30 júní 2006

Laukur / skrifræði


Veður: 17°/28° léttskýjað.

Morgninum eyddi ég í að flétta laukinn, en það er talið að hann geymist best þannig. Það eru fléttaðir saman nokkrir laukar, þannig að úr verði lengja sem síðan er hengd upp. Ég verð líklega bara að setja mynd með þessu til að þið skiljið betur hvað ég er að tala um.
Það er geymsluloft hér yfir húsinu og þar hengjum við laukinn upp.

Síðdegis fórum við til að borga skattinn af bílnum. Það eru ekki sendir reikningar eða gíróseðlar heim, heldur verður að fara á viðkomandi skrifstofu til að greiða skattinn.
Fyrirkomulagið hefur verið þannig að þú fórst í biðröð til að fá keypt eyðublað til að fylla út. Þegar búið var að fylla blaðið út varð að fara öðru sinni í biðröð til að fá að greiða gjaldið og fá lítinn miða sem settur er í þar til gerðan vasa á framrúðunni, svo lögreglan geti séð hvort skatturinn hafi verið greiddur af viðkomandi bifreið.
Nú er okkar fólk hinsvegar orðið svo tæknivætt að það er nóg að gefa gjaldkeranum upp númerið á bílnum og þá sér tölvan um að prenta út kvittunina, svo það þarf ekki að fara nema einu sinni í biðröðina.
Skrefið var hinsvegar ekki stigið til fulls, því nú verður að bíða í þrjár vikur eftir því að miðinn sem á að fara í framrúðuna komi í pósti, þangað til á að hafa kvittunina í bílnum.
Svona gengur þeim illa að koma sér út úr skrifræðinu.
Ég tók mynd af Þórunni þar sem hún var að bíða eftir afgreiðslu.
Gjaldkerinn sagði að myndatökur væru bannaðar þarna inni, en þá var ég búinn að smella af, en það vissi hann ekki sá góði maður.

29 júní 2006

Loforð sem stóðst.


Veður: 15°/25° léttskýjað

Við fórum í leikfimi í morgunn og höfðum gagn og gaman af. Í lok leikfimitímans var rætt um hvernig haga skyldi picnic ferð sem fara á næsta föstudag í stað leikfiminnar. Þær töluðu nær allar í einu blessaðar konurnar á meðan verið var að ræða tilhögunina á þessari ferð. Þó allir töluðu í einu og enginn virtist hlusta, þá fékkst samt niðurstaða í málið. Það á sem sagt að fara gangandi í garð sem er í næsta þorpi og þar á að grilla sardínur, en svo eiga þátttakendur að koma með drykki og eitthvað gómsætt, enda veitir ekki af að bæta sér eitthvað í munni eftir að borða sardínur. Fólki hér finnst þær yfirleitt mjög góðar en ég hef ekki lært að meta þær og eins er með leikfimikennarann, hún segir að sér finnist þær ekki góðar.

Þegar heim kom fór ég að vinna í garðinum og nú greip ég til stórtækra aðgerða gegn arfanum, ég semsagt úðaði gróðureyði meðfram öllum limgirðingum, blómabeðum og í þau beð sem blómin þola gróðureyðinn, en það verður að gæta þess vel að það fari ekki úði á sjálfar plönturnar. Þetta heitir vistvænn gróðureyðir sem ég nota, hvað svo sem það merkir veit ég ekki.
Síðdegis sóttum við svo sláttuvélina, en við fórum með hana í viðgerð í gær og var þá sagt að við mættum sækja hana í dag. Auðvitað trúðum við slíku loforði mátulega, en viti menn, hún var tilbúin þegar við komum og nú malar hún eins og köttur, einhver munur eða höktið sem var orðið á henni upp á síðkastið.
Með þessum pistli fylgir mynd sem tekin var af rós hér í garðinum í dag

28 júní 2006

Gleymska


Veður: 15°/23° skýjað til hádegis, en léttskýjað síðdegis.

Þetta er orðinn langur dagur, því við fórum á fætur klukkan 4,40 til að fylgja gestunum sem hafa verið hér niður við strönd síðustu tvær vikur út á flugvöll. Það gekk allt saman vel og við skildum við þau við innritunarborðið.
Við skriðum svo í rúmið þegar við komum heim og náðum að sofa aðeins meira.
Fyrir hádegi fórum við svo með sláttuvélina í viðgerð, því gær þegar ég var að slá grasflötina hætti hún að ganga. Það var búin að vera einhver slæmska í henni upp á síðkastið, sem svo ágerðist í gær þar til hún neitaði algjörlega að snúast lengur. Okkur var sagt að við mættum athuga með gripinn á morgunn. Það gekk ekki allt of vel á portúgölsku að útskíra hvað amaði að gripnum, en ég vona að þeir hafi skilið mig.

Eftir hádegi fórum við svo niður í Aveiro meðal annars til að kaupa afmælisgjöf handa yngsta barnabarninu, en það átti afmæli fyrir nokkrum dögum. Afa þykir leitt að vera orðin svona gleymin að muna ekki eftir afmælisdögum. Annars verð ég víst að upplýsa að það er hún Þórunn sem hefur veg og vanda af því að muna slíkt, en ég nota mér að láta tölvuna mynna mig á slíka atburði, en í þessu tilfelli gleymdi ég bara að skrá viðkomandi inn í kerfið og því fór nú sem fór.

Ég sagði frá því þegar verið var að slá hafrana á skikanum við hliðina á okkar lóð og lofaði þá að fylgjast með framvindu mála varðandi vinnuna við kornið. Í dag mættu svo hjónin til að setja kornið upp í galta, til að láta það þorna betur áður en það yrði þreskt.
Ég læt fylgja með mynd af þeim við þetta verk
Ég bað auðvitað leyfis að fá að taka mynd af þeim og það var alveg velkomið.

27 júní 2006

Afmæli


Veður: 15°/25° heiðskýrt.

Það er undarlegt fyrirbæri þessi tími, stundum finnst manni hann ekki dragnast áfram, það á sérstaklega við þegar verið er að bíð eftir að eitthvað gerist sem manni finnst skipta miklu máli.
En svo aftur á móti þegar litið er um öxl á árin sem eru liðin frá einhverjum atburði er allt annað upp á teningnum, þá finnst manni að atburður sem átti sér stað fyrir mörgum árum hafi gerst í gær, eða allavega finnst manni stutt síðan atburðurinn átti sér stað.
Ég er að velta vöngum yfir þessu með tímann, því hún dóttir mín á fimmtugsafmæli í dag og það finnst mér eiginlega ekki ganga upp á nokkurn handa máta. Fyrir það fyrsta er hún enn stelpan mín og í öðru lagi, þá er ég bara hreint ekkert gamall, eða hvað, getur verið að ég sé aðeins farinn að reskjast, ef svo er þá er það eitthvað sem ég veit ekki um eða við ekki vita.
Allavega man ég mjög vel eftir þeim degi þegar litla krílið hún dóttir mín kom í heiminn að mér finnst fyrir ekki svo löngu.
Þá bjuggum við hjónaleysin í einu herbergi á selfossi með aðgangi að eldhúsi, þætti víst nokkuð þröngt í dag. Það var meiningin að fæðingin ætti sér stað í Reykjavík, en sú litla tók fram fyrir hendurnar á foreldrunum og kom sér ´´i heiminn rúmri viku fyrr en ráðgert var.
Konan fór að fá hríðir klukkan sex um morgunn og þær svo sterkar að það var fyrirséð að það ynnist ekki tími til að komast til Reykjavíkur.
Það bjó ljósmóðir í næsta húsi við okkur, svo ég fór og vakti hana og hún brá skjótt við og kom yfir til okkar. Síðan fór ég og vakti líka móðir mína svo hún gæti verið okkur til halds og trausts. Það næst var kallaður til læknir svona til öryggis, þó allt gengi eðlilega fyrir sig.
Litla stúlkan var svo komin í heiminn um hálf ellefu minnir mig.
Á þeim árum þótti ekki við hæfi að feður væru viðstaddir fæðingar,, svo ég mátti gjöra svo vel og híma í eldhúsinu meðan á fæðingunni stóð.
Það er ótrúlegt að það skuli vera liðin fimmtíu ár frá þessum atburði, en mest er um vert að enn er þessi stúlka yndisleg og hefur verið frá fyrsta degi.
Þar sem við vorum fjarri góðu gamni og gátum ekki samfagnað með dóttur minni í dag héldum við smáveislu fyrir okkur með því að fara út að borða á góðum veitingastað.
Þar sem dóttir mín er mikil útivistarkona þykir mér við hæfi að láta fylgja þessum skrifum mynd sem tekin var af henni á Hornströndum

26 júní 2006

Kornskurður


Veður: 15°/22° Skýjað.

Eins og svo oft áður eyddi ég talsverðum tíma fyrir framan tölvuna í dag.
Um miðjan daginn sleit ég mig samt frá tölvunni og hjólaði 35 Km, sem var mjög hressandi. Ég hjólaði þessa sömu leið fyrir um það bil tveim vikum og það sem kom mér á óvart núna var að sjá hvað maísinn hafði vaxið ótrúlega mikið á þessum tveim vikum.

Í kvöld var verið að slá korn á spildu sem liggur að okkar lóð.
Ekki var nú verið með stórvirk tæki við þetta, enda ekki hægt að koma þeim við á svona litlu landi. Það var notuð handstýrð sláttuvél og það þurfti tvo menn til að vinna þetta verk, annar stjórnaði vélinni, en hinn varð að fjarlægja hafrakornið af vélinni.
Síðar á svo að koma með annað tæki til að þreskja kornið, ég vonast til að ná mynd af þeirri athöfn svo þetta geti orðið framhaldssaga hjá mér.

25 júní 2006

Gamli og nýi tíminn.


Veður: 15°/21° skýjað.

Dagurinn í dag var að mestu tekin í að fara í ferðalag með gestina frá Vopnafirði sem gista niður við strönd í ferðalag. Við eigum okkur nokkurskonar Gullfosshring fyrir okkar gesti. Á þeim hring er engan foss að sjá og þaðan af síður gjósandi hver. Þarna er engu að síður mjög fallegt útsýni víða á leiðinni meðal annars yfir gróðursæla dali með þorp upp um allar hlíðar ekki síður en í dalbotnunum. Toppurinn er svo að ná toppnum en þarna er næst hæsti tindur Portúgals 1076 m hár. Það þarf samt ekki að leggja á sig nema sem svarar 100 m göngu til að komast á toppinn, því góður vegur er nær alla leið. Það lögðu samt ekki allir í hópnum í að ganga þessa fáu metra sem ávantaði til að komast alla leið.
Þarna utan í fjallinu eru ævagömul hús sem hlaðin eru úr grjóti og það er nánast eins og að fara nokkrar aldir aftur í tímann að koma þarna. En greinilega er nútíminn ekki langt undan, því yfir fornlegasta þorpinu gnæfa nú tröllauknar vindmyllur, sem eru sjálfsagt tákn um breytingar.
Þarna mætti ég á götu fullorðinni konu í svartri skikkju, en slíkar flíkur hafa verið notaðar þarna í aldaraðir. þessar skikkjur eru með hettu og eru mikið notaðar af þeim sem sitja yfir búsmalanum úti í haga, það veitir ekki af að eiga skjólgóðar flíkur þarna uppi yfir vetrarmánuðina.
Ég mætti líka öðrum fallegum tvífætlingi á göngu minni þarna og hans forfeður eru örugglega búnir að eiga búsetu þarna frá fyrstu tíð, en þessi tvífætlingur var gullfalleg og skrautleg hæna í skemmtigöngu.
Eftir príl á fjallstoppa og um þröngar götur þorpanna var komin tími á að fá sér einhverja hressingu svo það var farið inná stórt kaffihús sem er þarna í stærsta þorpinu.
Það leyndi sér ekki þegar kom inná kaffihúsið að við erum í landi fótboltans og að nú stendur yfir fótboltamót í Þýskalandi og við vorum einmitt á útsendingartíma eins leiksins, því allir gestirnir sátu þannig að þeir gætu fylgst með útsendingunni í sjónvarpi staðarins. Það hafa ekki nærri allir aðgang að þessum útsendingum á heimilum sínum og þá er brugðið á það ráð að fara á kaffihús, en þau eru flest með sjónvörp og sjá sér hag í að sýna frá þessum leikjum til að auka aðsóknina.

24 júní 2006

Stéttarbróðir


Veður: 16°/21° skýjað.

Ég vil byrja á að benda á að ég er komin með myndageymslu á netinu og með því að smella á myndir á heimasíðunni á að vera hægt að skoða myndirnar mínar. Það eru bara örfáar myndir komnar inn, en ég vonast til að bæta inn myndum með tímanum.
Ein myndin sem er þarna og með þessum skrifum tók ég í dag þegar við vorum að ferðast. Það er búið að setja upp styttu af svona líka gerðalegum járnsmið á einu hringtorgi sem við fórum um.
Þetta fékk mig til að hugsa nokkuð mörg ár aftur í tímann þegar ég vann við eldsmíði, en ég veit ekki betur en ég sé síðasti neminn í þeirri iðngrein á Íslandi.
Það er gaman að hafa átt þess kost að kynnast þessari atvinnugrein sem nú heyrir til liðinni tíð.
Frá þessari iðn er komið máltækið”hamra skaltu járnið heitt að hika er sama og tapa”
Það var mikil ögun og áskorun í því fólgin að hita járn og móta það á meðan það var heitt, því þar skipti hver sekúnda miklu máli, ef maður hikaði gat það kostað að það þurfti fleiri hitanir en nauðsynlegt gat talist.
Mistök máttu helst ekki eiga sér stað, því það gat reynst erfitt að lagfæra hluti ef eitthvað var gert rangt í byrjun.
Það reyndi líka á þolið þegar verið var að hamra stór járnstykki með þungri sleggju. Þegar verið var að slá til mjög stór stykki voru tveir með sleggjur og sá sem stjórnaði smíðinni var með hamar og sló með honum á járnstykkið þar sem sleggjan átti að koma með sitt þunga högg og stjórnaði líka með því taktinum, það var mjög mikilvægt að halda góðum takti.
Lotunni lauk þegar járnið var farið að kólna svo mikið að það þurfti að hita það á ný og þá var það oft gert sér til gamans að biðja þá sem voru búnir að þrælast með sleggjurnar um að flauta lagstúf, en venjulegast voru menn of móðir til að geta blístrað.
Það var notalegt á köldum vetrardögum að standa við aflinn, en aftur á móti gátu svitadroparnir orðið að lækjum á heitum sumardögum.

23 júní 2006

Á förnum vegi

Veður: 15°/22° þoka til hádegis en léttskýjað síðdegis.

Vorum á flandri í dag og niður við strönd sá ég þessa konu og stóðst ekki að stelast til að taka mynd af henni, þar sem hún var að spjalla við vinkonu sína.


22 júní 2006


Veður: 15°/27° þoka í lofti fyrst í morgunn, en entist ekki nema rétt á meðan ég var að opna augun almennilega, en þegar ég var búinn að ná því að opna augun almennilega með aðstoð kaffibolla stóð það á endum að það var orðið heiðskírt og er þannig enn þegar þessi pistill er skrifaður.

Það er gallinn við að skrifa svona dagbók að það neyðir mann til að horfast í augu við það hversu litlu er komið í verk á hverjum degi. Áður en ég byrjaði þessi skrif stóð ég í þeirri góðu trú að ég væri að afreka býsna miklu á hverjum degi, en þegar ég lýt á þetta svona svart á hvítu er myndin allt önnur.

Stærsta verkefni dagsins var að háþrýsti þvo veröndina, svo nú er hún alveg glansandi fín. Fyrir þá sem ekki vita verð ég að upplýsa að það er brotamarmari á veröndinni í stað flísa.

Síðdegis fórum við í smá útréttingar bæði að þörfu og minna þörfu.

Myndirnar sem fylgja með þessum pistli tók ég hér úti í garði í kvöld. Hortensíurnar eru þvílíkt stórar og fallegar núna.

21 júní 2006

Svanur í vígahug

Posted by Picasa

Ekki á vísan að róa.

Veður: 13°/26° þoka til klukkan tíu, en eftir það sólskin.

Það er eins gott að láta sér ekki detta í hug að skrifa dagbókina sína fyrirfram, eftir því sem búið er að ákveða að gera næsta dag.
Þetta fékk ég að reyna í dag. Það var búið að gera pottþétta áætlun með dagskrá dagsins í samráði við gestina. Það átti að byrja daginn á að fara á markaðinn í Albergaria og
Í framhaldi af því átti að fara í ferðalag til Caramulo og skoða þar bílasafn og gömul hús ásamt fleiru.
Við vorum vinsamlegast beðin að vera tilbúin ekki seinna en klukkan níu, sem við lofuðum að reyna og tókst. Klukkan var að verða tíu án þess að nokkuð heyrðist frá okkar góðu gestum, en þá hringdi síminn og okkur var sagt að það væri búið að breyta dagskránni. Það var enn á dagskrá að fara á markaðinn, en hætt við frekari ferðalög, því herrarnir í hópnum vildu ekki missa af fótboltaleik í sjónvarpinu.
Þau sögðust vera að leggja af stað þegar þau hringdu og yrðu komin eftir hálftíma, sem hefði staðist með ágætum ef þau hefðu ekki villst af réttri leið og það svo rækilega að þau voru nær klukkutíma lengur en eðlilegt mátti teljast og væru sennilega enn að villast ef þau hefðu ekki hringt og fengið gefið upp hvar þau væru stödd eftir lýsingu sem þau gáfu af umhverfinu, en þá voru þau skammt hér frá Austurkoti.
Að lokum tókst fólkinu að komast á markaðinn og hafði mikla ánægju af og keypti einhvern slatta.
Að markaðsferðinni lokinni kom Þórunn við á grillstað og keypti grillaða kjúklinga og franskar og ég bjó til salat og með þennan kost var slegið upp veislu í góða veðrinu hér á veröndinni.

Þar sem í dag er sumardagurinn fyrsti hér í landi ákváðum við að fara með gestinn sem er hjá okkur í stutt ferðalag hér um nágrennið. Fyrst höfðum við viðkomu í bæ sen heitir Sever Do Vouga. Þar skoðuðum við okkur um og fengum okkur kaffisopa. Þaðan og í næsta bæ sem heitir Vale de Cambra er mjög falleg leið og sérstaklega er útsýnið yfir dalinn mjög fallegt. Í bænum er ein gömul járnvöruverslun sem er gaman að koma í því hún er látin halda sínu upprunalega sniði.
Þarna í bænum er falleg tjörn og í henni var fallegt álftapar og steggurinn var mjög vígalegur ef við nálguðumst þau og ýfði þá vængina svo hann sýndist stærri og meiri.

Garður í Sever do Vouga

 Posted by Picasa

20 júní 2006

Eyjólfur

Veður: 15°/25° þoka til hádegis, en bjartviðri síðdegis.

Þetta var ömurlegur dagur í dag hjá arfanum sem búin var að koma sér vel fyrir í garðinum okkar, því það var svo þægilegt veður til að vinna úAti, sólarlaust og hæfilega heitt. Ég notaði þetta þægilega veður til að ráðast með offorsi að arfanum og fjarlægja hann hvort sem honum líkaði betur eða verr.

Eyjólfur fjallabúi kom í heimsókn í dag. Það lá vel í honum, hann er mjög ánægður með að Villi vinur hans skuli vera orðinn borgarstjóri í Reykjavík.
Ég læt fylgja með mynd af Eyjólfi þar sem ánægjan skín af honum með frama vinar síns. Ég hef aðeins verið að hrella hann með því að ég væri ekki sáttur við hvað vinur hans væri rólegur í tíðinni.

19 júní 2006

Verslunarferð

Veður: 17°/22° þokuloft fram yfir hádegi, en birti upp síðdegis.

Í dag var unnið í garðinum til hádegis. Meðal annars var lokið við að taka upp laukinn. Laukuppskeran er mjög léleg í ár, það er gott að eiga ekki afkomu sína undir því komna að uppskeran bregðist ekki.

Eftir hádegi var gerður út leiðangur með gestunum sem eru niður við strönd til að ná í tösku sem varð eftir á færibandinu í flugstöðinni í Porto þegar þau komu hingað
Það var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi og nota ferðina til að líta inn í mjög stóra verslunarsamstæðu sem er skammt frá flugvellinum. Það var verið í nær þrjár klukkustundir þarna inni, en mjög lítið var verslað.
Það gekk vel að hafa upp á töskunni.

18 júní 2006

Tilraunaferð

Veður: 17°/25° Þoka í lofti fyrst í morgunn, en sólin komst fljótlega í gegn.

Eftir hádegi fórum við í sunnudagsbíltúr. Þetta var eiginlega frumraun hjá mér hvort ég væri búin að læra almennilega að velja leiðir og setja inn á GPS kerfið í fartölvunni og jú viti menn þetta gekk upp. Kerfið vísaði okkur réttu vegina, þó þetta væru krókóttir sveitavegir og í gegnum smáþorp með tilheyrandi vinkilbeygjum.
Þessi leið sem ég valdi liggur hér inn í land um fjallendi, víða sér maður yfir fallega dali og hæðardrög í fjarska. Ég reyni að setja inn eina mynd með þessu, sem ætti að lýsa útsýninu betur en orð.
Víða eru hlíðarnar svo brattar að það þarf að stalla þær til að rækta á þeim.
Auðvitað er enginn alvöru sunnudagsbíltúr án þess að koma við á kaffihúsi og fá sér kaffisopa og hlusta á skvaldrið í innfæddum.
Á eftir kaffisopanum fengum við okkur svo smá göngutúr og þá tók ég þessa mynd af gosbrunni bæjarins.

Í kvöld sáum við í sjónvarpinu og hlustuðum aðallega á í beinni frá Berlínar filharmoniunni á útitónleikum í Þýskalandi. Ég er nokkuð oft búin að hlusta á þessa Jónsmessutónleika þeirra í beinni útsendingu og þeir eru alveg frábærir.













17 júní 2006

Matardagur

Veður: 19°/22° þokuloft, en þurrt.

Matardagur verður yfirskriftin fyrir þennan dag.
Við fórum með Vopnfirðingunum út að borða í hádeginu á góðan veitingastað.
Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem við förum með fólki sem er í heimsókn hjá okkur á þennan stað, enda er alveg óhætt að mæla með honum, því maturinn og þjónustan þarna er mjög góð. Þeir brugðust ekki heldur í dag. Það voru allir mjög ánægðir með matinn.
Við vorum einu gestirnir í byrjun, svo það er óhætt að segja að við höfum haft þjón á hverjum fingri.
Einn þjónninn var mjög líflegur og reitti af sér brandarana.
Eftir matinn kom svo allur hópurinn með okkur heim í Austurkot og þegar hæfilega langt var liðið frá hádegismatnum var farið að fylla upp í holur sem farnar voru að myndast í mögum gestanna með einhverju snarli.

16 júní 2006

Karlagrobb

Veður: 160/25° Bjartviðri til hádegis en gerði góða dembu síðdegis.
Posted by Picasa
Kominn föstudagur einu sinni enn og þar með tímabært að mæta í leikfimi. Ég fékk gott hrós frá leikfimikennaranum, þegar hún sagði” sjáið þið Palli gerir þessa æfingu auðveldlega meðan þið gamlingjarnir ráðið ekki við þetta”, en ég er aldursforsetinn í hópnum.

Vann í garðinum í morgunn, meðal annars við tómatplönturnar, en þær hafa tekið mjög vel við sér eftir að það fór að rigna. Fyrstu tómatarnir eru að koma í ljós, en það eru enn nokkrar vikur í að þeir verði fullþroskaðir.
Ég tók líka upp lauk úr einu beði, en hann er orðinn fullvaxinn og nú liggur fyrir að flétta hann saman á stráunum svo hægt sé að hengja hann upp til geymslu. Lauksprettan er fremur léleg í ár.

Síðdegis fórum við með pakka í póst og litum inn í íbúðina hjá geira og Rósu. Þar var allt eins og vera ber.
Jósep gesturinn okkar var með í ferðinni og að loknum útréttingum bauð hann okkur á kaffihús. Að lokinni kaffidrykkju fórum við í bíltúr um nokkur þorp hér í nágrenninu.

15 júní 2006

Endurskinsmerki

Veður: 16°/26° heiðskýrt til hádegis, en skýjað af og til síðdegis.

É endaði skrifin í gær á því að segja að við værum að leggja á stað til að sækja gesti út á flugvöll. Þetta er vinafólk Þórunnar frá Vopnafirði, alls þrettán manns.
Þau tóku níu manna bíl á leigu og verðaa með hann meðan á dvölinni stendur. Við vorum ekki komin með þau í íbúðirnar sem þau hafa til umráða fyrr en um miðnætti. Þá var fólkiðorði nokkuð lúið eftir langt ferðalag, en samt hresst í bragði.
Aldursforseti hópsins gistir hjá okkur.
Við fórum síðdegis að athuga hvernig fólkinu liði, þá voru allir orðnir hressir og komnir út í sólskinið. Það glampaði svo á kroppana að það lá við að maður fengi ofbirtu í augun.
Við fórum með þeim til að sýna þeim hvar væri best að kaupa sér í matinn og aðeins að kenna þeim á umhverfið.


Í morgunn var ég svolítið að vinna í myndunum mínum og sé að ég á nær allt ólært í þeim efnum, en það er gott að eiga verkefni til að grípa í.

14 júní 2006

Sex góð ár með Þórunni.


Veður: 16°/26° alskýjað fyrst í morgun, en eftir hádegi tókst sólinni að láta sjá sig af og til.
Það rigndi talsvert í nótt, en það voru ekki hreinir og tærir regndropar eins og þeir eiga að vera, heldur fylltir með sandi eða ryki. Í hvítu vaskafati sem var hér úti á verönd var talsvert af sandi á botninum. Það var gult ryklag á öllu sem var úti og hafði rignt á. Sennilega er þetta ryk komið frá Sahara.

Það er hátíðisdagur hér í kotinu í dag, því í dag eru sex ár síðan Þórunn flutti hingað. Þetta eru búin að vera sex ljúf og góð ár í alla staði og eiginlega alveg ótrúlegt að árin sem hún hefur verið hér skuli vera orðin sex. Þetta hefur liðið svo hratt, en það er alltaf svo að ef manni líður vel og er að gera eitthvað skemmtilegt líður tíminn mjög hratt.
Í tilefni dagsins var auðvitað farið út að borða á góðu veitingahúsi og á heimleiðinni var komið við í búð og keyptar nýjar buxur á bóndann.

Fólkið frá Vopnafirði sem við erum búin að útvega íbúðir niður við ströndina er að koma í kvöld. Við fórum í dag að líta á hvort allt væri í lagi með íbúðirnar og við keyptum líka smávegis af mat handa fólkinu til að hafa í kvöld, því þau koma það seint að það verður búið að loka verslunum.
Það var nú Portúgalska lagið á því með aðra íbúðina, það var eitthvað verið að lagfæra vegg í henni og það var svo seint byrjað á því að það vannst ekki tími til að mála vegginn. Það ætti ekki að koma að mikilli sök, því trúlegast verður fólkið mest úti við.
Nú verð ég að slá botninn í þetta, því við erum að fara út á flugvöll að taka á móti fólkinu.

13 júní 2006

Þrumugnýr


Veður: 15°/22° þrumuskúrir.

Loksins loksins kom langþráð rigning.
Um miðnætti í gærkvöldi fór að heyrast þrumugnýr í fjarska, sem svo færðist nær og nær og þessu fylgdi mikil ljósadýrð, að lokum kom svo hressileg rigning. Það er svo búið að vera þrumuveður af og til í dag, n það hefur ekki rignt mikið enn sem komið er.
Mér tókst að slá grasflötina á milli skúra og hreinsa burt arfa.
Þórunn notaði sér að vera inni og gera hreina eldhússkápana, auðvitað með hraða eldingarinnar.

Það er nú svo, þó það sé lengi búið að bíða eftir að það byrji að rigna, að þá skapar rigningin viss vandamál. Nú eigum við von á gestum á morgunn sem eru hingað komnir til að vera í sól og góðu veðri. Þeir verða sennilega að sætta sig við skúraveður fyrstu dagana.

Það eru líka skólaslit í skólanum hér í dalnum í dag og þá er vani að börnin fari í skrúðgöngu frá skólanum að lítilli kapellu, en skrúðgöngunni var aflýst að þessu sinni.
Það var nokkur mannfjöldi við kapelluna að hlusta á hljómsveit leika og ég er helst á því að þeir hafi bara kunnað eitt lag, að minnsta kosti var það leikið mjög oft á meðan við vorum þarna.
Við fðórum til að skoða þetta, það var búið að skreyta fyrir framan kapelluna með blómum og sömuleiðis voru stytturnar af Maríu og heilögum Antonio blómum skrýddar.











12 júní 2006

Forréttindi

Veður: 15°26° þokumóða í lofti.

Guðmundur og Jónína þáðu boð okkar frá í gær um koma til okkar í morgunkaffi í morgunn áður en þau legðu upp í ferðina áleiðis til Faro. Það var gaman spjalla við þau eins og ævinlega.
Ég hjálpaði Guðmundi við þrífa bílaleigubílinn, hann var orðin rykugur eftir þriggja vikna notkun.
Næst sjáum við þau í september, þegar þau koma til ganga frá kaupunum á jörðinni sinni.

Þegar þau voru farin fórum við vinna í rósabeðinu. Það þykir ekki við hæfi láta sjást mikið af illgresi í rósabeði. Arfinn á ákaflega b´gt með skilja svona mismunun, hann gerir sitt besta til vera fallegur og það þarf ekkert dekra við hann til dafna og jafnvel koma með falleg en smá blóm, en aftur á móti þarf vera dekra við rósirnar. Það þarf gefa þeim áburð, klippa þær til og vökva svo þær verði fallegar. Það þarf líka fjarlægja keppinauta um fæðuna frá þeim eins og arfann. Svo hreykja þær sér bara hátt með hroka og horfa niður á arfann með lítilsvirðingu.
Gæti þessi lýsing átt sér hliðstæðu í mannlífinu?

Síðdegis fórum við svo til útrétta ýmislegt, sem gekk bara vel.

11 júní 2006

Hjólað

Þessi mynd átti að fara með pistlinum "Sigurvegari"
Þarna sér yfir maísakur. Posted by Picasa

"Sigurvegari"

Veður: 14°/28° heiðskýrt.

Þórunn lauk við lagfæra málninguna í stofunni í morgunn, svo ætti stofan vera vel útlítandi
Ég dreif mig hjóla, en Þórunn fór ekki með þessu sinni.
Það var mjög gott veður til hjóla í dag alveg hæfilega heitt og aðeins gola. Það er segja, það var orðið hæfilega heitt klukkan hálf ellefu þegar ég lagði af stað.
Ég hjólaði 35 Km. Þetta var á messutíma og víða margir bílar fyrir utan kirkjurnar, enda er kirkjusókn hér mjög almenn. Ég var reyna telja það saman í huganum hvað það væru margar kirkjur og kapellur við þennan 35 Km. hring sem ég hjólaði og ég er helst á þær séu minnsta kosti fimmtán og þar til viðbótar eru fimm eða sex stykki hér í ValeMaior, eða Stóradal.
Það var hjólreiðakeppni hjá fólki yngra en 23ára í Albergaria í dag, svo ég var víst ekki gjaldgengur þar en fékk samt gott klapp sem sigurvegari í keppninni. Var einhver tala um ég væri ellilegur?
Þetta atvikaðist þannig leið mín eftir þeirri götu sem endamarkið var í og skömmu áður en ég kom endamarkinu stóð húsmóðir úti í dyrum á sínu húsi með sína sparisvuntu og dró ekki af sér við klappa fyrir mér og hefur sjálfsagt staðið í þeirri meiningu ég væri sigurvegarinn, því keppendurnir voru rétt ókomnir.

Eyjólfur kom í kaffi í dag.
Guðmundur og Jónína komu um sexleitið og buðu okkur út borða. Það var ákveðið far á góða veitingastaðinn hér upp með ánni, en Guðmundi er enn í fersku minni hvað hann fékk góða steik þar síðast þegar hann borðaði þar. Þegar við komum á staðinn var hann lokaður, svo það var snúið aftur og ákveðið finna góðan stað í Albergaria, en það var sama sagan þar LOKAÐ. var okkur hætt lítast á blikuna og ákváðum fara til Aveiro, en ákváðum athuga hvort þriðji besti veitingastaðurinn í Albergaria væri opinn, því leiðin framhjá honum. Heppnin var með okkur, það var opið og allir voru vel sáttir við mat og þjónustu.
Guðmundur og Jónína eru búin vera vinna við þrífa og mála húsið sem þau keyptu innanverðu. Þau eru búin sofa þar í nokkrar nætur og eru mjög ánægð með allt þarna. Á morgun leggja þau svo af stað til Íslands, en þau eiga flug frá Algarve á þriðjudag.

10 júní 2006

Tveir dropar

Veður: 18°/25° þokuloft fram yfir hádegi, en léttskýjað síðdegis. Það meira segja duttu tveir regndropar á mig í morgunn, meiri varð vætan ekki í dag.

Ég var vinna í garðinum í morgunn snyrta til kartöflugarðinn eftir hafa tekið upp kartöflurnar. Einnig snyrti ég til eftir bóndabaunirnar. Þórunn var líka vinna við blómin.
Við lukum við mála hliðina á húsinu sem snýr út í garðinn. Ég málaði sökkulinn, en það urðu einhverjir helgidagar í því hjá mér, sem Þórunn lagfærði. Þórunn er líka lagfæra málningu á stofunni, svo húsið ætti verða gott bæði innan og utan.

Við fórum á kaffihús í dag í tilefni þess Fjóla dótturdóttir Þórunnar varð fjórtán ára í gær. Mér finnst þetta vera mjög góð hefð sem við erum búin koma okkur upp fara á kaffihús ef einhver í fjölskyldunni á afmæli. Það er svo góð afsökun fyrir því fara á kaffihús.

Mér tókst ekki koma myndum inn á dagbókina mína í gær, en ég ætla reyna aftur núna, vona það takist í þetta sinn.

09 júní 2006

Sultardropar/svitadropar

Veður: 18°/25° talsvert skýjað.

Leikfimi í morgunn og þar var okkur boðið vera með í árlegri ferð sem farin er með eldri borgara, sem eru í leikfimi. Við fórum í svona ferð í fyrra og þá var farið í stórt íþróttahús og þar voru saman komnir eldri borgarar af stóru svæði, ég gæti trúað þarna hafi verið um 200 manns. Þarna var farið í ýmsa leiki og lokum var matur fyrir alla þátttakendur. Við getum ekki verið með þessu sinni, því þennan sama dag eru fara frá okkur gestir sem við þurfum fara með út á flugvöll.

Eftir leikfimina fór ég í taka upp kartöflurnar, því það var mjög gott vinnuveður í dag ekki nærri eins heitt og verið hefur undanfarna daga. Það var ekki stór spildan sem við settum niður í og þar afleiðandi ekki mikið verk taka upp.
En meðan ég var fást við taka upp kartöflurnar reykaði hugurinn til liðinna ára þegar ég var í sveit og hvernig staðið var kartöflurækt á þeim tíma og við þær aðstæður. Fyrst þegar ég man eftir var garðurinn stunginn upp með gaffli, en síðan kom plógur, sem tveim hestum var beitt fyrir og þótti það mikil framför. Síðar upplifði ég plægja garðinn með dráttarvél.
Ég man kartöflurnar voru settar í spírun á plötur sem voru í risinu á fjósinu, Það var góður staður til slíks, því þar var alltaf notalega hlýtt. Fjóskisurnar héldu sig líka mikið þarna uppi, því þeim var ekki hleypt inn í bæinn nema einni hefðakisu, sem naut einhverra forréttinda.
Þegar ég var taka upp í morgunn var moldin svo hörð eftir langvarandi þurrk ég þurfti höggva hana upp með til þess gerðum gaffli. Aðstæður hér hafa kennt fólki þróa gaffal sem hentar vel þessum aðstæðum. Í Flóanum þar sem ég er uppalinn var notaður gaffall sem stigið var á, enda moldin alltaf rök og mjúk og oftar en ekki of rök, vegna mikilla rigninga.
Það var líka mikill munur á hitastigi hausti til á Íslandi og hér um hásumar, þá var maður stundum með sultardropa á nefinu, en hér voru það svitadropar og þó var klæðnaðurinn aðeins hýrabolur og stuttbuxur.

Síðdegis brugðum við okkur af bæ, fórum niður í Aveiro í smáútréttingar Meðal annars spurðum við hvernig gengi með viðgerðina á sjónvarpinu hans Geira og Þórunn kom við í gróðrarstöð til kaupa nokkur blóm og gróðurmold.
Á heimleiðinni litum við inn á kaffihús til góðan kaffisopa og kökubita.

08 júní 2006

Málað

Veður: 18°/28° heiðskýrt.

Fórum á fætur klukkan fimm í morgunn, því nú var komið að því að okkar góðu gestir legðu á stað áleiðis heim til sín með viðkomu í London hjá syni Nonna
Þau lögðu af stað héðan fyrir klukkan sex og þá var rétt að birta, en það var nær því að vera myrkur klukkan fimm.
Manni finnst eiginlega að þegar verið er að kveðja góða gesti að það sé eins og þeir hafi komið í gær, þó þeir séu búnir að vera í viku tíminn líður svo hratt.
Við lögðum okkur aftur eftir að þau voru farin..
Þegar það var orðið hæfilega hlýtt drifum við okkur í hjólatúr. Sáum víða konur með sínar svuntur vera að búsýsla eitthvað. Ein var að setja stuðningsprik við baunirnar sínar en þar skammt frá voru þrjár konur að ræða landsins gagn og nauðsynjar og virtist vera mikið niðri fyrir. Svo voru aðrar sem stikuðu áfram með verkfæri á öxlinni og hafa sjálfsagt ætlað að fara að vinna á spildunni sinni.
Um miðjan daginn vorum við sitthvað að sýsla innandyra, en eftir kaffi drifum við okkur í að
mála gula litinn á húshliðinni sem snýr út í garðinn.

07 júní 2006

Síðasta kvöldmáltíðin

Veður: 16°/28° Heiðskýrt.

Þórunn og Sigga mundu eftir fara á markaðinn í morgunn og komu sælar og ánægðar heim, eftir skoða sitt lítið af hverju og smá pokaskjatta komu þær með heim.
Ég læt fylgja með eina mynd, þar sem þær eru komnar í skrúðann sem þær keyptu.



Þetta er síðasti dagurinn hjá Jóni og Siggu hér sinni, ein vika er svo ótrúlega fljót líða.
þau buðu okkur út borða í kvöld og sem fyrr völdum við staðinn. Við fengum mjög góðan mat, nautasteik og góðan eftirrétt. Myndin hér
fyrir neðan er af þeim þar sem þau eru með matseðilinn

06 júní 2006

Heitt

Veður: 22°/35° skýjamóða.

Mjög rólegur dagur hélt mig mikið innandyra vegna veðurs, vel heitt.
Þórunn og Sigga fóru í gönguferð í morgunn á meðan það var þægilega heitt.
Gestirnir brugðu sér á ströndina eftir matinn.

Ég hef aðeins verið handleika nýja leikfangið, en nálgast það með mikilli varúð. Er búin læra hvað helstu stillingar gera, þegar hún er stillt á sjálfvirkt. ég er líka búinn læra henda út misheppnuðum myndum, það er aðgerð sem ég reikna með þurfa nota talsvert, þó vélin góð.

05 júní 2006

Nýtt leikfang

Veður: 15°/35° heiðskýrt.

Vann smávegis í garðinum í morgunn, batt meðal annars tómatana betur upp, því þeir vaxa svo hratt núna þessa dagana.

Þórunn fór með Nonna og Siggu í Albergaria. Sigga keypti sér nýtt úr og eitthvað litu þær vinkonurnar inn í fleiri búðir.

Eftir hádegi fóru þau á ströndina og fannst mjög gott vera þar, því það var svalara við sjóinn og gola.
Við fórum í Aveiro til athuga með sjónvarpið sem er í viðgerð fyrir Geira, en það eru engar fréttir hafa af því enn sem komið er.
Á eftir fórum við inn í vinsælustu dótabúðina okkar, þar sem eru seldar myndavélar tölvur og hvað eina. Ég var búinn sjá þar myndavél með stórum og skírum skjá sem ég hélt ég gæti notað, svo við fórum til skoða vélina nánar. Þessi vél heitir Sony-cyber DSCH5. Eftir hafa skoðað vélina í bak og fyrir var ákveðið festa kaup á henni og ég ætla láta á það reyna hvort mér tekst nota hana. Það segja það hljómi ekki gáfulega sjónskertur maður ætli sér vera taka ljósmyndir, en ég hafði mjög gaman af ljósmyndun og með nýrri og góðri stafrænni myndavél og þeirri tækni sem tölvan býður upp á í vinnslu ljósmynda geri ég mér vonir um ráða við þetta. Ef þetta gengur ekki þá nær það bara ekki lengra, ég er viðbúinn taka því.



Geiri og Rósa höfðu samband frá Svíþjóð þar sem þau eru stödd núna, allt gengur vel hjá þeim og þau koma aftur um leið og þau eru búin ljúka sínum erindum. Það var gaman heyra í þeim, ég hlakka til sjá þau aftur.

Nýju landeigendurnir Guðmundur og Jónína komu hér í kvöld. Þau ætla á morgunn fara á óðalið sitt og mála húsið innan og reyna laga eitthvað til innandyra til byrja með. Allavega mála húsið innan.

04 júní 2006

Caramulo

Veður: 19°/33° heiðskýrt.

Sigga og Nonni buðu okkur út borða í hádeginu. Fórum á veitingastað í Albergaria. Allir voru mjög ánægðir með matinn.
Strax eftir matinn var farið upp til Caramulo og næst hæsti tindur Portúgals klifinn 1076 m.
Það var mjög gott útsýni í dag, lítið mistur í lofti, svo við sáum yfir hálfan heiminn.



Því miður eru farnir sjást reykjarmekkir frá skógareldum.
Eftir fjallgönguna skoðuðu þau Nonni og Sigga lista og bílasafnið sem þarna er, við Þórunn fórum í gönguferð á meðan. Það var alveg mátulega hlýtt þarna uppi á fjallinu til fara í gönguferð.
Áður en haldið var heimáleið var sest inn á kaffihús til hressa sig.
Á heimleiðinni gerðum við stans í þorpi þar sem verið var sýna þjóðdansa og syngja með, eins konar vinnusöngva. Auðvitað var líka verið með basar þarna og þar gat Nonni fundið sólgleraugu sem hentuðu honum, en áður var hann búinn leita án árangurs í stórum gleraugnaverslunum.

03 júní 2006

Veður: 16°/30° heiðskýrt

Þórunn og Sigga mundu eftir fara á markaðinn í morgunn, eins og þær voru búnar ráðgera. Þeim fannst vera fremur lítil stemming þar í morgunn, en keyptu samt eitthvert lítilræði og eru alveg ákveðnar fara aðra ferð á markaðinn á miðvikudag, því þá eru sígaunarnir og meira um vera.
Eftir matinn fórum við svo öll saman til skoða landið sem Guðmundur og Jónína eru búin kaupa sér. Ég notaði Gps kerfið í fartölvunni til finna staðinn og það skilaði okkur nákvæmlega á þann stað sem til var ætlast.
Þau tóku á móti okkur og sýndu okkur draumaeignina sína, sem er land upp á 5000 fermetra.Á stórum hluta landsins er vínviður sem virðist hafa verið hugsað vel um, svo eru nokkur ávaxta og ólífutré. Einnig er á nokkrum hluta landsins tré þar á meðal talsvert af mímósu ,en hana er ekki hægt nytja til neins, svo það er talsvert verk hreinsa til þarna. Húsin sem eru þarna eru mjög léleg, eða ónýt.
Ég segi bara aumingja þau vera orðnir eigendur þessu, en þau eru alsæl með þetta og það skiptir öllu máli.



Þau voru búin undirbúa taka á móti okkur með því fara með borð og stóla á skuggsælan stað undir krónum hárra trjáa og hlaða á það veitingum. Þó hitinn þarna væri 33° fann maður ekki svo mikið fyrir því í skugga trjánna.
Í kvöld fórum við svo og heimsóttum Grössu og hún sýndi þeim nýja húsið sitt. Þeim leist mjög vel á það.

02 júní 2006

Morgunstund............

Veður: 15°/30° heiðskýrt.

Byrjuðum daginn snemma, fórum á fætur klukkan sex og vorum mætt hjá Geira og Rósu hálftíma síðar til keyra þau út á flugvöllinn við Portó. Þau þurftu bregða sér til Svíþjóðar og verða þar sennilega í viku, en koma svo til baka akandi á sínum Bens. Vonandi sjáum við þau sem fyrst aftur.
Ferðin til Porto gekk mjög vel, því umferðin er mjög róleg á þessum tíma dags.
Við vorum komin heim aftur klukkan níu og þá var Sigga búin vera eins og hvítur stormsveipur vaska upp og sópa gólf á meðan við vorum í burtu.
Eftir kaffisopa og spjall þvoði ég bílinn og sló grasflötina, á meðan var Þórunn snyrta til í garðinum og Sigga sólbaða sig, henni er meira nýnæmi á vera í sól og góðu veðri en okkur.
Síðdegis brugðum við okkur niður í Aveiro.
Sigga og Jón buðu okkur út borða í kvöld, en við völdum matsölustaðinn. Völdum fara á nýlegan og góðan matsölustað í Albergaria. Allir voru vel ánægðir með þann mat sem þeir pöntuðu sér og þjónustan á þessum stað er mjög góð á Portúgalska vísu.

Guðmundur, sem hefur verið kaupa eign hér suðurfrá hringdi í dag og sagði það hefði verið gengið frá kaupunum í gær og við værum velkomin til skoða eignina. Svo er á áætlun morgundagsins renna til þeirra, en það er annað sem hefur forgang í fyrramálið og það er þær Þórunn og Sigga komist á markaðinn í Albergaria, eftir það er möguleiki á lagt verði upp í ferðalag.