30 apríl 2006

Fatima

Veður: 13° / 26° heiðskírt.

Í dag var aftur lagt upp í verslunarleiðangur með þau Rósu og Geira. Okkur fannst þau vera nokkuð fljót að ákveða sig í gær svo við tókum eiginlega af þeim ráðin í morgunn og fórum með þau í aðra húsgagnaverslun Í þessari verslun voru bæði ódýrari og fallegri rúm en þau voru að skoða í gær, svo þau ákváðu að kaupa þau og bættu líka við eldhús, eða borðstofuborði. Þetta fá þau sent heim á föstudag. Einnig keyptu þau lítinn bakarofn í þessari verslun, en hann gátu þau tekið með sér heim. Þá var næst haldið í búðina þar sem þau voru að skoða þvottavél og ísskáp og gengið frá kaupum á þessum hlutum. Þetta verður sent til þeirra á fimmtudag.
Næst var farið í stórmarkað til að kaupa hreinlætisvörur, því þeim finnst íbúðin vera langt frá því að vera nógu hrein. Þau eru strax byrjuð að skrúbba og skúra.
Þegar öllum þessum innkaupum var lokið buðu þau okkur að borða, enda klukkan að verða eitt þegar þessu var lokið.
Þau skiluðu okkur hér heim eftir þetta ferðalag ,en fóru til síns heima til að þrífa.
Þau komu svo aftur síðdegis og þá var ég búin að baka vöfflur handa okkur.

Matthild grannkona okkar kom í dag til að biðja Þórunni um að hjálpa þeim að koma af stað DVD: diski sem þau voru með. Sonur þeirra var búinn að kenna þeim á tækið, en þau voru búin að gleyma hvernig átti að bera sig að við að koma þessu tóli af stað. Þórunni tókst það ekki frekar en þeim. Þessi diskur sem þau voru með er um Fatima. Þessi Fatima taldi að María mey hefði birst sér og tveim systkinum hennar að mig minnir tvisvar. Nú er Fatima komin í dýrðlingatölu og mikill átrúnaður á hana og staðinn þar sem þeim á að hafa birst sýnin forðum daga. Fólk fer í pílagrímsgöngu á þennan stað og gengur þá oft mjög langar vegalengdir og oft fer það síðustu metrana skríðandi á hnjánum. Ég hef sjálfur séð það vera skríðandi síðasta spölinn að helgistaðnum. Einmitt núna þessa dagana er fólkið í hópum á vegunum hér í grennd til að ná til Fatima fyrir 13. maí en það var sá dagur sem María á að hafa birst í fyrra sinnið. Þess má geta að héðan eru um 140 Km. til Fatima.
Það er gífurlegur mann fjöldi saman komin í Fatima 13. maí, hefur náð því að komast í eina milljón.
Sveitar félagið hér býður eldra fólki frítt far til Fatima einu sinni á ári og sú ferð verður farin þann 28. maí í ár.
Matthild grannkona okkar er búin að láta okkur vita af þessari ferð, ef við viljum vera með, en ég kann ekki að meta svona átrúnað svo ég held að ég láti það eiga sig að fara. Nágrannar okkar fara þetta á hverju ári og ég kannast við nokkra sem hafa lagt á sig að ganga þetta. Ég þekki líka einn sem hét á Fatimu og lofaði að fara á staðinn ef áheitið gengi eftir, en sá sagðist nú bara koma akandi í sínum bíl, það fylgdi ekki sögunni hvort hann hafi fengið óskir sínar uppfylltar eða ekki.
Manúel granni á líka stóra bók um Fatima og hann er stundum úti á verönd hjá sér að lesa upp úr bókinni fyrir Mtthild, því hún er ekki læs, þó er hún ekki nema 67 ára að aldri. Pabbi hennar sá ekki að það væri neinn tilgangur fyrir stelpur að vera að læra að lesa og því fékk Matthild enga skólagöngu. Hún er ekki enn búin að sætta sig við þessa ákvörðun föður síns.

29 apríl 2006

Rósa og Geiri

Veður: 13° / 25° heiðskírt.

Morguninn fór í þrífa húsið, svona eins og vera ber á laugardegi.


Þessi mynd er tekin á svölunum á íbúðinni sem Rósa og Geiri eru búin taka á leigu. Útsýni yfir bæinn. Frá vinstri talið, Rósa, leigusalinn, ég og síðustu Geiri.
Klukka níu létu Geiri og Rósa vita af sér, voru þá komin yfir landamærin frá Spáni inn í fyrirheitna landið Portúgal. Hingað heim til okkar voru þau svo komin klukkan hálf tólf.
Við erum sjálfsögðu mjög ánægð með þau hingað í nágrenni við okkur.
Eftir hádegið fórum við svo með þau til fasteignasalans til skrifa undir leigusamninginn og greiða húsaleiguna. Þau þurftu greiða tvo mánuði fyrirfram, þannig þau eiga alltaf einn mánuð inni, þar til þau fara úr íbúðinni.
Því næst var fara og tala við leigusalann, en þau hjón reka kaffihús í næsta húsi við íbúðina sem þau eru leigja.
Þá var næst skoða íbúðina og sem betur fer voru þau mjög ánægð með hana í alla staði, það er svolítið erfitt velja svona fyrir aðra, en þau virðast vera sátt við þetta val.
Þar næst fórum við með þau til Aveiro til athuga með ýmislegt sem þeim vanhagar um, svo sem þvottavé, ísskáp og hjónarúm. Það var samt ekki gengið frá neinu í þessari ferð, því þau voru ekki með nýja heimilisfangið með sér upp á vita hvert á senda vörurnar. Það verður gengið frá því á þriðjudag, því mánudagurinn er frídagur.
Þau eru mjög snögg velja svo ekki meira sagt. Þau keyptu sér farsíma í ferðinni.
Þau vildu ekki þiggja sofa hjá okkur í nótt, langaði komast í sína eigin íbúð, þo þau séu ekki búin búslóðina. Við lánuðum þeim rúmdýnur til sofa á. Ég vona bara þau sofi vel þarna.

28 apríl 2006

Hjónabönd-Vindar

Veður: Heiðskírt 16° / 27°
Það var svokallaður Spánarvindur hér í nótt og fram undir hádegi. Spánarvindur er það kallað hér þegar vindurinn kemur austan frá Spáni og á sumrin getur vindurinn orðið verulega heitur þegar hann kemur hér niður af hásléttu Spánar og fer þá oft illa með gróður, vegna þess hve heitur og þurr hann er.
Það er máltæki hér, vondir vindar og vond hjónabönd komi frá Spáni.

Við fórum á fætur klukkan fimm í morgunn, því Jónína og Guðmundur þurftu leggja af stað héðan klukkan sex.
Það tók því ekki leggja sig aftur þegar þau voru farin, svo við litum í tölvurnar þar til við fórum í leikfimi klukkan níu. Það er alltaf jafn gott og gaman komast í leikfimi og liðka sig aðeins, ekki beitir af.
Það bagar mig svolítið hvað ég stutt frá mér svo ég ekki vel hvað kennarinn er gera nema ég nálægt honum, en ef ég get verið nálægt Þórunni segir hún mér til ef ég er gera æfingarnar öðruvísi en vera ber. Það er oft hæpið gera eins og næsti maður er gera því það er ekki ósjaldan sem fólk er gera æfingarnar á rangan hátt.

Ég lauk við hreinsa arfann úr laukbeðinu í dag, lét mig hafa það vera úti eftir hádegi þá það væri vel heitt, var bara í stutturunum einum fata, þá var þetta í góðu lagi. Það kom ein grannkona okkar í heimsókn á meðan ég var vinna í garðinum og hún aðvaraði mig stranglega við því vera vinna úti í sólinni á meðan hún væri svona hátt á lofti, sagði ég yrði örugglega veikur á morgunn. Það er alveg merkilegt hvað fólk er hrætt við láta sólina skína á sig, það er alltaf verið vara við því láta sólina skína á okkur og alhættulegust er vetrarsólin talin vera. Eins er það mjög hættulegt láta sólina til sín þegar það er vestan átt og skúraveður Þegar sólin brýst fram á eftir skúrinni er eins gott forða sér í skugga, ef ekki á fara illa fyrir manni. Við ættum vera margdauð samkvæmt þessum kenningum, því við erum svo kærulaus fyrir þessu.

Geiri og Rósa komu ekki í kvöld eins og við vorum reikna með. Það komu boð frá þeim fljótlega eftir mat í dag, þar sem sagði “komum á morgunn, eða þar næsta dag”
Þegar farið var kanna hvað tefði þau, þá sögðust þau bara vera orðin svona þreytt af öllum þessum akstri, svo þau ætluðu hvíla sig það sem eftir væri dagsins. Það kom í ljós þau náðu ekki nýta sér GPS tækið, svo þau höfðu villst inn í einhverjar borgir og þá er tíminn fljótur fara, auk þess sem það er mjög þreytandi lenda í slíkum villum.
Við Þórunn erum bæði búin tala við Geira í síma í dag og þegar ég heyrði í honum undir kvöld var hann hressast og reiknaði með halda ferðinni áfram í fyrramálið.

27. apríl

Veður: 14° / 25°. Þoka til klukkan ellefu, bjart eftir það.

Við áttum pantaðan tíma hjá lækninum okkar klukkan ellefu, en þó maður eigi pantaðan tíma þýðir það ekki minna en klukkutíma bið á biðstofu. Það er alltaf nokkuð margt fólk á þessari biðstofu á heilsugæslunni, því hún er fyrir þrjá lækna. Eins og gengur er þarna fólk af öllum aldursflokkum, frá kornabörnum og að gamalmennum sem eiga erfitt með að hreifa sig á meðan kornabörnin veifa höndum og fótum í sífellu til að styrkja sig og þjálfa. Eins og gengur er fullorðið fólk samt í meirihluta sem eðlilegt er, því það er sitthvað sem þarfnast viðhalds þegar árunum fjölgar. Erindið til læknisins núna vara að fara með niðurstöður úr blóðrannsókn og ómskoðun sem hann sendi okkur í, en hann sendir okkur reglulega í blóðrannsóknir til að fylgjast með kólesteróli og fleiru. Ég er enn með aðeins of hátt magn af kolessróli, en aðaláhyggjuefnið hjá honum er of hátt gildi af Ph. í blöðruhálskirtlinum, svo ég á að fara aftur í blóðrannsókn í ágústmánuði.
Við vorum ekki laus frá lækninum fyrr en klukkan að verða eitt og þá drifum við okkur heim til að borða, en eftir matinn fórum við í nokkrar búðir, meðal annars til að leita að stórri ofnskúffu í bakar ofninn á eldavélinni. Skúffa sem passaði alveg í ofninn fannst í fjórðu búðinni sem við fórum í. Skúffan var vígð strax í kvöld með því að steikja í henni kjöt, kartöflur, lauk og gulrætur til að hafa í mat handa guðmundi og Jónínu þegar þau kæmu úr húsaskoðunarferðinni og einnig buðum við Eyjólfi í mat, en Jónína og hann eru gamlir vinnufélagar. Guðmundur og Jónína voru mjög ánægð með sitt ferðalag og eru jafnvel að spá í að kaupa eitt af þeim húsum sem þau skoðuðu. Það hús þarfnast töluverðrar endurnýjunar, en þeim leist vel á staðinn, þetta er í um það bil 120 Km. Til suðurs frá okkur.

Við fengum reglulega fréttir með SMS. Boðum í gær um hvernig Geira og Rósu miðaði áfram á ferð sinni hingað. Fyrsta tilkynning kom klukkan tíu um morguninn, en þá voru þau nálægt París,næst fréttum við svo af þeim klukkan fjögur á móts við Bordo. Síðast kom svo frétt um að þau væru komin á hótel og þá voru þau komin til Spánar, svo nú er bara endaspretturinn eftir hjá þeim á morgunn.

26 apríl 2006

Fyrsta rós sumarsins

Veðrið: Heiðskírt 13° / 26°

Þórunn brá sér á markaðinn í morgunn, svona sér til upplyftingar og skoða hvað væri á boðstólum, en þessu sinni hún ekkert þar sem hentaði henni, svo hún brá sér inn í búð hjá Kínverjunum og þar fann hún blússu og bol sem henni leist vel á og ekki fælir verðið hjá Kínverjunum neinn frá því versla við þá.
Það eina sem hún keypti á markaðnum var fiskur sem hún eldaði þegar heim kom. Við höfum ekki áður keypt svona fisk erum satt segja svolítið rög við kaupa fisk hér,því oft fellur okkur ekki bragðið af fiskinum, en þessi bragðaðist hins vegar mjög vel.
Meðan Þórunn var í burtu fór ég í hreinsa vatnskút sem er tengdur vatnsdælunni sem dælir vatninu úr brunninum hjá okkur og síðan reyta arfa úr laukbeðinu. Það liggur bara við það gaman reyta arfa í svona góðu veðri eins og var í dag og hefur verið undanfarna daga. Það er notalegt hlusta á nágrannana ræða landsins gagn og nauðsynjar úti á götu, eða heima við hliðið hver hjá örðum. Ég sakna þess töluvert eldri kona sem bjó hér í nágrenninu er flutt í burtu, því hún og grannkona hennar hinu megin við götuna áttu það oft til spjalla saman í einn til tvo klukkutíma. eru húsbændurnir í þessum húsum eiginlega teknir við af konunum í spjalla saman. Ég kalla þá bara rám og skrám, því annar þeirra er svo rámur í röddinni.

þarf ég líklega kynna til sögunnar þau Geira og Rósu. Þau heita raunar Ásgeir og Sigurrós. Þau voru í heimsókn hjá okkur í þrjár vikur síðast liðið sumar til kinna sér aðstæður hér, því þau höfðu hug á flytja til Portúgals. Þau hafa búið í Svíþjóð síðast liðin fimmtán ár og áttu hús í Gautaborg, sem þau eru búin selja. Þau eru rétt rúmlega sextug, en hann er orðinn öryki vegna skemmda í hálsliðum. Þeim sem sagt leist svo vel á sig hér þau ákváðu flytja hingað og erum við búin útvega þeim íbúð til leigu.
Þetta er íbúð á fjórðu og efstu hæð í blokk, glæsileg íbúð, eiginlega penthouse íbúð með mjög stórum svölum. Við vonum þau verði ánægð með íbúðina, en það er svolítið erfitt velja fyrir aðra. Þau eru búin myndir af íbúðinni og leist vel á það sem þau sáu á myndunum.
Þau lögðu upp frá Gautaborg í gærkvöldi, byrjuðu á taka far með ferju frá Gautaborg til Kílar og þangað komu þau klukkan sjö í morgunn og hófu þá strax aksturinn hingað suður eftir. Þau reikna með verða þrjá daga á leiðinni. Núna klukkan níu fengum við SMS boð frá þeim, þar sem þau sögðust vera komin á hótel í nágrenni Brussel. Ég á von á þau leggi upp í næsta áfanga snemma í fyrramálið því þau eru miklir morgunhanar.

Eftir hádegi fórum við láta leigusalann þeirra vita hvaða dag þau kæmu í íbúðina. Hjónin sem eiga íbúðina voru byggja sér einbýlishús, sem þau voru flytja í en ætla sér eiga þessa íbúð áfram og leigja hana út.
Þau sögðust ekki vera alveg búin flytja allt út, en það yrði örugglega allt tilbúið þegar þau kæmu á föstudag. Við skulum vona svo verði. Bóndinn bar því við það hefði brotnað gírkassi í bílnum sem notaður var við flutningana, ekki verri afsökun en hver önnur!!
Við töluðum líka við fasteignasalann sem um gera leigusamninginn, hvort hún vildi taka sér leiða Geira og Rósu fyrstu skrefin í gegnum frumskóg skrifræðisins hér á meðan þau væru skrá sig hér. Þau geta ekki einu sinni sótt um síma hér fyrr en þau eru búin úthlutað sérstakt viðskiptanúmer. Það er nógu erfitt fyrir innfædda hér rata um völundarhús skrifræðisins og oftar en ekki lenda þeir í blindgötu.

Síðdegis unnum við svo smá stund í garðinum og þá færði Þórunn mér fyrstu rós sumarsins. Bleika mjög fallega rós. Þessar bleiku rósir voru hér í garðinum þegar ég keypti húsið og eru mjög duglegar. Ég er búinn fjölga þeim mikið, tek bara af þeim afleggjara og sting niður í moldina og þar með er komin rós. Það er líka búið kaupa ýmis fleiri afbrigði og liti af rósum, en ég held mest upp á rauðu rósirnar. Bæði finnst mér alvöru rós eiga vera rauð og svo er ilmurinn af þeim líka bestur. Ég hef alltaf náð því færa Þórunni fyrstu rós sumarsins en varð hún á undan, ég tók henni loforð um ég mætti færa henni fyrstu rauðu rósina
Það verða ef til vill rósbleikir draumar sem mann dreymir í nótt.

25 apríl 2006

Fyrstu gestir sumarsins.

Veður í gær: 12° / 25°. Þoka fyrst í morgun, en síðan léttskýjað.
Veðrið í dag: 13°/27° Bjartviðri.
Það var svo mikið gera í gær það vannst ekki tími til skrifa í dagbókina, svo þetta verður tvöfaldur skammtur í dag.
Í gærmorgunn var byrjað á fara í búðir, við áttum von á gestum síðdegis, svo það þurfti kaupa svona sitt lítið af hverju.
Síðan skúra gólf, búa til mat og meira segja þurftum við líka borða matinn sjálf. þar næst var vinna í garðinum og Þórunn var laga til blóm og snyrta eitt og annað bæði úti og inni.
Guðmundur og Jónína, en það eru nöfn gestanna komu svo hér um fimmleitið, en þetta er níunda árið í röð sem þau heimsækja Portúgal. Venjulega hafa þau tekið tjaldið sitt með og ferðast hér um í einn mánuð í hvert sinn og gist í tjaldinu allan tímann. Í fyrra fengu þau skilja tjaldið eftir hérna hjá okkur, svo þau þyrftu ekki vera drösla því á milli landa, því þau fara ekkert nema til Portúgals, nema í stuttar ferðir. Í þetta sinn stoppa þau bara í fjóra daga hér í landi og á þeim tíma ætla þau skoða jafnmörg hús sem eru til sölu, því þau dreymir um eignast hús hér í landi og flytja hingað síðar meir.
Þau vígðu fyrir okkur nýja svefnsófann sem við keyptum í haust og létu vel af sofa á honum, enda svefnþurfi, því þau héldu til á flugstöðinni í Frankfurt síðustu nótt, svo þau náðu ekki nema sér smákríur.
Þau lögðu svo af stað suður í land skoða fleiri hús strax í morgunn og við eigum svo von á þeim til baka hingað á fimmtudag, en svo fara þau í flug snemma á föstudag.

Það við við þyrftum flýja dalinn hérna í gær, því hann þýski Malli eins og við köllum hann, því þrír næstu nágrannar okkar heita allir Manúel, enda frændur og einhvern veginn verðum við aðgreina þá. Þýski Malli vann í Þýskalandi í mörg ár. Jæja aftur efninu, þýski Malli og hans frú voru bera lífrænan áburð á land sem þau eiga hérna nærri okkur og lyktin af þessu var alveg fara með okkur, þar til það gerði aðeins golu, þá lagaðist þetta. Síðdegis plægði hann þetta góðgæti svo niður og á eftir það er orðið allt í lagi búa hér áfram. Þessi Manúel er mikill fyrirmyndar bóndi og allt mjög snyrtilegt hjá honum og vel öllu staðið. Hann er meðal annars með býflugnarækt og einn daginn hringdi hann dyrabjöllunni hér og bað leyfis fara inn á lóðina hjá okkur til sækja búpening sem hann taldi sína eign en væri á okkar landi. Þá hafði ein drottningin hans verpt eggjum sínum í hjá okkur og var þetta klekjast út og þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af flugum sem var þarna saman kominn. Til þess fanga þær notaði hann aðallega þá aðferð úða á þær vatni, því þá urðu þær svo þungar á sér og féllu til jarðar og þá sópaði hann þeim bara upp og setti þær í kassa, síðan fór hann með þær og setti í býflugnabúin sín.

Hrafn næst elsta barnabarnið mitt varð tuttugu og fjögurra ára í dag. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, því þegar ég hugsa til baka finnst mér bara örstutt síðan hann var smá polli. Staðreyndin er samt er þetta orðinn stór og myndarlegur maður.

23 apríl 2006

Ferðalag

Veður; Léttskýjað 7°/ 27°
Í góða veðrinu í morgunn var lagt upp í ferðalag til bæjar sem heitir Trancoso. Þessi bær er í austur átt frá okkur, eða í átt til Spánar og er í um 130 km fjarlægð héðan. Leiðin þarna upp eftir, því þetta er upp í fjöllum bærinn stendur í 870 m. hæð yfir sjó er mjög falleg og víða gott útsýni þar sem vegurinn liggur á hæðarhryggjum.
Upphaflega var ætlunin að fara þangað í marsbyrjun til að sjá möndlutrén í blóma, en það er mikið af þeim á þessu svæði. Af ýmsum ástæðum dróst að fara í þessa ferð og nú eru möndlutrén löngu búin með sína blómgun, en bærinn sjálfur er vel þess virði að skoða hann.
Þarna er kastali og kastalaveggirnir virtust vera vel varðveittir en kastalann sjálfa gátum við ekki skoðað því það er lokað á sunnudögum, svo einkennilegt sem það nú er.
Það er samt gaman að skoða gamla bæinn sem er innan virkisveggja utan við kastalavirkið sjálft. Þarna eru þröngar götur eins og ævinlega í svona bæjum og elstu húsin eru frekar lítil. Ólíkt mörgum öðrum svona bæjum er öllu vel við haldið þarna og snyrtilegt. Inngangurinn í gamla bæinn er í gegnum konungshliðið, sem sést á miðri myndinni sem ég set með þessum skrifum. Til hæri við innganginn var lítill veitingastaður og krá þar sem við fengum okkur að borða Þarna leit út fyrir að fjölskylda sæi um reksturinn, allavega kom það mér þannig fyrir sjónir. Mamman sá um matreiðsluna, sonurinn sá um að þjóna til borðs og sjálfur heimilisfaðirinn var við afgreiðslu í bar sem er samtengdur borðsalnum. Það er ef til vill ofrausn að tala um borðsal, því það eru örfá borð þarna inni. Mamman eldaði góðan mat og var ekki lengi að snara í okkur steiktu kjöti með sveppasósu og auðvitað frönskum og grjónum, þetta bragðaðist vel og kostaði ekki nema 12 €.
Það var gaman að virða fyrir sér viðskiptavinina, sem ekki voru margir en virtust sem fjölskylduvinir. Einn eldrimaður sem var gestur þarna var svo stuttur tilhnésins, að þegar hann var sestur á stólinn sinn þá náðu fæturnir ekki niður í gólf. Kona kom þarna til að sækja mat til að fara með heim og hún kyssti mömmu á báðar kinnar eins og venja er hér hjá kunnugu fólki. Þegar færi gafst frá afgreiðslu á barnum fékk Pabbinn mat á sinn disk og borðaði hann meðal gestanna. Það var semsagt mjög heimilislegt og notalegt að borða þarna.
Við fórum ekki sömu leið heim frá Trancoso og við komum þangað heldur héldum fyrst í vestur þaðan um fallega sveit. Þar var talsvert um sauðfé á beit, það mun vera talsvert um sauðfjárrækt í þessum fjallahéruðum.
Síðan sveigðum við meira til suðurs og tóku stefnuna á borg sem heitir Viseu. Þegar við lögðum upp í ferðina var ekki ætlunin að koma við í Viseu, en þetta er falleg og snyrtileg borg svo við ákváðum að koma þar aðeins við. Það var sumarstemming þarna í góða veðrinu, á torgi í hjarta bæjarins er veitingastaður, sem var þéttsetinn fólki bæði úti og inni. Við slógumst í hópinn og fengum okkur sitt hvorn ísinn sem við borðuðum með góðri list sitjandi meðal heimamanna á bekk í garðinum.
Þessi ferð var meðal annars farin til að reyna GPS leiðsögutækin og það er ekki annað hægt að segja en að þau hafi reynst mjög vel, ef eitthvað var öðruvísi en það átti að vera var það stjórnandanum að kenna en ekki tækinu. Það er mjög gott þegar maður bregður sé inn í borg eins og Viseu, þá sér tækið alveg um að koma manni á rétt spor á ný, svo ferðalagið verður afslappaðra fyrir bragði. Það er munur að þurfa ekki að vera að stoppa og athuga hvar maður er staddur á korti upp á gamla móðinn, þó ekki sé nú vit í öðru en að hafa kort með sér í bílnum.
Þegar við komum heim tylltum við okkur í sólstólan hér á veröndinni og nutum þess að vera úti í góða veðrinu.

22 apríl 2006

Leikfangið

Veður. Skýjað fram eftir degi, en birti til síðdegis. 10°/20°
það er eins og það er, enn er maður spenntur fyrir leikföng, þó það ekki alveg eins spennandi eins og biðin eftir opna jólagjafirnar sínar þegar maður var barn í sveitinni. Þá voru gjafirnar ekki teknar upp fyrr en búið var mjólka og það sem verra var það þurfti líka skilja mjólkina. Því í þá daga var engin mjólk sótt um jólin og þetta var löngu fyrir tíma kælitanka. Á þessum árum voru aðallega gefnir mjúkir pakkar og mjög fáir.
Ég man sérstaklega eftir einni jólagjöf, en það var vasaljós og framan á því var rauður hólkur svona svipað því sem lögreglan notar. Það var auðvitað farið með það út í myrkrið til sjá hvernig ljósgeislinn væri og hvað hann drægi langt.
En leikfangið sem ég fékk núna vara af allt annarri gerð eins og vænta á tölvuöld. Þetta er semsagt forrit og GPS loftnet til setja í og tengja við fartölvuna og þá virkar hún eins og GPS staðsetningartæki í bílnum. Við eigum vísu slíkt tæki en skjárinn á því er svo smár ég get ekkert unnið á það. Þórunn mín getur unni með það, en mig langar til geta verið virkur við skipuleggja ferðir þegar við erum á ferðalögum. Ég get ekki lesið á venjuleg kort, en tölvukort ræð ég við með því hafa viðeigandi búnað í tölvunni. Það var orðin löng bið eftir þessu loftnetiþví það var ekki til í verslunum hér. Í einni verslun var boðið upp á panta þetta fyrir mig og sagt það tæki viku, en þegar vikurnar voru orðna fjórar og ekkert gerðist gafst ég upp á biðinni. Næst var svo leita á netinu og ég fann svona loftnet í Sviss. Það tók vikuna það sent þaðan.
Þetta semsagt kom hér í hús í gærmorgunn og þá var sest við setja forritin inn í bæði fartölvuna og stóru tölvuna. Þetta tók nokkuð langan tíma ekki síst vegna þess leiðarvísirinn var ekki notaður fyrr en allt annað þraut eins og venja er hjá mér. Í morgunn var svo sest við læra hvernig ætti notfæra sér þetta og búa til leiðir en það er enn nokkuð í land með því námi lokið.
Það var samt farið í stutta ferð síðdegis til reyna gripinn og þetta skilaði okkur á áfangastað. Vandamálið við nota GPS hér á landi er það er ekki búið koma nema um fjörutíu prósent af vegakerfinu hér inn í GPS kortakerfið. En þetta nýtist í öllum stærri bæjum og á þjóðvegunum, en það vantar enn flestar götur í þorpunum.
Eyjólfur Halldórs leit hér inn í morgunn og borðaði með okkur grjónagraut, en það er venja á þessu heimili vera með grjónagraut á laugardögum. Ég segi það til marka upphaf eða endir á vikuna, því þegar maður er ekki í vinnu verður marka vikurnar með einhverju móti öðru en frídögum.

21 apríl 2006

Nýtt leikfang

Veður. Skýjað og rigning eftir kaffi. 10°/18°
Ég fékk nýtt leikfang í dag, svo ég gef mér ekki tíma til að skrifa í dagbókina í dag.

20 apríl 2006

Sniglaveisla

Veður; Skýjað og rigning síðdegis. 18°/11°
Eftir fasta liði var lagt upp í verslunarferð, án þess vera búin ákveða ákvörðunarstað. Á leiðinni hér upp úr dalnum var ákveðið hafa fyrsta viðkomustað í verslun skammt utan við Albergaria. Þar er selt mikið af ýmsum smávörum til heimilishalds og líka skrautmunir. Þórunn hefur gaman af skoða þetta svona annað slagið. Við keyptum þarna hreinlætisvörur og gróðurmold. En þegar við vorum fyrir utan þessa verslun tók Þórunn eftir því það er búið opna stóra kjötverslun í næstu húsalengju. Við ákváðum líta þarna inn og sjá hvernig þetta liti út. Þetta er hin glæsilegasta verslun. Við höfum verið leita heilum kalkúnum en ekki fundið slíka gripi síðan um jól, því okkur finnst kalkúnakjöt mjög gott, en vorum búin með það sem við keyptum um jólin. Það fyrsta sem Þórunn kom augu á í kæliborðinu voru tveir myndarlegir kalkúnar,sem við ákváðum á stundinni kaupa. Þeir vigtuðu samtals þrettán kíló en það finnst okkur mjög góð stærð, einnig var keyptur einn kjúklingur og svo fengum við eitt bjúga í kaupbæti. Afgreiðslukonan gaf okkur smakka á svona bjúga og það bragðaðist vel hrátt, en hún sagði það mætti líka sjóða það og það höfum við hugsað okkur gera. Kílóið af kalkúninum kostaði 1,98
Þegar við vorum komin með allt þetta kjöt fórum við beint heim til koma því í frysti, en áður en ég fór í brytja kjötið niður lauk ég við sements þvo bílaplanið. Það leit út fyrir það myndi rigna síðdegis en ég ákvað taka áhættuna og vonaði það næði þorna nægilega áður svo rigningin skemmdi það ekki og ég held þetta hafi sloppið fyrir horn.
Eftir hafa fengið okkur snarl borða var ráðist í brytja kjötið. Ég úrbeinaði bringurnar, það gekk ótrúlega vel miðað við ég ekki hvar hnífurinn er staddur á hverjum tíma, en með því þreifa mig áfram og láta hnífinn fylgja beinunum gengur þetta bara vel. Bringan á stærri fuglinum vigtaði tvö kíló úrbeinuð.
Í kvöld eldaði Þórunn svo þessa indælis kjötsúpu með kalkúnakjöti.
Svona í tilefni sumardagsins fyrsta á Íslandi fórum við á kaffihús til halda upp á daginn og samgleðjast landanum, það er ekki hægt sleppa svona tilefni til fara á kaffihús.
Þegar Þórunn leit út um eldhúsdyrnar eftir kvöldmatinn hún óboðinn gest vera þar á ferð og hann fór eins hratt og honum var mögulegt.
Hún þurfti samt ekki óttast hann hlypi hana um koll, því þetta var snigill á villigötum, því það var fátt ætilegt handa honum þarna á marmaranum, svo honum var fært eitt salatblað til naga. Hann réðist á það með áfergju, líklega búin vera nokkra stund sniglast eftir veröndinni. Þórunn rauk til og tók af honum myndir í gríð og erg, er jafnvel gera sér vonir um geta notað myndirnar af honum í ljósmynda-samkeppni.
Þegar verið var ljósmynda snigilinn komu Matthild og Manúel til sjá hvað um væri vera, því Þórunn var komin út með sterkan ljóskastara og fleiri græjur.
Ég notaði tækifærið og tók mynd af ljósmyndaranum störfum.