Ég var að klippa limgerðið í morgunn þegar ég kom auga á kóngulóarvefinn sem sést á myndinni hér fyrir neðan. Það ýrði aðeins úr þokunni í morgunn, svo það sjást rakadropar á kóngulóarvefnum.
Það var eiginlega alveg synd að þurfa að eyðileggja þennan listavefnað til að geta lokið við að klippa li,gerðið, en ég á ekki von á að kóngulóin verði lengi að búa sér til nýjan vef.
Þær eru svo ótrúlega fljótar að spinna vefina sína.
Neðri myndin er bara af mjög ryðgaðri hurð sem ég kom auga á í dag uppi í Albergaria. Þetta hefur eitt sinn verið hliðið að bænum, en það er greinilega mjög langt síðan það var.



Engin ummæli:
Skrifa ummæli