31 ágúst 2006

Bílakaup

Veður:10,4°/35,1° heiðskýrt.
Í morgunn fór ég eina ferðina enn til að láta taka blóð til rannsókar og af því maður verður að mæta fastandi í slíka athöfn fórum við strax á eftir á kaffihús til að fá okkur kaffi og brauð. Það þoldi enga bið að fá einhverja næringu.
Eftir matinn fórum við að reynsluaka Toyota Prius, sem við vorum að skoða í gær. Þórunn var mjög hrifin af að aka bílnum og það fór mjög vel um mig í aftursaætinu, en sölumaðurinn var í framsætinu til að kenna Þórunni á þetta tækniundur. Það er eiginlega allt tölvustýrt í þessum bíl, svo það tekur einhvern tíma að nýta sér þá möguleika sem hann býr yfir. Það vill til að Þórunn er tæknilega sinnuð, svo þetta vefst ekki fyrir henni. Einhvern tíman hefði ég haft gaman af að fikta í öllum þessum tökkum sem þarna eru.
Ég sagði víst þegar við fórum að stað til að skoða bíla að við værum komin út á hálan ís og það reyndist rétt hjá mér. Ég er svo oft búin að upplifa það að fara að skoða bíla og það átti eiginlega ekkert að kaupa bíl strax, en svo fer þetta bara svona eins og krakkarnir segja.
Auðvitað fer maður ekki af stað til að skoða bíla nema að vera spá í að endurnýja bílinn.
Í kvöld komu vinir okkar í heimsókn, þau Rui og Patricia. Eins og þvinlega var gaman að spjalla við þau.

30 ágúst 2006

Einn með öllu:

Veður: 11,3°/38,8 heiðskýrt.
Klukkan 10,45 átti ég að mæta hjá heimilislækninum með niðurstöðurnar úr síðustu blóðrannsókn. Ég komst inn klukkan 12,15, sem er bara eðlileg bið hér. Læknirinn var ekki ánægður með niðurstöðurnar varðandi blöðruhálskirtilinn, svo nú á að taka blóðsýni aftur á morgunn og lesa eitthvað nánar út úr því en í síðustu rannsókn, ef hann verður ekki sáttur við niðurstöðuna úr þessari rannsókn á ég að fara til sérfræðings.Ég er frekar að vona að það komi ekki til þess.
Eftir hádegi héldum við áfram þar sem frá var horfið í gær við að kinna okkur nýja bíla á markaðnum. Fyrst litum við inn hjá Skoda , en stoppuðum stutt þar, því okkur fannst þeir ekki hafa neitt á boðstólum sem við vorum að leita að. Næsti viðkomustaður var Toyota umboðið, þar átti bara svoana rétt fyrir forvitnisakir að´líta á Toyota Prius og fá að vita hvað hann kostaði. Þarna hittum við sölumann sem kunni sitt fag og kinnti okkur alla þá miklu kosti sem þessi bíll býr yfir áður en verðið fékkst uppgefið. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að við höfum fallið fyrir þessum bíl, bæði er að hann er mjög tæknilega fullkominn og fallegur. Ekki spillir að bíllin er líka mjög sparneytinn og umhverfisvænn, vegna .ess að hann er knúinn áfram bæði með rafmagns og bensínvél.
Næst lá leiðin til að reynsluaka Citren C4. Það var bara til bíll með díselvél til að reynsluaka, en við erum að leita að bíl með bensínvél, en það ætti ekki að breyta miklu.Eftir reynsluaksturinn held ég að við séum sammála um að hugsa ekki frekar um þennan bíl að sinni. Gæti verið að við hefðum verið jákvæðari gagnvart Citroen ef við hefðum ekki verið nýbúin að sitja í Priusinum.
Textinn við myndina hér fyrir neðan gæti verið "ég tek þennan".
Þarna er Þórunn við Priusinn.

 Posted by Picasa

29 ágúst 2006

Á hálum ís.

Veður: 11,5°/36,6° heiðskýrt.

Í morgunn var Þórunn vinna í garðinum, en ég var ditta hjólhýsinu, gæti verið við förum eitthvað hugsa okkur til hreifings með það þegar fer draga úr mestu hitunum. Það er mjög góður tími til ferðast um með hjólhýsið í september og október, þá er þægilegt veður og rólegt á öllum ferðamannastöðum.
Eftir kaffið hættum við Þórunn okkur út á verulega hálan ís. Við höfðm ekkert sérstakt gera, svo við brugðum okkur skoða nýja bíla. Það er sagt svo það kosti ekkert skoða og það er í sjálfu sér alveg rétt, en skoða dregur oft dilk á eftir sér.
Í dag skoðuðum við Peuegot og Citroen. Þeir eru báðir með mjög fallega og að ég held góða bíla. Ég er raunar mikill Citroen aðdáandi, síðan ég átti slíka bíla á Íslandi. Við skoðuðum Citren C4 og leist mjög vel á hann. Einnig skoðuðum við Peugeot 307 og 1007. 307 er mjög áþekkur Citren 4 og dálítið erfitt að gera upp á milli þeirra. 1007 er minni bíll og nýstárlegt við hann að hurðirnar opnast framan frá og renna aftur með hlið bílsins, sem kemur sér vel þar sem eru þröng bílastæði, þá er ekki hætta á að reka hurðirnar utan í næsta bíl þegar þær eru opnaðar.
Gæti verið að við litum á fleiri tegundir á næstu dögum, hver veit.

28 ágúst 2006

Sólgleraugu

Veður:15,8°/32,4° þoka til hádegis, bjart síðdegis.

Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan Þórunn byrjaði að svipast um eftir nýjum sólgleraugum, en það var orðið löngu tímabært að endurnýja sólgleraugunn hennar, því þó hún vildi ekki viðurkenna þá staðreynd að hún þyrfti að nota sólgleraugum með styrk fyrr en nú að hún er komin með ein slík og finnur hvað það er mikið betra.
Hún var búin að líta inn í nokkrar gleraugnaverslanir, en fann ekkert sem henni líkaði, svo þessu var alltaf slegið á frest, þar til síðastaa mánudag að það var gerð alvara úr því að velja sólgleraugu.
Það er stór og góð gleraugnaverslun í Aveiro, sem Þórunn hefur keypt af gleraugu áður og líkaði þjónustan þar mjög vel. Eins og gefur að skilja tók nokkuð langan tíma að finna einu réttu spangirnar, en það tókst að lokum, svo þurfti líka að velja glerin.
Henni var sagt að gleraugun yrðu tilbúin eftir þrjá daga, sem hefði þá átt að vera á fimmtudag ef eitthvað er að marka hvernig okkur var kennt að telja, en hér er greinilega talið öðruvísi en við erum vön. Það var sem sagt fyrst í morgunn sem hringt var og sagt að gleraugun væru tilbúin.
Við brugðum okkur í snatri í kaupstaðarfötin og renndum niður í Aveiro, það stóð heima þar biðu Þórunnar þessi fínu gleraugu, sem hún er mjög ánægð með.
Við fórum og fengum okkur að borða eftir að búið var að ganga frá gleraugnakaupunum.
Eftir matinn litum við aðeins í búð, því mér lék forvitni á að bera saman verð á leðurfatmaði, sem við sáum í gær í ferðinni um Stjörnufjöllin, en það eru margar verslanir með leðurvörur. Ég hélt í einfeldni minni að það væri verið að selja þarna á einhverskonar verksmiðjuverði, en svo virðist ekki vera, því sambærilegar flíkur voru mun ódýrai í verslun í Aveiro.
Eftir þetta héldum við niður á strönd til að fá okkur góðan göngutúr þar og ekki síðurtil að reyna sólgleraugun í réttu umhverfi, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Undir kvöld unnum við svo aðeins í garðinum.

 Posted by Picasa

27 ágúst 2006

Stjörnufjöll

Veður: 12,2°/33,4° heiðskýrt.

Í morgunn heyrðum við frá Geira og Rósu, en þau lögðu á stað akandi héðan á laugardagsmorgni fyrir rúmri viku áleiðis í sumarhúsið sitt í Svíþjóð. Þau ætla að vera þar til 20 september, en koma þá með flugi hingað. Það liggur við að það sé hægt að segja að þau hafi flogið norður til Svíþjóðar, þó þau væru akandi slíkur var hraðinn á þeim. Voru þrjá daga á leiðinni og tvær dagleiðirnar losuðu 1200 Km. Greinilegt að þarna er fyrrverandi atvinnubílstjóri við stýrið.

Við fórum í sunnudagsbíltúr í dag, aðeins í lengra lagi af sunnudagsbíltúr að vera eða rúmir 300 Km.
Í gær ákváðum við að athuga hvort nágrannar okkar þau Matthild og Manúel væru ekki til í að eyða sunnudeginum með okkur í ferð um Stjörnufjöllin, en þau státa af hæsta tindi Portugals 1993 metra háum.
Jú þau voru strax til í það, en gátu ekki lagt af stað fyrr en klukkan tíu, því þau voru vön að taka gamla konu með sér til kirkju á hverjum sunnudegi og gátu ekki lagt af stað fyrr en að afloknu því verki. Þau hafa svo sjálfsagt verið búin að tryggja henni far heim að lokinni messu.
Matthild hefur eini sinni áður komist á þessar slóðir og hún var alveg með það á hreinu að síðan eru liðin tuttugu og fjögur ár, því það sama ár fæddust tvíburar hér í dalnum sem nú eru tuttugu og fjögurra ára gamlir.
Eftir um hundrað kílómetra akstur um fallegt landslag, það var raunar mjög fallegt og margbreytilegt landslag sem við ókum um í allan dag. Hvað um það eftir þessa hundrað kílómetra stönsuðum við í bæ sem heitir Gouveja og er við rætur fjallsins, því við vorum orðin kaffiþyrst og kominn tími til að rétta úr sér.
Þetta er fallegur bær og við ákváðum að fara þangað aftur fljótlega til að skoða hann betur, því við áttum of langan akstur framundan til að geta eitt löngum tíma þarna að þessu sinni.
Nú var lagt á brattan, en það er þægilegur vegur þarna upp og víða mjög fallegt útsýni á leiðinni, enda liggur vegurinn í 1200metra hæð þar sem hann er hæstur. Það sem kom okkur mest á óvart var að sjá falleg reynitré með berjum í þessari hæð.
Þegar þessari hæð er náð er farið niður á við aftur í djúpan dal og í dalbotninum er bær sem heitir Manteikas, sem mun þíða smjör á íslensku.
Í smjördal fengum við okkur að borða áður en lagt yrði upp í ferðina á hæsta tind Portúgals, en tindurinn heitir Torre.
Þó tindurinn sé næstum jafnhár og Hvannadalshnjúkur er ólíkt um að litast á tindinum. Þarna uppi er eins og flöt heiði og á tindinum eru verslanir og veitingastaðir. Hitinn var + 20° í dag þegar við vorum þar.
Sumstaðar á leiðinni þarna upp eru gróðursnauð og hrikaleg fjöll og víða mjög fallegt.
Það eru myndir frá ferðinni inni á myndasíðunni mynni sem segja mikið meira en orð um það sem fyrir augu bar.

26 ágúst 2006

Veður

Veður: 12,7°/31,2° Þokuloft til hádegis, bjart síðdegis

25 ágúst 2006

Ný hjólreiðabraut.

Veður: 11,7°/31,4° léttskýjað.

Í dag var á dagskrá að hjóla og hér þarf sjaldan að segja ef veður leyfir.
Ég ætlaði að fara venjulega leið hér inn Vougadalinn, en það er leið sem við förum nokkuð oft, enda mjög fallegt meðfram Vouga ánni. Meðfram veginum þarna liggur járnbrautarspor sem er löngu hætt að nota. Undanfarið þegar við höfum farið um veginn höfum við séð að það var eitthvað verið að hreinsa til á járnbrautarsporinu og vissum ekki hver tilgangurinn með því gæti verið, því örugglega átti ekki að fara að nota sporið fyrir járnbraut á ný.
Járnbrautarlínan liggur aðeins hærra en bílvegurinn sem ég var að hjóla á og í morgunn kom ég auga á fólk sem var á reiðhjólum þar sem járnbrautarlínan liggur. Eftir skamma leit fann ég veg sem búið er að leggja upp á járnbrautarlínuna fyrrverandi og þá kom í ljós að það er búið að hreinsa allan gróður meðfram línunni og setja möl ofan á teinana, svo nú er kominn þarna einbreiður vegur þar sem áður var járnbrautarlína. Ég er að gera því skóna að þetta eigi að verða hjóla og göngubraut í framtíðinni. Framkvæmdum er sjáanlega ekki lokið enn, sennilega er eftir að malbika ofan á þetta malarlag sem nú er komið þarna.
Það hefur verið mikið verk að leggja þessa járnbrautarlínu á sínum tíma, því þá voru ekki komin til sögunnar þær stórvirku vinnuvélar sem við þekkjum í dag. Í þá tíð hefur þetta allt saman verið unnið með handafli, hakað, mokað og fleygað. Sennilega notuð naut til dráttar fyrir vagnana.
Á þrem stöðum á þessari leið sem ég fór voru stutt jarðgöng, en annars staðar var eins og grafinn skurður fyrir línuna, eða þá að það var hlaðið undir hana úr grjóti. Allt hefur þetta verið vandvirknislega unnið.
Á einum stað á þessari leið er mjög stór og falleg brú yfir Vouga ánna og af brúnni er mjög fallegt útsýni yfir ána.
Ég tók nokkrar myndir, sem ég er búinn að setja í myndaalbúnið mitt á netinu.
Myndin hér fyrir neðan er af grjótvegg meðfram þessum nýja vegi.

24 ágúst 2006

Brunnurinn.

Veður: 11,9°/31,5° þokuloft fyrst í morgunn, en heiðskýrt síðdegis.
Ég var að vinna í garðinum í morgunn, meðal annars sem ég gerði var að vökva gróðuinn. Við erum með brunn hér við húsið, en það er orðið lítið vatn í honum eftir svona þurran vetur og vor, svo við kaupum mest af því vatni sem við notum til vökvunar, af vatnsveitu bæjarins.
Brunnurinn er 11 netra djúpur og til að geta fylgst með vatnshæðinni í honum setti ég flotholt ofan í brunninn og svo snúru frá því sem ég þræddi í gegnum tvö hjól og að lokum í lóð sem sýnir hve hátt vatnið í brunninum er.
Þegar ég byrjaði að vökva í morgunn var vatnshæðin 60 Cm og þó ég vökvaði talsvert færðist lóðið ekkert. Þetta var talsvert grunsamlegt, svo ég fór í að kanna málið og þá kom í ljós að annað hjólið sem snúran rann í var brotið þannig að snúran var föst og því lítið að marka stöðuna á lóðinu.
Nú það þarf ekki að orðlengja það að þarna var komin gild ástæða fyrir bæjarferð, því það er ekki síður mikilvægt hér að vita hversu mikið er inni á vatnsbankanum sínum, en í Evrum í venjulega bankanum.
Bíllinn var þveginn í morgunn svo hann var glansandi fínn og heimilnu til sóma í kaupstaðarferðinni. Það gekk vel að finna hjól í stað þeirra brotnu og meira að segja slæddust með nokkrir blómapottar, sem Þórunn segir að henti mjög vel fyrir kaktusa og ekki efa ég að það sé rétt hjá henni. Hún er pottablómasérfræðingurinn á þessum bæ.
Þegar innkaupunum var lokið stakk ég upp á að líta við á McDonalds, en við lítum þar inn með reglulegu millibili, þó við getum ekki reiknað með að hitta marga á okkar aldri þar inni. Viðskiptavinirnir þar eru almennt talsvert yngri að árum en við, en við þurfum nú líka að borða þó við séum ekki unglömb lengur.
Það er verst hvað maður verður subbulegur við að borða borgarana, það er á mörkunum að það sé nægilegt að þvo sér hendurnar á eftir máltíðina, það veitti ekki af að geta skolað andlitið líka, nú það væri ef til vill rétt að bjóða upp á baðaðstöðu þarna?
Þegar heim var komið var drifið í að koma vatnshæðarmælinum í lag og þá sýndi sig að það eru bara 30 cm eftir af vatni í brunninum, svo vatninu úr brunninum verður ekki spreðað í að vökva gróður á næstunni. Við látum húsið ganga fyrir með vatn úr brunninum, vegna þess að vatnið frá vatnsveitunni er hreinsað og við viljum síður drekka það.
Efri myndin er af öðru nýja hjólinu en sú neðri er af lóðinu, en eins og sjá má er lóðið gamall múrsteinn, en hann vinnur sitt verk með prýði.


 Posted by Picasa

23 ágúst 2006

Kóngulóarvefur

Veður:12,2°/29,8° þokuloft til klukkan eitt í dag, en þá birti upp og það var heiðskýrt síðdegis.

Ég var að klippa limgerðið í morgunn þegar ég kom auga á kóngulóarvefinn sem sést á myndinni hér fyrir neðan. Það ýrði aðeins úr þokunni í morgunn, svo það sjást rakadropar á kóngulóarvefnum.
Það var eiginlega alveg synd að þurfa að eyðileggja þennan listavefnað til að geta lokið við að klippa li,gerðið, en ég á ekki von á að kóngulóin verði lengi að búa sér til nýjan vef.
Þær eru svo ótrúlega fljótar að spinna vefina sína.
Neðri myndin er bara af mjög ryðgaðri hurð sem ég kom auga á í dag uppi í Albergaria. Þetta hefur eitt sinn verið hliðið að bænum, en það er greinilega mjög langt síðan það var.


 Posted by Picasa

22 ágúst 2006

Fjörulallar

Veður: 11,2°/37,7° heiðskýrt.
Í morgunn dewif ég mig í að mála gaflinn á húsinu, þ.e.a.s. þan hluta hans sem er á milli stalla á þakinu. Það verður að standa á lægri hluta þaksins við þetta verk og þar sem það eru leirflísar á þakinu verður að gæta þess vel hvar er stigið á flísarnar. Ef stigið er á miðja flís er eins víst að hún brotni, svo það verður ávalt að stíga á endann á flísunum.
Um hádegið fórum við svo niður að strönd. Núna fórum við á strönd sem heitir Toreira, en þangað höfum við ekki komið í rúmlega eitt ár.
Við byrjuðum á að fá okkur pitsu að borða. Síðan fórum við í góða gönguferð í fjörunni og þegar við vorum orðin þreytt að ganga í sandinum röltum við um bæinn.
Það er gaman að sjá hvað það er alt orðið snyrtilegt við ströndina.
Það er greinilegt á litnum á kroppunum sem voru á ströndinni að nú er síðasta vika sumarfrísins, því nú voru allir dökkbrúnir á hörund.
Myndina af skútunni hér fyrir neðan sem siglir seglum þöndum suður með ströndinni tók Þórunn í dag. Myndin er tekin með aðdráttarlinsu, svo skútan sýnist mun nær en hún er í raun og veru.
Það eru fleiri myndir frá ferðinni í dag, ef smellt er á myndir hér til hliðar.

 Posted by Picasa

21 ágúst 2006

Veður

Veður: 10,2°/37,8° heiðskýrt.

20 ágúst 2006

Jafnrétti

Veður: 7,5°/32,1° heiðskýrt. Gola síðdegis.

Ég fór einn hjóla í morgunn, því Þórunn er slæm í baki þessa dagana og þá er ekki gott hristast á hjólinu og jafnvel einhverja óvænta sveiflu á bakið.
Svo Þórunn var heima elda kjötsúpu og kjötið í súpuna var af “hamingjusömum” hana sem Matthild grannkona gaf okkur fyrir nokkru. Það er talað um verksmiðjuframleiðslu á kjúklingum og náttúrverndarsinnum finnst það slæm meðferð á kjúklingunum, vilja þeir geti gengið um og kroppað í sig. Ég er ekki viss um kjúklingunum hennar Matthild líði eitthvað betur en hinum, þó kjúklingarnir hennar geti spígsporað í illa þefjandi kofa og þurfi berjast um matinn við aðra kjúklinga. Í stór framleiðslunni þeir sinn mat skammtaðan á ákveðnum tímum og það er þriflegt í kring um þá.
Svo er það með kjúklingana, á báðum stöðum þeir hafa engan samanburð og vita ekkert um tilveran getur verið eitthvað öðruvísi.
Aftur hjólaferðinni minni, ég hélt sem leið upp í Albergaria. Þar var mjög fáferðugt, enda klukkan ekki nema tíu morgni. Ég bara þrjár gangandi manneskjur , fyrst eldri dömu, raunar fann ég ilmvatns skýið af henni áður en ég kom auga á konuna sjálfa. Það svona flaug í gegnum hug minn hvort ilmvatnskammturinn ykist í einhverju hlutfalli við árafjöldann, því fleiri ár því meira ilmvatn. Síðan kom ég auga á tvo fullorðna menn á gangi og örfáir bílar voru á ferðinni, svo umferðin truflaði mig ekki. Það eiginlega við það væri svolítið einmanalegt ver á ferðinni.
Þegar ég kom í bæinn hans heilags lárviðarlaufs Jóa var sumt af götunum þar blómum skreyttar þ.e.a.s það var búið leggja blóm á göturnar, en slíkt er gert þegar verið er viðra líkneskin úr kirkjunum. Þá er farið með þau í skrúðgöngu.
Það leið heldur ekki á löngu þar til ég til skrúðgöngunnar, svo ég stöðvaði hjólið á meðan hún fór framhjá.
Fyrst komu einhverjir fánaberar með trúarleg tákn, þar á eftir var komið með tvö blómumskrýdd líkneski, sem fjórar manneskjur báru á börum á öxlum sér. Næstur í röðinni var svo sjálfur klerkurinn og yfir honum héldu fjórir menn einhverskonar himni, svo hans heilagleki þyrfti ekki láta sólina baka sig eins og sauðsvartur almúginn í göngunni. Svo hefur hann sjálfsagt stigið í pontu þegar inn í kirkjuna kom og prédikað, það væru allir jafnir fyrir guði sínum, eða eru sumir jafnari en aðrir? Ég get ómögulega skilið hvernig kirkja sem er boða kærleik og jafnrétti getur látið svona lagað sjást.
Næstur í röðinni var svo almúginn, en síðustu var svo stór lúðrasveit.
Næst kom ég svo við í sem heitir Angeisa og eftir ilminum í lofti dæma er þar mikill landbúnaður, sambland af súrheyi, fjósa og svínalykt, góður kokteill það.
Á bæjartorginu þarna eru nokkrir bekkir í skugga stórra trjáa. Á einum af þessum bekkjum sitja alta sömu fullorðnu mennirnir og eru sjálfsagt segja sömu sögurnar í þúsundasta sinn. Á næsta bekk sat ungt par í keleríi. Ég elskhugann í anda eftir fimmtíu ár kominn á hinn bekkinn með jafnöldrum sínum segja af sér frægðarsögur á meðan María hans sýslar við potta heima í eldhúsinu þeirra.
Þegar heim kom lagði ilminn af kjötsúpunni á móti mér út á hlað og Þórunni brást ekki bogalistin við eldamennskuna frekar en venjulega, því súpan var mjög góð.

19 ágúst 2006

Jólatréð

Veður: 12,5°/27,2° Regnskúr um hádegi en birti til síðdegis.

Fyrir um tíu árum var sú ákvörðun tekin hér í kotinu að vera með lifandi grenitré sem jólatré, að þeirri ákvörðun tekinni var skundað í næstu gróðrarstöð til að velja tré. Fyrir valinu varð dökkgrænt tré með þéttum greinum rúmur metri á hæð.
Um jólin stóð svo tréð stolt í stofunni hér í litla kotinu, skreytt með jólastjörnu, ljósum og ýmsu því sem notað er til að prýða jólatré.
Þegar þessu hlutverki trésins var lokið var ákveðið að finna því nýtt hlutverk til frambúðar á litla kotbýlinu.
Nú var því fundinn staður úti í horni á garðinum. Mikið varð tréð ánægt þegar það losnaði úr þessum þrönga potti sem það var búið að dúsa í síðustu ár.
Það hefur vaxið hratt síðan það losnaði úr prísundinni og nú er það komið upp fyrir síma og rafmagnslínur sem liggja þarna yfir.
Hér fyrir neðan er mynd sem tekin var af trénu í dag, það myndi sóma sér vel sem jólatré á bæjartorgi svo stórt er það orðið.

18 ágúst 2006

Kaupmaðurinn á horninu

Veður: 14,5°/25,6° Skúraveður fram yfir hádegi, en þurrt síðdegis.

Barnaleikgrind inni í verslun, jú það sér maður oft þar sem seldar eru vörur fyrir ungabörn, en barnaleikgrind með ungabarni í, inni í verslun er ekki algeng sjón. Þetta var nú samt það sem bar fyrir augu okkar Þórunnar í dag þegar við áttum erindi inn í verslun kaupmannsins á horninu hér í dalnum. Þar var leikgrind úti í einu horni verslunarinnar og í grindinni var hjalandi og kát tíu mánaða hnáta að leika sér, á meðan Mamman, Pabbinn, Afinn og Amman voru að störfum í versluninni og stóra systir hefur væntanlega ekki verið langt undan.
Stóra systir sem nú er sjö ára er búin að ganga í gegnum þetta ferli sem sú litla sem var í leikgrindinni í dag er að byrja.
Mamma þeirrar stuttu var líka alin upp í þessari verslun og sömuleiðis bróðir Móðurinnar.
Ég þekki sögu þessarar verslunar ekki nema fimmtán ár aftur í tímann. Þá var verslunin á neðri hæð í gömlu íbúðarhúsi. Það voru seldar helstu nauðsynjavörur til heimilisins og í einu horni verslunarinnar var bar, þar sem hægt var að fá sér í staupinu.
Þá voru börn kaupmannshjónanna með þeim í versluninni allan daginn, ýmist í versluninni sjálfri eða á efri hæðinni sem notuð var sem vörulager.
Nú síðan líða árin og kaupmaðurinn byggir við verslunina og notar gamla húsið sem geymslu eftir að hann tók nýja húsið í notkun. Í nýja húsinu er stærri og betri bar en í þeirri gömlu.
Það er líka rúm fyrir meyra vöruúrval en áður. Nú er selt smávegis af fatnaði og lítið eitt af verkfærum auk heimilisvarnings sem verið var með áður.
Svo kemur þar í sögu kaupmannsfjölskyldunnar að dóttirin verður gjafvaxta og þá biður um hönd hennar kaupmannsonur úr þorpi ekki langt héðan. Nú þetta þótti góður ráðahagur svo hann fékk stúlkuna og að hætti hérlendra var haldin glæsileg brúðkaupsveisla þegar þau giftu sig.
Skömmu áður en meyjan gifti sig var nýja verslunin tekin í notkun og þá kom tvennt til, meyra að gera í versluninni með meira vöruúrvali og líka vildu kaupmannshjónin fara að hafa það ögn náðugra en áður, svo það varð að ráði að tengdasonurinn kæmi líka til starfa í versluninni. Að sjálfsögðu hafði dóttirin hjálpað foreldrum sínum við afgreiðslu í búðinni frá því að hún náði að teygja sig upp á búðarborðið.
Að hæfilega löngum tíma liðnum frá brúðkaupinu fæddist stúlkubarn, sem stórfjölskyldan hjálpaðist að við að gæta meðfram vinnunni í versluninni og nú er sagan sem sagt að endurtaka sig.
Myndin hér fyrir neðan er af litlu stúlkunni í leikgrindinni, en ef smellt er á krækjuna myndir hér til hliðar eru fleiri myndir undir nafninu”kaupmaðurinn á horninu”

17 ágúst 2006

Arfabani

Veður: 14,3°/26,6° skúrir einkum síðdegis.
Ég var talsvert að vinna í garðinum í dag, enda allar aðstæður til þess mjög góðar. Nýbúið að rigna, svo moldin var orðin laus, en ekki hörð eins og steypa, en þannig er hún búin að vera í þessum miklu hitum sem verið hafa undanfarið. Það var líka hæfilega heitt, rétt rúmar tuttugu gráður.
Ég sló grasflötina, en mest af tímanum fór í að fjarlægja óvelkominn gróður.
Það er dálítið merkilegt með garðræktina, að það er tiltölulega lítið haft fyrir blómunum og örðum þeim gróðri sem maður kýs að hafa í garðinum sínum, en aðalvinnan liggur í að fjarlæga óvelkominn gróður sem maður vill alls ekki hafa í garðinum sínum. Mér datt í hug hvort það væri ekki nær að nefna mig arfabana en garðræktanda, því mest af vinnunni í garðinum fer í að bana arfanum.
En það er um að gera að sjá björtu hliðarnar á þessu og gleðjast yfir þeirri góðu útiveru sem arfinn sér manni fyrir og talsverðri hreyfingu, bara verst hvað það er mikið bogur við þetta.
En svo þarf ekki annað en líta á eitt fallegt blóm, þá er þetta amstur gleynt á stundinni og gott ef ég er ekki farinn að hlakka til að fara aftur á morgunn út í garð að reyta arfa svo blómin njóti sín almennilega.

16 ágúst 2006

Skógareldar.

Veður : 13,4°/22,9° skúrir.
Eftir hitana sem verið hafa undanfarið er nú komin langþráð fyrsta rigning haustsins, það er meira að segja búið að rigna talsvert mikið og það sem betra er að það er spáð skúraveðrinæstu tvo daga. Það lítur allur gróður mikið betur út þegar búið er að skola rykið af honum, allir litir verða ferskari.
Þetta er líka örugglega langþráð hvíld hjá örþreyttum slökkviliðsmönnum sem eru búnir að berjast við skógarelda í langan tíma.
Við fórum í dag að kanna svæðið í fjallendinu hér fyrir ofan okkur, þaðan sem við sáum mikinn reyk fyrir nokkrum dögum, svo mikinn að það skyggði á sólu frá okkur séð um tíma. Það hefur brunnið þarna mjög stórt svæði. Eitt þorp sem við sáum hefur verið algjörlega umkringt eldi um tíma, en það er svo að sjá að það hafi tekist að bjarga öllum mannvirkjum.
Það hefur verið ömurlegt hjá íbúum þorpsins að fylgjast með eldinum nálgast úr öllum áttum og geta lítið gert annað en vona að slökkviliðinu tækist að verja húsin þeirra og sem betur fer tókst það í þetta sinn. Það voru notaðar flugvélar til aðstoðar slökkviliðinu á jörðu niðri.
Húsið á myndinni hér fyrir neðan á Íslendingur sem bjó hér í Portúgal í mörg ár, en hann er nú fluttur til Íslands á ný, en á húsið enn. Það brann skógurinn hringinn í kring um húsið, en húsið sjálft skaðaði ekki svo ótrúlegt sem það er.
Á neðri myndinni sér í húsið á milli brunninna trjáa.



 Posted by Picasa

Neríur

Það er margt sem gleður augað á hjólreiðaferðumhérum nágrennið. Þessi fallega neríavarð á vegi mínum í gær og í örðum garði voru neríur í mörgum litum.
Ég ætlaði að láta þessar myndir fylgja dagbókinni í gær, en af einhverjum ástæðum tókst mér ekki að koma myndunum inn með textanum. Betra seint en aldrei.


 Posted by Picasa

15 ágúst 2006

Helgidagur

Veður: 11,5°/28,2° léttskýjað.

Það var frídagur hér í dag, enn einn helgidagur kirkjunnar. Eftir því sem ég komst næst er þessi dagur eitthvað tengdur Maríu mey. Í kaþólskri trú hlýtur það að létta lífið mikið hjá þeirra guði að hafa hana Maríu, því mér virðist fólk frekar ákalla hana en að vera að kvabbi í guði sínum. Hann er sjálfsagt bara ánægður með að hún skuli létta af honum einhverju af þessu amstri. Þetta gæti líka verið í stíl við heimilislífið hér, þar sem húsmóðirin þrælar myrkranna á milli án þess að karlinn rétti henni hjálparhönd. Fólk hér heldur ef til vill að það gildi sömu lögmál í efra og á heimilunum, bara um að gera að láta kerlinguna þræla nóg.

Nú er þessi hitabylgja sem verið hefur hér undanfarið gengin yfir og í dag var mjög þægilegt veður, gola og hæfilega heitt.
Nú þar sem þetta þægilega veður og frídagur fór saman var ákveðið að taka fram hjólin og fara í langan hjólatúr, svona í og með til að reyna að nudda af sér örfáum grömmum af yfirvigt sem eru að reyna að festa sig í sessi til frambúðar, en slíkt má að sjálfsögðu ekki eiga sér stað.
Það verður nefnilega alls staðar að borga fyrir yfirvigtina, í flugvélunum með beinhörðum peningum á staðnum, en þegar um yfirvigt á kroppnum er að ræða fær maður reikninginn sendan síðar í formi lélegri heilsu, en léleg heilsa kostar líka peninga og það sem verra er en að sjá af peningunum, því þar kostar hún líka þjáningar.
Þegar við vorum rúmlega hálfnuð með þennan 36 Km. hring sem við ætluðum að fara fór Þórunn að kvarta undan orkuskorti, enda kominn matartími. Nú til að reyna að bæta úr þessum eldsneytisskorti var ákveðið að svipast um eftir kaffihúsi, en það er sjaldan langt á milli kaffihúsa hér í landi. En það fór eins með þetta og þegar bíllinn er að verða bensínlaus þá finnst manni óralangt í næstu bensínstöð.
Heppnin var með okkur, því eftir tvo til þrjá kílómetra fundum við kaffi hús í litlu sveitaþorpi. Nafnið á kaffihúsinu var á skjön við staðsetningu þess, því það hét veiðikráin og því til áréttingar var einn veggurinn skreyttur með netstubb og björgunarhring.
Eins og títt er á svona stöðum í Portúgal sátu nokkrir karlar við barinn og gæddu sér á einhverjum mjöð og höfðu mjög margt og merkilegt að segja hver við annan.
Eins og líka er dæmigert fyrir svona staði var fjölskyldan að vinna þarna, foreldrar og dóttir þeirra á að giska sextán ára. Dóttirin var óvenjuhávaxin og mjög mörgum kílóum of þung, svo henni hefði ekki veitt að hjóla góðan spöl. Hún afgreiddi okkur með kaffið, en var greinilega alveg óvön, því hún hélt á bollanum í báðum höndum og einblíndi á bollan á meðan hún fetaði sig eftir gólfinu að borðinu okkar og það var alveg auðséð á svip hennar hvað henni létti mikið þegar henni tókst að koma bollanum á borðið án þess að dropi slettist á undirskálina.
Mamman kom svo örugg í fasi með samlokurnar handa okkur, á meðan á þessu stóð var pabbinn að bauka við að grilla kjúklinga í arni sem var í næsta herbergi. Sem sagt alt mjög heimilislegt.
Eftir að hafa fengið góða næringu og hvíld var ekkert að vanbúnaði að ljúka síðasta áfanganum heim.

14 ágúst 2006

Kvöldboð

Veður: 10,2°/34,4° léttskýjað.

Í dag sauð Þórunn niður tómata í sósu, en áður vorum við búin að frysta tómata, svo nú ættum við að eiga nægar birgðir af tómötum til ársins. Það sem eftir er á plöntunum núna borðum við ferska.
Við röltum til Grössu síðdegis til að kveðja þau áður en þau leggja af stað í sumarfrí. Þau ætla að vera á Algarve í 10 daga ásamt vinafólki sínu.
Í kvöld vorum við svo boðin í kaffi til Patriciu og Rui. Patricia var búin að baka köku með appelsínubragði. Kakan bragðaðist vel hjá henni, svo það var alveg óþarfi hjá hennni að vera að afsaka að kakan væri ekki nógu góð hjá sér. Svona til öryggis smakkaði hún á kökunni til að vita hvort það væri óhætt að bjóða okkur bita.
Hér er til siðs að borða kökur úr munnþurrku, en ekki setja kökusneiðina á disk eins og við erum vön að gera.
Það var gaman að spjalla við þau og við urðum margs vísari um hegðun portúgala. Þau eru talsvert gagnrýnin á hegðum og hefðir landa sinna og það hreint ekki að ástæðulausu. Það er svo margt hér sem þyrfti að færa til betri vegar.
Hér fyrir neðan er mynd af feiminni húsmóður með kökuna sína.


 Posted by Picasa

13 ágúst 2006

15 ár í Portúgal

Veður: 12,7°/37,6° heiðskýrt

Það var afmælisveisla hér í Austurkoti í dag Veislugestir auk okkar Þórunnar voru þau Geiri og Rósa, en við höfðum boðið þeim í hádegismat í tilefni þess að í dag eru fimmtán ár síðan ég flutti til Portúgal. Geiri og Rósa komu ekki tómhent, því þau færðu okkur gómsætar kökur til að hafa með kaffinu.
Steikin í hádeginu var íslenskur lambahryggur, sem þau Jónína og Guðmundur færðu okkur þegar þau voru hér á ferð í vor. Þórunn beitti einhverjum töfrabrögðum við matreiðsluna á hryggnum, svo hann bragðaðist mjög vel.
Þessi fimmtán ár hafa liðið ótrúlaga fljótt, þegar ég lít til baka.
Í maí 1991 var farið hingað til Portúgals með það fyrir augum að kaupa hús og setjast hér að til frambúðar, vegna þess að ég var orðinn sjónskertur og gat þar af leiðandi ekki unnið hvað sem var.
Það gekk vel að finna þetta hús sem við búum í enn í dag. Það hafði ekki verið búið í húsinu um tíma og það þurfti að gera á því miklar endurbætur svo það væri íbúðarhæft.
Það var samið við smið hér á staðnum um að gera endurbætur á húsinu og þeim átti að vera lokið þegar við flyttum hingað í ágústmánuði.
Það var maður hér í þorpinu sem tók að sér að fylgjast með framkvæmdum við húsið. Þegar það var haft samband við hann skömmu áður en lagt var af stað sagði hann að allt væri í lagi við skyldum bara koma eins og um var talað.
Þessi maður og kona hans sóttu okkur út á flugvöll og á heimleiðinni var farið að forvitnast nánar um hvernig vinnan við endurbætur á húsinu hefðu gengið. Þá kom það ótrúlaga í ljós að það var ekki byrjað að vinna við húsið og það var engan veginn íbúðarhæft eins og það var t.d. ekkert salerni og ekkert rafmagn hvað þá annað.
En þessi góðu hjón buðu okkur að búa hjá sér á meðan verið væri að vinna við húsið, sem við þáðum. Maðurinn gekkst svo í að koma vinnunni við húsið af stað og eftir einn og hálfan mánuð vorum við flutt inn, þó ekki væri öllum framkvæmdum lokið.
Svona var nú byrjunin á þessu ævintýri, en það fór vel að lokum eins og vera ber í góðum ævintýrum







12 ágúst 2006

Palli einn í heiminum

Veður: 12,2°/36,8° heiðskýrt.

Í nótt kom ekki þessi heiti vindur innan af háslettunni, svo það var bara logn og svalt þegar við komum á fætur í morgunn. Enda drifum við okkur út hjóla strax eftir morgunmat, við höfum látið það vera hjóla í þessum heita vindi sem hefur ráðið ríkjum hér í meira en viku.
Eftir hjólreiðarnar unnum við í garðinum, Þórunn við blómin, en ég fór í “ryksuga” grasflötina. Það var komið svo mikið af laufi og öðru lauslegu dóti sem ég náði í burtu með sláttuvélinni.

Eftir matinn gerðist Þórunn kennari. Hún tók sér kenna níu ára sonardóttur nágranna okkar mála á gler. Í dag var hún bara kenna undirstöðuatriðin og láta hana æfa sig teikna munstur á bréf.
Litla systir nemandans fékk líka blað til teikna á, svona eitthvað eftir eigin höfði.















Þegar kennslunni var lokið brugðum við okkur í stórmarkað, svona til kaupa eitt og annað smálegt.
Það var margt fólk í versluninni, eins og ævinlega á laugardögum.
Á einskonar markaðstorgi í versluninni var mjög mikið af smávörum sem verðlagðar voru á eina evru hvert stykki. Þegar við vorum búin líta aðeins á þetta, það er segja Þórunn lítur á hlutina og segir mér svo hvað er markverðast sjá, svo hún er eiginlega mín augu hluta.
Þegar við vorum búin kanna þetta aðeins sagðist Þórunn þurfa líta aðeins á snyrtivörur, svona fenginni reynslu vissi ég þetta gæti tekið drykklanga stund líta aðeins á snyrtivörur, svo ég sagðist ætla í brauð á meðan. Mér tókst finna brauðið, enda kunnugur í þessari verslun og það merkilega er brauðið er búið vera á sama stað í þessari stórverslun í mörg ár, á meðan búið er færa nær alla aðra vöruflokka fram og aftur um verslunina, svo maður fær það oft á tilfinninguna það tilgangurinn með færa til vörurnar gera mann þátttakanda í einhverjum leik sem gæti heitið gettu hvar varan sem þú keyptir í síðustu viku, er niður komin.
ég fór sem sagt kaupa brauð en þar sem ég vissi hvar það væri finna og ferðin þangað tæki ekki langa stund ákvað ég nota mér aðferð kvenna þegar þær koma í svona stórverslun og þræddi meðfram óteljandi hillum með aðskiljanlegum varningi sem ég hafði ekkert með gera. eftir langa gönguferð sem hver trimmari hefði verið stoltur af fór ég minni konu í snyrtivörudeildinni, en þrátt fyrir þrjár hringferðir þar inni og ég væri búin skoða margar konur sem þar voru mjög vel, fann ég enga sem líktist Þórunni.
var Palli virkilega einn í heiminum, þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem var í versluninni. Hvað gat ég takið til bragðs, ekki dugði fara æða um alla búð, því ég þekki Þórunni ekki í meiri fjarlægð en fimm metra.
Ég ákvað stilla mér upp á áberandi stað nærri snyrtivörudeildinni við teppastand sem þar var í þeirri veiku von hún leitaði mig uppi.
Ég var með brauðið í handkörfu og þegar ég var búin halda það lengi á körfunni hún var orðin blýþung lagði ég hana frá mér á gólfið. Til stytta mér stundir var ég virða þá fyrir mér sem gengu fram hjá og það er hreint ótrúlegt hvað fólk er misjafnt í útliti og framkomu. Þegar ég var búin virða fyrir mér ég held allar þær mann gerðir sem fyrirfinnast á þessu svæði birtist mín kona loks með gólfþvottalög í höndunum. Mikið létti mér sjá mína konu, það er alltaf gott sjá hana blessaða, en óvenjugott í þetta sinn. Ekki eru þetta snyrtivörurnar sem þig vantaði sagði ég, nei það er rétt til getið hjá þér sagði þá mín kona, ég ruglaðist aðeins á því hvar snyrtivörurnar eru, ég á eftir fara þangað. Hún var sem búin vera skoða eitt og annað smálegt á leiðinni í snyrtivörudeildina. Sem kvenna hætti fór hún eins langa leið og mögulegt var fara settu marki í versluninni.
Hvað um það við fengum það sem við ætluðum kaupa og eitthvað fleira eins og gengur. Á eftir settumst við svo niður og fengum okkur kaffibolla. Þetta varð sem sagt hin besta verslunarferð, þrátt fyrir svolítinn einmanaleika um tíma.

11 ágúst 2006

Skógareldar

Veður 14,8°/43,9° heiðskýrt.

Jafnframt þessu mikla hita sem er þessa dagana hefur verið talsverður vindur, einkanlega um nætur, sem veldur því að allt er skrælþurtt og skógarnir góður eldsmatur, enda er mjög mikið um skógarelda hér í landi í sumar eins og undanfarin sumur.
Ég lagði það á mig að horfa á fréttir í sjónvarpinu í kvöld til að fá upplýsingar um hver staðan væri varðandi skógareldana hér í landi. Ég varð að bíða fréttatímann á enda til að fá fréttir af skógareldunum. Það hafði forgang að segja frá hryllingnum í Lybanon og meintum hryðjuverkum í flugvélum. Einnig var kennslustund um hvernig ætti að fara að því að búa til vökvasprengjur og koma þeim fyrir í flugvélum, að öllu þessu loknu var hægt að mynnast aðeins á skógareldana og hvernig gengur í baráttunni við þá.
Einn slökkviliðsmaður lét lífið í nótt í baráttunni við eldinn.
Nú síðdegis loguðu eldar á átján stöðum vítt og breytt um landið. Í gær var talið að það væru eldar á ellefu stöðum, svo þetta er síður en svo að lagast. Þó það takist að ráða niðurlögum elds á einum stað er bara kominn upp eldur einhvers staðar annars staðar. Það sorglega við þetta er að talsvert af þessum eldum er kveiktur vísvitandi, eða þá orsakast að gáleysi. Það er nú þegar búið að handtaka marga sem staðnir hafa verið að íkveikjum og þannig er það á hverju ári.
Það er ekki hægt að líkja skógareldum við neitt annað en náttúruhamfarir því eldurinn eirir engu sem á vegi hans verður.
Mikið af starfi slökkviliðsins fer í að koma í veg fyrir að hús og önnur mann virki verði eldinum að bráð og sem betur fer tekst það oftast nær þó aðstæður séu erfiðar. Eins og dæmin sanna leggja menn sig í mikla lífshættu við slökkvistörfin.
Með þessum pistli set ég eina mynd frá skógareldunum síðasta sumar, en þessi mynd var tekin hér heima við hús og sýnir eldana hinu megin í dalnum okkar. Sem betur fer var þorpið okkar samt ekki í neinni hættu.
Nú er eldurinn sem er næst okkur í um tuttugu kílómetra fjarlægð héðan, en það er nógu nærri til þess að loftið er reykmettað annað slagið og um tíma í gær var lítils háttar öskufall frá eldinum.
Í þessu skógareldum sem hér brenna er það fyrst og fremst botngróðurinn sem eldurinn er í, en trén sviðna bara en brenna ekki. Ef það væri sinnt um það sem skyldi að halda skógarbotninum hreinum væri mun auðveldara að fást við slökkvistarfið og minni hætta á skógareldum.

Göngugarpur

Hér sést Þórunn á göngu með sína sérhönnuðu göngustafi.

 Posted by Picasa

10 ágúst 2006

Sérhannaðir göngustafir.

Veður: 14,4°/41,8° heiðskýrt.

Klukkan átta þrjátíu í morgunn vorum við Þórunn komin af stað í gönguferð, en þá var enn hæfilega heitt 25°.
Við völdum þessu sinni ganga eftir malarvegi sem liggur um skóginn hérna í dalnum. Það tekur okkur um fjörutíu mínútur ganga þennan hring.
Alltaf er maður með hugann við brenna sem mestu af aukaforða sem maður er búin koma sér upp, en hefur engin not fyrir. Til brenna meiru á göngunni sveiflaði Þórunn líka handleggjunum og það leiddi huga hennar því sem kallað er stafaganga. Við höfum heyrt um til góðum árangri í slíkri göngu þurfi nota sérhannaða stafi. Þórunn hannaði sína stafi sjálf, fann bara sprek við göngustíginn og braut af því svo það væri hæfilega langt fyrir hana. Þessu sveiflaði hún svo af mikilli list, eins og þrælvanur skíðagöngumaður og þar með hlýtur hún hafa aukið brennsluna umtalsvert í þessari gönguferð frá því sem hefði orðið án stafanna.

Fyrir hádegi fórum við með Geira og Rósu í gleraugnabúð í Aveiro, en þar hafði Geiri keypt sér sólgleraugu fyrir nokkru, en þau reyndust gölluð, svo var farið til það lagfært. Það þarf panta ný gler og þau verða látin vita þegar glerin eru komin. Rósu datt í hug láta mæla sjónina hjá sér þarna og viðeigandi gleraugu. Manneskjan sem mælir sjónina var ekki við þá stundina en okkur sagt hún yrði við eftir svo sem tuttugu mínútur. Við ákváðum nota tímann á meðan við biðum til okkur borða, sem við gerðum og þegar við vorum öll orðin vel södd var farið aftur í gleraugnabúðina, því átti manneskjan vera til staðar eftir því sem okkur varsagt. Nei ekki aldeilis fengum við þær fréttir hún yrði við eftir þrjá tíma, þar með kvöddum við þessa “góðu” þjónustu.

09 ágúst 2006

Heitt og langt sumar.

Veður: 16,9°/40,3 heiðskýrt.

Ég man eftir því þegar ég var að lesa bækur, þar sem verið var að lýsa því hvernig langt og heitt sumar gæti leikið bæði menn og skepnur grátt.
Þá bjó ég á Íslandi og þar er erfitt að gera sér í hugarlund að sólin geti orðið svona heit og miskunnarlaus, því á Íslandi eru sólarstundirnar svo stopular og fremur sjaldgæft að sólin skíni frá morgni til kvölds í heilan dag, hvað þá marga daga í röð.
Eftir að hafa búið hér í Portúgal á ég auðveldara með að gera mér í hugarlund hvað sólin getur orðið heit og miskunnarlaus, ef ekki er hægt að skýla sér fyrir henni.
Þetta er svo sem ekkert vandamál fyrir forréttindamann eins og mig sem ekki þarf að vera að vinna úti í þessum hita, en getur þess í stað setið inni í loftkældu húsi, eða brugðið sér niður á strönd og notið svalans frá sjónum, Það gegnir öðru máli með þá sem verða að vinna úti við þessar aðstæður allan daginn, það hlýtur að vera erfitt.
Flest allir sem fá sumarfrí hér taka það í ágústmánuði, þegar heitast er í veðri. Þeir sem búa nálægt hafinu reyna að komast niður á strönd í svalara loft eins oft og hægt er, en það er bara lítill hluti íbúa landsins sem hefur tækifæri til slíks. Það eru samt nægilega margir til þess að það er erfitt að fá bílastæði í strandbæjunum í ágústmánuði
einkanlega um helgar.
Einn fylgifiskur þessa mikla hita og þurrks eru skógareldarnir, en þeir eru mjög erfiðir viðureignar við þessar aðstæður.
Það eru skógareldar á mörgum stöðum hér í landinu núna og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra, ekki síst vegna þess að það hefur verið talsverður vindur með þessum mikla hita einkanlega um nætur.
Eftir svona langt og heitt sumar er erfitt að lýsa þeirri góðu tilfinningu sem fer um mann við að heyra fyrstu regndropa haustsins falla til jarðar.

08 ágúst 2006

Ferðalag með gestum

Veður: 15,8°/41° heiðskýrt.
Vorum á ferðalagi í dag með gestunum okkar.

07 ágúst 2006

Góðir gestir

Veður: 15,7°/41,5 heiðskýrt.

Patricia og Rui komu úr sínu vikulanga fríi í dag og tóku kanrífuglinn sinn sem við höfum verið að gæta fyrir þau. Þau voru mjö´ánægð með fríið sitt.
Síðdegis fengumvið svo góða gesti frá Íslandi. Þau heita Ásgerður og Sigurður, en hann er víst þekktari undir nafninu Diddi fiðla.
Hann var með tónleika á norður Spáni og þau voru svo elskuleg að líta til okkar í leiðinni. Þetta er raunar ekki alveg í leiðinni, því það eru nær 300 km. akstur hingað þaðan sem þau voru, en þau létu sig ekki muna um það.
Eftir kvöldmatinn fórum við með þau í gönguferð um þorpið.
Þessi mynd er af þeim hjónum Ásgerði og Sigurði.

06 ágúst 2006

Heitara g heitara.

Veður: 14,9°/43,1° heiðskýrt.
Það verður heitara og heitara í veðri núna með hverjum nýjum degi, það er vonandi toppnum náð þetta er orðið alveg nóg, en það er spáð sama hita næstu daga.
Það var dálítill reykjareimur í lofti í kvöld þegar við fórum í okkar kvöldgöngu, sem bendir til það séu skógareldar ekki mjög langt í burtu frá okkur.
Þessum mikla hita hefur líka fylgt talsverður vindur einkum um nætur, en vindurinn gerir slökkvistarfið í skógunum mjög erfitt.

05 ágúst 2006

Innivera.

Veður: 15,4°/42,5° heiðskýrt.

Eins og sjá á tölunum hér fyrir ofan var alveg þokkalega hlýtt hér í dag, svo þetta var bara góður inni dagur.
Við skemmtum okkur við þvo þvott og þrífa húsið.
Í kvöld var svo mjög góður tólistarþáttur í þýska sjónvarpinu. Þættinum var stjórnað af fiðlusnillingnum André. Þessi þáttur var tekinn upp í Vín og sjálfsögðu var leikið mikið af vínartónlist. Vínarballettinn sýndi líka listir sínar.
Eftir sjónvarpsglápið fórum við í gönguferð, en þá var hitinn kominn niður í 23° sem er mjög notalegur hiti.

04 ágúst 2006

Tröllasögur

Veður: 15,2°/39,9° heiðskírt. Í nótt og fram eftir degi var nokkuð sterkur vindur á okkar mælikvarða af landi.

Við vorum búin að ákveða í gær að fara í hjólatúr í morgunn, en aflýstum því vegna veðurs. Bæði var að það var talsverð gola og svo var líka heldur heitt strax í morgunn, svo þetta góða áform bíður betra veðurs.
Til að hreifa okkur eitthvað og komast af bæ fórum við niður til Aveiro og fengum okkur að borða. Á eftir matinn fórum við svo í búðarrölt og vorum að skoða eitt og annað hátt í þrjá tíma, en keyptum ekkert.

Grassa og Johana komu í heimsókn síðdegis. Það barst meðal annars í tal að okkur finnst börn hér í landi eiginlega vera of vernduð og að þau fái ekki að leika sér úti, eða yfir höfuð að aðhafast neitt upp á eigin spýtur. Grassa hafði þá skíringu helst haldbæra að það væru orðnar svo margar hættur alls staðar, jafnvel að börnunum gæti verið rænt. Hún náði ekki að sannfæra okkur um að þessi hætta væri það mikil að það væri réttlætanlegt að loka börnin inni. Það er ein stúlka átta ára gömul hér í nágrenninu og hún fær að fara frjáls hér um nágrennið eins og eðlilegt má telja og enn hefur hún ekki verið numin á brott.
Grassa er mikið fyrir að fá fólk til að samþykkja sínar skoðanir og svona til að hnykkja á hversu miklar hættur lægju í leyni alls staðar sagði hún okkur þessa mergjuðu sögu sem fer hér á eftir og hún trúir að sé dagsönn.
Síðdegis fyrir svo sem tveim árum var kona ein á gangi í úthverfi borga hér skammt frá þegar það stöðvar bíll við hlið hennar og svo er það næsta sem hún man að hún vaknar í baðkari fullu af vatni kældu með ísmolum og fljótlega eftir að hún rankar við sér kemur hún auga á blað með skilaboðum til hennar um að koma sér sem fyrst á sjúkrahús, því það sé búið að fjarlægja úr henni annað nýrað.
Þessari sögu trúir Grassa alveg og þó við værum að benda henni á að það væri æði margt í þessari frásögn sem ekki fengi staðist hélt hún fast við að þetta væri alveg dagsatt.
Við höfum líka heyrt fólk hér tala um að það gæti verið varasamt að fara inn á sjúkrahús, því það væri aldrei að vita nema læknunum dytti í hug að fjarlægja eitt og annað smálegt innan úr manni sem þeir gætu svo selt fyrir góðan pening.