03 ágúst 2007

I K E A.

Veður: 14,5°/40,5° heiðskírt.
Eins og sjá má á hitatölunum var þokkalega heitt hér í dag, fullheitt til að vera útivið svo við ákváðum að fara til Porto og skoða IKEA verslun sem verið var að opma þar. Þetta er önnur verslun IKEA hér í landi, áður voru þeir með verslun í Lissabon. Þetta er gríðarlega stór verslun í Porto og til að hafa næga orku til að skoða hana byrjuðum við á því að koma við á veitingastaðnum hjá IKEA og fá okkur kjötbollur að hætti Svía og það brást ekki að þær brögðuðust mjög vel. Eftir matinn var svo lagt upp í gönguferð um verslunina og sú gönguferð tók rúma tvo tíma með einni kaffipásu.







Kjötbollurnar góðu







Hér eru almennilegar merkingar fyrir salernin.







Það var mjög margt fólk að fá sér að borða.







Mér fannst mjög falllegt loftið í anddyrinu
Posted by Picasa

Engin ummæli: