31 desember 2007

Gleðilegt ár.

Veður: -1,5°/15° léttskýjað.

Þá er komið að síðasta pistli á þessu ári, einkennilegt því þegar litið er til baka virðist svo stutt síðan um síðustu áramót, en svona líða árin hvert á fætur öðru og ekki annað að gera en bjóða það næsta velkomið og vona að það verði sem þægilegast fyrir alla.

Ég þakka öllum þeim sem hafa verið mér samferða á þessu ári, hvort sem það er við lestur á þessum pistlum eða annars staða á minni vegferð og jafnframt óska ég öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.

f-v.0.9-eu-43b13d73766bd43b13d737b4dc

Fékk þessa mynd lánaða á vefnum.

30 desember 2007

Veður.

Veður: 3,5°/17,5°. Það er eigilega dálítið flókið að lýsa skýjafarinu í dag. Fyrst í morgunn var alveg blindþoka og afleiðingarnar af því voru meðal annars margra bíla árekstur ekki langt í burt héðan þar sem sex manns slösuðust og nokkrir bílar voru ónýtir. Sólin var búin að leysa sundur þokuna um tíu leitið og fékk að ausa geislum sínum óáreitt yfir okkur fram yfir hádegi, en þá fóru ský að færast upp á himininn, en höfðu ekki lamga viðdvöl, því nú klukkan tíu er orði stjörnubjart.

29 desember 2007

Veður

Veður: 3,1°/16° sólarstundir fram yfir hádegi, en alskýjað síðdegis.

28 desember 2007

Jólaskreytingar

Ve?ur: -3,5°/17° léttskýjað


Í kvöld fórum við í Albergaria til taka myndir af jólaskreytingunum þar í og hér fyrir neðan er sýnishorn af því sem myndavélin sá.

Gleðilega hátíð

Þessi mynd er tekin af torgi við innkeyrsluna í bainn og þarna er verið að óska fólki gleðilegrar hátð?ar.

Ráðhúsið

Ráðhús bajarins.

Bankastræti

Götumynd.

Skreyting í tré

Skreyting í tré.

27 desember 2007

Veður

Veður: 0,8°/18,4° léttskýjað.

26 desember 2007

Fjörulall

Veður: - 1°/17,4° léttskýjað.

Þá eru jólin afstaðinn hér, því hér er bara einn jóladagur, en það virðist vera að færast í vöxt að fólk taki sér frí á annan í jólum og líka er talsvert um að fólk taki sér alveg frí á milli jóla og áramóta.

Við fórum í fjörulall í dag, það var talsvert brim en þægilegt að ganga í fjöruborðinu.

Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók í fjörunni.

DSC04983 Brim.

DSC04985 Steinn í sandi

DSC04986 Spor í sandi

DSC04988 Gönguslóð í fjörunni.

DSC04989Gangbraut.

25 desember 2007

Loksins rigning.

Veður: 0,7°/13,1° úrkoma 9mm. Sást aðeins til sólar fyrst í morgunn, en um hádegi var orðið alskýjað og byrjaði að rigna um kaffileitið.

Vorum í matarboði í kvöld, að portúgölskum hætti var allt of mikill matur á borðum. Það var notaleg stund sem við áttum með þessari góðu fjölskyldu, en það sem mér er minnisstæðast eftir heimsóknina að um tíma voru sex portúgalskar konur staddar í sama herbergi og allar töluðu í einu, það er nú einum of mikið af því góða.

24 desember 2007

Gleðileg jól.

Veður: - 2° / 18,4° léttskýjað.

Þá er runninn upp sextándi aðfangadagur jóla hjá mér hér í Portúgal og ég virkilega nýt þess að halda jól hér í góða veðrinu, sakna ekki rigningar roks, eða snjós og frosts á Íslandi. Það var mjög þægilegt að setjast út með kaffibollann sinn eftir matinn í dag og fara svo út í garð og hreinsa burt illgresi úr rósabeðinu, því þó rósirnar séu í hvíld núna þá unir illgresið sér engrar hvíldar. Það er líka gott að hlusta á söng smáfuglanna í trjánum í garðinum, það er virkilega ljúfur jólasöngurinn hjá smáfuglunum.

Ég skil ekki það fólk sem býr erlendis og er að rembast við að halda íslensk jól þar með íslenskum mat í stað þess að njóta þess að halda öðruvísi jól og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða í mat og siðvenjum.

Þá læt ég þessu nöldri lokið, enda ekki við hæfi að nöldra í dag sæmra að óska lesendum þessara pistla gleðilegra jóla hvar og hvernig sem þeir halda sín jól.

Jólalýsing Þessa mynd tók Þórunn af Austurkoti í jólabúningi.

23 desember 2007

Veður

Veður: 1,9° / 18,5° léttskýjað.

Fórum til Aveiro í dag svona til að sjá hvernig Portúgalar bæru sig að við jólainnkaupin. Það var margt ummanninn í öllum verslunum og mikið verið að skoða og spekúlera í hlutunum. Það voru óvenjumargir með börn með sér og þau virtust full eftirvæntingar. Við byrjuðum á að fá okkur að borða áður en við f´rum í búðir, þurftum lítið að versla, þessi ferð var aðallega farin til að sjá aðra versla. Í einni verslun hér eru komnir kassar þar sem maður afgreiðir sig sjálfur og að sjálfsögðu prófuðum við að nota slíkan grip og það gekk bara vel.

22 desember 2007

Brú

Veður: 1,2° /8,3° léttskýjað.

Það er ekki hægt að kvarta um myrkur hér á dimmasta degi ársins, glaðasólskin og blíðviðri í dag. Þórunn brá sér á markað í morgunn, en þar var óvenjulítið um að vera, helst var verið að selja næpur og kál, sem sjálfsagt verður soðið með jólasaltfiskinum á aðfangadag. Mér fannst mun skemmtilegra að vera heima og skúra gólf en fara á markað.

Síðdegis fórum við í góða gönguferð og skoðuðum meðal annars hvernig framkvæmdum á viðgerð við brúna sem bilaði fyrir rúmu ári miðaði. Nú er búið að styrkja stöpulinn sem gaf sig í flóði í ánni, einnig er búið að steypa nýtt gólf á brúna og um leið er hún breikkuð verulega, þannig að það verða góðar gangbrautir beggja vegna á brúnni.

DSC04978

Nýsteypt brúargólfið. Sennilega er minnst tveir mánuðir í að umferð verði hleypt á brúna að nýju, það verður mikill munur að losna við að fara um þessar þröngu götur í gegnum þorpið.

21 desember 2007

Er að fá fullornistennur.

Veður: 7,2° / 17,9° léttskýjað.

Byrjuðum daginn á að fara í leikfimi, þegar heim kom fékk bíllinn sitt jólabað, en hann var orðinn svolítið rykugur. Næsta verkefni var að fara til tannlæknisins, ég minnist þess ekki að hafa áður verið kominn í stólinn á bókuðum tíma, venjan er að þurfa að bíða í góða stund. Ég fór út með einni tönn fleiri í skoltinum en þegar ég kom. Tannlæknirinn segir að rótin á þessari tönn sem brotnaði síðast sé svo léleg að það svari ekki kostnaði að setja krónu á hana, heldur setti hann einhverja ódýrari útgáfu, sem hann segir að geti dugað í nokkur ár. Síðasta stóra verkefni dagsins var svo að nota góða vðeðrið til að fara í gönguferð.

20 desember 2007

Leikfimis jól.

Veður: 12,3° /14,8° skýjað og gola fram eftir degi.

 

Í dag voru littlu jólin hjá okkur í leikfiminni, en þau eru haldin í salnum þar sem leikfimin er. Það leggja allir á borð með sér og það ríflega, b´ði mat og drykk. Síðan er standandi hlaðborð.

DSC04950 Hér er verið að raða krásunum á borðið.

DSC04956 Hér er lítið sýnishorn af matnum sem var borinn á borð.

DSC04961 Hér er þess beðið að flautað sé til leiks.

DSC04960 Salurinn við sundlaugina þar sem leikfimin fer fram.

19 desember 2007

Rigningarspáin brást.

Veður: 10,1° /14,9° úrkoma: nokkrir regndropar, það hefði líklega verið mögulegt að telja þá.

DSC04942 Þetta eru appelsínur sem voru dottnar af öðru appelsínutrénu og hvíla nú á safnhaugnum og verða síðar að gróðurmold. Ég taldi að gamni hvað þær væru margar og í þessari einu lotu voru 700 stykki.

DSC04945 Þó mikið sé dottið af appelsínum af þessu tré, eru samt nokkur þúsund appelsínur eftir á því, svo það verður ekki skortur á appelsínum í Austurkoti þetta árið.

18 desember 2007

Veður

Veður: - 4,9° / 12° úrkoma 3 mm.

Loksins kom að því að við fengjum rigningu hér, það byrjaði að rigna um hádegið en það hefur verið farið frekar sparlega með dropana enn sem komið er, en það er spáð rigningu næstu tvo daga og vonandi verður þá settur meiri kraftur í þetta en í dag. Það hljómar sjálfsagt undarlega í eyrum íslendinga sem eru að drukkna í vatni að heyra óskir um mikla rigningu. Það hefur allt of lítið rignt hér í haust og ef það rignir ekki að gagni það sem eftir er vetrar verður frekar lítið um vatn hér næsta sumar.

17 desember 2007

Verðmunur

Veður: - 6,1° / 14,2° léttskýjað.

Þegar ég var á Íslandi var ég svo óheppin að það brotnaði hjá mér ein tönn, sem kom ekki sérstaklega á óvart því ég vissi að hún var orðin léleg. Ég fór til tannlæknisins míns á Íslandi til að fá að vita hvað kostaði að setja nýja tönn í skoltinn á mér, jú eftir að hafa reiknað á sína reiknivél sagði tannlæknirinn mér að minn hlutur í kostnaðinum yrði um 80 þúsund krónur í viðbót við greiðslu frá TR: Ég sagði nei takk við góðu boði, því ég vissi alveg hvað þetta kostaði hér í Portúgal. Ég var hjá tannlækninum mínum hér í dag og hann er byrjaður á verkinu og endanlegur kostnaður verður 32 þúsund. Verkið er unnið nákvæmlega eins hér og á Íslandi notuð sömu efni og sömu verkfæri, svo þetta er óskiljanlega mikill verðmunur. Með greiðslu TR. Er verðmunurinn á einni einustu tönn rúmlega 100 þúsund krónur og þarna er verið að bera saman nákvæmlega sömu aðgerð í báðum tilvikum.

16 desember 2007

Veður

Veður - 6,8° /15° léttskýjað

15 desember 2007

Ánægðir grannar

Veður: - 6,3° 14,2° Léttskýjað

Í gærkvöd þegar var orðið dimmt fór Þórunn og tók mynd af húsinu og nýju sólstofunni hjá nágrönnum okkar, síðan prentaði hún myndina og færði þeim, þau voru svo ánægð með myndina að það var eins og verið væri að færa þeim heilt hús að gjöf. Í dag þegar við litum til þeirra voru þau búin að innramma myndina og hengja hana upp í nýju sólstofunni. Hér fyrir neðan er mynd af myndinni og svo af þeim hjónum og myndinni.

Mynd af mynd 

Mathild og Nanúel

14 desember 2007

´´Oveður, blíðviðri

Veður: - 3,3° / 17,9° léttskýjað.
Þegar ég les um veðurofsann á Íslandi núna hvað eftir annað er ég þakklátur fyrir að fá að njóta þess að vera hér í blíðviðri alla daga. Það eru sjálfsagt ekki margir á Íslandi núna sem hugsa um að slá grasflötina sína núna rétt fyrir jólin, en ég sló okkar grasflöt í gær og það verður sennilega síðasti sláttur á þessu ári.

13 desember 2007

Veður

Veður: - 3,9° / 17,6° léttskýjað

12 desember 2007

Veður

Veður: - 3° / 17,5° léttkýjað

11 desember 2007

Húskuldi

Veður: - 1,9° / 18,6° léttskýjað.

Í gær orðuðum við það við nágranna okkar þau Mathild og Manúel fara til Porto í dag til skoða nýju IKEA verslunina þar. Mathild var strax til í fara en bóndinn hafði engan áhuga á því fara með, þó hann hættur vinna og hafi lítið við vera er hann ekki gefinn fyrir vera ferðast eitthvað svona óþörfu. Við fórum af stað klukkan ellefu í morgunn, því það er klukkutíma akstur til Porto og það var meiningin borða kjötbollur framreiddar hætti Svía. Mathild kunni vel meta bollurnar, fannst þær mjög góðar og góð tilbreyting þurfa ekki elda sjálf, vísu var hún búin finna til eitthvað handa bónda sínum til borða á meðan hún var fjarverandi. Þó Mathild mjög fótfúin og eigi erfitt með gang, fannst henni mjög gaman skoða sig um í IKEA, enda margt sjá þar. Það var lítið verslað í þessari ferð, en Mathild keypti sér grind til þurrka á þvott og eina ljósaseríu sem búið er setja í glugga á nýju byggingunni yfir veröndina þeirra.
Á heimleiðinni í bílnum hafði Mathild orð á því sér væri búið líða svo vel í dag, því sér hefði verið mátulega heitt í allan dag, en heima væri sér alltaf kalt. Þetta segir alt sem segja þarf um hvernig fólki líður hér yfir vetrarmánuðina, því almennt eru húsin sama og ekkert hituð upp og þegar hitinn fer niður í frostmark um nætur verður mjög kalt inni. Það er líka nokkuð algengt sjá fullorðið fólk setjast undir húsvegg þar sem sóli skín til reyna einhverri hlýju í krppinn.

10 desember 2007

Nýtt Visa

Veður: 3,1248 / 16,6° léttskýjað.

Smá útréttingar í morgunn, koma pakka í póst og fara í bankann til að fá nýtt Visa kort. Venjulega höfum við fengið nýja kortið sent heim í pósti, en nú þurftum við að fara í bankann og fá nýtt pin númer, vegna þess að nýja kortið er með örgjafa, sem á víst að gera notkunina öruggara. Annars notum við Vusa credit mjög lítið helst ef við pöntum eitthvað á netinu. Hins vegar notum við Visa debet talsvert.
Hjóluðum eftir hádegið, ég þurfti a‘ reyna hvort hjólið væri ekki í lagi eftir viðgerðina og jú það virkaði eðlilega. Við hjóluðum 20 Km.

09 desember 2007

Færri jólaljós.

Veður: 12,4° / 1,1° úrkoma 11 mm, þessi úrkoma féll í gærkveldi og nótt, í dag var mestu léttskýjað.

Fórum í dag til Aveiro til sjá mannlífið fyrir jólin. Það var mjög margt fólk á ferli í verslunarmiðstöðvunum og gaman vera á rölti þar og virða fyrir sér fólkið.
Það vekur athygli það er minna um jólaskreytingar á vegum bæjarfélaganna í Albergaria og Aveiro en undanfarin ár. Þetta gæti verið vísbending um það kreppa í atvinnumálum og þar með tekjum bæjarfélaganna.

08 desember 2007

Bola du RAI ´KAKA KONUNGSINS

Veður. 3,8° / 17,2° Sól fram yfir hádegi, en byrjaði rigna um sexleitið, úrkoma kemur með veðurathugun morgundagsins.

Fórum til Albergaria síðdegis til sækja hjólið mitt eftir viðgerðina, það var tilbúið á þeim tíma sem lofað var en það bíður betri tíma nota það. Við fórum í góða gönguferð í Albergaria um leið og við sóttum hjólið, en það var lítið um vera, því það er einhver heilagur dagur i tengslum við Maríu mey og þar af leiðandi flestar verslanir lokaðar. Markaðurinn sem venjulega er opinn á laugardögum var hafður í gær, svo fólk gæti ótruflað helgað sig Maríu í dag.
Vinir okkar Patricia og Rui komu í kaffi og okkur þótti við hæfi hafa á borðum köku konungsins, en það er mjög vinsæl kaka hér í landi og er bara á borðum í desembermánuði, breyttum samt út af hefðinni með því bera fram ís með kökunni og gestir okkar kunnu vel meta það. Þessi kaka er skreytt með sykruðum ávöxtum og súkkat og eitthvað af þurrkuðum ávöxtum er í kökunni.

07 desember 2007

Jól












Sennilega verið að spá í skartgrip til jólagjafa.















Skreyting í verslun
Posted by Picasa

Jólakort

Veður: 8,4° / 14,3° úrkoma 2mm. Sólinni tókst aðeins líta til okkar fyrst í morgunn, en svo var rigningarúði frá hádegi til klukkan fimm.

Byrjuðum daginn vel með því mæta í leikfimina okkar. Um hádegið var farið með jólakortin í póst, en Þórunn er búin sitja sveitt við búa til jólakort síðan við komum heim, ætlunin var kaupa tilbúin kort hér til senda þessu sinni, því Þórunn hélt tíminn væri of skammur til hún næði búa þau til í tæka tíð, því við komum svo seint frá Íslandi, en svo bretti hún upp ermar og lauk þessu í tæka tíð.
Þegar kortin voru kominn í póst fórum við út borða á stað sem er með hlaðborð í hádeginu og okkur líkar maturinn þar mjög vel og enn betur fellur okkur við verðið fyrir matinn 11 evrur fyrir okkur bæði, eða innan við eitt þúsund krónur. Við fórum aðeins í búðir í leiðinni og meðal annars í búðina þar sem ég var grunaður um búðarhnupl á dögunum, en steinþagði þjófavörnin sem betur fer.

06 desember 2007

Stór pakki rýrt innihald

Veður: 4°/ 16,5° Dálítil þokumóða í lofti þannig að sólin náði ekki fullum styrk.

Þá er búið að opna jólapakkann frá Ríkisstjórninni til okkar gamlingja og öryrkja, það dugði ekki minna en fimm ráðherra til að opna pakkann svo miklar voru umbúðirnar, en ekki var innihaldið svo þungt að það þyrfti fimm manns til að bera það. Það hefði einn venjulegur jólasveinn farið létt með að koma þessum pakka til skila. Pakkinn var samt ekki alveg tómur en innihaldið var rýrt miðað við öll kosningaloforðin, en það þurfti fimm manns til að segja að það væri bara ekki möguleiki að gera betur við okkur að þessu sinni, en a‘ sjálfsögðu yrði unnið áfram að því að bæta kjör okkar.
Það er ömurlegt til þess að vita að lífeyrissjóðirnir skuli nú í desember láta verða af því að skerða greiðslur til 1600 öryrkja. Þessi ákvörðun hefur verið ljós í eitt ár, en samt er ríkisvaldið ekki tilbúið með neinar ráðstafanir til að leysa þennan vanda og segja það sé ekki mögulegt fyrr en á næsta ári.
Það er einkennilegt að það skuli vera hægt að bregðast við með viku fyrirvara ef það verða náttúruhamfarir úti í heimi, en svo er ekki mögulegt að leysa úr vandamáli hér innanlands sem vitað var að var von á með ársfyrirvara.

05 desember 2007

Bilað hjól

Veður: 5,3° / 17,2° úrkoma 2 mm. Sól af og til fram undirhádegi, en byrjaði rigna um kaffileitið. Stóri munurinn á rigningunni hér og á íslandi hér rignir lóðrétt niður en á Íslandi er rigningin lárétt plús vænn skammtur af roki.

Í dag var farið í pumpa lofti í dekkin á reiðhjólunum, því skyldi farið hjóla sér til heilsubótar, en ferðin varð heldur styttri en til stóð, því gírarnir á hjólinu mínu brotnuðu eftir rúmlega einn kílómetra, svo ég varð gjöra svo vel og teyma hjólið heim. ekki svo slæmt þetta varð þá bæði göngu og hjólaferð.
Við fórum með hjólið í viðgerð og fáum það aftur á laugardaginn.
Notuðum tækifærið fyrst við vorum komin upp í Albergaria okkur kaffisopa á kaffihúsi sem var opnað á meðan við vorum í Íslandsferðinni. Þetta er reglulega smekklegt kaffihús með mikið úrval af brauðum og kökum. Kaffi á kaffihúsum hér bragðast yfirleitt mjög vel og ekki er hægt kvarta undan verðinu. Brauð og tveir kaffibollar í dag kostuðu okkur 190,00 Kr.

04 desember 2007

Veiðimenn

Veður: 2,7° / 20,2° Léttskýjað.

Fórum á stúfana í morgunn til kaupa nýtt ljós á veröndina í stað gömlu seríunnar sem var biluð. Ekkert vantaði upp á það væri nægt úrval af ljósgjöfum, slöngur og seríur með mismunandi perum. Mín meining var ljósaslöngurnar væru fallegri en peruseríurnar, en þar var betri helmingurinn ekki alveg sammála mér, en ég ætla eftirláta lesendum mínum ráða í hvernig sería var keypt, en það er búið setja seríuna upp og hún sómir sér sjálfsögðu vel. Svona svo umhverfið fyrir jólaljósin væri við hæfi fékk veröndin sína hreingerningu í dag með háþrýstiþvottavélinni.
Þegar við vorum búin kaupa ljósið fórum við niður strönd til hressandi gönguferð við hafið. Það var alveg rjómalogn og sólskin, en það er ekki oft sem er alveg logn við hafið, en það kemur fyrir. Við gengum meðal annars eftir hafnargarði sem er i000 metra langur og er mikið sóttur af stangveiðimönnum. Það voru mjög margir við veiðar í dag, eða öllu heldur reyna veiða, því aldrei hef ég orðið vitni því þeir veiði nokkra bröndu, þá þeir séu með langar og vígalegar stangir og sumir með tvær frekar en eina.









03 desember 2007

Skólamál

Veður: 7,9° / 18,3°. Úrkoma 2 mm. Örlítil rigning til hádegis, en eftir það fór að sjá til sólar og um kaffi var orðið léttskýjað.
Settum upp eina ljósaslöngu á veröndina, en þurfum að kaupa aðra slöngu, því pera í gamalli ljósaseríu er brotin og ólíklegt að það sé hægt að finna slíkan forngrip í dag. Fjarlægði í dag appelsínurnar sem voru á jörðinni fyrir neðan appelsínutréð, það var í þrjár tuttugulítra fötur sem fór á safnhauginn.

Graca vinkona okkar kom í heimsókn í dag þegar hún hafði lokið kennsludegi í skólanum sínum, að vanda ræddi hún mikið um skólamál og kennslu, enda er mjög margt hér sem þarfnast úrbóta. Notuðum tækifærið og bökuðum vöfflur, því slíkt hnossgæti brögðuðum við ekki á meðan við vorum á Íslandi og vöfflur er kaffibrauð sem Portúgalar kunna vel að meta.

02 desember 2007

Í stöðu grunaðs búðarhnupplara.

Veður: 0,7° / 16,4° dálítil þokumóða í lofti, svo sólin naut sín ekki alveg til fulls.

Notuðum daginn í dag til skoða í verslanir og sjá hvað væri í boði hér fyrir jólin. Byrjuðum samt á okkur borða í einum af mörgum veitingastöðum sem eru í fyrstu versluninni sem við fórum í, það er eins gott hafa næga orku áður en farið er af stað í svona rölt. Það var margt um manninn í verslunum í dag, enda landsmenn hér greidd tvöföld laun um þessi mánaðarmót. Það er eitt sem er örugglega öðruvísi í verslunum hér, en á Íslandi en það er sjá stórar stæður af saltfiski í hverjum stórmarkaði og fólk skoða og velja sér fisk í jólamatinn. Við versluðum mjög lítið þarna, þetta var meira svona til sjá hvað væri á boðstólum og aldrei vita nema við rækjum augun í eitthvað sem okkur bráðvantaði. Það kárnaði heldur betur gamanið þegar ég gekk í gegnum þjófaleitarhliðið við kassann, því þá fór það væla, stúlkan sagði mér koma inn fyrir aftur og fara úr jakkanum og reyna aftur fara í gegn og aftur heyrðist vælið þá tók hún símann og bað um aðstoð við fást við svona harðsvíraðan búðarþjóf sem lét sér hvergi bregða við þjófabjöllur. Það kom önnur stúlka, en henni leist greinilega ekki á fást við svona glæpon svo hún kallaði til krúnurakaðan öryggisvörð í fullum herklæðum, gat ekki leyst þetta dularfulla mál þarna á staðnum svo hann bað mig koma með sér í lítið herbergi þar sem hann reyndi finna út úr þessu og var greinilega mun stressaðri yfir þessu en ég. Eftir nokkra leit fann hann svo merki í peysu sem ég hafði keypt fyrir nokkru og ég er búin fara í inn í aðrar verslanir án vankvæða, en þessi kerfi eru greinilega mis næm. Þeim krúnurakaða létti mjög við þennan fund og bað mig afsökunar á ónæðinu og leyfði mér fara frjáls ferða minna.

01 desember 2007

Veður

Veður: 1,4° / 11,7° alskýjað og örlítil rigning um hádegið.

Buðum nágrönnum okkar þeim Matthild og Manúel út að borða í þakklætisskyn fyrir að gæta hússins á meðan við vorum í burtu og gefa flækingsketti sem er kostgangari hjá okkur að borða.

Það er ákveðið að við verðum hjá þeim í mat næstkomandi aðfangadagskvöld eins og um síðustu jól. Þar verður á borðum hefðbundinn aðfangadagsmatur á portúgalska vísu, semsgt soðinn saltfiskur með káli og næpum.