Veður: 1,2/23,8 léttskýjað/gola.
Við höldum áfram við að breyta og bæta í garðinum hjá okkur. Í gær var grafið upp með rótum annað tréð sem var við innganginn á baklóðina og í morgun fór seinna tréð sömu leið. Það er hæfilegt streð fyrir mig að grafa upp eitt tré á dag. Manúel nágranni okkar kom óbeðinn með keðjusögina sína eftir hádegi og bútaði trén niður í brenni. Á morgunn plöntum við svo cyprusum í stað trjánna sem voru fjarlægð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli