notaði ég góða veðrið og rölti með sláttuvélina yfir allan garðinn, bæði ég og garðurinn höfðum gott af því.
Í fyrramálið fer ég í mína leikfimi, dettur ekki í hug sitja tvo daga í röð og bíða eftir einhverjum þóknist koma.