07 ágúst 2008

Veður

Veður: 17,1/28,3° léttskýjað

06 ágúst 2008

Til fyrirmyndar

Veður: 13,4/30,1 hálfskýjað.

Eitt sinn var ég búinn að minnast á að það væri til fyrirmyndar göngu og reiðhjólastígur sem búið væri að leggja eftir gamalli og aflagðri járnbrautalínu meðfram Vougaánni. Síðast þegar ég fór þarna um var þjöppuð möl á stígnum, en þegar ég fór þarna um í dag var búið að bæta um betur og malbika stíginn, svo nú er enn léttara að hjóla eftir honum.

Göngu og hjólastígur Góður göngu og hjólastígur.

Vegrið Skemmtilegt vegrið.

Vegvísir Falllegur vegvísir.a

Við Vougaána Það er margt sem gleður augað á þessari leið.

 

05 ágúst 2008

Allt er þá þrennt er.

Veður: 17,2/30,7° þokuloft fram til hádegis, en léttskýjað síðdegis.

Dagurinn í dag fór dálítið á annan veg, en ég reiknaði með í gærkvöldi þegar ég lagðist á mitt græna og fór að sofa. Númer eitt var að það var þoka í lofti í stað sólskins sem ég hafði búist við í þessum sólarmánuði er það stór plús að fá þoku til að hvíla sig á sólskininu. Næsta atriði var að rafmagnið fór af og var rafmagnslaust í klukkustund, sem kom svo sem ekki að sök, en þriðja og alvarlegasta atriðið var að slanga sem liggur frá dælu í botni brunnsins var rorðin lek. Slangan er raunar búin að vera lek í nokkurn tíma en svo lítið að það kom varla að sök, allavega hummaði ég það fram af mér að gera við hana, þar til í morgunn að lekinn hafði aukist svo mikið að ekki var lengur viðunandi. Brunnurinn er ellefu metra djúpur svo það er talsvert erfitt að ná dælunni upp á yfirborðið, þess vegna hafði ég trassað að gera við lekann eins lengi og mögulegt var. Við Þórunn hjálpuðumst að við að ná dælunni upp og fjarlægja leka bútinn úr slöngunni, og vonuðum að þar með væru þessu verki lokið að þessu sinni. Af fenginni reynslu vorum við ekki neitt sigurviss, því þessi slanga er mesti gallagripur og hefur reynst illa og komið á hana leki hvað eftir annað, en okkur hefur ekki tekist að finna neina slöngu sem er sterkari. Það fór líka svo í morgunn að þrisvar sinnum máttum við hífa dæluna upp áður en yfir lauk, því það kom alltaf fram leki á nýjum stað. Nú er ekki annað að gera en vona það besta og það komi ekki nýtt gat að þessa vandræða slöngu alveg á næstunni.

DSC00109 Gallagripurinn.

 

04 ágúst 2008

Veikari/sterkari???

Veður: 13,9/33,5° léttskýjað.

Gegnum tíðina hefur oft verið talað um konur sem veikara kynið, en ég held að þetta sé öfugmæli og sennilega tilkomið af því að við karlarnir eigum erfitt með að viðurkenna að við séum veikara og vesælla kynið. Skoðum lítið dæmi, þar sem ég varð að viðurkenna mig sem veikara kynið rétt einu sinni enn. Svo er mál með vexti að ég geng jafnan með axlatösku sem ég geimi í gleraugun mí, lítinn sjónauka og ýmislegt smádót sem ég þarf á að halda vegna minnar sjónskerðingar og þar að auki er ég jafnan með myndavél í töskunni, því maður veit aldrei fyrirfram hvenær eitthvað ber fyrir augu sem manni langar til að taka mynd af. Núna á dögunum fékk ég mér minni myndavél og nettari en ég hef átt, svo ég gat minnkað töskuna sem ég nota undir dótið mitt. Þórunn bauð mér að nota eitt af sínum veskjum sem var hæfilega stórt til þessa brúks, en mér fannst það vera grunsamlega þungt miðað við stærð, enda kom í ljós þegar ég fór að skoða það að leðrið í því var mjög þykkt og axlarólin þvengmjó, svo mér fannst sem hún gæti rist mig í sundur, en þetta veski var Þórunn búin að bera með bros á vör og fannst bara þægilegt. Í dag fórum við svo í kínverska búð og keyptum létt veski með breiðri ól, svo nú þarf ég ekki lengur að kvarta og kveina undan byrðinni sem ég ber. Hvort kynið er svo það veikara??????

DSC00099 Alvöru leðurveski og kínversk tuðra hlið við hlið.

 

03 ágúst 2008

Veður

Veður: 13/34,1° léttskýjað.

02 ágúst 2008

Veður

Veður: 12,1/31,9° léttskýjað

01 ágúst 2008

Veður

Veður: 10,9/28,2° að mestu léttskýjað.

31 júlí 2008

Veður í júlí

Veður: 15,8/27,2° úrkoma 2,7 mm. Alskýjað í dag og smávegis rignin.

Nú verð ég að reyna að setja upp spekingssvip eins og Trausti veðurfræðingur þegar hann er spurður um hitatölur mánaðarins, því nú birti ég tölur júlimánaðar.

Það var mikill munur á milli lægsta og hæsta hita 5,5°/39,7° og meðaltalið af þessu verður 22,4. Úrkoman mældist 13,8mm.

clip_image001

30 júlí 2008

Veður

Veður: 8,6/31,3° að mestu léttskýjað.

29 júlí 2008

Veður

Veður: 9,2/29,5° Léttskýjað.

28 júlí 2008

Við ströndina.

Veður: 14/30,1° úrkoma 1,4 mm. Þessi úrkoma féll seint í gærkvöld og í morgunn, en í dag var að mestu léttskýjað.

Í gær ferðuðumst við inn í land um dali og fjöll, til mótvægis fórum við í dag niður að sjó. Það er orðið margt um manninn á baðströndunum núna, en enn fleira fólk verður að sóla sig þegar ágústmánuður gengur í garð. Ágústmánuður er aðal sumarleifismánuðurinn hér í landi. Læt fylgja neð nokkrar myndir til að sýna stemminguna við sjóinn í dag.

016 Hér nýtur fólk góða veðursins.

003 Veiðimennirnir slógu ekki slöku við, þó aflinn væri í engu samræmi við eljusemina.

013 Aðrir þutu um á hraðskreiðum bátum.

014 Vitinn fylgdist með öllu saman og gat sig hvergi hreyft.

 

27 júlí 2008

Góður dagur.

Veður: 13,1/31,2° úrkoma 0,7mm. skýjað í morgunn, en að mestu léttskýjað um miðjan daginn, þykknaði upp undir kvöld og náði meira að segja að rigna í kvöld.

Sunnudagsferðinni að þessu sinni var heitið til bæjar sem heitir St Comba Dao og auk þess að vera skemmtilegur og skoðunarverður bær með gömlum húsum tengist hann sögu Portúgals sterkum böndum, því í þessum bæ er síðasti einræðisherra Portúgals fæddur.

Eitt sinn þegar við vorum á ferð í þessum bæ borðuðum við á skemmtilegu veitingahúsi, sem staðsett var í gömlu húsi og var mjög sérstakt í útliti að innan. Við ákváðum að borða þarna aftur í dag, en komum þá að lokuðum dyrum og þegar við könnuðum málið kom í ljós að staðurinn er búinn að vera lokaður lengi. Þegar við spurðumst fyrir um annann veitingastað var mælt með stað sem er í sundhöll bæjarins og þangað héldum við. Þessi staður var hinn ágætasti og með fallegt útsýni yfir nágrennið, en var ekki eins eftirminnilegur og staðurinn í gamla húsinu. Maturinn og þjónustan var góð, þó umgjörðin væri önnur. Eftir matinn fórum við í skoðunarferð um bæinn, en völdum svo aðra leið heim en við komum til bæjarins. Ákváðum að koma við í bæ sem heitir penacova, því hann er í fallegu umhverfi upp til fjalla og útsýnið frá bænum er alveg frábært.

Kirkjan Horft að kirkjunni í St. Comba Dao.

2008-07-27 037 Útsýni af bæjartorginu í Penacova.

 

26 júlí 2008

Garðálfar

Veður: 18/32,3° slatti af skýjum á himinhvolfinu af og til, en bjart þess á milli.

Unnum í garðinum í morgunn við snyrtingu, eins og venjulega fór mest af tímanum í að fjarlægja arfa. Nú svo þarf líka að klippa til blóm og setja stuðning við þau blóm sem eru hávaxinn, grasflötin var líka sleginn og sitt hvað fleira smálegt sem ekki tekur að minnast á. Við verðlaunuðum okkur svo fyrir dugnaðinn með því að fara á kaffihús síðdegis.

25 júlí 2008

Sumarfrí

Veður: 17,8/25,9° úrkoma 4,8 mm. Alskýjað.

Það er fremur sjaldgæft að það rigni hér í lok júlí, en samt sem áður er það staðreind að það rigndi í morgunn og svo gerði aðra skúr um hádegi. Sennilegasta skíringin á þessari óvæntu úrkomu er sú að vinkona okkar hér er á ferðalagi núna og það bregst varla að hún fái rigningu þegar hún fer í frí. Sumir virðast bara einfaldlega vera óveðurskrákur.

Í morgunn var síðasti leikfimitími fyrir sumarfrí og leikfimin hefst svo að nýju þann 4. September. Vonandi verð ég duglegur að hjóla og ganga á meðan fríið í leikfiminni er til að haldaa aðeins í horfinu með hreifingu.

24 júlí 2008

Hrísgrjón

Veður: 12,5/30,9° smávegis skýjað af og til.

Í síðustu viku þegar við fórum í ferðalagið hér suður í land, þá ókum við eftir nýrri hraðbraut. Þessi hraðbraut er uppbygð á sama hátt og allar aðrar hraðbrauti, ýmist grafnar geilar ofan í hæðir eða byggðar brýr yfir heilu dalina. Á einum stað lá hraðbrautin meðfram og síðan yfir hrísgrjónaræktarsvæði. Ég hafði séð svæði hingað og þangað um landið þar sem eru ræktuð hrísgrjón , en gerði mér ekki grein fyrir að það væri ræktað á svona stóru svæði eins og ég sá þarna. Við ákváðum þegar við sáum þetta svæði að fara og skoða það nánar og það gerðum við í dag. Það var gaman að aka meðfram hrísgrjónaekrunum og geta farið út úrr bílnum og virt ræktunina fyrir sér í nærmynd. Það var ekki síður fróðlegt að aka undir hraðbrautina þar sem hún lá þvert yfir akurlendið og sjá hversu gríðarlegt mannvirki er þarna um að ræða.

2008-07-24 008 Hrísgrjónaræktun.

2008-07-24 007 Hrísgrjón og hraðbrautin yfir akurinn.

2008-07-24 011 Undir hraðbrautinni.

 

23 júlí 2008

Veður

Veður: 18,1/31,1° skýjað/Léttskýjað.

22 júlí 2008

Veður

Veður: 15,7/37,5° léttskýjað.

21 júlí 2008

Veður

Veður: 15,7/35,3°þokuloft í morgunn, síðan léttskýað.

20 júlí 2008

Merkilegt safn.

Veður: 15,9/34,5° þokuloft fyrst í morgun, en síðan léttskýjað.

Þá er komið að því að segja frá síðari degi ferðalagsins okkar í vikunni sem nú er nýbúin að kveðja. Þennan dag ákváðum við að fara lítið eitt lengra til suðurs í lítið þorp sem heitir Sobreiro, því þar er staðsett mjög merkilegt og sérstakt safn. Mér finnst fremur leiðinlegt að skoða söfn, en það gegnir öðru máli með þetta safn, því það er einhvern veginn meira lifandi en venjuleg söfn. Safnið er í mörgum litlum húsum og svo er líka eftirlíkingar af þorpi þar sem eru brúður við ýmis störf. Það eru líka brúður og sumar í fullri stærð þar sem líkt er eftir íveruhúsum fólks fyrir svo sem rúmum eitt hundrað árum. Malarafjölskyldan er í sínu húsi með þá húsmuni í kring um sig sem þá tíðkuðust. Skraddarinn er við sína iðju og sömuleiðis úrsmiðurinn og ýmsir fleirri. Þarna er lítil kirkja, járnsmiðja, trésmiðja,bakarí, bjórstofa, verslun, skóli, bátur og veiðarfæri. Þetta er sem sé safn um forna lifnaðarhætti og hvernig fól bjó og verkfærin sem notu voru á þeim tíma. Maðurinn sem stofnaði þetta safn er enn á lífi 86ára gamall. Hann var leirkerasmiður, en jafnframt svona mikill safnari og vildi leyfa öðrum að njóta þess með sér. Fjölskyldan vinnur enn við leirmunaframleiðslu og er með verslun þarna á svæðinu,þar sem hægt er að kaupa leirmuni frá þeim og fleirri aðilum. Brauðgerðin er líka starfrækt og þar keyptum við brauð framleitt eftir gömlum hefðum. Læt eina mynd úr safninu hér á síðuna, en fleirri myndir er hægt að sjá með því að smella á „Myndir“ hér til hæri á síðunni.

Skraddarinn Skraddarinn að störfum.

19 júlí 2008

Veður

Veður: 15,4/38,7° léttskýjað