31 október 2006

Komin í samband.

Veður: 15,8°/24,4° skýjað mestu.

Nóttin hjá mér var fremur leiðinleg, því ég var með uppköst, en slíkt hefur ekki hent mig í mjög langan tíma og í dag hef ég verið með hita svo ég hef mestu sofið í allan dag, en er hressast.
Grassa vinkona okkar kom hér í dag og hún var ekkert velkjast í vafa um hvers vegna ég væri veikur.
Þetta er bara af því þú ert ekki nógu passasamur með vera með húfu þegar þú ert úti í sólskini, ef maður passar ekki vel upp á slíkt, þá veikist ónæmiskerfið og þess vagna ert þú veikur núna. Þá veit maður það.

Síma og tölvusamband komst á síðdegis eftir nær tveggja sólarhringa bilun. Ástæðan fyrir biluninni var símalínunum var stolið. Það eru allar símalínur hér loftínur, svo það er auðvelt fyrir óprúttna komast þeim. Það voru nokkur þorp sem urðu sambandslaus.

Komin í samband

30. október

Veður:13,8°/26,4° mestu skýjað í dag og lítilsháttar rigning í kvöld.

Þegar ég ætlaði setja pistilinn minn inn á dagbókina í gærkvöldi tókst mér ekki opna síðuna mína og eftir nokkrar árangurslausar tilraunir reyndi ég endurræsa tölvuna, því ég hélt þetta væru ef til vill einhverjir dyntir í henni, en það breytti engu,.Þá fór læðast mér slæmur grunur um ekki væri allt með felldu með nettenginguna og það var ekkert samband út á netið og þegar síminn var athugaður var sama upp á teningnum, ekkert samband.
Þegar hér var komið sögu var klukkan langt gengin í ellefu, svo það var ákveðið sofa á þessu í nótt og vona þetta væri komið í lag með morgninum, en það reyndist allt vera sambandslaust í morgunn alveg eins og í gærkvöldi.
Eftir morgunkaffi hringdi Þórunn í símafélagið og tilkynnti bilunina og var sagt það yrði haft samband fljótlega.Þegar klukkan var langt gengin í þrjú hringdi hún aftur, en það var engin svör hafa um hvað væri að, og eina loforðið sem var gefið var þetta yrði komið í lag innan 48 stunda frá því tilkynnt var um bilunina. Við höfum áður heyrt svona yfirlýsingar, svo við erum ekki allt of bjartsýn á þetta standist.
Það er líka símasambandslaust hjá tveim nágrönnum okkar sem við vitum um, það geta verið fleiri án þess við vitum um það. Þeir eru ekkert æsa sig yfir svona smáræði, enda ekki leika sér á netinu eins og við.
Daglegt líf fer talsvert úr skorðum hjá manni þegar ekki er hægt vera á netinu, því það fer talsverður tími á degi hverjum í lesa blöð á netinu og leita sér einhverjum upplýsingum.

Rósa og Geiri komu hér í morgunn og borðuðu svo með okkur hádegismat.

Síðdegis fórum við til Aveiro, meðal annars til reka á eftir handbók á ensku yfir Priusinn. :að eru verða nær tveir mánuðir síðan þessi bók var pöntuð og enn er hún ókomin. Þegar við sögðumst vera mjög ósátt við þessa þjónustu, var okkur bara vinsamlegast bent á við værum í Portúgal og svona gengu hlutirnir fyrir sig þar. Því miður erum við oft búin heyra þessa setningu og á meðan fólk tekur það sem sjálfsagðan hlut svona þetta bara í Portúgal og gerir ekkert til bæta úr því er ekki mikil von um framför.

Sumarstemming

29 október

Veður: 11,6°/32,7° léttskýjað, en dálítið mistur í lofti.

Þá er þessi sólarhringur verða liðinn og það þó hann væri aðeins í lengra lagi, eftir klukkunni var seinkað um eina klukkustund. Eftir tímabreytinguna kemur sólin upp hér í dalnum skömmu fyrir átta á morgnana og sest upp úr klukkan fimm og þá er komið myrkur klukkan sjö á kvöldin.
Enn eru tæpir tveir mánuðir í skemmsta sólargang og þar með fyrsta vetrardag hér, enda fátt sem minnir á vetur þessa dagana. Hitinn hefur farið yfir þrjátíu gráðurnar núna síðustu dag, svo þetta er eins og góðir sumardagar.

Við fórum út borða í dag í tilefni brúðkaupsafmælisins okkar sem var 12. þessa mánaðar. Þann dag vorum við stödd á Spáni og ætluðum halda upp á afmælið þar með því borða góðan mat, en okkur tókst ekki finna neinn góðan matsölustað þann daginn, svo við ákváðum bara fresta þessu þar til síðar.
Við fórum á stóran veitingastað sem við þekkjum og vitum við fáum góðan mat og þjónustu, það brást heldur ekki í dag.
Það virðist sem það séu nær eingöngu fjölskyldur sem koma í mat á þessum stað á sunnudögum. Ýmist stórfjölskyldan, þá er ég tala um ömmu og afa og ættliðina þar á eftir. Svo eru líka ung hjón með sitt barn, því fæstir eignast nema eitt barn hér í dag, það heyrir til undantekninga ef hjón eignast tvö börn.
Ekki kann ég neina viðhlítandi skíringu á hvað það er sem veldur því svona börn fæðast hér í landi, þar sem nær öll þjóðin er kaþólskrar trúar og kirkjurækin og eins og allir vita þá bannar kirkjan allar getnaðarvarnir.Það hvarflar mér einhver svíkja lit.
Eftir matinn fórum við niður strönd til okkur gönguferð í góða verðinu. Það var mjög margt fólk á ferli í strandbæjunum, þó það væru ekki margir í sólbaði, en hitinn var nær þrjátíu gráður svo það var hægt fara í sólbað ef fólk kærði sig um.
Ég tók nokkrar myndir niður við strönd og er búinn setja þær inn á myndasíðuna mína.
Smellið á Myndir hér til hægri til skoða myndirnar.

28 október 2006

Seinka klukkunni.

Veður: 11,2°/31,7° lítið eitt skýja fyrst í morgunn, en síðan alveg heiðskírt.

Það voru þvegin gólf hér í morgunn, eins og vera ber á laugardegi. Það mátti ekki seinna vera, því það eru þrjár vikur síðan ég skúraði gólf síðast, svo það lá við að ég væri búinn að gleyma hvernig ætti að bera sig að við þetta. Það er eins gott að það fréttist ekki út af heimilinu, eins og sagt var í gamla daga, að gólf hafi ekki verið þvegin á þessu heimili í þrjár vikur. Þetta er nú samt afsakanlegt þegar tekið er tillit til þess að við vorum ekki heima í tvær af þessum þrem vikum og óhreinkuðum gólf hjá öðrum á þeim tíma.
Meðan ég var að þrífa innandyra var Þórunn að snyrta á veröndinni og færa til blóm. Blóm sem þurftu á því að halda að vera á skuggsælum stað í sumar voru nú færð á sólríkari stað.

Það var mjög gott veður í dag, svo við brugðum okkur í hjólatúr, fórum frekar stutta ferð, því það er orðið nokkuð um liðið síðan við hjóluðum síðast.
Nú hafa litlu lækirnir sem rétt vætluðu á milli steina í sumar tekið gleði sýna á ný eftir rigningarnar að undanförnu. Nú hoppa þeir og skoppa yfir steinana sem þeir voru að læðast á milli í sumar.
Myndin hér fyrir neðan var tekin af einum slíkum læk í dag.

Það má að lokum geta þess að við eigum í vændum langa nótt, því það á að seinka klukkunni um eina klukkustund í nótt og þá´verðum við á sama tíma og Ísland næstu sex mánuði, eða þar til klukkunni verður flýtt á ný í vor.

27 október 2006

Einkennileg söluaðferð.

Veður: 10,4°/28,4° mestu heiðskýrt, eitt og eitt smáský til skreyta himinhvolfið af og til.

Byrjuðum daginn á fara í leikfimi, en það voru liðnar þrjár vikur síðan við vorum í leikfimi síðast, svo það var sannarlega komin tími á liðka sig.
Við notuðum góða veðrið til vinna í garðinum, meðal annars var hekkið klippt, ég efast um það þurfi klippa það aftur fyrr en á næsta ári.

Pétur sem býr í Aveiro hringdi í morgunn og sagðist vera ákveðin sér loftkælingu/hitun í íbúðina sem hann býr í. Hann bað mig hafa samband við manninn sem setti hitanirnar upp hér í húsið, ég gerði það og er ákveðið hitunin verði sett upp hjá Pétri í n´stu viku.

Það bankaði upp á sölumaður hér í morgunn sem notaði vægast sagt óvenjulega aðferð við koma út sínum varningi. Þórunn fór til dyra, en hann vildi endilega tala við okkur bæði og hann lét sem hann þekkti mig,en ég minnist þess ekki hafa séð manninn áður. Þetta samtal fór fram út við hlið,því við buðum manninum ekki inn fyrir hliðið. Bílskúrinn var opinn svo hann bílinn okkar og hrósaði honum mikið. Þegar hér var komið sögu opnaði hann hurð á sendibílnum sem hann var á og náði í pakka með borðdúk og rétti Þórunni og sagðist ætla gefa henni þetta og mér rétti hann annan pakka sem ég átti þiggja gjöf frá honum. Við vorum ekki á því taka við þessu, þá kom hann með stóran plastpoka sem hann setti báða pakkana í og sagði við mættum til með þiggja þetta af sér, en við sögðum nei, þá kom hann með þriðja pakkann sem hann sagði innihéldi handunna rúmábreiðu og fyrir hana mættum viðgreiða sér 600 evrur og þiggja hina pakkana gjöf. Ekki vorum við enn leiðitöm og þá lækkaði verðið allt í einu í eitthundrað og þegar það dugði ekki þá var farið niður í fimmtíu evrur. vorum við orðin virkilega leið á þófinu og gerðum honum skiljanlegt við vildum ekkert hafa með þetta gera, þá var vinsemdin ekki lengi rjúka út í veður og vind og hann hvarf á braut virkilega fúll.AC

26 október 2006

Tilviljun???

Veður: 15,5°/24,0° Lítilsháttar rigning framundir hádegi, en sólarstundir síðdegis.

Vorum að vinna í tölvunum í morgunn, erum enn að vinna við myndir sem við tókum í ferðalaginu, nú svo þarf líka að lesa Moggann og þvælast á netinu.
Þórunn fór líka í brjóstaskoðun fyrir hádegi. Það er notuð færanleg skoðunarstöð fyrir brjóstaskoðanir hér í Portúgal. Stöðinni er stillt upp við heilsugæslustöðina á hverjum stað. Það er góð regla á því að boða komur til skoðunar á tveggja ára fresti.
Fyrir neðan pistilinn set ég mynd af skoðunarstöðinni og stólunum fyrir utan hana, fyrir þær konur sem þurfa að bíða eftir að komast að.
Að sjálfsögðu er þeim líka heimilt að bíða inni á heilsugæslunni ef eitthvað er að veðri.
Það virðist sem haustkvef eða einhverjir kvillar séu hér á ferðinni núna, ef dæma má eftir öllum þeim fjölda sem beið eftir að komast að hjá lækninum sínum í morgunn.

Síðdegis fórum við til Aveiro til að versla og ætluðum að ná tali af manni sem hefur séð um þjónustu varðandi sjónvarpið hjá okkur og gervihnattadiskana sem við þurfum að nota hér til að ná útsendingum sjónvarpsins.
Eitt sinn vorum við með áskrift að því sem heitir Tv. Cabo, en sögðum þeirri áskrift upp þegar þessi náungi bauð okkur sjóræningjakort. Það kort virkaði með skrykkjum í nær tvö ár, en nú hefur honum ekki tekist að finna nýjan lykil í nokkra mánuði svo við ætluðum í dag að biðja manninn um að sjá um að koma okkur í áskrift á ný, en þar sem hann var ekki við varð ekkert af því.
Það merkilega við þessa sögu er að í kvöld er hringt frá Tv. Cabo til að athuga hvort við séum til í að koma aftur í áskrift til þeirra. Tilviljun eða hvað? Við þáðum þetta boð, en það er ekki alveg ljóst hvort við þurfum að kaupa nýjan búnað til að ná útsendingunni, ef það reynist nauðsynlegt kemur maður frá fyrirtækinu 2. nóv.

Við litum aðeins inn hjá G.og R. Á heimleiðinni, þar hittum við Eyjólf en hann hefur ekkert samband haft við okkur í marga mánuði.

25 október 2006

Regnmælir

Veður: 15,7°/24,4° Skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.

Það rigndi víst mjög mikið í nótt með þrumum og öllu tilheyrandi, en ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég kom út í morgunn og leit á úrkomumælinn minn. Það er ef til vill ofrausn nefna þetta úrkomumæli, því þetta er bara emalerað hvítt vaskafat sem stendur hér úti á verönd og þjónar sem úrkomumælir.
Það voru svo nágrannarnir sem sögðu mér frá þrumunum.
Það var svo sagt frá því í sjónvarpsfréttum það hefði orðið talsvert mikið tjón af völdum flóða hér sunnar í landinu.
Það var svo ágætisveður í dag og þá gat ég lokið við slá grasflötina og á meðan var Þórunn vina í sinni deild, sem er blómadeildin.

er ég loks búin koma dagbókinni sem ég skrifaði á meðan við vorum á ferðalaginu um Portúgal og Spán inn á heimasíðuna mína.
Það eru líka komnar myndir frá ferðalaginu í myndaalbúmið.

Ferðasaga

11 10 06 Ferðalag

Farið á fætur klukkan átta í morgunn til að gá til veðurs, því nú átti að leggja upp í langferð á nýja bílnum, ef veður leyfði. Þegar fyrst var litið út leit ekki vel út með ferðaveðrið, því það var rigningarúði, en það var spáð betra veðri, svo við fengum okkur morgunkaffi í rólegheitum og þegar því var lokið var stytt upp og farið að sjá í heiðan himinn.
Þá var ekki eftir neinu að bíða og lagt í hann og eftir svo sem hálftíma akstur var farið að sjá aðeins til sólar og eftir það var sólin samferða okkur mest allan daginn, að vísu tók hún sér smáhvíldir af og til en það var bara gott að hvíla sig á sólskininu annað slagið.
Fyrsti áfangi í þessari ferð er að uppistöðulóni sunnarlega í Portúgal á Alentesjo sléttunni.
Þar sem lónið er nú var áður blómleg byggð og meðal annars heilt þorp sem nú er undir djúpu vatni. Eins og gefur að skilja voru íbúarnir ekki sáttir við að láta rífa sig svona upp með rótum, þó þeir fengju nýjar íbúðir í nýju og ókunnu umhverfi, en þeir urðu að láta í minnipokann, eins og venja er í svona málum. Þessi framkvæmd er enn mjög umdeild og margir telja hana umhverfisslys. Meðal annars voru felld milljón tré sem annars hefðu farið undir vatn og sum af þessum trjám voru fágæt og sama má segja um margann annan gróður og dýralíf á þessum slóðum.
Það var ráðist í þessa framkvæmd til að hressa upp á atvinnulífið á svæðinu, meðal annars með því að bændur gætu fengið vatn til áveitu, en vatnið er bara of dýrt fyrir þá til að það svari kostnaði að kaupa það. Raforkuver sem reist var við stífluna er líka að framleiða dýrt rafmagn. Það verður fróðlegt að sjá þetta umhverfi á morgunn.
Nú erum við komin í náttstað í bæ sem heitir Portal og er í um 30 Km. fjarlægð frá lóninu. Til að komast hingað erum við búin að aka tæpa fjögur hundruð kílómetra að heiman. Fyrst lá leiðin um tiltölulega slétt land en síðan þurftum við að aka um Lousa fjalllendið til að komast inn á Alentesjo sléttuna. Það er ágætur vegur um þessi fjöll og víða mjög fallegt á leiðinni. Það er samt leitt að sjá hversu stór svæði hafa orðið skógareldunum að bráð í sumar.
Það er mjög mikil ólífurækt á þessu svæði sem við fórum um í dag.
Við stoppuðum í bæ sem heitir Rósablómið og fengum okkur að borða. Völdum okkur rjómalagaðan saltfisk, við erum búin að smakka þennan rétt víða, en þarna held ég að hann hafi bragðast best.
Næst skoðuðum við bæ sem heitir Estremos, þar röltum við um götur og góndum á eitt og annað, auk þess að fá okkur kaffisopa.
Þegar við komum til Portal ákváðum við að leita að gististað.
Við lögðum bílnum og gengum svolítið um til að vita hvort við sæjum einhvern gististað, en án árangurs, svo við snérum okkur að manni sem var að koma út úr verslun og spurðum hann hvort hann gæti vísað okkur á gististað. Það stóð ekki á svarinu hjá manninum. Hann benti okkur að fara til baka þá götu sem við komum, síðan til hægri á næsta götuhorni og banka á aðrar dyr vinstramegin í götunni. Við fórum að hans ráðum og það stóð heima sem hann sagði að vísu var gistingin ekki þessu húsi, en eigandinn bjó þarna. Það var farið með okkur nokkrum húsaröðum ofar í götuna og þá reyndist þetta vera stúdíó íbúð sem verið var að bjóða til leigu.
Þetta er í litlu og gömlu, en sjáanlega nýuppgerðu húsi og er ólíkt skemmtilegra en að vera á hóteli. Hér er fullbúið eldhús og rúm fyrir sex manns.
Ég er viss um að við eigum eftir að sofa vel hér í nótt.
Já ég gleymdi víst að segja frá því að þessi bær á kastala og við gengum upp að honum, en hliðið var lokað, svo við sáum hann bara að utan.

12 10 06 2. dagur

Klukkan átta bankaði húseigandinn hjá okkur og var þá komin með nýtt brauð handa okkur í morgunverð, að vísu var ekki með í pokanum skinka og ostur eins og lofað var, en hvað eru slíkir smámunir á milli vina. Konan gat frætt okkur á því að þetta hús sem við sváfum í hefði í eina tíð verið veitingahús, en hún væri nýlega búin að eignast það og láta breyta því í það form sem það væri í núna.
Nú var stefnan sett á uppistöðulónið, að vísu komum við inn í einn lítinn bæ á leiðinni til að fá okkur kaffisopa.
Fljótlega blasti við stórt og fallegt stöðuvatn, með eyjum og hólmum. Það getur engan rennt í grun sem lítur yfir þetta vatn að á botni þess leynist heilt þorp. Það sjást heldur engin merki um hversu þung spor það voru fyrir marga íbúa byggðalagsins sem nú er á botni vatnsins þurftu að stíga þegar þeir yfirgáfu heimili sín í síðasta sinn.
Það sem við augum okkar blasti var fallegt stöðuvatn og falleg stífla og orkuver.
Næst lá leið okkar í bæ sem heitir Moura, þetta er skemmtilegur bær og gömlu karlarnir voru sestir á bekkina sína úti og teknir að spjalla saman, þó klukkan væri ekki nema rúmlega tíu.
Nú fórum við að fikra okkur í átt til Spánar og síðasti bærinn áður en við yfirgæfum Portúgal hét Mourao. Við vorum búin að tala um að eyða jafnvel síðdeginu í þessum bæ ef okkur litist vel á staðinn og fresta því til morguns að fara yfir landamærin.
Þarna reyndist fátt markvert að sjá svo við ákváðum að halda ferðinni áfram og fá okkur hádegismat á Spáni.
Þetta átti meira að segja að verða huggulegur hádegisverður, því dag eigum við brúðkaupsafmæli og ætluðum að gera okkur dagamun í mat af því tilefni. Það var nú ekki eins auðelt og við höfðum reiknað með að fá góðan mat og um tíma vorum við orðin smeyk um að svelta í stað þess að njóta góðs matar.
Við fórum vítt og breytt um fyrsta stóra bæinn sem við komum í en fundum ekkert nema subbulegar krár, svo við völdum frekar að vera svöng en fara þar inn.
Við vorum heppnari í næsta bæ sem við komum í, þá vorum við orðin það svöng að við ætluðum að slá af gæðakröfunum og reyna að fá eitthvert snarl að borða. Við fórum inn á bar og spurðum hvort þar væri eitthvað matarkyns að hafa, þá var okkur vísað á að það væri veitingasalur inn af barnum. Þar var stór og fínn veitingasalur og á endanum fengum við ágætis mat þrátt fyrir tungumálaerfiðleika, því þarna var eingöngu töluð Spænska.
Það var léttara yfir okkur þegar við héldum áfram ferðinni með fullan maga og svei mér þá ef landslagið var bara ekki ögn gróðursælla að sjá eftir matinn, en á meðan við vorum að sálast úr hungri.
Á þessu svæði sem við erum búin að fara um í dag er mjög mikil ólífurækt og landið virðist vera fremur hrjóstrugt.
Það eru talsvert mikil viðbrigði að koma úr þessu græna og gróðursæla umhverfi sem við búum við í norður Portúgal og hingað, þar sem allt er grátt yfir að líta.
Við vorum búin að ákveða að gista í bæ sem heitir Zafra, en það er líklega um 15þúsund manna bær.
Við lögðum bílnum í miðbænum og fórum svo gangandi að leita að hóteli, það var ekki vandi að finna hótel, því þau voru nokkur á litlu svæði. Við völdum hótel sem heitir Victoria og er alveg ágætt.
Við erum búin að fara í tvær gönguferðir um miðbæinn, en það eru allar verslanir lokaðar í dag því það er þjóhátíðardagur Spánverja í dag.

13 10 06 3.dagur.

Við yfirgáfum Zafra klukkan níu um morguninn og þá var stefnan sett á Cordoba. Það er um það bil 200 Km. Vegalengd á milli þessara bæja og um það bil helmingurinn af leiðinn frá Zafra er akurlendi, en síðan tekur við ólívuræktun og síðasti spölurinn áður en komið er til Cordoba er fjallendi.
Til Cordoba vorum við komin um hádegi, en það var ekki hlaupið að því að finna bílastæði svo við brugðum á það ráð að leggja bílnum í bílageymslu verslunarmiðstöðvar og ganga þaðan inn í bæinn. Aðaltilgangurinn með ferðinni til Cordoba var að ná að taka myndir inni í moskunni, með góðum myndavélum.
Það var um hálftíma gangur þangað. Þessi moska er risastór og til marks um það má nefna að það var byggð kirkja inni í miðri moskunni og hún virkar álíka að stærð og smáherbergi í risastóru húsi.
Það er ótrúlegt að sjá þessa stærð og allan þann ótölulega fjölda af súlum sem þarf til að bera þakið uppi. Svo eru líka skreytingar að hætti Araba sem eiga sér fáar líka.
Við vorum búin að skoða borgina sjálfa vel þegar við vorum þar á ferð fyrir nokkrum árum. Þetta er falleg borg og margt áhugavert að skoða þar.
Þegar við vorum búin að ljúka ætlunarverki okkar í Cordoba lögðum við á stað í átt til Jaén, en þar var meiningin að gista næstu nótt, en það gekk ekki allt að óskum þennan dag, enda 13. dagur mánaðar og þar að auki föstudagur. Þeir sem eru hjátrúarfullir segja að það sé afleitt þegar þetta tvennt fer saman föstudagur og 13. dagur í mánuði. Hvort það hafði eitthvað með það að gera skal látið ósagt, en öll hótel sem við reyndum að fá inni á í Jaén reyndust fullbókuð. Það var að skella á myrkur og við á ókunnum slóðum og hvergi gistingu að hafa. Við mundum eftir að hafa séð hótel við þjóðveginn í litlum bæ skömmu áður en við komum til Jaén. Nú brugðum við á það ráð að snúa til baka og þá kom sér vel að vera með Gps tæki í bílnum því án þess hefði verið erfitt að rata í myrkrinu sem skollið var yfir.
Það voru tvö hótel í þessum bæ, en þau voru líka fullbókuð, nú vorum við farin að verða dálítið áhyggjufull og farin að ræða um að líklega neyddumst við til að láta fyrirberast í bílnum um nóttina, en sem betur fer kom ekki til þess. Á síðara hótelinu sem við komum á var okkur bent á að það mundi að öllum líkindum vera laust herbergi á hóteli í næsta bæ og það reyndist vera rétt.
Mikið vorum við fegin að vera komin í húsaskjól, enda klukkan farin að ganga tíu.
Við skoðuðum Jaén ekki nema það sem við sáum af borginni við að leita okkur að gistingu, en við fórum nokkuð víða um bæinn í þeirri leit. Borgarstæðið er fallegt, því talsvert af bænum er byggður í fjallshlíð.

14 10 06 4. dagur

Við sváfum bærilega í nótt þrátt fyrir að hótelið stæði við þjóðveginn í gegnum bæinn og þar af leiðandi talsvert ónæði frá umferðinni.
Í morgunn fórum við í góða gönguferð um bæinn, þetta reyndist talsvert stærri bær en við bjuggumst við. Það voru flestar verslanir lokaðar, enda laugardagsmorgunn. Hinsvegar var líf og fjör á markaði bæjarins og á kaffihúsi við markaðinn fengum við okkur morgunkaffi. Það var margt fólk á kaffihúsinu og það var að spjalla saman, eins og venja er á slíkum stöðum, en talaði svo hátt að það var alveg ærandi hávaði.
Í dag ætluðum við ekki að lenda í sömu hremmingum og í gær með að fá gistingu, svo við ókum ekki nema rúma eitthundrað kílómetra til bæjar sem heitir Ubeda. Þangað vorum við komin um hádegi og þá var mjög mikil umferð í bænum, enda er þetta um þrjátíu þúsund manna bær. Okkur tókst að finna stæði fyrir bílinn og fórum fótgangandi að leita að hóteli og von bráðar fundum við ágætis hótel. Þar var okkur boðin svíta með sófa í herberginu og risastóru baðherbergi til afnota, við tókum þessu boði enda kostuðu herlegheitin ekki nema sextíu evrur fyrir nóttina. Hvort við sváfum eitthvað betur í þessum flottheitum er svo annað mál, en það var þægilegt að vera þarna.
Við fórum tvisvar sinnum í gönguferð um bæinn, því þarna voru margar fallegar byggingar til að skoða.
Þessi bær stendur í áttahundruð metra hæð og er í miðju ólífuræktarhéraði, það er sama hvert litið er alls staðar blasa við ólífutré svo langt sem augað eygir.

15 10 06 5. dagur.

Þegar lagt var upp frá Ubeta í morgunn var stefna sett í átt að Miðjarðarhafinu um það bil tvöhundruð og fimmtíu kílómetra vegalengd. Fyrst ókum við um hæðótt landslag, eins og daginn áður. Fljótlega fór að sjást í fjallstinda og landslagið fór að verða tilkomumeira að sjá. Þar sem vegurinn lá hæst lá hann í um 1200 m. Hæð og alveg upp í þá hæð var verið að rækta ólífur. Þegar komið var yfir fjallaskarðið og fór að halla suður af var víða mjög gróðursnautt og sumstaðar nær því að vera eins og eyðimörk. Það er ekki vert að mæla með því að lofthræddir fari þessa leið, því hún er sumstaðar nokkur hrikaleg, en útsýnið er að sama skapi stórbrotið.
Það er ótrúlegt að sjá nokkrar talsvert stórar borgið í þessu eyðilega umhverfi.
Við fórum um svæði þar sem var mjög mikil granít og marmaravinnsla.
Að miðjarðarhafinu vorum við svo komin klukkan að ganga þrjú og vorum þá orðin matarþurfi. Það virtist ekki vera vandamál að fá eitthvað í svanginn, því það var hver veitingastaðurinn við annan á strandgötunni í bænum sem við vorum í. Þegar verið er að velja úr matsölustöðum á ókunnum slóðum er ekki annað að gera en láta kylfu ráða kasti og vona að heppnin sé með manni, en hún var ekki með okkur í dag. Við pöntuðum okkur fiski paella með karríbragði, maturinn var vægast sagt ekki góður líklega nær því að vera vondur. Það bjargaði miklu að við byrjuðum á að fá okkur salat og það var alveg ágætt. Við spurðum þjóninn að lokum hvort hann gæti bent okkur á hótel í nágrenninu, hann benti okkur á tvö hótel rétt utan við bæinn, en þegar við höfðum ekið svo sem eitt hundrað metra sá Þórunn skilti um að þar væri hótel.
Við fórum þangað inn og þar var laust herbergi með svölum sem vissu að hafinu og fjaran er bara hinu megin við götuna, svo við heyrum sjávarniðinn inn ef dyrnar eru opnar.

16 10 06 6.dagur.

Við sváfum ágætlega í nótt, hvort sem það var að þakka gjálfri öldunnar í fjöruborðinu eða ekki, en nú er kominn nýr dagur og mál að leggja í hann á ný.
Nú setjum við stefnuna til norðurs með ströndinni og ætlum að fara vegi sem liggja nálægt sjónum þar sem það er hægt.
Alls staðar þar sem er sandfjara er búið að byggja mikið af hótelum og sum staðar þar sem ekki hefur verið byggð áður er verið að byggja nýja ferðamannabæi frá grunni.
Sumstaðar á leiðinni sem við fórum í dag ná klettar og fjöll alveg í sjó fram og þar lá vegurinn inn á milli fjalla, sem voru frekar gróðursnauð eins og raunar allt það svæði sem við fórum um í dag.
Nú er aðal ferðamannatímanum lokið og orðið rólegt í strandbæjunum, svo rólegt að við þurftum að hafa svolítið fyrir því að finna opið kaffihús í einum þeirra þegar við vorum orðin kaffiþyrst.
Eftir um það bil 250 Km. Akstur vorum við komin í hlað hjá vinum okkar þeim Jóni og Guðmundi, en þeir búa í grennd við Torreveia, en þar í nágrenninu mun talsvert að Íslendingum eiga sumarhús.
Þeir hafa fasta búsetu þarna allt árið.
Það var mjög gott að koma til þeirra og njóta þeirra frábæru gestrisni og alúðar sem þeim er svo eðlislæg.

17 10 06 7. dagur.

Tókum því mjög rólega í dag, fórum í tvær stuttar ferðir með þeim Jóni og Guðmundi, meðal annars að skoða nýjan verslunarkjarna í nágrenni við þá. Í ferðinni keyptum við fánastengur til að taka með okkur heim, svo hægt sé að flagga bæði Íslenska og Portúgalska fánanum á sómasamlegan hátt.

18 10 06 8. dagur

Í dag buðu þeir félagar okkur í langt ferðalag inn í land og það kom talsvert á óvart að þegar við vorum komin inn á milli fjallanna var mun meiri gróður en út við sjóinn.
Það var víða mjög fallegt á þessari leið sem við fórum, en það er aðeins vegna þess að þeir eru orðnir staðkunnugir á þessu svæði að við sáum þetta fallega landslag.
Við vorum ekki alveg nógu heppin með veður, því það rigndi talsvert upp til fjalla, þó það gerði ekki nema rétt að bleyta í rykinu niður á láglendi.

19 10 06 9. dagur

Þá er komið að því að kveðja okkar góðu vini og þakka fyrir frábærar mótökur, því nú er meiningin að halda á stað enn á ný.
Enn er stefnan sett til norðurs og nú er áfangastaðurinn stór borg sem heitir Valencia.
Við héldum okkur eins nærri ströndinni og kostur var og fórum meðal annars framhjá borgunum Alicante og Benidorm, auk margra smærri bæja, enda er þetta rúmlega 200 Km vegalengd.
Það er mun gróðursælla hér norður frá en þar sem við höfum verið til þessa.
Við pöntuðum gistingu á Ibis hóteli hér rétt utan við borgina á netinu í gær og hingað á hótelið vorum við komin fyrir kaffi.
Við tókum því rólega sem eftir var dags röltum aðeins um göturnar í nágrenni við hótelið, en hótelið er staðsett í götu þar sem er mikið af stórum verslunum.
Við fengum okkur kvöldmat á hótelinu.

20 10 06 10. dagur.

Í dag var á dagskrá að skoða Valencia, ég hafði talsverðar efasemdir um að það svaraði kostnaði að leggja á sig slíkt erfiði, því það er óneitanlega talsvert puð að vera lengi á gangi.
Sem betur fer fékk Þórunn því ráðið að við lögðum á okkur að skoða borgina, eða öllu heldur hluta hennar, því það var mjög athyglivert sem við sáum.
Við sögðum leiðsögutækinu í bílnum að koma okkur að safni vísinda og lista í borginni. Eftir svo sem 15 mínútna akstur í mikilli umferð og eftir að hafa hlítt tækinu um að beygja til hægri og vinstri á réttum stöðum vorum við komin með bílinn á bílastæði rétt við safnið.
Þetta eru raunar nokkur ný hús sem þarna er að sjá, en virðast öll hafa verið hönnuð á sama tíma, svo svæðið myndar eina heild.
Húsin standa í fyrrum árfarvegi og sjálfsagt til að minna á það eru þau að mestu umflotin vatni. Farvegi árinnar var breytt fyrir nokkrum árum og nú er hluti farvegsins garður og það er dálítið skrítið að ganga undir eina af brúnum sem voru yfir ána og hugsa til þess að þarna hafi verið beljandi straumur fyrir ekki svo löngu síðan.
Byggingarnar sem eru þarna eru allar mjög sérstakar í útliti, sumar fannst mér vera mjög fallegar, en aðrar minna fallegar, en undur að sjá hvað hægt er að gera með form og efni ef ekki þarf að vera að horfa í kostnaðinn.
Næst lá leiðin svo í sædýrasafnið sem er þarna rétt hjá og þar hafa arkitektar líka fengið að forma byggingar að vild. Það er gaman að sjá þessar byggingar, þó það megi deila um notagildi þeirra. Sjávarsafnið sjálft er mjög skemmtilegt og fróðlegt að skoða.
Þegar við vorum búin að skoða þetta alt saman var klukkan orðin tólf og við bæði þreytt og svöng, svo við fórum í stóra verslunarmiðstöð sem var þarna rétt hjá og ætluðum að seðja hungur okkar. Þá kom í ljós að matsala hefst ekki fyrr en klukkan þrettán þrjátíu, því síestan byrjar ekki fyrr en klukkan þrettán. Það varð okkur til lífs að finna McDonalds þarna, því þar er hægt að fá afgreiddan mat allan daginn, hvað sem síestu líður.
Eftir matinn fengum við okkur gönguferð þarna um nágrennið, en fórum heim á hótel um klukkan þrjú, enda var þá að byrja að rigna, svo það var eins gott að koma sér í húsaskjól.
Það er alveg eftir að skoða gamla borgarhlutann, en það bíður bara betri tíma, því á morgunn er meiningin að leggja af stað heim þvert yfir Íberíuskagann til vesturs.

21 10 06 11. dagur.

Í dag var komið að því að kveðja Miðjarðarhafið og halda til vesturs þvert yfir Íberíuskagann að Atlandshafinu.
Við kvöddum Valenciu í morgunsárið og héldum til vesturs að hásléttunni. Það er aflíðandi halli upp á hásléttuna, en víða liggur hún í allt að 1000 m. hæð, samt er þetta nær samfellt akurlendi.
Við völdum að taka svolítinn sveig fyrir sunnan Madrid, til að losna við umferðina í stórborginni. Fórum framhjá borg sem heitir Toledo og er mjög skemmtilegur bær með gömlum bæjarkjarna, en við höfðum komið þar áður svo nú völdum við að skoða borg sem heitir Ávila og við höfum ekki heimsótt fyrr.
Ávila er sú borg Spánar sem er hæst yfir sjó, í um 1200 m hæð.
Það eru mjög stórir borgarmúrar um gömlu borgina og þeir eru alveg óskemmdir og hvergi hef ég séð eins mikið af stórum byggingum innan slíkra borgarmúra. Einn útveggurinn í gríðarlega stórri kirkju er hluti af borgarmúrnum. Við skoðuðu bæinn í nokkra klukkutíma síðdegis og fannst það mjög áhugavert sem við sáum.
Okkur gekk vel að finna gistingu í Ávila.

22 10. 12. dagur

Nú er runninn upp tólfti og síðasti dagur þessa góða ferðalags okkar.
Frá Avila og heim eru innan við 400 km. og mjög fljótfarið svo það er meiningin að fara þetta í einum áfanga.
Það var sæmilega bjart yfir þegar við lögðum af stað, en mjög dökkur skýjabakki við sjóndeildarhring í vestri, svo við reiknuðum með að lenda í rigningu síðari hluta leiðarinnar.
Við höfðum ekki ekið nema rúma hundrað kílómetra þegar það byrjaði að rigna og rigningin jókst eftir því sem leið á ferðina og af og til var mikil úrkoma og talsverður vindur, svo það þurfti að aka rólega þegar úrkoman var sem mest.
Þessir rúmu tvö hundruð kílómetrar sem við áttum ófarna yfir Spán voru að mestu um akurlendi.
Landslagið breytist hins vegar þegar kemur til Portúgals, þar tekur við fjallendi og skógar.
Við stoppuðum í landamærabænum Vila Formosa, sem er í Portúgal til að fá okkur hressingu. Kaffistofan sem við fórum inn á var horn í gríðarstórri verslun. Þar ægði eiginlega öllu saman, frá ómerkilegum verkfærum, vefnaðarvöru og öllu til heimilishalds upp í Borgundarhólmsklukkur.
Þórunn hefði alveg verið til í að eyða nokkrum klukkutímum í að skoða varninginn sem var á boðstólum.
Hingað heim vorum við svo komin klukkan eitt.
Eins og ævinlega var gott að koma heim eftir ánægjulegt ferðalag og að sjá að allt var í góðu lagi hér heima.
Manúel nágranni okkar hafði auga með húsinu á meðan við vorum fjarverandi, svo það var eiginlega í gjörgæslu.

24 október 2006

Skólamál

Veður: 9,2°/24,4° Alskýjað og rigningardropar af og til.

Það standast ekki allar áætlanir hjá mér, í dag var ég búinn að ráðgera að ljúka við að slá garðinn, en það var svo blautt á að ég varð að fresta því. Það er spáð sólskini á föstudag, svo slátturinn verður bara að bíða þangað til.
Ég var svolítið að hrella arfann, en hann var orðinn mjög bjartsýnn á að í þessum garði fengi hann að dafna óáreittur, því það hafði ekki verið hróflað við honum í nær þrjár vikur. Honum hefur væntanlega brugðið ila þegar erkióvinurinn birtist á ný og reif hann upp með rótum.

Grassa vinkona okkar kom í heimsókn í dag. Henni varð tíðrætt um kennslu og skólamál eins og fyrri daginn, enda er hún kennari. Hún var meðal annars að segja okkur að nú væri hún á námskeiði til að læra betur að kenna efnafræði og nýta tæki í efnafræðikennslu.
Þetta er að sjálfsögu gott og blessað svo langt sem það nær, en þjónar engum tilgangi, því það er ekki eitt einasta tæki til í skólanum til að kenna efnafræði og þar sem endurmenntunin fer fram er svo lítið til að slíkum tækjum að það verður að senda endurmenntunarnemendurna í háskálann í Aveiro öðru hvoru til að þeir sjái hvernig þessi tól líta út.
Það má eiginlega segja að það séu engin kennslutæki í þessum skóla og hann er engin undantekning hvað það varðar. Það eina sem er í kennslustofunni er borð og stólar, ein tafla, gamalt og löngu úrelt landakort, tvær nettengdar gamlar tölvur. Þetta er ekki langur listi, en þó ótrúlegt sé er hann tæmandi og ástandið er enn verra sum staðar.

Geiri og Rósa komu í heimsókn síðdegis, við fórum svo öll saman niður í Aveiro aðallega til að leyfa þeim að reyna hvernig er að sitja í nýja bílnum okkar, nú auðvitað var aðeins litið inn í búð í leiðinni.

23 október 2006

Að koma sér í gamla góða hjólfarið.

Veður: 15,5°/22,7° regnskúr í morgunn, en léttskýjað síðdegis.

Gott var leggjast útaf í sitt eigið rúm í gærkvöldi eftir hafa sofið í sitthverju rúminu undanfarnar ellefu nætur. Rúmin sem við vorum í voru yfirleitt alveg ágæt, en það er bara öðruvísi vera í nýju umhverfi á hverju kvöldi. Það eru líka umhverfishljóð á nýju stað, en þetta er líka hluti af ánægjunni við ferðast reyna eitthvað nýtt.
hamast maður við koma sér í gamla góða hjólfarið á ný.
Byrjar á sér morgunverð, því næst er sest við tölvuna til láta hana lesa Moggann fyrir sig á meðan það er hlýna úti. Í morgunn var ég líka svo heppinn spjall frá vinum mínum á netinu.
Síðan fórum við í verslun, því ísskápurinn var með hræðilegt garnagaul, alveg galtómur. Okkur tókst tína saman eitthvað matarkyns til setja í hann, svo er hann mun hressari.Hann kvartaði sáran þegar við komum heim í gær yfir hafa verið skilinn eftir matarlaus allan þennan tíma.
Eftir hádegi þvoði ég svo óhreinindin af bílnum eftir ferðalagið á meðan var Þórunn gera rósunum til góða, klippa þær og snyrta, því enn eru þær með blóm.
Eftir þetta heimsóttum við Geira og Rósu, en það var lítið næði til spjalla við þau, því það var iðnaðarmaður vinna við gashitarann hjá þeim með háværa borvél, svo stundum heyrðist ekki mannsins mál.
Þegar við komum heim úr þessari ferð sló ég grasflötina á bak við húsið, en aðalgarðurinn bíður til morguns ef það verður þurrt veður.
eru kartöflurnar sem urðu eftir í moldinni í vor þegar tekið var upp komnar með falleg grös og ef það gerir ekki næturfrost gætum við fengið nýjar kartöflur með jólasteikinni.

22 október 2006

Komin heim

Við komum heim í dag eftir tólf daga mjög ánægjulegt ferðalag um Portúgal og Spán.
Eins og ævinlega var mjög gott að koma heim aftur eftir vel heppnaða ferð.
Segi betur frá ferðinni síðar og þá verð ég vonandi líka búinn að setja eitthvað af þeim þrjú hundruð myndum sem ég tók í ferðinni inn á myndasíðuna mína.

17 október 2006

Í fullu starfi við að flakka.

erum við búin vera viku á flandri um Portúgal og Spán, erum núna stödd hjá vinum okkar þeim Jóni og Guðmundi í mjög g´ðu yfirlæti.
Við erum búin sjá margt fallegt í ferðinni, en eigum eftir koma við í Valencia, sem er í um 200 Km. fjarlægð héðan til norðurs, þaðan förum við þvert yfir Íberíuskagann heim.
Það bíður betri tíma segja frá þessu ferðalagi. Eins og er erum við í fullu starfi njóta þess ferðast og því lítill tími til sitja við skriftir.

10 október 2006

Góður granni

Veður: 12,2°/25,5 skýjað í dag og skúrir í kvöld.

Nú er ætlunin að leggja upp í ferðalag á morgunn.
Manuel nágranni okkar er búinn að tka húsið okkar í gjörgæslu á meðan við erum fjarverandi, svo það er í öruggum höndum.
Svona til örygis kemur hann og rifjar upp hvernig á að slökkva og kveikja á öryggiskerfinu, ef til þess kæmi að hann þyrfti að fara inn í húsið á meðan við erum í burtu.
Hann sér líka um að tæma póstkassann.

09 október 2006

Nýtt lyklaborð.

Veður: 11,2°/29,7° að mestu léttskýjað í dag.

Það var hringt í mig síðastliðinn föstudag frá fyrirtæki í Lissabon sem pantaði fyrir mig sérhannað lyklaborð fyrir sjónskerta frá Bandaríkjunum og mér sagt að lyklaborðið yrði sent heim til mín í dag.
Svona að fenginni reynslu hér í landi trúði ég því alveg mátulega að þetta stæðist, en viti menn klukkan rúmlega tvö í dag var mér afhent lyklaborðið hér heima. Það er gott til þess að vita að það skuli vera til fyrirtæki hér sem standa sig með prýði.Ég hef áður verslað við þetta fyrirtæki varðandi hjálpartæki í tölvuna og líkað vel við þeirra þjónustu. Þeir treysta mér líka eftir þau viðskipti, því ég fékk reikninginn fyrir lyklaborðið í pakkanum með því og þegar hringt var í mig á föstudaginn var ég beðinn að leggja greiðslu fyrir borðinu inn á reikning þeirra við tækifæri, ég er bara aðeins upp með mér að vera sýnt slíkt traust.
Ég skrifa þennan pistil á nýja lyklaborðið og þar sem það er með stórum og skírum stöfum gengur mér talsvert betur að skrifa á það en lyklaborðið sem ég notaði áður, þó það væri búið að líma stóra stafi á takkana á því,þá var það ekki eins skírt og þetta.
Svo er þetta lyklaborð líka sérhannað fyrir stækkunarbúnaðinn sem ég nota í tölvunni, með ýmsa flýtilykla sem auðvelda mér notkunina.
Myndin hér fyrir neðan er af lyklaborðinu.

Við þurftum aðeins að láta líta á tölvurnar hjá okkur, svo við höfðum samband við tölvumanninn okkar í morgunn, “verð hjá ykkur klukkan tvö” var okkur sagt og hann var mættur klukkan þrjú enn það verður að teljast stundvísi hjá þessum góða manni. En það sem skiptir mestu máli er að tölvurnar eru hressari eftir heimsókn tölvumannsins.

Við vorum talsvert að vina í garðinum í dag á meðan við vorum að bíða eftir lyklaborðinu og tölvumanninum og raunar héldum við áfram vinnunni í garðinum eftir að þau mál voru afgreidd.
Við reiknum með að leggja á stað í nokkurra daga ferðalag á miðvikudaginn, svo það er sitthvað sem þarf að vinna í garðinum áður en við yfirgefum hann, svo það verði ekki allt í ólestri þegar við snúum heim á ný.

Lyklaborð

Þetta er mynd af nýja lyklaborðinu,mér tókst ekki að koma henni inn með pistli dagsins eins og ég ætlaði að gera.

 Posted by Picasa

08 október 2006

Ferð til Viana Do Castilo.

Veður: 12,3°/29,6° léttskýjað.

Við buðum Grössu ásamt eiginmanni og dóttur í sunnudagsbíltúr í dag.
Við ókum til norðurs nálægt ströndinni til borgar sem heitir Viana Do Castilo.
Þetta er um 140 Km vegalend þangað héðan að heiman og þegar komið er til Viana er orðið stutt til landamæra Spánar í norðri.
Það eru mörg falleg hús í þessari borg og gaman að rölta um göturnar í gamla bænum, það er líka búið að gera mjög snyrtilegt á árbakkanum, en borgin stendur á bökkum Lima árinnar og í ármynninu er stór og góð höfn.
Þau hjón buðu okkur í mat í Viana á góðu veitingahúsi við gamla miðbæinn.
Myndin hér fyrir neðan er tekin á torgi í gamla bænum. Það eru fleiri myndir frá borginni inni á myndasíðunni.Smellið á myndir hér til hæri.

07 október 2006

Saltfiskur/grill??????

Veður: 17,9°/26° talsvert skýjað,en góðar sólarstundir.

Saltfiskur og grill virðast í fljótu bragði ekki eiga mikla samleið, en hér í landi þar sem má segja að saltfiskur sé þjóðarréttur er það ein af leiðunum til að matreiða saltfiskinn að grilla hann.
Í þessu tilviki er ég ekki að tala um að setja fiskinn á grind yfir glóðinni, nei fiskurinn er settur beint ofan á glóðina og grillaður þannig.
Það er veitinga hús í djúpum dal hér uppi í fjöllum sem sérhæfir sig í að grilla saltfiskinn svona og nýtur mikilla vinsælda.
Nágrannar okkar bentu okkur á þennan stað og við höfum nokkrum sinnum boðið þeim í mat þangað, því þeim finnst þetta einhver besti matur sem þau geta fengið. Þórunn er þeim sammála um að þetta bragðist vel, en ég er vægast sagt talsvert minna hrifin af þessari matreiðslu á saltfiskinum. Kann ekki alveg að meta að fá öskuna af kolunum upp í mig, en ég reyni að bera mig karlmannlega til að skemma ekki stemminguna hjá grönnunum. Með fiskinum eru bornar ofnbakaðar kartöflur í leirpotti og þær eru svo mikið bakaðar að börkurinn á þeim er orðin skorpinn. Bæði út á fiskinn og með kartöflunum er borin ólívuolía með hvítlauk.
Ég læt fylgja með mynd af réttinum eins og hann leit út þegar hann var kominn á borðið og það sem blasti við augum mínum þá varð ekki til þess að æsa upp bragðlauka mína, en öðru máli gegndi með borðfélaga mína, ég held að þeir hafi átt í basli með að hemja munnvatnsrennslið.
Með fiskinum fengu þau sér hvítvín að drekka, þó algengara sé að nota rauðvín með saltfiski, en það fer sjálfsagt eftir smekk hvers og eins.
Konan sem rekur þennan veitingastað heitir Lousiana og er nafna móður Matthildar granna okkar og ekki er það til að minnka dálæti Matthid á staðnum.
Lousiana spjallar við gesti sína og spyr þá hvernig þeim og fjölskyldu þeirra heilsist og slíkt kann fólk hér vel að meta. Þegar kemur að því að greiða fyrir matinn kemur hún með litla blokk og leið og hún telur upp hvað hafi verið borðað færir hún upphæðina inn í blokkina og svo þegar allt er komið á blaðið sem borið hefur verið á borð er strikað undir og lagt saman, meðan á þessu stendur notar hún tímann til að spyrja um hagi fólks. Grannar okkar komu því að í spjallinu að við værum að bjóða þeim í þessa ferð ínýja bílnum okkar og það varð til þess að hún óskaði okkur til hamingju með bílinn og þurfti um leið að vita hvaða tegund bíllinn var og hvað hann kostaði.
Þarna virðist vera talsvert um að stórfjölskyldan komi til að borða og í einni slíkri sem var mætt í dag virtust vera allir ættliðir frá ungabörnum upp í langömmu. Ég læt fylgja með mynd af einni slíkri fjölskyldu að snæðingi.















Stórfjölskyldan að snæðingi.

06 október 2006

Leikfimi

Veður: 8,6°/23,3° alskýjað í dag og rigningarúði í kvöld.

Þá er kominn föstudagur einu sinni enn og þar með leikfimidagur fyrir okkur eldriborgarana. Í tilefni viku eldriborgara þessa vikur var breytt til í leikfiminni og okkur kennt jóga í stað venjulegrar leikfimi. Það mætti þarna jógakennari ásamt tveim aðstoðarmönnum, konu og karli, en þau voru til sýna okkur hvernig ætti gera æfingarnar, þrátt fyrir góðar fyrirmyndir held ég almennt hafi vantað talsvert upp á við bærum okkur rétt þessu, en allir sýndu góða viðleitni. Og það sem verður eiginlega teljast til stórtíðinda var það var nær því þögn í salnum allan tímann í stað þess sem venjulega er þegar allir tala hver í kapp við annan, svo það heyris varla til kennarans.
Þessi kennari féll í sömu gryfju og aðrir leikfimikennarar hér vera með tólist sem undirspil, en það hátt stillta það var erfitt heyra það sem hún var segja. Þetta var sjálfsögðu einhver kínversk tónlist ég held en ég er ekki vel mér í þeim málum.
Það var reglulega gaman kynnast þessum æfingum aðeins, en þetta voru talsvert öðruvísi æfingar en ég kynntist þegar ég var í jóga með félagsmönnum í Blindrafélaginu fyrir mörgum árum.

Síðdegis fórum við til Aveiro í smá innkaup og þá tók Þórunn eftir því það er búið opna bensínsölu við annan stórmarkað í Aveiro. Það er líklega orðið um það bil ár síðan fyrri opnaði sína bensínsölu og hefur selt bensínið um það bil fimm krónum ódýrar en venja er á almennum bensínstöðvum. Þetta hefur orðið til þess bensínstöðvar í næsta nágrenni við þennan markað hafa neyðst til lækka verðið. Þessi nýja stöð seldi lítrann sjö krónum ódýrar en bensínstöð sem er hér í næsta þorpi við okkur.

05 október 2006

Ferðasaga

Veður: 8°/25,7° heiðskýrt, örfá smáský svona rétt til að skreyta himinhvolfið.

Það var almennur frídagur hér í landi í dag, rétt einn þjóðfrelsisdagurinn. Ég botna ekkert í hvernig ein þjóð getur haldið upp á svona marga slíka daga.

Við notuðum góða veðrið í dag til að ferðast. Það er búið að færa nýju hraðbrautina sem liggur hér skammt frá suður fyrir borg sem heitir Viseu, áður lá vegurinn í stórum boga fyrir norðan borgina , en er nú mun beinni en áður og liggur fyrir sunnan borgina.
Þessi hraðbraut liggur frá hafnarbæ sem heitir Aveiro þvert yfir Portúgal til Spánar.
Mér lék forvitni á að sjá hvernig þessi breyting á vegarstæðinu liti út. Við þessa breytingu styttist vegalengdin til Spánar dálítið, auk þess sem leiðin er mun fljótfarnari eftir miklar lagfæringar á veginum.
Nú komum við annars staðar inn í Viseu en áður og sáum borgina frá öðru sjónarhorni og skoðuðum hverfi sem við höfðum ekki séð áður. Viseu er reglulega skemmtileg borg.
Við fengum okkur að borða í Viseu og vorum reglulega heppin með veitingastað, fengum góðan mat og þjónustan var líka góð. Það er alltaf svolítið happadrætti hér með hvernig maturinn bragðast, en í dag vorum við heppin. Á rölti okkar um bæinn fórum við inn á kaffihús til að kaupa okkur brauð og þar var glerveggur sem aðskildi bakaríið frá kaffihúsinu, svo það var hægt að fylgjast með bökurunum við baksturinn.
Frá Viseu héldum við til bæjar sem heitir Tondelo, við höfum nokkuð oft farið þjóðveginn framhjá þessum bæ, en ákváðum nú að láta verða af því að skoða staðinn. Það sem kom helst á óvart þarna var að göturnar eru beinni og breiðari en í mörgum öðrum bæjum hér af svipaðri stærð.
Þarna var mjög sérstök stytta sem prýddi eitt hringtorgið í bænum, svo ég held að ég láti mynd af henni fylgja með pistlinum í dag.
Frá Tondelo út á hraðbrautina fórum við þrönga sveitavegi í gegnum ótal smáþorp, með krókóttum og þröngum götum.

04 október 2006

Kartöflur/diskótek

Veður: 12,2°/22,5° mestu skýjað í dag.

Í morgunn braut ég spírur af kartöflunum, það var létt verk og löðurmannlegt, því það þíðir ekki fyrir okkur rækta meira af kartöflum en þær dugi til jóla, því við höfum enga kalda geymslu fyrir kartöflurnar.
brjóta spírurnar af kartöflunum í dag leiddi hugann mörg ár aftur í tímann þegar verið var brjóta spírur af kartöflum í kartöflukofanum í sveitinni. Það var ekki mikið um hóla hæðir í Flóanum þar sem ég er fæddur og uppalinn, en smá þúfa fannst samt og hún var holuð innan og nefnd kartöflukofi. Þetta var nógu stórt til rúma allar þær kartöflur sem heimilið þurfti til ársneyslu og einnig til útsæðis.
Það var sjálfsögðu enginn gluggi á þessari vistarveru og því varð notast við olíulukt sem ljósgjafa.
Þess var beðið með óþreyju á hverju hausti hægt væri fara taka upp nýjar kartöflur úr garðinum til matar, því kartöflurnar frá árinu áður voru þá orðnar ansi daprar sjá og ekki sérlega bragðgóðar.

Síðdegis fórum við svo á diskótek samkomu fyrir eldri borgara.
Það er stórt diskótek ekki langt héðan og þangað var stefnt nokkur hundruð eldriborgurum úr bæjum hér í grenndinni.
Tónlistin var með sama styrk og fyrir unglingana og það var ekki annað sjá en fólk léti sér það vel líka, þeir dönsuðu þarna af innlifun sem höfðu hreyfigetu til þess, aðrir létu nægja dilla sér örlítið eða bara klappa saman höndum.
Mér finnst svona hávaði vera mjög óþægilegur, svo ég stoppaði stutt þarna inni, en tók samt nokkrar myndir áður en ég fór út í góða veðrið.
Ég er ekki óvanur miklum hávaða frá því ég var í jarnsmíðinni, en það var miklu bærilegra en þessi ósköp.