31 maí 2007

Góðir gestir.

Veður:12°/23,4° rigningarsuddi fram yfir hádegi í gær, en þurrt síðdegis og í dag hafa verið nokkrar sólarstundir, en gola.
Í gær fengum við góða gesti langt að komna. Það voru Jón og Hjörtur bræður Þórunnar ásamt eiginkonum. Þau komu akandi frá Svíþjóð og voru fremur óheppin með veður á leiðinni, fengu einum of mikið af rigningu. Vonandi að þau fái betra veður á meðan þau verða hér. Spáin er allavega góð fyrir næstu daga og ekki annað að gera en vona að hún rætist. Dagurinn í dag var notaður ti að fara í búðir, svo það þurfi ekki að eiða tíma í slíkt þegar góða veðrið brestur á.

30 maí 2007

Bræður Þórunnar og eiginkonur þeirra













Þórunn, Guðrún, Anna,Jóna, Hjörtur














Hjörtur, Jón, Þórunn, Guðrún, Anna.















Tjaldvagninn kominn inn á lóð
Posted by Picasa

29 maí 2007

veður

Veður: 5,9/°21,7° Alskýjað, rigningarúði síðdegis.

28 maí 2007

veður

Veður: 7,3°/23,7° léttskýja

27 maí 2007

Veður

Veður: 7°/20,7° úrkoma 7 mm. rigning til hádegis, en eftir hádegi þurrt en skýjað.

26 maí 2007

Veður

Veður: 8,6°/25,7° skýjað til hádegis, léttskýjað síðdegis.

25 maí 2007

Óvænt árás.

Veður: 12,5°/26,4° skýjað í morgunn, en létti til þegar leið á daginn.
Jónína og Guðmundur heimsóttu okkur í dag ásamt móðir Guðmundar, en hún er orðin 86 ára og lætur sig ekki muna um að ferðast hingað með syni sínum.
Ég varð fyrir alvarlegri líkamsárás í gærdag, en er sem betur fer jafna mig núna. Maður á síst von á því ráðist manni við slá grasflötina sína, en ´´u er ég búinn reyna það eru ekki margir staðir öruggir í þessari veröld. En semsagt þar sem ég rölti í rólegheitum á eftir sláttuvélinni og átti mér einskins ills von kom stærðar fluga í vígahug og demdi sér á vangann á mér hægra megin rétt neðan við eyrað og var ekki lengi sprauta í mig vænum skammti af eitri og gerði sig líklega til gera aðra atlögu en mér tókst berja hana frá mér með húfunni. Mig logsveið fyrst á eftir og í dag var ég eitthvað líkur hamstri öðru megin á andlitinu, en sem betur fer er þetta byrjað jafna sig núna. Það leynast víða hættur.

24 maí 2007

Haglél

Veður: 11,7°/27,7° skýjað úrkoma 8mm.
Við fórum til aveiro síðdegis, sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir veðrið sem við lentum í á heimleiðinni. Meðan við vorum í Aveiro varð himininn dekkri og dekkri og fór að sjást mikill ljósagangur, svo við þóttumst vita að það væri stutt í ærlega rigningu, en það var eiginlega rúmlega það, því það gerði þvílikt hagl og slyddu að við gátum ekki talað saman inni í bílnum þegar mest gekk á fyrir hávaðanum þegar haglið lenti á þaki bílsins.
Margir bílstjórar stöðvuðu bíla sína úti á kant á meðan versta veðrið gekk yfir.

23 maí 2007

Snyrta

Veður: 12,5°/28,4° úrkoma 6 mm. skýjap og gerði góða þrumuskúr síðdegis.
Morguninn notuðum við til að snyrta utandyra. Þórunn þvoði með háþrýstiþvottavélinni veröndina og bílskúrsgólfið á meðan ég klippti hekkin.

22 maí 2007

Regndropar

Veður: 11,1°27° skýjað, smávegis rigning í morgunn, en svo lítið að það var tæpast mælanlegt.

21 maí 2007

Nýr laukur

Veður. 11,1°/24,1° alskýjað í morgunn, en léttara yfir síðdegis.
Í dag var bragðað á fyrsta lauknum af þessa árs uppskeru og auðvitað bragðaðist hann mjög vel. Þetta var bara til að bragða á nýjum lauk, því enn er að minnsta kosti mánuður í að laukurinn sé fullþroskaður.

20 maí 2007

Burknar

Veður: 12,5°/19,7° alskýjað.
Þaðð rifjaðist upp fyrir mér í dag að á heimilum á Íslandi er víða verið með burkna sem stofublóm. Eins og sjá má á myndinni hér á síðunni er mikil gróska í burknunum núna á þessum árstíma, þeir eru víða meira en mannhæðar háir.



Posted by Picasa

19 maí 2007

Kartöflurnar komnar í hús.

Veður 13,1°/28,5° Skýjap æi morgun, en léttskýjað síðdegis.
Það var mjög gott veður til að vinna í garðinum í morgunn, alveg hæfilega heitt. Þá er nú lokið að taka upp "allar" kartöflurnar í ár. Það er líklega hæfilega mikil uppskera sem við fengum úr garðinum, því við borðum ekki mikið af kartöflum.

18 maí 2007

Veður: 11,3°/34,5° léttskýjað.















Nú má víða sjá nýsána maísakra hér í nærsveitum okkar. Þessi snyrtilegi maísakur er við götuna okkar, beint á móti okkar húsi.


















Bóndabaunirnar gefa mjög góða uppskeru hjá okkur í ár. Hér sést Þórunn með nokkra myndarlega baunabelgi í höndunum. Hún Mathild grannkona okkar gaf okkur nýtt afbrigði af bóndabaunaútsæði, sem gefur óvenju góða uppskeru.
Svona til að leika alvöru bónda, þá verð ég að barma mér yfir lélegri kartöfluuppskeru í ár, en það verður meira af bóndabaunum en við komumt yfir að borða.
Posted by Picasa

17 maí 2007

Notalega hlýtt

Veður: 10,2°/36° léttskýjað

16 maí 2007

Veður

Veður: 5,5°/28,5° heiðskýrt.

14 maí 2007

Veður

Hiti: 7,4°/23,1° úrkoma 2 mm. Smáskúir í nótt og morgunn, en birti til siðdegis.

Ferming

Graca vinkona okkar bauð okkur að vera viðstödd fermingu johana dóttur sinnar í gær. Við þáðum boðið auðvitað með þökkum, einnig bauð hún Jónínu að vera við ferminguna og hún þáði líka það góða boð. Hér eru börnin fermd átta ára, en þá eru þau búin að vera í kristnifræðslu hjá kirkjunni í tvö ár og á þeim tíma eiga þau að mæta til messu á hverjum sunnudegi ásamt foreldrum sínum, svo þetta er mjög mikil innræting sem fer fram á þessum tíma, en Johana var mjög ánægð með þetta.

Graca benti okkur á að mæta tímanlega til að fá sæti í kirkjunni og það kom sér vel að við fórum að þeim ráðum,því það var talsvert af fólki sem ekki komst in í kirkjuna, þó það væri setið í hverju sæti og staðið í göngum og anddyri.

Athöfnin var falleg og hátðiðleiki yfir öllu. Börnin voru í hvítum kirtlum.

Skátar stóðu heiðursvörð í kirkjunni.

Þegar athöfninni í kirkjunni var lokið var farið í skrúðgöngu frá kirkjunni eftir götum bæjarins um það bið eins kílómetra vegalend, en áður var búið að strá rósablöðum á þá leið sem gengin var. Klerkurinn gekk þessa leið undir viðhafnartjaldi sem fjórir menn héldu uppi. Í göngunni var líka verið með hljómflutningstæki með sterkum hátölurum og úr þessu tæki hljómaði messa og söngur. Þeir sem voru í göngunni tóku undir sálmasönginn. Þessar græjur voru ekki í alveg nógu góðu lagi, því það heyrðist talsvert slitrótt í þeim.

Að göngunni lokinni var farið in í kirkjuna á ný og farið með bæn, svona endapunktur á athöfnina. Öll athöfmim tók nær tveim tímum.

Seinni hálfleikur var svo veisla hema hjá fermingarbarninu, þar sem boðið var nánustu ættingjum og vinum, alls 35 manns.

Þau eiga nýtt og flott hús með mjög rúmgóðri stofu, en að portúgölskum hætti var veislan haldin í bílskúrnum í kjallara hússins. Þar var búið að setja upp tvö langborð og nokkur mini borð fyrir forrétti. Þetta var eins huggulegt og búast má við í ópússuðum og ómáluðum kjallara, en þetta er eitthvað sem viðgenst hér og allir eru mjög sáttir við.

Að venju háfst svo máltíðin með því að borin var fram súpa.

Í aðalrétt var svo heilsteiktur mjólkurgrís, húsbóndinn og aðstoðarmaður hans sáu um að britja grísina niður, en þeir voru keyptir fullsteiktir, frá enhverjum matsölustað. Með grísnum var borið fram salat, niðursneiddar appelsínur og grjón í leirfötum sem föðuramma fermingabarnsins sá um að elda upp á gamla móðinn í viðarkinntum bakarofni. Amman hefur þurft að fara snemma á fætur til að kinda ofninn, því það tekur langan tíma að hita upp svona ofna.

Í eftirrétt var svo verið með ís og nokkrar tegundir af kökum. Máltíðin stóð yfir í fjóra tíma, með smáhvíldum.

Eftir tvær vikur verður svo fermingarveisla í kjallaranum á ný, en þá verður frændi Joana fermdur, bróðursonur Graca mömmu Joana.

13 maí 2007

Ferming

Veður : 13,2°/22,3° skúraský, en sólarstundir. Það féllu nokkrir regndropar, en svo lítil úrkoma að það var vart mælanlegt.
Í dag vorum við fermingarathöfn og í fermingarveislu á eftir, en ég ætla að bíða með það til morguns að segja frá þessu.

Ferming












Í kirkjunni














Fermingarbörnin í skrúðgöngu















Gatan blómum skrýdd


















Graca Joana Artur
Posted by Picasa

12 maí 2007

Veður

Veður: 8°/ 25,3° léttskýjað fyrst í morgun, en skýjað frá því um hádegi.

11 maí 2007

Veður

Veður: 11,1°/26,2° skýjað til hádegis, en léttskýjað síðdegis.

10 maí 2007

Veður

Veður: 13,1°/25,1° þunn þokuský af og til á himninum í dag

09 maí 2007

Loksins hjólað

Veður: 8,8°/35,6° heiðskírt

Í góða veðrinu í morgunn var drifið í taka fram reiðhjólin og fara hjóla. Ekki hef ég það gott langtímaminni ég geti munað hvenær það var sem var síðast farið út hjóla. Semsagt það var gert átak í þessu máli í morgunn og hjólaðir um þrettán kílómetrar. Auðvitað er búið gefa sér það loforð það skuli ekki líða svona lant á milli hjólatúra aftur, við sjáum nút il með efndirnar á því loforði, hvort það er álíka mikið marka þetta loforð og kosningaloforðin.

08 maí 2007

Málningarvinna

Veður: 5,7°31,3° Léttskýjað
Nú er Þórunn að ljúka við að mála innihurðirnar úr húsin. Ég smellti einni mynd af henni þar sem hún er að slípa síðustu hurðina í góðaveðrinu hérna á veröndinni.


Posted by Picasa

07 maí 2007

Garðveggur

Veður: 6,8°/29° léttskýjað.
Myndin hér fyrir neðan er bara til að sanna að nú er loks búið að mála allan garðvegginn. Myndir af rósum í forgrunninn, það er verst að geta ekki látið ilminn af rósunum fylgja með myndunum.



Posted by Picasa

06 maí 2007

Sunnudagsferð um fjalllendi

Veður: 4,1°/27,5°léttskýjað.´

Sunnudagsferðin í dag var til Jónínu, en nú var ákveðið að fara ekki styttstu leið heldur var valið að fara talsvert lengri leið sem liggur um svonefnd Busaco og Lousa fjöll. Þegar við vorum búin ap far um Busaco fjöllin stoppuðum við í Lousa og fengum okkur að borða. Vorum heppin með veitingastað og fengum alveg ágætismat. Eftir matarhlé var lagt í Lousa fjöllin, vegurinn um þau er víða ansi bugðóttur, enda liggur hann víða hátt uppi í fjallshlíðum, svo maður sér ofan í djúpa og víða þrönga dali. Útsýnið á þessari leið er víða mjög fallegt. Þessi fjöll eru öll gróðri vafin upp á hæstu tinda, það sést hvergi gróðurlaus blettur. Ég ætla mér að setja myndir frá ferðalaginu inn í myndaalbúmið mit fljótlega.

Það dafnar vel það sem Jónína er að rækta, enda hugsar hún mjög vel um garðinn sinn. Eftir góðar móttökur hjá Jónínu héldum við heim hefðbundna leið.

Það er mjög margt fólk á gangi á þjóðvegunum í pílagrímsgöngu til Fatimaþ

Það eru pílagrímar á göngu þangað mestan hluta ársins, en langflestir stefna að því að vera í Fatima þann 13. maí, en þann dag á María mey að hafa birst þremur börnum við tré í heiðinni við Fatima. Trúi hver sem vill, en ekki ég.

Það voru mjög margir á gangi á þeim þjóðvegi sem við fórum eftir fyrst í morgunn, en héðan eru um 140 km. til Fatima. Á nokkrum stöðum á leiðinn eru sjúkratjöld til að hlinna að fólki, því það leggur upp í þessa göngu án nokkurrar þjálfunar eða undirbúnings. Sennilega, því meyri þjáning því betra.

Ólífupressa

















Ferð um Lousa fjöllin

Þórunn að taka myndir við Motegoána












Stuðlaberg












Í lousa fjöllunum












Flott útivistarsvæði langt inni í landi, við á.

Posted by Picasa

05 maí 2007

Gaman skoða!!!!!!!!!!!!!

Veður: 10,3°/28,8°Léttskýjað. Í gær var slatti af þokuskýjum á ferð um himinhvolfið og um tíma leit jafnvel út fyrir að það mindi gera skúr, en það varð ekkert úr neinni vætu. Veðurútlitið var þannig að ég lagði ekki í að kalka það sem eftir var af garðveggnum í gær eins og ég ætlað mér að gera. Því ef það rignir á það sem er nýbúið að kalka, þá skolast kalkið bara í burtu.

Þórunn hélt áfram að mála innandyra.

Í gær fékk ég í hendur uppfærslu á stýrikerfið í tölvunni hjá mér og nú þegar búið er að setja það upp er stýrirkerfið í tölvunni komið á ensku, en var áður á portúgölsku, þvílíkur munur að skilja eitthvað af þeim leiðbeiningum sem manni standa til boða.

Í dag fórum við út að borða og í heimleiðinni litum við inn í ddótabúðina sem við köllum svo, því þar eru seldar tölvur og önnur rafmagnstæki. Það er gífurlega mikið úrval þarna af tólum og tækjum og þar af leiðandi gaman að skoða sig um. Við fórum þarna inn til að kaupa fjöltengi við hátalarasnúru og fundum það strax, svo að á eftir var farið að skoða svona sitt lítið af hverju og það endaði auðvitað með því að við keyptum talsvert meira en til stóð. Það skemmtilega við að fara inn í svona búð, er að maður fer inn og veit ekki til að það sé neitt sem mann vanhagar um, en sér svo hlut sem maður getur vel hugsað sér að eiga, en ég læt Þórunni eftir að segja frá þessum kaupum á sinni heimasíðu.

03 maí 2007

Veður: 7°/24,4° þokuloft fyrst í morgunn, en síðan léttskýjað.

Það er búið að vera fremur svalt í veðri hér síðustu daga, en í dag breytti til batnaðar og var hlýtt og notalegt veður á ný.

Þórunn slær ekki slöku við í sinni málarvinnu og ég reyndi líka að sýna lit í dag og lauk við að mála það sem eftir var að mála með málningu af veggjunum í kring um garðinn. Nú er bara eftir sá hluti veggjanna sem ég ætla að kalka og það er búið að setja það á dagskrá morgundagsins að ljúka þ´vi af.

02 maí 2007

Veður

Veður: 10,5°/22,2° úrkoma 16 mm. skýjað í dag og smáskúrir.

01 maí 2007

Veður

Veður:5,4°/19,1° úrkoma 10 mm. Það byrjaði að rigna hér rétt fyrir kaffi og rignir enn klukka að ganga níu þegar þetta er skrifað.
Það er fremur svalt í veðri miðað við árstíma.