28 febrúar 2009

Veður í febrúar

Veður: 4,9/15,1° alskýjað, nokkrir rigningadropar en svo lítil úrkoma að hún var ekki mælanleg.

Hér fyrir neðan eru svo niðurstöðutölur fyrir veðrið í febrúar.

Meðaltal næturhita 2°, daghita 18,9° lægsti hiti í mánuðinum -3° mesti hiti 26,7° og úrkoma 132,5 mm.

clip_image002

27 febrúar 2009

Veður

0,8/26,7° léttskýjað

26 febrúar 2009

Ferðalag

Veður: 2,3/25,3° léttskýjað. Þetta er fyrsti dagurinn á þessu ári sem hitinn fer yfir 25°, en örugglega ekki sá síðasti.

Í gær fórum við í ferðalag 110 km hér norður í land til borgar sem heitir Guimaranse og hefur sér það helst til frægðar unnið að þar er sagt að Portúgal hafi fæðst. Með þessu er verið að vísa til þess að þarna vannst fyrsti sigur á márum, en þeir voru þá búnir að drottna yfir Portúgal um tíma. Þetta er skemmtileg borg og gaman að ganga um götur gamla bæjarins.

006

Það er  skjöldur á þessari kirkju sem segir að þarna hafi Portugal fæðst.

017

Á heimleiðinni komum við, við í þessum bæ sem heitir Ármót og er réttnefni, því bærinn stendur á þessum höfða þar sem tvær ár mætast. Eins og sjá má á myndinni var veðrið mjög gott.

 

25 febrúar 2009

Veður

Veður: 0,4/24,4° léttskýjað.

24 febrúar 2009

Veður

Veður: –0,5/23,1° léttskýjað.

23 febrúar 2009

Veður

Veður: 2,8/24,4° léttskýjað.

22 febrúar 2009

Veður

Veður: 1,8/22,7° léttskýjað.

21 febrúar 2009

Laukur

Veður: 1,5/22,9° léttskýjað.

Í dag ætla ég að segja frá í máli og myndum hvernig við berum okkur að við að rækta lauk hér í Austurkoti. Fyrsta versi í ferlinu lauk fyrir nokkrum dögum, en það var að undirbúa jarðveginn.Samkvæmt ráðleggingum granna okkar ber að planta lauk á minnkandi tungli og því varð að drífa þetta af núna, eða þá að bíða í hálfan mánuð eftir að tunglið fari að minnka á ný.

003

Hér sést Þórunn á markaðnum í morgunn að kaupa laukplönturnar. Konan til vinstri á myndinni seldi plönturnar, en svo kom vinkona hennar til að veita henni stirk þegar kom að því að reikna út verðið. ´

005

Það var ekki mögulegt að fá að vita nákvæmlega hvað væru margir laukar í hverju búnti, hún sagði bara að þeir væru margir, svo við giskuðum bara á að það væru 100 í hverju búnti og keyptum því fjögur búnt, en það reyndist svo vera um 120 í hverju búnti. Við keyptum líka 50 púrruplöntur.

008

Svona er lauknum raðað og síðan er mokað yfir mold og þjappað að rótinni.

010

Hér sést laukbeðið að aflokinni plöntun, nú er bara að bíða eftir að hann vaxi og reita arfa af og til á meðan beðið er. Nú svo er bara að njóta ávaxta erfiðinsins eftir nokkra mánuði.

 

20 febrúar 2009

Brunnurinn

Veður: 1,5/22° léttskýjað.

001

Eins og sjá má á þessari mynd er brunnurinn búinn að fá sína árlegu andlitslyftingu. Við hliðina á brunninum er steinsteypt ker sem var þarna þegar ég flutti hingað og hefur verið notað til að skola í þvott. Mjög fullkomið með tappa í botninum svo hægt væri að losa vatnið úr því með góðu móti og svo vatnið færi ekki til spillis í þurrkatíð var það látið renna út í garðinn til að vökva gróðurinn. Við brunninn var líka steypt þvottaker en það var svo mikið brotið að það var ekki annað að gera en farga því.

 

19 febrúar 2009

Veður

Veður: –1,8/18,° smávegis þokumóða í lofti.

18 febrúar 2009

Veður.

Veður: –2,4/19,7° léttskýjað.

17 febrúar 2009

Hjólað

Veður: –0,7/21,6° léttskýjað.

Í dag fór ég að hjóla í fyrsta sinn síðan í september, betra seint en aldrey. Það er svo gaman að hjóla núna, því mímósan er í blóma og gefur svo góðan ilm, túlípanatrén eru sömuleiðis í blóma núna þessa dagana.

Ég set hérna fyrir neðan þrjár myndir sem ég tók í ferðinni í dag.

003 006

004

 

16 febrúar 2009

Veður

Veður: –1,3/22,1° léttskýjað.

15 febrúar 2009

Veður.

Veður: –0,5/23,1° léttskýjað.

14 febrúar 2009

Sandfok.

Veður: 0,8/20,9° léttskýjað.

Eftir matinn í dag fórum við niður að strönd til að athuga hvort ekki væri farið að lifna yfir mannlífinu þar og jú það var nokkuð margt um manninn á göngu í góða veðrinu, samt enginn farinn að liggja í sólbaði enn sem komið er.

001

Á þessari mynd sést fólk á gangi eftir hafnargarðinum, en aðrir taka lífinu með ró á veitingastaðnum, en allir njóta sjávarloftsins.

003

Það dettur sjálfsagt einhverjum í hug að þessi mynd af stórvirkum vinnuvélum hafi ég sett inn af misgáningi þar sem ég er að tala um strandlífið, en svo er ekki. Sandurinn í fjörunni þarna er svo fínn að hann fíkur alltaf til á hverjum vetri og færir þá í kaf gangbrautir sem eru í fjörukambinum, svo það verður að koma honum aftur á sinn stað í fjöruborðinu áður en strandgestir fjölmenna á staðinn og til þess eru þessi stóru verkfæri notuð.

13 febrúar 2009

Drottningarbeð

Veður: 3,9/20,9° heiðskírt, dálítil gola frameftir degi.

Unnum í garðinum í dag, ég var aðallega í að snyrta til í kring um rósirnar, það verður að vera fínt í kringum drottningar garðsins rósirnar.

Er hún ekki falleg 257

Enn er þriggja mánaða bið eftir að rósirnar blómgist, en þær eru byrjaðar að laufgast.

 

12 febrúar 2009

Veður

Veður: –0,5/20,2° heiðskírt.

11 febrúar 2009

Ensolarado

Veður: -0,8/16,3° heiðskírt, eða eins og það heitir hjá veðurstofunni hér í landi ensolarado, góð tilbreyting frá rigningu síðastliðinna daga. Það má ef til vill segja að veðrið í dag sé generalprufa fyrir vorið þó enn sé rúmur mánuður í að vorið taki við af vetrinum samkvæmt dagatalinu. Við notuðum góða veðrið til að vinna í garðinum og þegar ég var búinn að fá nóg af stritinu settist ég í sólstól úti á verönd til að hvíla mig.

001

Þessi mynd er dæmigerð fyrir Portúgal núna, blómstrandi tré og nýsáin akur.

003

Nærmynd af blóminu.

 

10 febrúar 2009

Veður

Veður: 4,3/16,4° úrkoma 2,1mm. smávegis skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.

09 febrúar 2009

Rigning

Veður: 11,1/13,6° úrkoma 13,7 mm. rigning í dag.

08 febrúar 2009

Veður

Veður: 0,8/13,1° úrkoma 10,8 mm. þokuloft/rigning.

07 febrúar 2009

Bjartara

Veður: –0,3/13,1° Úrkoma 0,7 mm. Alveg þurrt í dag og frekar lítið um ský, sem var góð tilbreyting frá rigningu síðustu daga.

06 febrúar 2009

Veður

Veður: 1,9/11,6° úrkoma 10,3 mm. Skúrir/bjart

05 febrúar 2009

Veður

6,5/14,5° úrkoma 15,9mm. smáskúrir í dag,en nokkuð bjart á milli skúranna.

04 febrúar 2009

Allt á floti.

Veður: 7,4/12,9° úrkoma 30,9 mm. skúrir.

Það er búið að rigna drjúgt hér að undanförnu og vegna þess að vatnsrás, eða skurði sem á að veita vatninu úr hæðunum hér fyrir ofan byggðina er ekki haldið við fáum við óvenjumikið vatn inn í garðinn okkar.

clip_image002

Það er greinilega ekki ástæða til að hafa áhyggjur af vökvun næstu daga.

clip_image004

Spurning hvort ekki sé tímabært að skipta yfir í vatnaliljur?

clip_image006

Útrennslið úr garðinum.

03 febrúar 2009

Veður

Veður: 2,9/9,7° úrkoma 11mm. Byrjaði að rigna um hádegi og rigndi fram að kvöldmat.

02 febrúar 2009

Hún á afmæli…………

3,2/16,4 hálfskýjað.

Við mættum í leikfimi í morgunn, þó það væri afmælisdagurinn hennar Þórunnar. Við borðuðum á Torigalo í tilefni dagsins og fengum góðan mat. Ég bakaði pönnukökur þegar heim kom svo við gætum gætt okkur á rjómapönnukökum með kaffinu, Grasa var svo heppin að koma í kaffi og kunni vel að meta pönsurnar.. Miðað við tíðarfarið sem búið er að vera undanfarið, rigning flesta daga vorum við mjög heppin með veðrið í dag, talsvert sólskin og þurrt.

clip_image002

Vandi að velja.

01 febrúar 2009

Vætusamur janúar.

Veður: 7,1/16,3° ú 37,1 mm. Hálfskýjað til hádegis en þá fór að þykkna upp og talsverð rigning framundir kvöld.

Ég sá á netinu í dag að það hefur ekki rignt meyra í janúarmánuði í 30ár en í síðastliðnum janúarmánuði.