18 mars 2007

Góður sunnudagur

Veður: 0,8°/24,5° Léttskýjað í dag, en þykknaðu upp með kvöldinu.

Þetta var svolítið afbrigðilegur sunnudagur í dag, því í morgunn voru skúruð gólf, en slík athöfn er venjulega framkvæmd á laugardögum, en í gær hafði málningarvinnan forgang, svo það vannst ekki tími til að skúra gólfin, en það ótrúlega skeði að ég svaf samt sæmilega vel í nótt þrátt fyrir að hafa breytt svona út af venju.
Eftir hádegi í dag þvoði ég rykið af dekurdósinni, því það lætur engin sæmilega heiðvirð fjölskylda sjá sig á rykugum bíl í sunnudagsbíltúrnum sínum. Sunnudagsferðin var svo farin upp í hálendið inn af dalnum okkar eftir vegi sem Þórunn hefur aldrei farið og það eru mörg ár síðan ég fór þarna um síðast. Nú reyndi á hvort einhver starfsemi væri enn í gangi í grautarhausnum. Jú sem betur fer virðist vera eitthvert líf að finna þar enn, allavega mundi ég í aðalatriðum hvernig leiðin lá, en nú er minni vandi að rata en áður þegar verið er með leiðsögutæki í bílnum.
Plúsinn við þessa leið sem við fórum í dag auk fallegs útsýnis, er að á miðri leiðinn er kaffihús með þær bestu tertur sem fyrirfinnast í Portúgal og þar var auðvitað komið við til að athuga hvort þetta væri ekki svo enn.

Engin ummæli: