29 ágúst 2006

Á hálum ís.

Veður: 11,5°/36,6° heiðskýrt.

Í morgunn var Þórunn vinna í garðinum, en ég var ditta hjólhýsinu, gæti verið við förum eitthvað hugsa okkur til hreifings með það þegar fer draga úr mestu hitunum. Það er mjög góður tími til ferðast um með hjólhýsið í september og október, þá er þægilegt veður og rólegt á öllum ferðamannastöðum.
Eftir kaffið hættum við Þórunn okkur út á verulega hálan ís. Við höfðm ekkert sérstakt gera, svo við brugðum okkur skoða nýja bíla. Það er sagt svo það kosti ekkert skoða og það er í sjálfu sér alveg rétt, en skoða dregur oft dilk á eftir sér.
Í dag skoðuðum við Peuegot og Citroen. Þeir eru báðir með mjög fallega og að ég held góða bíla. Ég er raunar mikill Citroen aðdáandi, síðan ég átti slíka bíla á Íslandi. Við skoðuðum Citren C4 og leist mjög vel á hann. Einnig skoðuðum við Peugeot 307 og 1007. 307 er mjög áþekkur Citren 4 og dálítið erfitt að gera upp á milli þeirra. 1007 er minni bíll og nýstárlegt við hann að hurðirnar opnast framan frá og renna aftur með hlið bílsins, sem kemur sér vel þar sem eru þröng bílastæði, þá er ekki hætta á að reka hurðirnar utan í næsta bíl þegar þær eru opnaðar.
Gæti verið að við litum á fleiri tegundir á næstu dögum, hver veit.

Engin ummæli: