30 nóvember 2007

Gott samfélag.

Veður: - 1,9° / 17,8° léttskýjað og logn.

Við fórum í leikfimi í morgunn og það var mjög notalegt hversu vel var tekið á móti okkur, það voru margir sem föðmuðu okkur og kysstu og sögðust hafa saknað okkar mikið, sömu sögu er segja af nágrönnum okkar þeir hafa heilsað okkur mjög innilega og sagt þeir hafi sakna þess sjá okkur ekki vera stauta eitthvað í garðinum. Þetta er lítið og notalegt samfélag hér, það er búið segja okkur frá þeim sem látist hafa á meðan við vorum fjarverandi og öðrum sem orðið hafa alvarlega veikir.

Myndina hér fyrir neðan tók ég í dag af blómi á camomilltrénu hér í garðinum, en það er byrja blómstra núna og verður með blóm fram á vor.


29 nóvember 2007

Heima er best.

Nú hefjast veðurlýsingar frá Portúgal á ný eftir rúmlega tveggja mánaða hlé. Heimamenn hér segja að það hafi verið mjög sólríkt þennan tíma og rignt allt of lítið. Ég sé að hitinn hefur farið niður í – 6,6° einhvertímann á þessu tímabili sem er meira frost en ég hef mælt hér áður og svo hefur hitinn farið upp í 30,5° sem er eðlilegt að hausti til. Hitinn í nótt fór niður í – 1,7° og upp í 16,3° í dag í sól og logni.

Ferðalagið hingað til Portúgals í gær var reglulega þægilegt, en tók nokkuð langan tíma. Við fórum í loftir í Keflavík 7,15 og vorum komin hingað heim 22,30.
Mikið var nú gott að sjá gamla kotið sitt án ý eftir svona langa fjarveru og að allt var i góðu lagi, það var að vísu ansi kalt inni aðeins 14° en það var fljótt að lagast eftir að við settum hitanirnar í gang. Það er líka allt í góðu lagi í garðinum, þarf bara að snyrta aðeins, en haustið er góður tími til að fara frá garðinum, því þá er gróðurinn farinn að hægja á sér og sumt er að undirbúa sig fyrir vetrarfrí.
Það er alltaf gott að vera kominn heim á ný hvar svo sem það heim er, þetta fann ég sterklega í dag þegar mér fannst gott að heyra gjammið í hundum hér í nágrenninu, sem getur stundum orði svolítið þreytandi þegar þeir gjamma út í eitt langtímum saman, en í dag var þetta gjamm partur af því að vera kominn heim og þá var bara gott að heyra það.



Svona leit út fyrir neðan appelsínutréð, en a' kemur ekki að sök, því það er mun meyra af appelsínum á trénu en við getum borðað.

26 nóvember 2007

Tveir fyrir einn.

Jæja, þá er sjá fyrir endann á þessari heimsókn til Íslands en heimsóknin er orðin rúmlega helmingi lengri en til stóð í upphafi, átti vera sléttur mánuður en varð rúmlega tveir mánuðir.
Það er búið vera dálítið þreytandi bíða eftir komast hjá læknum og svo bíða eftir niðurstöðum úrr rannsóknum, en mest um vert það tókst niðurstöðu og ljúka þessu alveg á þessum tíma.
er bara vona krabbinn verði ekki með neina útþenslustefnu og láti sér nægja þennan litla blett sem hann er búinn hreiðra um sig á. Sambúðin við hann hingað til lofar góðu, því ég verð ekkert var við hann og vona bara það verði þannig í framtíðinni.

Ég er farinn hlakka talsvert mikið til koma heim eftir allan þennan tíma, þó það hafi farið mjög vel um okkur í þessu góða húsi hér í Kópavogi og það verður seint fullþakkaður rausnarskapur eigendanna lána okkur húsið sitt og bíl, en það er ómetanlegt kynnast svona góðu fólki.
Það er víst best tala sem minnst um hvernig veðrið hefur verið þessa tvo mánuði, en mér finnst það hefði mátt vera ögn betra.

24 nóvember 2007

Takk fyrir vinarhug.

Ég þakka kærlega þeim sem hafa haft samband við mig og veitt mér stuðning í sambandi við veikindi mín, það er mikils virði finna góðvild og vinarhug fólks þegar erfiðleikar steðja að.

Ég hef oft spáð í hvernig ég myndi bregðast við ef ég sæti fyrir framan lækni og hann segði mér ég væri kominn með krabbamein, myndi ég brotna niður eða reyna bera nig mannlega. þarf ég ekki lengur velta vöngum yfir þessu, því ég er búinn ganga í gegnum þetta ferli og ég er eiginlega alveg hissa á mér hvað ég tók þessu létt og geri enn, hélt ef til vill ég fengi bakslag síðar, en það hefur ekki komið enn. Hjálpar mér sennilega ég hef talsverða trú á læknavísindin ráði við halda þessu í skefjum, þó ekki verði um bata ræða. svo lít ég líka þannig á ég búin lifa mörgu leiti þægilegu lífi það sem af er, allavega án allra stór skakkafalla og þegar maður er búinn lifa í 72. ár getur varla skipt höfuðmáli hvort árin sem eftir eru verða fimm tíu eða fimmtán, aðalatriðið er njóta þeirra daga sem eftir eru, hvort sem þeir verða fáir eða margir.

23 nóvember 2007

Góðu fréttirnar.

Þegar það kom í ljós að krabbi var búinn að hreiðra um sig í blöðruhálskirtlinum var ákveðið að ég færi í beinaskan til að ganga úr skugga um að krabbinn hefði ekki komist í beininn, heldur héldi sig á afmörkuðu svæði.
Ég átti að mæta á röntgendeild í gærmorgunn fyrir sólarupprás, en það er nú ekki tiltakanlega snemma sem sólin nær að sýna sig á morgnana á þessum árstíma. Þarna var byrjað á að sprauta í mig einhverju efni sem átti að dreifast út í beinin og til að auðvelda það ferli átti ég að drekka mikið af vatni, sem ég og gerði samviskusamlega, en það fylgdi líka með í fyrirmælunum að tæma vel þvagblöðruna fyrir myndatökuna.
Þrem tímum siðar var svo hafist handa við að skanna mig, það er svolítið undarleg tilfinning að liggja þarna á bekk og vita að það sé verið að skoða í manni alla innviði og ég fékk staðfestingu að svo er í raun og veru þegar mér var sagt að það væri of mikið í þvagblöðrunni og ég yrði að tæma hana betur svo hægt væri að ljúka verkinu. Það er eins gott að tæma alveg hugann á meðan höfuðið er skannað, mé hlýtur að hafa tekist það, því ég sá ekki neinn skelfingarsvip á konunni á meðan toppstykkið var í skoðun.
Nú koma góðu fréttirnar, heimilislæknirinn hringdi í mig áðan og sagði að það væri allt í góðu lagi með beinin hjá mér, þau væru alveg hrein eins og hann orðaði það. Hinsvegar væri slit í liðamótum hér og þar sem væri bara eðlilegt eftir talsverða notkun. Það er svo að sjá að það hafi ekki verið reiknað með að nota mannsskrokkinn í svona mörg ár þegar hann var hannaður. Það virðist ekki hafa verið reiknað með að nota þetta fyrirbæri nema svo sem í fimmtíu ár, en nú er í mörgum tilfellum búið að tvöfalda notkunartímann án þess að gera nokkrar endurbætur til að skrokkurinn þoli lengri notkun. Það veitti ekki af að setja einhverja nefnd í þetta mál og það fyrr en síðar.

21 nóvember 2007

Njóta dagsins í dag.

Ég fór til læknisins í dag til að fá að vita hver niðurstaðan var úr sýnatöku úr blöðruhálskirtlinum og þar fékkst staðfestur sá grunur sem blóðrannsókn gaf til kinna að það væri komið krabbamein í kirtilinn. Góðu fréttirnar eru að þetta er ekki alvarlegra en svo að það á að vera hægt að halda þessu í skefjum með lyfjagjöf og ég er nú þegar búinn að taka fyrstu töfluna. Svona til öryggis á ég að fara á morgun í beinaskan.
Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart og ég var eiginlega búinn að sætta mig við hana áður en ég fékk þetta staðfest og þar af leiðandi hefur þetta bara eiginlega engin áhrif á mig, bara eitthvað sem maður verður að lifa með og gera gott úr, halda sínu striki og njóta þess sem dagurinn í dag hefur upp á að bjóða.

20 nóvember 2007

Duglegur strákur

Myndirnar hér fyrir neðan eru af Ebba vini mínum í gömlum íslenskum þjóðbúningi, það út af fyrir sig væri ekki sérstaklega frásagnarvert þó hann klæðist slíkum búningi, en það sem mérr fannst mjög merkilegt að búningurinn er handsaumaður af Ebba, hver einasta flík. Hann meira að segja smíðaði tölurnar á búninginn, en fékk einhvern til að prjóna húfuna og gera skóna fyrir sig.
Neðst er svo mynd af þeim hjónum Dagbjörtu og Ebba




Posted by Picasa

19 nóvember 2007

Maður líttu þér nær.



Bátur á siglingu í Vestmannaeyjahöfn.

Það sannast rækilega á mér að oft er leitað langt yfir skammt. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur við að ferðast um dagana til að sjá fjölbreytt landslag og mismunandi mannlíf og alltaf notið þess sem fyrir augu hefur borið á hverjum tíma. Einn var sá staður sem ég ætlaði mér alltaf að skoða, en kom aldrei í framkvæmd að heimsækja, ef til vill vegna þess að það var svo stutt að fara þangað, að það mátti alltaf bíða aðeins lengur. Þessi merki staður er Vestmannaeyjar og þar steig ég semsé niður fæti í fyrsta sinn núna um helgina og fannst mikið til um það sem fyrir augu bar.
Við lögðum upp með Herjólfi frá Þorlákshöfn um hádegi á laugardag og komum aftur til sama lands um kvöldmat á sunnudag eftir ánægjulega dvöl í Eyjum. Þar sem ég er nú enginn sjóhundur átti ég frekar von á að verða sjóveikur, en það reyndist óþarfi því skipið hreyfðist ekki alla leiðina, þetta var næstum eins og að sitja í stól inni í stofu.
Við erum svo heppin að eiga kunningjakonu í Vestmannaeyjum og hún tók á móti okkur á bryggjunni og ók síðan með okkur um alla eyjuna bæði um gamla hluta eyjunnar og eins um þann hluta sem nýja hraunið þekur.
Ég er búinn að sjá margar myndir og hlusta á margar lýsingar á Vestmannaeyjum og staðháttum þar, en samt kom flest sem bar þarna fyrir augu mér verulega á óvart, svo ég ætla ekki að reyna að lýsa því fyrir öðrum.
Án frábærrar leiðsagnar og gestrisni kunningjakonu okkar hefði þessi ferð ekki orðið svona ánægjuleg og færi ég henni hér með mínar bestu þakkir fyrir mótökurnar.

15 nóvember 2007

Það sem vel er gert.



Undanfarið hefur mikið verið ritað og rætt um aðstöðu og aðbúnað aldraðra og ekki verið spöruð stóru orðin um skammarlega aðstöðu þeirra, ekki efast ég um að þar er margt sem betur má fara, en það verður líka að taka eftir því sem vel er gert og geta um það, ekki síður en það sem er miður gott.
Ég átti þess kost að koma á vinnustofu heimilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík í gær og fannst sú aðstaða sem heimilisfólkinu er búin þar vera mjög góð. Þarna er opið frá klukkan níu til fjögur alla daga og fimm leiðbeinendur til að aðstoða fólkið, því færni margra sem eru að föndra þarna er talsvert farin að skerðast, svo þeir þurfa oft á aðstoð að halda, en það er gaman að sjá hvað margt er haganlega gert hjá þessu fólki.

11 nóvember 2007

Frá, frá Fúsa liggur á.


Skemmtilegt sjá hvernig hraunið hefur fengið vera ósnert á milli þessara húsa í Hafnarfirði.
Frá frá Fúsa liggur á. Mig minnir ég hafi séð þennan texta í teiknimyndabók fyrir börn einhvern tímann á síðustu öld. Það skiptir svo sem ekki máli hvaðan þessi setning er komin, en henni skýtur óneitanlega oft upp í huga mér í umferðinni hér á Íslandi, því hér er hægt láta sér detta í hug þessi Fúsi undir stýri á flestum bílum, svo mikill er flýtirinn á öllum og tillitsleysið í umferðinni.
Á laugardaginn varð ég því harla kátur þegar ég hið gagnstæða virkilega tillitssemi við mig. Ég fór út úr bílnum til taka mynd og þegar ég þurfti ganga yfir akbrautina bílnum aftur og var búinn bíða meðan nokkrir bílar þeyttust hjá með Fúsa undir stýri kom hvítur bíll og nam staðar og beið á meðan ég fór yfir götuna. Vegna þess hve sjóndapur ég er ég ekki þennan tillitssama bílstjóra, en hafði orð á því við Þórunni það væri ánægjulegt finna einn tillitssaman Íslending, ertu meina þennan sem var á hvíta bílnum, spurði hún. einmitt hann var svo tillitssamur við mig, ég er hrædd um það ekki Íslendingur uppruna, því maðurinn var þeldökkur á hörund. einmitt það.

07 nóvember 2007

Brunalykt

Ilmur í lofti vekur oft upp ýmsar minningar sem við tengjum við þann ilm, ilmvatnslykt vekur upp ljúfar minningar, angan af hangikjöti o og skötu minnir marga á jólin og þannig mætti endalaust telja. Hinsvegar í morgunn þegar ég fann lykt af brunnu skinni varð það til þess rifja upp fyrir mér þegar ég og uppeldisbróðir minn vorum svíða lambshausa og lappir í gamla daga. Nágranni okkar bjó svo vel eiga handsnúna smiðju sem við fengum láni til sinna þessu verki. Stundum kom það fyrir einhver hár væru eftir á hausnum þegar búið var svíða og þá var glóhitað járn og farið með það á þennan blett til fjarlægja hárin og þá kom þessi sérkennilega lykt af brunnu skinni. Nákvæmlega þessa sömu lykt fann ég í morgunn, en það var ekki verið svíða lambshaus, heldur mannshaus og það minn eigin, svo ég var þolandinn en ekki sem um svíða, en ferðin var sama, það var notað glóandi járn við svíða mig, þó það væri hitað með rafmagni í stað þess bregða því í kolaglóð.
Sem betur fer var tilgangurinn með því svíða minn haus ekki gera hann hæfan til átu heldur var verið fjarlægja það sem læknirinn kallaði ellismell af kinninni á mér og var ekki til prýði, en ferðin sem notuð var við þetta verk varð til vekja þessar minningar hjá mér.

05 nóvember 2007

Hurðir.

Það er eins og hurðir leggi mig í einelti þessa dagana og samt veit ég ekki til þess ég hafi gert þeim neitt til miska nema síður sé, því ég loka hurðum yfirleitt varlega og gæti þess þær skellist ekki. Sællar minningar þá lokaði útihurðin hér í húsinu mig úti síðastliðinn föstudag og alveg tilefnislausu því er mér fannst. Óttaleg smámunasemi vilja ekki opnast þó lykillinn væri innan við hurðina í stað þess vera utan við hana. En nóg um þessa hurð, en svo tók önnur hurð upp á því stríða mér í morgunn. Svo var mál með vexti ég átti tíma hjá tannlækni klukkan hálf tíu í morgunn. Tannlæknirinn er staðsettur á Laugaveginum í gömlu húsi innan við hlemm, eitt af þessum þar sem eru tveir inngangar hlið við hlið. Það var kaldur vestan strekkingur þegar við vorum þarna á ferð og hugsuðum okkur því gott til glóðarinnar komast í skjóli, eða öllu heldur láta feykja okkur í skjól. En þá sagði hurðarskömmin sem við reyndum við bara nei takk ég opna sko ekki fyrir ykkur. Við héldum tannlæknirinn hefði orðið of seinn og tróðum okkur inn í dyraskot til skjól fyrir kuldanum, en þegar tíu mínútur voru liðnar og ekki sást til tansa og við verða frosin í hel, litum við aftur á hurðina og þá kom í ljós við höfðum farið hurðarvillt og tannlæknirinn var búinn opna sína hurð fyrir löngu.
Það er auðvitað ekki rétt kenna saklausum hurðum um sinn aulahátt, en er ég alveg með það á hreinu hurðin hjá tannlækninum er græn en ekki rauð.

03 nóvember 2007

Húsagerð

Ég var á rölti um Kópavoginn í dag með myndavélina ekki síst til að festa á mynd mismunandi húsagerðir. Það er fróðlegt að sjá nútíma byggingalist, en svei mér þá ef litla húsið í einfaldleik sínum höfðaði ekki mest til mín.
Ef smellt er á myndir hér til hægri á síðunni eru fleirri myndir héðan úr Kópavognum.



Posted by Picasa

02 nóvember 2007

Útilokaður


Merkilegt hvað svona smáhlutur getur verið ómissandi.
Útilokaður, það er ekki gott vera útilokaður frá einhverju sem mann langar til gera, en sem betur fer er oft mögulegt finna aðra leið settu marki, en lenda í því loka sig úti, er dálítið annarrar merkingar og getur verið alvarlegra mál eins og ég mátti reyna í dag.
Ég var einn heima í dag, því Þórunn brá sér til Akureyrar ásamt dóttur sinni og tengdasyni til vera viðstödd frumsýningu á leikriti þar sem dótturdóttir hennar sér um tónlistina. Ég ákvað vera heima, því ég nennti ekki aka svona langa leið fyrir eina leiksýningu, ekki síst vegna þess ég ekkert hvað fram fer á leiksviðinu. Leiksýningar voru eitt sinn nefndir sjónleikir ef ég man rétt og því hæpið það henti vel fyrir sjónskertan mann. Þórunn var búin hafa talsverðar áhyggjur af því ég færist úr leiðindum ef hún væri ekki heima, en ég reyndi fullvissa hana um ég mundi lifa þetta af þó mér leiddist eitthvað. Eitt af því sem ég ákvað gera til stytta mér stundir var fara í góðan göngutúr og láta verða af því ljúka hringferð hér um Kársnesið í Kópavogi. Við höfum bara einn lykil húsinu og ég hef séð um halda honum til haga og geymt hann í úlpuvasa mínum og venjulega gætt áður en ég fer út úr húsinu hvort lykillinn ekki örugglega á sínum stað í vasanum, en í dag gleymdi ég þessari varúðarráðstöfun, ef til vill vegna þess ég var með hugann við setja á öryggiskerfið um leið og ég fór út, en Þórunn hefur séð um setja það á því stafirnir á því eru ekki gerðir fyrir sjónskerta.
Þegar ég var búinn ganga nokkur spöl þreifaði ég ofan í vasann og mér til mæðu fann ég engan lykilinn í vasanum, dálítið ónotaleg tilfinning. Ég ákvað halda mínu striki með ganga þennan hring sem ég hafði ákveðið fara um nesið og leysa vanda málið með lykillinn því loknu.
Ég er svo heppinn það býr ungt og elskulegt fólk hér í kjallaranum og ég ákvað leita á náðir þess með hjálp og það brást mjög vel við hringdi í bróður konunnar sem á húsið sem við erum í og hann kom á stundinni og fór og sótti lykil til sonar hjónanna og þvílíkur léttir þegar hurðin opnaðist.
Þegar þessu var lokið bauð bróðirinn mér með sér heim í kaffi, svo það segja þetta ævintýri hafi endað vel, allavega fékk ég lítinn tíma til láta mér leiðast.