31 maí 2008

Þyrnigerði hóf sig hátt.

Veður: 8,3°/24,7° hálfskýjað. Það er ekki að undra þó mér þætti þessi mánuður sem er að líða, vera nokkuð vætusamur því þegar ég taldi saman þá sólarhringa sem ég hafði mælt úrkomu í mánuðinum reyndust þeir vera sextán. Úrkomumagnið var samt ekki mikið, eða aðeins 110 mm. Lægsti hiti var 2,7° en hæst komst hitinn í 30,2°

Maí

Fórum í hjólatúr í dag og meðfram þeirri leið sem við fórum er búið að sá í flesta akra, en svo er ein spilda sem er búin að vera ósnert í rúm tvö ár og það er ótrúlegt að sjá hvað þyrnigróðurinn er orðinn hávaxinn. Ég tók eina mynd til að sýna hvernig þetta lítur út. Fyrst sést akurinn sem hefur verið í ræktun og nú er maísinn að koma til þar, en svo tekur við mjó ræma sem ekkert hefur verið sinnt um, en síðan tekur við trjágróður.

2008-05-31 Þyrnar 002

30 maí 2008

Þægilegt veður

Veður: 12°/24,7° úrkoma 2 mm.Svolítið skýjað fyrst í morgunn, en bjartara síðdegis og góðar sólarstundir. Ég notaði góða veðrið til að slá grasflötina.

29 maí 2008

Vorhreingerning

Veður:13°/22° úrkoma 18mm.Alskýjað í dag og dálítil rigning síðdegis og það hefur verið talsverð rigning síðastliðna nótt.

Við fórum í gönguferð niður við sjó í dag, þó ekki væri sól, en það var samt frískandi að anda að sér sjávarloftinu. Nú stendur yfir vorhreingerning í fjörunni, sem felst í að færa til mörg hundruð tonna af sandi sem hafa fokið yfir göngubrautir í fjörukambinum í vetur, eins og undanfarna vetur.

2008-05-29 Barra 002 Hér er stór vinnuvél að moka sandi frá göngubrautinni.

28 maí 2008

Veður

Veður: 10°/23,5° úrkoma 2 mm. Rigning í morgunn og kvöld, en nokkuð bjart um miðjan daginn.

27 maí 2008

Bóndabaunir

Veður: 12,4°/21,8° úrkoma 3 mm. Skýjaslæðan talsvert götótt í dag, þannig að sólin fékk að sýna sig af og til.

Bóndabaunirnar eru orðnar fullþroskaðar, svo ég byrjaði í morgun a‘ tína þær af plöntunum, þegar ég byrjaði verkið var hugmyndin að nota tvo daga í þetta, en endirinn varð sá að nú eru baunirnar allar komnar í hús. Það sem varð til að breyta upphaflegri áætlun minni var að Þórunn var búin að lofa Mathild grannkonu okkar að fara með hana í verslunarleiðangur, því bóndi hennar er mjög tregur til að fara í slíkar ferðir með sína konu. En Mathild er boðin í brúðkaupsveislu í ágúst í sumar og segist ekki eiga neina nothæfa spjör til að fara í. Eftir hádegi í dag kom svo Mathild nýkomin úr hárgreiðslu til að athuga hvort Þórunn væri til í að fara í leiðangurinn í dag, jú mín kona var alveg til í það, sem þíddi að ég var þá orðinn einn heima, svo ég notaði tímann til að ljúka við að ná baununum inn. Í þessari ferð þeirra fann Mathild engaflík sem henni líkað, það læðist að mér sá grunur að hún sé búin að ákveða að láta sauma á sig fyrir veisluna.

DSC05871 Hér eru baunirnar enn á plöntunum.

DSC05869 Baunabelgir áður en baunirnar eru teknar úr þeim.

DSC05877 Uppskeran.

DSC05875 Gæti hugsast að það hafi verið bóndabaun í rúmi prinsessunnar í ævintýrinu forðum.

26 maí 2008

Veður

Veður: 10,2°/20,5° úrkoma 25 mm. Það rigndi hressilega hér framundir hádegi, en síðdegis skúrir.

25 maí 2008

Veður

Veður: 10,4°/21,9° úrkoma 9 mm. Alskýjað framm að kaffi og nokkrir rigningadropar af og til, síðdegis sást til sólar af og til.

24 maí 2008

Veður

Veður: 9°/21,4° úrkoma 20 mm. skúrir.

23 maí 2008

Að vera léttvægur fundinn.

Veður: 15°/24,2° úrkoma 6mm. Skúrir í morgunn, en sá til sólar um tíma eftir hádegið, en aftur skýjað síðdegis.þ

Að vera léttvægur fundinn er eitthvað sem ég hef alltaf reynt að forðast, en ef til vill með misjöfnum árangri, en í morgunn var ekki um að villast að ég var léttvægur fundinn, en sem betur fer ekki í venjulegri merkingu þeirra orða. Nei það var baðvoginn sem kvað upp úr með það að ég væri léttvægur. Mín baðvog talar svo það er hægt að röfla við hana og segja henni að vera ekki að þessu bulli, hvort sem manni finnst hún vera að segja mig of þungann eða léttan. Ef hún segir of háa tölu er gjarnan stigið á hana aftur til að fá staðfestingu og svona til að láta á það reyna hvort hún þori að endurtaka það sem hún sagði, en hún er forhert og endurtekur bara fyrri tölur, þó horft sé á hana aðvarandi augnaráði. Þegar baðvogin segir mann þyngri en manni finnst eðlilegt miðað við hvað maður hefur borðað lítið, bara svona rétt nartað í matinn að manni finnst, nú svipað er upp á teningnum þegar talan er lægri en búist er við að þá finnst manni að hún ætti að vera hærri eða óbreytt frá því sem var, því alltaf finnst mér ég borða alveg mátulega mikið. Annars var talan í morgunn mjög góð og sérstök, því það er hægt að lesa hana hvort sem horft er á hana rétt eða á hvolfi. Það var bíleigandi á Selfossi sem átti bíl með þessu góða númeri og hann sagði að það væri mikill kostur að geta lesið númerið fyrirhafnarlaust þó bíllinn væri kominn á hvolf. Lesandi góður þú ert sjálfsagt nú þegar búinn að finna út hvaða tala þetta er, en ef ekki þá kemur hún hér 69 en það er ögn minna en mér finnst æskilegt, en það ætti ekki að vera vandasamt að koma sér upp fyrir 70 á ný, því að borða mat er mjög skemmtileg iðja.

22 maí 2008

Veður

Veður: 14,2°/22,2° úrkoma 1 mm. Alskýjað

21 maí 2008

Peningalaus banki

Veður: 14,4°/25,5° úrkoma 3mm. Rigndi fyrst í morgunn, en góðar sólarstundir síðdegis.

Verkefni dagsins í dag var að skoða nýja verslunarmiðstöð í bæ sem heitir Viseu og er í um 60 km. Fjarlægð héðan til austurs, eða í átt að Spáni Nafnið á húsinu er PalácioDoGelo, eða íshöllin og nafnið kemur væntanlega til af því að á fimmtu og efstu hæðinni í þessari stóru og glæsilegu byggingu er skautasvell, þó ekki úr venjulegum ís heldur einhverju gerviefni, sem er óneitanlega stór kostur því ekki verður manni kalt á skautum þarna. Ég man enn hvað manni gat orðið illilega kalt í skautaferðum í gamla daga, en nú er slíkt semsagt liðin tíð. Þetta er einhver sú glæsilegasta bygging sem ég hef séð og það virðist ekkert hafa verið til sparað að gera hana fallega að innan. Á neðstu hæðinni er tjörn með gosbrunni og vatnsúlan sem fer hæst nær sömu hæð og fimmta hæðin.

Það er heilmikil vinna að skoða svona hús, svo við gerðum matarhlé þegar við vorum búin að ganga lengi lengi, eins og sagði í ævintýrunum. Það er mikið úrval af matsölustöðum á fimmtu hæðinni, auk þess eru skemmtilegar kaffistofur á hverri hæð. Við völdum mat sem okkur leist vel á og að vanda ætlaði Þórunn að ná í budduna í veskið sitt, því hún sér um allar greiðslur, því ekki sé ég á peninga, en það kom mikill skelfingasvipur á mína konu, því hún fann enga budduna í töskunni hvernig sem hún leitaði og við komin með matinn á diskunum að kassanum. Nú voru góð ráð dýr, en þetta bjargaðist fyrir horn því ég er venjulega með nokkrar evrur í minni tösku og það nægði til að losa okkur úr snörunni. Þess má geta að nú er ég kominn með nokkuð digrari sjóð í mína tösku en verið hefur. Þegar við vorum búin að borða ætluðum við að ná okkur í peninga í bankaútibú frá bankanum okkar sem Þórunn var búin að sjá að var á neðstu hæðinni, en það reyndist ekki eins auðvelt og við héldum, því í ljós kom að þetta var banki án peninga. Þarna var sem sé bara skjalaafgreiðsla og kortabanki, sem við gátum ekki notfært okkur þar sem kortin voru heima, við vorum að vísu með ávísanahefti, en þar sem okkur síður en svo bráðvantaði nokkuð sem við sáum þarna versluðum við ekkert í þessari ferð nema matinn.

Okkur fannst húsið svo sérstætt að Þórunn tók kvikmyndir og ég venjulegar myndir til að eiga til minningar, en þegar ég var að setja myndavélina ofan í töskuna kom öryggisvörður til mín og sagði að myndataka innandyra væri óheimil, nema að ég mætti taka myndir af konunni minni þarna inni. Gott að hann tók ekki eftir mér fyrr en ég var búin að taka allar þær myndir sem ég hafði áhuga fyrir að taka.

Gosbrunnur Gosbrunnurinn.

Horft að ofan Mynd tekin af efstu hæðinni. Sérkennilegir stólar.

Kaffistofa Sófar á kaffistofum í mismunandi lit á hveri hæð.

Þakið Þakið.

20 maí 2008

Veður

Veður: 8,2°/26,5° hálfskýjað.

19 maí 2008

Laukur.

Veður: 10,7°/23,7° úrkoma 4 mm. Hálfskýjað.

Ég var svolítið í bændaleik í dag, það eru góðar aðstæður til að reita arfa núna, því moldin er vel rök eftir rigninguna undanfarið og þá er auðveldara að ná arfanum upp með rótum. Það lítur vel út með sprettu á lauknum í ár og stærstu laukarnir eru nú þegar orðnir nógu stórir til að nota þá í matinn, þó enn vanti einn til tvo mánuði upp á að hann sé allur fullvaxinn. Það er auðvelt að vita hvenær laukurinn er fullvaxinn, því blöðin á honum leggjast út af og þorna þegar hann er fullvaxinn hvort sem hann er orðinn stór eða ekki, það virðist vera tímalengd en ekki stærð lauksins sem stjórnar þar um.Læt fylgja hér með myndir af laukbeðinu og lauknum eins og hann lítur út í dag. Ef ég man, þá birti ég mynd af lauknum þegar hann er fullvaxinn.

2008-05-19 Hreiður 006 Laukbeðið

2008-05-19 Hreiður 007 Laukar

2008-05-19 Hreiður 005 Þessi er orðin sæmilega stór.

18 maí 2008

Veður/jeppi

Veður: 6,5°/21,4° úrkoma 3 mm. skúrir í nótt og morgunn, en þurrt og skýjað í dag.

DSC05827 Á einum staðnum sem við komum við á í ferðalaginu í gær var sýning á slökkvitækjum og þar á meðal var þessi glæsilegi jeppi.

Duro áin

Það er liðið ár frá því við fórum í siglingu á Duro ánni og fannst þá það sem við sáum frá bátnum vera mjög fallegt, brattar skógivaxnar hlíðar og sum staðar vínekrur. Síðan þessi ferð var farin hefur alltaf staðið til að aka meðfram áni á þessum slóðum og í gær var látið verða af því að fara þessa ferð og það verður að segjast að landslagið er ekki síður hrífandi séð frá veginum, en frá ánni sjálfri. Við ákváðum að aka upp með ánni, sem þíðir að aka á norðurbakka árinnar. Þar sem við komum að ánni er gríðarlegt minnismerki til minningar um fólk sem fórst þarna þegar brú sem þarna er gaf sig í flóðum og rúta með um fimmtíu manns steyptist í fljótið og enginn komst lífs af. Nú er búið að gera við þessa brú og jafnframt að byggja nýja brú við hlið gömlu brúarinnar.

Það er fremur þétt byggð þarna á árbakkanum, eða réttara sagt í nágrenni við ána, þá það sjáist ekki þegar siglt er eftir ánni. Mikið af húsum sem við sáum er byggt úr graníti, enda nóg af því byggingarefni á þessum slóðum.

Það er svo erfitt að lýsa landslagi og fólk upplifir líka misjafnlega það sem það sér, svo ég set nokkrar myndir með þessum pistli, svo hver og einn geti upplifað það sem fyrir augu bar á sinn hátt.

Vínekra við Duro Vínekra við ána.

DSC05813 Dæmigert hvernig áin bugðast milli hæðanna.

Nikið byggt úr graníti við Duro ána Hús byggð úr graníti.

17 maí 2008

Veður

Veður: 8,4°/23,5° léttskýjað.

16 maí 2008

Veður

Veður: 5,7°/24,8° hálfskýjað.

15 maí 2008

Veður

Veður: 12,6°/22,9° úrkoma 3 mm. Hálskýjað

14 maí 2008

Veður

Veður: 10,1°/21,3° úrkoma 8 mm. skúrir, en sá aðeins til sólar af og til.

13 maí 2008

Málað

Veður: 11,7°/23,5° úrkoma 1 mm.hálfskýjað.

Í dag máluðum við veggin sem kom í ljós þegar hekkið á veröndinni var fjarlægt og einnig máluðum við gaflinn á húsinu sem snýr út að veröndinni og þar með er þessum framkvæmdum lokið og hægt að snúa sér að arfanum á ný.

2008-05-13 Málað 001 Nýmálað og fínt.

12 maí 2008

Verklok.

Veður: 14°/20,1° Alskýjað fram undir kvöld en þá fékk sólin að sýna sig.

Þá er komið að lokakafla sögunnar um hekkið á veröndinni. Þegar ég byrjaði í morgunn við að fjarlægja trén sem eftir voru var hugmyndin að fella bara tvö þeirra í dag og hin tvö svo á morgunn. Semsagt þetta átti bara að vinnast í rólegheitum, enda ekkert sem rak á eftir með að koma þessu frá, en leikar fóru þannig að klukkan 12,30 var búið að fella öll fjögur trén og saga þau niður í brenni. Manúel nágranni okkar hjálpaði mér við að ná upp síðasta trénu, enda var það sverast og erfiðast viðureignar, svo það kom sér vel að fá Manúel til aðstoðar með járnkarlinn sinn. Þegar búið var að ná upp öllum trjánum sótti Manúel keðjusögina sína og bútaði trén niður í brenni. Nú er bara eftir að mála vegginn sem trén stóðu við og húsgaflinn.

Trén orðin að brenni Búið að búta trén niður í brenni.

28 cm. þvermál Sverasti stofninn var orðinn 28 cm. í þvermál niður við rót.

Verkinu lokið Búið að þrífa og ganga frá, næst er að mála.

11 maí 2008

Rætur

Veður: 9,7°/25,8° hálfskýjað.

Ég er búinn að vera velta vöngum yfir hvernig ræturnar á trjánum sem voru hér sem hekk á veröndinni litu út. Oft hef ég séð þar sem trjám er plantað við gangstéttir að rætur trjánna ná að lyfta gangstéttunum, svo þ´r verða ósléttar yfirferðar. Ég hef hálft í hvoru búist við að sjá eitthvað slíkt gerast hér á veröndinni og jafnvel í versta tilfelli að húsið færi að fara nær himninum, en sem betur fer hefur ekkert af þessu gerst hér og þessar vangaveltur sanna bara að maður er alltaf að gera sér áhyggjur að þarflausu. Í dag stóðst ég ekki lengur mátið að kanna rótarkerfi þessara trjáa á veröndinni, svo ég ákvað að grafa niður með einu þeirra til að kanna málið og það kom mér verulega á óvart hvað rótarkerfið var veikt og lítilfjörlegt. Ræturnar voru bara frá einum til þriggja sentímetra í þvermál og frekar stökkar, svo það var ekki mikið verk að höggva þær eða klippa í sundur og þó þetta ætti bara að vera smákönnun á aðstæðum gat ég ekki hætt fyrr en tvö tré voru búin að missa fótfestuna, eða réttar sagt rótfestuna og liggja nú flöt á veröndinni og þau fjögur sem eftir eru fara væntanlega sömu leið á morgunn.

Rætur á hekkinu Svona litu ræturnar út.

10 maí 2008

Veður

Veður: 4°/21,6° skýjað.

09 maí 2008

Öldungaráðið

Veður: 7,8°/22,8° dálítið skýjað í dag, en samt góðar sólarstundir.

Ég sagði frá því fyrr í vikunni að ég hefði verið að klippa ofan af hekkinu hér á veröndinni og nefndi þá að það virtist vera orði nokkuð úr sér vaxið, en við ætluðum að sjá til hvort það lagaðist ekki. En í gærkvöldi var haldinn fundur í öldungaráðinu hér í Austurkoti og þar var samþykkt einróma að ráðast strax í að fjarlægja hekkið og setja blóm í staðinn. Einnig var ákveðið að hækka vegginn sem hekkið var við, svo ekki sjáist inn á veröndina frá tröðinni á milli nágranna okkar. Nú fyrst öldungaráðið var búið að samþykkja að ráðast í þessar framkvæmdir var ekki eftir neinu að bíða með að fjarlægja hekkið og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er verið að vinna á fullu í þessari stóru framkvæmd.

2008-05-09 Hekk 001

2008-05-09 Hekk 003

08 maí 2008

Veður

Veður: 11,6°/21° úrkoma 1 mm. Alskýjað í dag og lítilsháttar úrkoma fyrri helming dagsins.

07 maí 2008

Klipping.

Veður: 9,9°/26° alskýjað í morgunn og nokkrir regndropar eftir hádegi, en orðið léttskýjað um kaffileitið.

Verkefni dagsins var að lækka hekkið á veröndinni, þó ég klippi reglulega ofan af því tekst því með einhverju móti að mjaka sér upp á við, þar til grípa verður til rótækra ráðstafana og ráðast að því með sterkum klippum og sög að vopni. Ég veit ekki hvort það er að koma að því að það þurfi að endurnýja þessi tré, en það eru farin að koma blettir í það sem eru með dauðum greinum. Ætli ég reyni ekki að taka hressilega utan af því næsta haust og sjá hvort það hressist við slíka aðgerð.

2008-05-07 Hekk 001 Fyrir klippingu.

2008-05-07 Hekk 004 Verkið hálfnað.

2008-05-07 Hekk 005 Klippingunni lokið, svo nú getur hekkið farið að mjaka sér upp á við á ný.

06 maí 2008

Myndir úr garðinum.

Veður: 10,1°/28,7° þunn skýjaslæða á himni af og til.Rós Rósirnar í garðinum eru svo falllegar núna að ég má til með að senda mynd af einni þeirra, sem ég tók í dag.Perur Það þarf líka að hugsa um að maginn fái sit og hér er mynd af perum, sem verða þroskaðar í júlúmánuði.-

 

05 maí 2008

Helgarferð

Veður: 5,4°/28,2° smávegis þokumóða í lofti.

Um helgina vorum við á Algave, fórum í pakkaferð, akstur gisting og fæði allt innifalið. Það var lagt af stað héðan klukkan fimm á laugardagsmorgunn og komið heim aftur um miðnætti á sunnudag, svo það segja helgin hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Eftir matinn á laugardag var farið í fjölskyldugarð í Albufeira, en þar eru leiktæki og dýr til skoða, höfrungar, selir og fuglar. Við fórum á sýningu þar sem höfrungarnir léku listir sýnar og það er alveg stórkostlegt sjá hvað hægt er kenna þeim og hvað þessi stóru og þungu dýr geta farið hátt í loft upp yfir vatnið og fjögur dýr til stökkva á sömu sekúndunni.2008-05-03 010

Páfagaukarnir léki líka ýmsar kúnstir, en ég ekki nógu vel til greina hvað þeir voru gera, höfrungarnir eru af heppilegri stærð fyrir mína sjón.

Ég ætla ekki tíunda fleira sem við gerðum í þessari ferð, en lokum verð ég geta þess við fórum í „járnbraut“, svona eins og víða er í borgum, dráttartæki með tvo vagna í eftirdragi og fer einhvern ákveðinn hring. Ég hef aldrei áður sest í svona farartæki, en verð prófa aftur hvort þau eru öll svona hræðileg eins og þetta faratæki var. Þarna var setið á mjóum og hörðum bekkjum og bakið var svo lágt það skarst inn í hrygginn á mér í stað þess veita stuðning, plastið í gluggunum var svo matt það sást lítið í gegnum það. Ekki alveg eins og vera ber í útsýnisferð

.2008-05-04 Algarv 010

Hryllingslestin.

.2008-05-04 Algarv 006

Klettar á ströndinni við Lagos

04 maí 2008

Veður

Veður: 9,8°/31,8° léttskýjað.

02 maí 2008

Veður

Veður: 6,5°/29,1° léttskýjað.

Næsta veðurathugun verður sennilega ekki fyrr en á mánudag, því við erum að fara í helgarferð með hóp héðan úr nnágrenninu og verðum fram á sunnudagskvöld.

01 maí 2008

Veður

Veður: 2,7°/23,8° léttskýjað.