31 mars 2009

Veður í mars

Veður: 0,2/25,4° léttskýjað/ gola.

Hér kemur svo niðurstaða veðuratuguna fyrir mars mánuð. meðalhiti um nætur 5,1° meðal daghiti 25°. Lægsti hiti –0,9° og mesti hiti 32,9°, meðaltal úr þessu eru 15°, sem er um 3° hærra en í sama mánuði í fyrra. Úrkoman var 50,2 mm.

image

30 mars 2009

Veður

Veður:-0,9/22,2° lettskyjað/ gola

29 mars 2009

Veður

Veður: 0,7/21,5° léttskýjað/vindur

28 mars 2009

Blóm

7,1/21,1° léttskýjað og dálítill vindur.

006

Þetta sérkennilega blóm sá ég í garði sem ég átti leið hjá í dag.

27 mars 2009

Veður

Veður: 0,4/27,6° léttskýjað.

26 mars 2009

Misgrip

Við pöntuðum nýtt kort í leiðsögutækið í bílnum hjá Toyota og var þá sagt að það tæki þrjá daga að panta kortið, en það er yrði hringt í okkur um leið og kortið kæmi, en sú hringing kom þrem vikum og þrem dögum frá því pöntunin var gerð. Kom ekki að sök fyrir okkur, því við vorum ekki í neinni tímaþröng. Það var spennandi að  sjá hvernig nýja kortið í leiðsögutækinu í bílnum virkaði og til að fá úr því skorið var ákveðið að fara til Viseu, því á þeirri leið er nýr vegur sem ekki var á gamla kortinu, en er komin inn á nýja kortið.

031

Ég var að spá í það með sjálfum mér á leiðinni til Viseu hvað sjóninni hjá mér væri farið að hraka alvarlega, því mér fannst landslagið vera óskírar, en síðast þegar ég fór þessa leið og eins fannst mér ég sjá stutt frá mér þegar við fórum að ganga um Viseu. Ég var samt ekki mikið að spá í þetta, en eftir að við vorum búin að fá okkur að borða og við fórum að skoða bæinn og ég að taka myndir var mér litið á gleraugun sem ég gekk með þegar ég þurfti að skipta yfir í sterkari gleraugu til að geta tekið myndir og þá sá ég að í stað þess að vera með göngugleraugun sem eru + 1,75 var ég með lesgleraugun sem eru +4 en þau hafði ég tekið í misgripum hér á skrifborðinu þar sem gleraugun lágu hlið við hlið. Ég get ekki neitað því að mér létti talsvert við þessa uppgötvun. Eins og sjá má á myndinni getur verið dálítið erfitt fyrir sjónskertan mann sem þá er gleraugnalaus að greina mun á þessum gleraugum. Fyrst ég á annað borð er að tala um sjónskerðingu er rétt að geta þess að í Viseu er núna verið að leggja í gangstéttar og á aðaltorg bæjarins langrifflaðar hellur svo

027

sjónskertir eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar og frá þessum leiðurum út á gangbrautir eru sérstakar takkaðar flísar, sem maður finnur mjög vel fyrir í gegnum skósólana og það sama á við um langriffluðu flísarnar. Annað nýtt sem ég hef ekki séð áður er að í gangbrautarljósunum eru tölustafir sem telja niður í sekúndum, svo það sést hversu löng bið er eftir að komi grænt ljós.

25 mars 2009

Veður

10,7/30° léttskýjað

24 mars 2009

Veður

11,8/30,5° léttskýjað

23 mars 2009

Veður.

Veður: 5,3/25,8° skýjaslæða.

22 mars 2009

Veður

Veður: 6,4/28,2 léttskýjað.

21 mars 2009

Fiðrildi

Veður: 8,3/24,7° þunn þokuslæða í lofti.

006

Þetta falllega fiðrildi kom á veröndina hér í gær og er eitthvað vankað, því það liggur að mestu hreyfingalaust á sama stað, svo það var auðvelt að ná mynd af því.

20 mars 2009

Vökvað

Veður: 2,1/25,9° léttskýjað.

003

Það er búið að vera þurrt hér og sólskin samfellt í hálfan mánuð og suma dagana hiti um 30° svo nú er orðin þörf á að vökva.

 

19 mars 2009

Veður

1,6/30,6 léttskýjað.

18 mars 2009

Veður

Veður:2,4/30,7° léttskýjað.

17 mars 2009

Veður. 7,6/30,8 léttskýjað.005

 001 - Afrit

Hér fyrir ofan eru tvær myndir, sú til vinstri er fyrir aðgerð, en sú sem er til hægri er eftir aðgerð. Eins og sjá má á fyrri myndinni var þessum trjám plantað of þétt á sínum tíma, svo þau urðu lauflaus á þeirri hlið sem ekki naut birtu vegna þrengslanna. Í gær ákváðum við að saga einn stofn af hvoru tré , en þau eru bæði margstofna til að fá bil á milli þeirra, í þeirri von að þau nái að laufgast á ný. Það sem sagað var af trjánum erum við búin að búta niður og verður notað í ofninn hér inni í vetur.

16 mars 2009

Veður

Veður:11,7/32,9° léttskýjað, sannkölluð sumarblíða í dag.

15 mars 2009

Veður

3,3/29,7° léttskýjað

14 mars 2009

Veður

2,3/26,1° þunn skýjaslæða

13 mars 2009

Veður

Veður: 2,7/30,1° léttskýjað.

12 mars 2009

Yfir 30°

Veður: 3,3/31° léttskýjað.

Hitinn er hægt og sígandi að fikra sig upp á við og í dag komst hann aðeins yfir 30°. Þessi veðurblíða bauð upp á að kasta af sér vetrarhamnum og draga fram stuttbuxurnar.

11 mars 2009

Veður

2,1/28,3° léttskýjað.

10 mars 2009

Helgimynd

Veður: 2,1/28,1° léttskýjað.

017

Þessa mynd tók ég í dag á setustofu á sjúkrahúsinu í Aveiro, þegar við heimsóttum vin okkar sem er á sjúkrahúsinu .

 

09 mars 2009

Veður

Veður: 4,5/26,1° léttskýjað.

08 mars 2009

Lítil veröld, tilviljanir?

Veður: 9,1/20,4° þokuloft/léttskýjað.

Stundum virðist manni sem veröldin sé ótrúlega lítil, eða þá að tilviljanir eru alveg ótrúlegar. Í dag fórum við í heimsókn á Sjúkrahúsið í Aveiro og til að fá leyfi til að heimsækja sjúkling þar verður að hafa samband við afgreiðsluborð og skilja þar eftir persónuskilríki og fá í staðinn aðgöngumiða sem gildir fyrir tvo í einu. Af þessu kerfi leiðir að þegar stórfjölskyldan kemur að heimsækja aðstandanda á sjúkrahúsið, eru margir sem verða að bíða inngöngu og í dag var anddyrið þarna alveg sneisafullt af fólki sem var að bíða þess að komast í heimsókn, trúlega um hundrað manns og allir að tala, að sjá tvo eða fleiri Portúgala saman komna og að þeir séu ekki að tala saman er eiginlega alveg óhugsandi. En aftur að tilviljunum, þegar stúlkan í afgreiðslunni rétti Þórunni vegabréfið sagðist hún sjá að hún væri frá Íslandi, en til Reykjavíkur sagðist hún hafa komið til að heimsækja vin sinn sem eitt sinn bjó hér í Aveiro og héti Stefán Unnsteinsson. Það var og, þetta er sá ágætismaður sem bjó hér þegar ég flutti hingað og var ávallt reiðbúinn til að aðstoða hvenær sem kallað var eftir hjálp.

07 mars 2009

Veður

Veður: 10,6/21,5° úrkoma 0,7 mm.Léttskýjað í dag og gola.

06 mars 2009

Veður

Veður: 9,2/13,5° úrkoma 12,4 mm. þokusúld og nokkur vindur fram eftir degi.

05 mars 2009

Veður

Veður: 8,9/15,1° úrkoma 18,5mm Þessi úrkoma féll að mestu í nótt, bara smáskúr í dag og að mestu skýjað.

04 mars 2009

Blóm gleðja augað.

Veður: 8,2/12,3° úrkoma 18,6 mm.alskýjað. Byrjaði að rigna í nótt og í dag hafa verið regnskúrir.

Til að gleðja augu þeirra sem líta inn á þessa síðu og búa núna við kulda og snjó á Íslandi ætla ég að setja hérna myndir sem ég tók af túlípönum hér í garðinum í gær.

003

002

03 mars 2009

Betlað

Veður: 0,5/19,7° léttskýjað,gola.

Við lávöruverðsverslun sem við verslum í að staðaldri hfa stundum verið sígaunar að betla og þeir hafa þá þann háttinn á að þegar maður kemur út úr versluninni með vörurnar í körfunni að elta mann að bílnum og betla með sínum sérstaka vælutón á meðan vörurnar eru settar inn í bílinn. Ég hef ekki séð sígaunana þarna lengi, enda er stuggað við þeim af verslunareigendum og lögreglu, hins vegar brá svo við í dag að tík af schafer kyni notaði sömu tækni og sígaunarnir. Við sáum hana liggja við útgöngudyrnar þegar við komum og um leið og það kom viðskiptavinur út úr versluninni fylgdi hún honum að bílnum og mændi biðjandi á meðan vörunum var raðað í bílinn. Þegar við sáum þetta ákváðum við að kaupa eitthvað til að gefa henni að borða þegar við kæmum út með vörurnar og fyrir valinu varð dós með niðursoðnum pulsum. Tíkin fylgdi okkur að bílnum og stóð og mændi sínum biðjandi augum á okkur og þegar hún heyrði hljóðið sem myndaðist við að opna dósina lifnaði yfir henni og svo gráðug var hún þegar ég rétti henni fyrstu pulsuna beit hún óvart í fingur á mér, en ekki neitt alvarlega, svo ég lét hana grípa pulsurnar sem eftir voru á lofti, það var ekkert verið að tyggja pulsurnar, þær fóru bara niður í maga í heilu lagi.

clip_image001

Þessa mynd af schaferhundi fann ég á netinu.

02 mars 2009

Veður

Veður: 4,5/19,6° skýjað, en góðar sólarstundir.

01 mars 2009

Veður

Veður: 8,8/17,3° skýjað.