27 febrúar 2007

Veður

Veður: 2,1°/17,3° skýjað.

Þessi túlípani á heimili sitt hér við húsvegginn hjá okkur.



Kartöflugrös

Þetta er mynd sem ég tók af kartöfugrösunum í garðinum okkar í gær.
Ég er að reyna að finna þægilegri aðferð til að koma myndum með textanum, svo ég leyfi kartöflugrösunum bara að halda för sinni áfram um netið fyrst þau eru lögð af stað.
Posted by Picasa

Plantað lauk


Þessi mynd af Þórunni við að planta út lauknum átti að vera með pistlinum í gær, en þá var eitthvert ólag á bloginu svo mér tókst ekki að fá það til að taka við myndinni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Vona að þetta takist núna.

26 febrúar 2007

Að leika bændur

Veður: 1,5°/19,3° Léettskýjað.

Við notuðum góða veðrið í dag til að vera í bændaleik.
Laukurinn sem Þórunn sáði í haust er orðinn það stór að okkur fannst orðið tímabært að planta honum út. Raunar vorum við ekki með það alveg á hreinu hvort það væri alveg rétt tungl til að planta lauk, en hér er ekki talið ráðlegt að plamta lauknum nema á minnkandi tungli. Ef lauk er plantað á vaxandi tungli, verður það til þess að hann geimist illa og spírar fljótt, segja grannkonur okkar.
Þessu er aftur á móti þveröfugt farið með baunir, þeim á að sá fyrir á vaxandi tungli, því þær eiga víst að teigja sig upp í loftið.
Það vantar ekkert upp á hljómkviðu sveitaþorpsins þegar verið er að vinna í garðinum. Fyrst ber að telja hanana sem ekki láta sitt eftir liggja og þar næst koma hundarnir, sem láta í sér heyra með stuttu millibili. Það fer ekki framhjá okkur hvenær pósturinn er á ferðinni, því þá ærast hundar nágrannans. Það er alveg makalaust hvað hundum er uppsigað við póstinn og alveg ákveðnir í að taka hann ekki í sátt, þó hann komi á hverjum virkum degi.
Í dag heyrðum við létt mal í sláttuorfi nágrannans þegar hann var að slá gras í gripina sína og nokkra stund heyrðist þunglamalegt hljóð í dráttarvél sem var að plægja akur.
Svo eru líka léttari og ljúfari tónar frá smáfuglunum, sérstaklega undir kvöld þegar þeir koma heim í sitt tré og setjast á sína grein og taka til við að segja nágranna sínum á næstu grein frá viðburðum dagsins.

25 febrúar 2007

Sumarblóm

Veður: 1,1°/19,2° úrkoma 7 mm. Þurrt í dag og léttskýjað síðdegis.

Sunnudagsbíltúrinn notuðum við meðal annars til að skoða nýja verslun, sem er nýlega búið að opna í bæ hér skammt fyrir norðan okkur.
Þetta eru eiginlega þrjár einingar. Í einni einingunni eru byggingavörur og verkfæri og flest það sem þarf til endurnýjunar, eða nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Í miðjunni er svo venjulegur stórmarkaður og sérbúðir ásamt veitingastað og bakaríi. Að lokum er svo deild fyrir þarfasta þjóninn og þar á ég að sjálfsögðu við bílinn. Þarna er bílavörubúð, þvottastöð og ýmiss þjónusta við bíla.
Þegar haft er í huga hvað laun eru lág hér í landi er ótrúlegt að það skuli vera grundvöllur fyrir rekstri allra þessara nýju verslana.
Á heimleiðinni litum við inn í blómavalið okkar til að kaupa sumarblóm og á orgunn er meiningin að planta þeim hér í garðinum.
Það er ekki seinna vænna áður en sumarið kemur.


24 febrúar 2007

Fluttningar

Veður: 10,7°/19,8° úrkoma 2mm. Að mestu skýjað í dag og ein smáskúr.

Í dag tókst að leysa síðasta vandamálið við að skipta yfir í Vista stýrikerfið.
Það er búið að vera vandamál með þráðlausu tenginguna á tölvunni hennar Þórunnar, en nú er búið að tengja tölvuna við netið með kapli og þar með virðist allt vinna eðlilega.
Tölvumaðurinn var hér í dag til að ljúka þessu af, hann ætlaði nú að vera hér í gærkvöldi, en kom klukkan fjögur í dag.
Að skipta um stýrikerfi er dálítið eins og að flytja í aðra íbúð, það þarf að pakka ýmsu niður áður en flutt er og enn er eftir að taka upp úr nokkrum kössum. Það er með þennan flutning eins og að flytja búslóð maður notat tækifærið og hendir ýmsu dóti sem ekki hefur verið notað lengi og ekki er neinar líkur á að verði nokkurn tímann notað.

23 febrúar 2007

Veður

Veður: 10°/16,8° úrkoma 7 mm. að mestu þurrt í dag.

22 febrúar 2007

Krónu virði

Veður: 10,4°/17,9° úrkoma 15 mm. Rigndi í gærkvöldi og nót og aftur í kvöld, en þurrt í dag.

Nú er ég einnar krónum meira virði en í gær, því ég fór til tann´æknisins í morgunn og hann lauk við að setja krónuna sem hann var að smíða fyrir mig á sinn stað. Á morgunn á mér að vera óhætt að tyggja hvað sem er, en í dag ráðlagði hann mér að hlífa krónunni.

21 febrúar 2007

Lág laun.

Veður: 0°/18,6° léttskýjað í dag, en þikknaði upp með kvöldinu.

Í gærkvöldi vorum við boðin í mat til Patriciu og Rui, að vanda fengum við góðan mat hjá þeim og áttum mjög góða kvöldstund með þeim, því þau eru bæði einstaklega þægileg og elskuleg.
Þar sem Patricia fæst við fasteignasölu og við vorum að tala um barneignir hér í Portúgal og hvers vegna hjón ættu almennt bara eitt barn. Hún vildi meina að fólk hefði hreinlega ekki efni á að eignast nema eitt barn og því til staðfestingar sagði hún okkur sögu af hjónum sem eru komin með þrjú börn.
Hjónunum langaði til að eignast eigin íbúð, en bankinn sagði að þau hefðu engin tök á að greiða af íbúð, sem var alveg rétt. Konan hafði 500 evrur í mánaðarlaun og bóndinn 600 evrur. Samtals höfðu þau því 1100 + 100 í barnab´tur, eða samtals 1200 evrur á mánuði = 117000 Kr.
Það gefur auga leið að það er ekki mikið eftir afgangs til húsakaupa þegar búið er að fæða og klæða fimm manna fjölskyldu af þessum lágu launum.Vinnulaun eru alveg ótrúlega lág hér í landi og Patricia vildi meina að þessi hjón væru með meðaltekjur.
Íbúð fyrir svona fjölskyldu kostar öðru hvoru megin við 100þús. evrur.
Það er ekki undra þó fólk hér nýtið og horfi í hvern eyri sem það lætur frá sér.

Ég hjólaði hér inn Vougadalinn í dag og nú er mímósan farin að opna sín fallega gulu blóm. Það er mikið af mímósu meðfram þessum vegi og ilmurinn af henni er alveg frábær.
Ég læt fylgja með eina mynd af mímósu sem ég tók í dag.


20 febrúar 2007

Veður

Veður: - 1,2°/15,2 úrkoma 10 mm. Smáskúrir, en bjart á milli.
Veðrið í dag var ekki alveg nógu hagstætt fyrir skrúðgöngur, sem tenjast kjötkveðjuhátíðinni, því það var fremur svalt og einstaka skúrir.

19 febrúar 2007

Garðvinna

Veður: 2,7°/16,1 úrkoma 3 mm. rigningarskúr í morgunn, en síðan þurtt fram að kaffi, en þá byrjaði að rigna.

Sló grasflötina í dag og reitti talsvert af illgresi.
eru rósirnar laufgast, sem segir manni það ekki orðið svo langt bíða vorsins.

Tölvumaðurinn var hér í fjóra tíma lagfæra tölvurnar hjá okkur og vonandi erum við þar með komin yfir erfiðasta hjallan í sambandi við skipta um stýrikerfi í tölvunum.
Ég hringdi í morgunn til Friðriks Skúlasonar sem framleiðir leiðréttingarforritið púka. Þar fékk ég að vita að það verður ekki fyrr en í apríllok sem þeir eiga forrit sem vinnur með Windows vista, svo ég verð að biðja lesendur mína að sýna mér umburðarlyndi þó það séu stafsetningarvillur í þessum pistlum.

18 febrúar 2007

Konudagurinn

Veður: 3,3°/18,2° léttskýjað.

Í dag er mikið um hátíðarhöld hér í landi í sambandi við kjötkveðjuhátíðina. Í mörgum bæjum eru skrúðgöngur bæði í dag og svo aftur á sjálfan kjötkveðjudaginn, sem er á þriðjudag.
Við héldum daginn hátíðlegan með því fara út borða, en það var frekar í tilefni konudagssins, sem við héldumupp á daginn.
Auðvitað voru keypt konudagsblóm eins og vera ber fyrir þennan dag.
Við fórum á veitingahús í Albergaria, sem við höfum ekki komið á nokkuð lengi og þá kom í ljós að í salnum sem við vorum vön að vera er búið að breyta í brasilískan stað, en á efri hæðinni er venjulegur veitingastaður.
Þessi brasilíski staður er að hluta til hlaðborð. Í hlaðborðinu eru nokkrir smáréttir og grænmeti, en svo er líka boðið upp á þrettán tegundir af kjötmeti, sem þjónarnir koma með á spjótum og skera niður á diskana. Maður ræður hvaða kjöt er tekið og hverju er hafnað og eins hversu mikið er tekið af hverri tegund.
Það var líka boðið upp á grillaðan ananas og banana.
Það var gaman að reyna hvernig þetta bragðaðist og reyna eitthvað nýtt. Maturinn var allur bragðgóður, en samt held ég að við látum nokkurn tíma líða þar til við förum þarna aftur.
Fyrst ætlum við að skoða veitingasalinn á efri hæðinni, þar höfum við ekki komið inn áður.

17 febrúar 2007

Tölva.

Veður: 4,6°/17,9° mestu þurrt í dag. Það er búin vera nokkur úrkoma síðustu daga og meira segja var þrumuveður einn daginn.

Ég hef ekki getað skrifað dagbók síðustu daga vegna smá tölvuævintýris.
Eins og flestir vita var Microsoft koma með nýtt stýrikerfi á markað, sem heitir Windows vista og auðvitað gat ég ekki beðið með mér eitt slíkt í tölvuna, þrátt fyrir aðvaranir um það væri rétt bíða í eitt ár og sjá hvernig kerfið reyndist.
Mín rök fyrir fara út í þetta núna strax, eru þau í dag ég nægilega vel til geta notað tölvuna og lært á þetta nýja kerfi, en ég hef enga tryggingu fyrir hafa sömu getu í framtíðinni.
Mér finnst líka gaman takast á við nýja hluti og reyna eitthvað nýtt.
Það tók svona langan tíma koma þessu í kring, því það voru vandamál í sambandi við stækkunarforritið og talgervilinn sem ég þarf nota við tölvuna.
Án þessa búnaðar get ég alls ekki notað tölvuna, ég verð láta talgervilinn lesa allt fyrir mig sem er á skjánum. Því létti mér ekki lítið í morgunn þegar ég var búinn setja inn forritið fyrir íslenskuna og það virkaði, en það var engin trygging fyrir það virkaði með þessu nýja stýrikerfi.
Hins vegar virkar leiðréttingarforritið sem ég átti ekki, svo það er mjög líklegt það verði talsvert af stafsetningarvillum í þessum skrifum, þar sem ég verð mest treysta því heyra ef ég slæ inn rangan staf, en ég veit slíkt verður fyrirgefið.

Þórunn fór á fimmtudag á eins konar grímuball með leikfimisystkynum okkar. Þar voru samankomnir nokkrir slíkir hópar úr bæjunum hér í nágrenninu. Samkoman var haldin í diskóteki hér í nágrenninu. Mér finnst svo óþægilegur hávaðinn á slíkum stöðum ég kaus frekar vera heima.

14 febrúar 2007

Valentínusardagur

Veður: 5°/20,2° úrkoma 6 mm. Rigndi í nótt, en léttskýjað í dag.

Eins og allir vita var dagurinn hans Valentínusar í dag, það er ekki orðin minnsta hætta áað maður gleymi þessum degi, það er svo rækilega minnt á hann í öllum fjölmiðlum.
Við borðuðum úti í tilefni dagsins um leið og við fórum að versla.

Síðdegis var svo mæting hjá tannlækninum til að máta krónuna sem hann er að smíða fyrir mig. Hann var sáttur við árangurinn og nú er mæting á fimmtudag í næstu viku til að ljúka þessu af.

13 febrúar 2007

Veður

Veður: 3,8°/16° úrkoma 6 mm. Rigningarúði af og til í dag.

12 febrúar 2007

Draugagangur

Veður: 7,1°/18,8° úrkoma 30 mm. Rigning í gærkvöldi og nótt, en að mestu léttskýjað í dag.

Klukkan að ganga fimm í nótt vaknaði ég við tólist úr útvarpsvekjaraklukkunni sem er við höfðalagið hjá mér. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kveikir á útvarpinu svona óumbeðið, svo þetta kom mér verulega á óvart. Ég reyndi að þagga niður í henni en það tókst ekki, svo ég fór að skoða hana nánar og sá þá að það vantaði tölustafina á skjáinn. Nú reyndi ég að kveikja ljós til að komast að því hverskonar draugagangur þetta væri, en þá kom bara örlítil týra á peruna. Það var semsagt svona mikið spennufall á rafkerfinu sem hafði komið útvarpinu af stað. Ég rauk framúr til að taka úr sambandi þau rafmagnstæki sem voru tengd, svo þau eyðilegðust ekki, en þegar ég var búinn að því mundi ég eftir að dælan í brunninum gæti farið í gang, en þar sem það var rigning langaði mig ekkert til að fara út, svo ég brá á það ráð að slökkva á höfuðrofanum hér inni í töflunni. Eftir þessar aðgerðir sofnuðum við aftur og klukkan átta að gætti ég hvort rafmagnið væri komið í lag, en þá voru enn sömu týrurnar og um nóttina, en hálftíma seinna komst þetta í lag..Það skemmdust engin tæki hjá okkur, hvort það er vekjaraklukkunni og næturbröltinu á mér að þakka veit ég ekki.
Annars höfum við það fyrir sið hér að taka strauminn af tölvunum og tækjum sem eru tengd þeim, ásamt sjónvarpinu um nætur.

11 febrúar 2007

Matargestir

Veður 10-02. 9,1°/18,2° úrkoma 5 mm. Rigning síðastliðna nótt, en þurrt fram eftir degi.
Veður í dag 11-02 14,1°16,5 úrkoma 27 mm. Rigning í allan dag.

Eins og sjá á veðrinu hér fyrir ofan er þetta búinn vera innidagur í dag, bæði er við áttum ekkert sérstakt erindi frá og svo er það ekki svo oft sem rignir hér allan daginn það er hægt leifa sér bíða betra veðurs.
Ég krækti mér líka í kvef, svo það er eins gott taka því rólega, ég var rétt því jafna mig eftir kvefið sem ég fékk um jólin og er ég kominn með kvef aftur, þetta er einum of mikið af því góða.

Dóttur sonur minn hann Ingólfur Páll er fimmtán ára í dag. Það hefði verið gaman geta heimsótt hann, en ég varð láta duga tala við hann í síma.

Við buðum Portúgölskum vinum okkar í mat í gærkvöldi. Það eru hjón og tvðr dætur þeirra, yngri er sextán en eldri er 24ár. eldri er ljúka námi í blaðamennsku, en yngri hefur mikinn áhuga fyrir matargerð og er jafnvel spá í eitthvert nám tengt matargerð.
Mamman er kennari, en Pabbinn vinnur við fyrirtæki sem þau eiga og framleiðir franskar. Hann sér um aka vörunum út, ásamt sjá um reksturinn með eiginkonunni.
Þau kunnu vel meta matreiðsluna hjá Þórunni. Fyrst fengu þau grænmetissúpu og síðan ofnsteikta kalkúnabringu með tilheyrandi grænmeti og í eftirrétt var svo ostakaka.
Eftir matinn var svo sest og spjallað saman og það gekk bara vel því þær mæðgur tala ensku, svo þetta var svona blanda af portúgölsku og ensku.


09 febrúar 2007

Veður

Veður: 4,1°/18,1° úrkoma 5 mm. Rigndi í gærkvöldi og aftur undir kvöld í dag, þurrt en skýjað í dag.

08 febrúar 2007

Misskilningur

Veður: 10°/19,2° úrkoma 27 mm. Rigning í nótt og framundir hádegi bjart um miðjan daginn, en rigning aftur í kvöld.

Það var hringt í mig frá tannlækninum í fyrradag og spurt hvort ég gæti mætt hjá honum í dag, jú það var ekkert vandamál fyrir mig að mæta í dag.
Ég var heldur betur ánægður með minn mann, því ég átti pantaðan tíma hjá honum á miðvikudag í næstu viku, hélt að nú ætlaði hann að flýta þessu.
þegar ég var búinn að heilsa í dag byrjaði ég á að þakka honum fyrir að vera svona snöggur að afgreiða krónuna á tönnina.
Mér hefði verið óhætt að sleppa þakklætinu, því það kom í ljós að ég var beðinn um að koma vegna þess að það mistókst eitthvað að taka mót af tönninni sem átti að setja krónuna á.
Svo fyrri áætlun er óbreitt að það á að máta krónuna næsta miðvikudag.
Svona fór nú með sjóferð þá.

07 febrúar 2007

Heimur batnandi fer.

Veður: 7,4°/14° úrkoma 10 mm. Byrjaði að rigna um hádegið.

Það hefur skapast sú hefð hér á bæ að gera sér aðeins dagamun þegar við fáum útborgað. Réttara er að segja þegar við yfirfærum peninga hingað frá Íslandi, en það gerist venjulega á þriggja mánaða fresti.
Áður þurfti að hafa samband við bankann á Íslandi og láta þá sjá um þetta, en nú sér Þórunn um að yfirfæra þetta með því að fara í tölvuna hér heima.
Þetta er ótrúleg framför frá því sem áður var og ég tala nú ekki um þegar helst var ekki hægt að fá gjaldeyri nema á svörtum markaði.
Svo segja sumir oft að heimurinn fari versnandi og það gerist því miður á sumum sviðum, en við megum ekki gleyma að taka eftir því sem breytist til betri vegar.
Bíðum nú við var ég ekki að tala um að gera sér dagamun, það gerum við með því að fara á kaffihús, eða út að borða og í dag vorum við í flottari kantinum og fórum út að borða.

06 febrúar 2007

Annríki

Veður: - 0,5°/16,7° léttskýjað fyrst í morgunn, en alskýjað síðdegis.

Við höfum átt annríkt í dag við gera ekki neitt, það er merkilegt hvað það getur verið mikið gera í slíkri vinnu.
Dagurinn byrjaði á þessu venjulega sér morgunhressingu og líta síðan í blöð á netinu, þegar þessum verkefnum var lokið var klukkan farin ganga ellefu.
Næsta verkefni var fara til Aveiro og líta í dótabúðina, en þá er verið tala um tölvubúð. Við erum spá í okkur Windows vista stýrikerfið og jafnvel endurnýja aðra tölvuna um leið. Það var sem sagt lagt upp í leiðangur til athuga hvað væri á boðstólum af tölvum og forritum.
Það vantaði ekki það fyrsta sem blasti við augum þegar komið var inn í dótabúðina var tölva með Vista stýrikerfinu, en hængur er á því það er á portúgölsku, en við viljum það á ensku.
Við töluðum við afgreiðslumann þarna sem er athuga með hvort það er einhver möguleiki á við getum fengið stýrikerfi á ensku án þess þurfa borga aukalega fyrir það.
Við fórum í aðra tölvubúð þarna skammt frá en þar voru engar tölvur til með nýja stýrikerfinu, en talið hægt væri uppfærslu í nýtt stýrikerfi ef það væri gert fyrir miðjan mars.
Það virðist sem það fremur erfitt uppfylltar sérþarfir í þessum efnum.
Þegar þessum athugunum var lokið var komin matartími og ákveðið fara og sér eitthvað heilsusamlegt borða.
Hvað kemur þá fyrst upp í hugann annað en fara á McDonalds, það gerðum við minnsta kosti.
Þar fengum við salatdisk með kjúklingakjöti, ristuðu hvítlauksbrauði og jógúrt sósu út á.
Þetta var eiginlega einum of heilsusamlegt, svo við þorðum ekki annað en okkur ís á eftir með heitri sósu.
Ég læt fylgja með mynd af salatdiskinum til sanna mál mitt, en sleppi setja mynd af ísnum.
Eftir matinn komum við í matvörubúð á leiðinni heim.
Næst leiðin til tölvumannsins okkar til athuga hvort hann gæti útvegað okkur tölvu og tilheyrandi forrit. Hann tók vel í kanna málið og lofar koma með verðtilboð til okkar á morgunn.
Það er spennandi sjá hvað hann hefur bjóða.
Næsta verkefni var fara og sækja niðurstöðuna úr blóðrannsókninni hjá mér, því miður virðist hafa sigið örlýtið á verri veg, en ekki alvarlega held ég með kólesterólið. Ég á hitta lækninn á föstudag og hann leggur þá sinn dóm á þessa niðurstöðu.
Þegar öllu þessu var lokið var kominn kaffitími og eiginlegum vinnudegi okkar lokið, bara eftir dingla sér svolítið í tölvunni.
Það hljóta allir vera mér sammála um það er mikil vinna gera ekki neitt nema leika sér alla daga.


05 febrúar 2007

sís>x

Veður: 1°/17,4° léttskýjað.

Ég átti stefnumót við tannlækninn minn í morgunn, því fyrir rúmri viku datt fylling úr jaxli hjá mér. Það var nú raunar meira en fylling, því það er nær að segja að það hafi farið alveg glerungurinn innan af tönninni.
Það fór eins og mig grunaði að eina ráðið til að lappa upp á þennan jaxl væri að setja krónu á hann.
Það eru nú frekar erfið tjáskiptin hjá mér og tannlækninum, því hann talar álíka mikið í ensku og ég í portúgölsku.
Það vafðist dálítið fyrir mér að skilja hvað hann meinti þegar hann fór að tönnlast á sís rís hvað eftir annað og benti á einhvern kassa upp á vegg.
Að lokum rann upp ljós fyrir mér hann var að tala um xrays, en hér er sagt sís fyrir stafinn x. Það þurfti sem sé að taka röntgenmynd af tönninni til að geta metið ástand hennar. Tönnin kom risastór upp á sjónvarpskjá fyrir framan mig, en ég sá ekki nógu vel til að geta greint almennilega hvernig þetta leit út.
Þegar hann var búinn að fullvissa sig um að tannrótin myndi fást til að vera á sínum stað í nokkur ár í viðbót hófst hann handa við að undirbúa tönnina fyrir krónuna. Ég þarf að mæta tvisvar sinnum til viðbótar áður en verkinu er lokið.
Svona aðgerð kostar 300 evrur.
Það má geta þess að tannlæknar spara rafmagn eins og mögulegt er eins og allur almenningur gerir hér í landi. Hann slekkur á lampanum sem notaður er til að lýsa upp í mann í hvert sinn, sem hann þarf ekki að nota ljósið.
Það tók líka drjúga stund að bíða eftir að röntgentækið væri tilbúið til notkunar, því það er ekki haft í viðbragðsstöðu.
Þetta er til fyrirmyndar að vera ekki að bruðla með orkuna, en svona lagað sjáum við ekki á Íslandi.

Eftir hádegi gaf ég bóndabaununum meiri áburð og rótaði mold að þeim því þær eru farnar að vaxa dálítið.
Eftir garðvinnuna fórum við í góða gönguferð hér um þorpið.

04 febrúar 2007

Grjónsi

Veður: 6,2°/17,7° Skýjað, en sólin náði í gegn af og til.

Við erum búin að fara út að borða tvo daga í röð, svo það var ákveðið að hafa grjónagraut í dag, þó sunnudagur sé.
Það er gaman að fara út að borða, en það er með það eins og allt annað að það er best í hófi og alltaf er mjög notalegt að borða heima hjá sér.

Eftir matinn fórum við niður til Aveiro og fórum í góða gönguferð þar um gamla bæinn og niður með einu síkinu.
Það var nokkuð margt fólk á gangi í bænum og sumar eldri konurnar voru að viðra pelsana sína, þó hitinn væri 15°.
Það er vandséð að það séu not fyrir pelsa á þessari breiddargráðu þar sem hitinn fer helst ekki niður fyrir 10° á daginn.
Það eru ábyggilega mun meiri þörf að klæðast pelsnum innan dyra en utan, því fólk tímir ekki að hita upp íbúðirnar hjá sér og situr svo skjálfandi inni.
Auðvitað tylltum við okkur inn á kaffihús, við getum alveg sagt til að hvíla lúin bein.

03 febrúar 2007

Farartæki

Veður: 6,1°/12,9° úrkoma, en svo lítil að hún var vart mælanleg.

Á ferðalagi okkar í gær sáum við þetta sérkennilega faratæki.Þetta er þríhjól með sæti fyrir tvo, ökumann og farþega, en það sérkennilega er að þeir snúa bökum saman.Yfirbyggingin er aðeins fyrir ökumanninn.








Faratækið hér fyrir neðan er venjulegt lítið mótorhjól, en aftan í það er búið að festa tveggjahjóla handvagn. Þetta er nokkuð algeng sjón í öllum sveitaþorpum hér í Portúgal.

02 febrúar 2007

Afmæli

Veður: 4°/16,9° léttskýjað.

Það er búin að vera stíf dagskrá í dag eins og vera ber þegar frúin á afmæli.
Það var ákveðið að fara og skoða borg sem heitir Leiria.
Það eru 125 Km. vegalengd þangað suður eftir. Við vorum kominn í áfangastað klukkan að ganga tólf og fórum þá beint í að skoða kastala bæjarins. Þessi kastali er óvenjuvel farinn og frá honum er að sjálfsögðu mjög gott útsýni yfir bæinn og hans nágrenni.
Eftir að hafa þrammað um kastalann og hans nágrenni vorum við orðin vel svöng, svo við drifum okkur niður í miðbæ til að leita að veitingastað og í þetta sinn vorum við fljót að finna veitingastað sem okkur leist vel á.
Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum með matinn, því hann var reglulega bragðgóður.
Eftir matinn röltum við svo um miðbæinn og fannst hann reglulega skemmtilegur, við erum alveg til í að fara þangað aftur og skoða bæinn betur.
Ég set eitthvað af myndum frá Leiria inn á myndasíðuna um helgina.
Á heimleiðinni komum við svo við í Aveiro svo afmælisbarnið fengi sína afmælistertu.



01 febrúar 2007

Loksins hjólað

Veður: - 2°/18,4° léttskýjað.

Í góða veðrinu í dag dreif ég mig út að hjóla, fór að vísu ekki neitt langt.
Nú er farinn að koma ilmur af mímósunni, en hún er rétt að byrja að opna blómin núna.