18 janúar 2008

Vorveður.

Veður: 10,8°/18,4° skýjað að mestu, en sólin náði samt í gegn af og til, semsagt mjög þægilegt veður í dag og vísbendingar um að vorið sé ekki langt undan.

Við notuðum góða veðrið til að vinna í garðinum vorum aðallega í að klippa ýmsar plöntur, meðal annars fannst mér ástæða til að klippa ofan af horteinsíunum, því sumar þeirra voru vaxnar mér upp fyrir höfuð og ég sem man eftir þeim sem inniplöntum á Íslandi. Nú svo er líka búið að slá fyrsta slátt á þessu ári.

Engin ummæli: