30 apríl 2009

Veður í apríl.

12,4/22,1° úrkoma 10mm. Rigndi í morgunn, en létti til síðdegis.

Capture

Niðurstöður veðurathugana i apríl.

Meðaltal næturhita.5° daghita 21,7°, lægsti næturh. 0,4 mesti dagh.33°. Meðalhiti 13,3° Úrkoma 111,2mm og úrkoma mældist  13 daga.

 

29 apríl 2009

Veður

11,8/17,7° alskýjað og rigningarúði af og til en svo lítið að það var ekki mælanlegt.

28 apríl 2009

Veður

11/20,1° skýjað.

27 apríl 2009

Trassi

4,1/21° skýjað og rigningarúði í morgunn og aftur í kvöld, en svo lítið að það mældist ekki.

Í dag settum við upp brunaboða hér í húsið. Það er til skammar að segja frá því að þetta er í fyrsta sinn sem ég set upp brunaboða í húsi sem ég bý í, ekki seinna vænna að bæta ráð sitt eftir rúmlega hálfrar aldar trassaskap.

26 apríl 2009

Veður

0,7/206° léttskýjað vindur 4m/sek

25 apríl 2009

Þjóðhátíðardagur.

0,9/19,7° léttskýjað í morgunn, en þykknaði upp þegar leið á daginn.

Það er þjóðhátíðardagur hér í landi í dag.

24 apríl 2009

Veður.

6,3/23,5° léttskýjað/ gola

23 apríl 2009

Vörusýning

Veður: 3,4/33° að mestu léttskýjað.

Í dag fórum við á stóra vörusýningu í Aveiro, en þar er sýnt allt sem nöfnum tjáir að nefna. Frá saumnálum til glæsibíla og alt þar á milli. Þarna er líka verið með tívolí.

005

Gleðilegt sumar.

004

Með þessari mynd af gulri rós sem ég tók núna í garðinum okkar óska ég öllum gleðilegs sumars um leið og ég þakka samskiptin á liðnum vetri.

Þegar ég skrifa þetta klukkan 12,25 er kominn 30° hiti, semsagt sýnishorn af góðum sumardegi.

 

 

22 apríl 2009

Veður

3,4/29,7° léttskýjað.

21 apríl 2009

Maur

7,5/26,8° léttskýjað.

007

Þessi mynd af maur að bisa við að draga þessa stóru býflugu var tekin hér á veröndinni í dag. Þetta verk reyndist maurnum mjög erfitt og oft missti hann takið á flugunni, en hann var ekki á þeim buxunum að gefast upp.

 

20 apríl 2009

Veður

7,7/24,4° léttskýjað.

19 apríl 2009

Veður

5,5/23,2° smávegis þokumóða í lofti.

18 apríl 2009

Veður

8,6/16,4° úrkoma 14,5 mm. smáskúrir fyrst en sían samfelld rigning.

17 apríl 2009

Veður

7,8/17,9° úrkoma 8,2 mm. smáskúrir og alskýjað í dag

16 apríl 2009

Veður

Veður: 7,5/20° ú 17,2mm. miklar regnskúrir í morgunn, en léttskýjað af og til síðdegis.

15 apríl 2009

Veður

Veður: 4,4/17,3° úrkoma 17,3, skýjað og skúraveður.

14 apríl 2009

Veður

Veður: 6,8/16,5° úrkoma 9,6 mm. skúrir fram að hádegi og þrumugnýr heirðist í fjarska. Sólinni tókst að smeygja nokkrum geislum milli skýja síðdegis.

13 apríl 2009

Veður

Veður: 2,7/18,7° úrkoma 4,8 mm. alskýjað.

12 apríl 2009

Páskablessun.

Veður: 2,6/23,3° léttskýjað.

Vinir okkar sem við erum með í leikfimi og hafa oft boðið okkur í mat buðu okkur að koma í mat í kvöld páskadag, eða við héldum að það væri venjulegur kvöldverður, en svo var ekki. Þetta boð var í tilefni þess að fólk frá kirkjunni kom að blessa heimilisfólkið og húsið. Þá er haft standandi hlaðborð með mörgum tegundum af kökum og brauði og stundum ýmsum smár´´ettum, en það er misjafnt frá einu heimili til annars. Kirkjunnar fólk les einhverja ritningargrein, en síðan er gengið með kross hringinn í kring um borðið og fólk kyssir krossinn, ég afþakkaði gott boð og sleppti því að kyssa krossinn. Þegar allir eru búnir að kyssa krossinn er sunginn sálmur og eftir þaðgæðir fókið sér á veitingunum. Húsmóðirin sem bauð okkur til sín sagðist vera búin að fara í þrjú svona boð í dag.

011

Hér sést hluti af fólkinu sem var saman kominn til að njóta blessunar og þeir sem veittu blessunina. Borðið með veitingunum.

11 apríl 2009

Fyrsta rósin.

Veður: 7/20,7° úrkoma 0,7mm.smáský á flögri um himnhvolfið í dag /gola.

001

Þetta er mynd af fyrstu rósinni úr garðinum í ár.

 

10 apríl 2009

Veður.

Veður: 5,5/17,7° ú 17,3 mm. skýjað / gola.

09 apríl 2009

Veður

Veður: 2,7/17,9° úrkoma 6,2 mm. sá til sólar í morgunn, en fór fljótlega að þykkna í lofti og byrjaði að rigna um kaffileitið.

08 apríl 2009

Lárviðarlauf

Veður: 1,2/25,2° léttskýjað.

002

Ef einhvern vantar lárviðarlauf til að kridda matinn, þá megið þið alveg koma hingað og sækja ykkur lauf, því eins og sjá má á þessari mynd er mikið til af lárviðarlaufi hér, því við söguðum mikið af trénu í dag.

07 apríl 2009

Kommulaust.

Veður: 2,4/20,9° urkoma 3,4 mm. skurir i nott og i morgunn, en sæmilega bjart siðdegis. Það virkaði hja mer i gær að biðja um meiri rrigningu, svo nu ætla eg bara að reyna að biðja um meiri rigningu næstu daga.

Tölvan er að striða mer, svo eg get ekki sett kommur yfir stafi.

06 apríl 2009

Rigning óskast

Veður: 3,5/17,6° alskýjað í morgunn og smávegis rigningarúði, en svo lítið að það mældist ekki, birti til undir kvöld.Það hefði gjarnan mátt rignina almennilega, því nú er réttur mánuður liðinn síðan rigndi hér.

05 apríl 2009

Veður.

Veður: 3,2/24° hálfskýjað.

04 apríl 2009

Veður.

Veður: 2,4/25° hálfskýjað.

03 apríl 2009

Hringtorg.

Veður:4,5/22,9° hálfskýjað.

Tókum okkur frí frá garðinum í gær og fórum í ferðalag að Duro ánni, því landslagið og umhverfi árinnar er svo fallegt að það er hægt að fara þangað aftur og aftur til að njóta þeirrar fegurðar sem þar blasir við augum hvert sem litið er. Ég ætla ekki að setja inn landslagsmynd með þessum pistli, í þess stað er mynd af sérkennilegu hringtorgi sem við sáum í einum bænum sem við komum í. Það er alveg potþétt að það ekur enginn þvert yfir þetta hringtorg.

017 - Afrit (2)

012

Mér finnst þessi brú svo fallleg að ég má til með að setja þessa mynd af henni.

02 apríl 2009

Veður

0,4/23,6° léttskýjað.

01 apríl 2009

Breytt og bætt.

Veður: 1,2/23,8 léttskýjað/gola.

Við höldum áfram við að breyta og bæta í garðinum hjá okkur. Í gær var grafið upp með rótum annað tréð sem var við innganginn á baklóðina og í morgun fór seinna tréð sömu leið. Það er hæfilegt streð fyrir mig að grafa upp eitt tré á dag. Manúel nágranni okkar kom óbeðinn með keðjusögina sína eftir hádegi og bútaði trén niður í brenni. Á morgunn plöntum við svo cyprusum í stað trjánna sem voru fjarlægð.