22 júní 2008

Matarboð/Leiksýning.

Veður: 15,9°/30,8° skýjað fram yfir hádegi, en orðið heiðskírt um klukkan þrjú.

Í dag vorum við boðin í mat til vinahjóna okkar úr leikfiminni, en þau búa í bæ sem heitir Frosos . Þarna var stórfjölskyldan mætt í mat ásamt okkur og hjónum sem tengd eru tengdasyni hjónanna sem buðu okkur í mat. Stórfjölskyldan var stærri núna en í firri boðum, því dóttir hjónanna og tengdasonur ásamt tveggja ára dóttur eru flutt heim til Portúgals eftir þriggja hálfs árs veru í Englandi. Þau höfðu mun hærri laun í Englandi en hér og sögðust hafa getað lagt fyrir 2000 evrur á mánuði og þegar þau voru búin að safna það miklu að þau gætu keypt sér hús hér fluttu þau hingað á ný. Þau reikna með að geta flutt í húsið í haust, en þau keyptu lítið hús sem þau eru búin að endurbyggja og stækka. Þau sýndu okkur húsið, sem hentar þeim mjög vel og er ekki brjálæðislega stórt eins og mörg ný hús hér. Gestgjafar okkar eiga líka tvo syni, sem báðir bjuggu hjá foreldrunum síðast þegar við vorum þarna í boði, því þeim sem hafði verið í sambúð hafði verið skilað aftur, en það var bara tímabundið, sennilega svona hvíldarinnlögn, allavega búa þau saman núna.

2008-06-22 Frosos 004 Þórunn ásamt ungu hjónunum við nýja húsið þeirra..

Síðdegis fórum við svo að kirkjunni hér í dalnum, því þar var Joana vinkona okkar þátttakandi í einskonar skólaslitum á vetrarstarfi kirkjunnar. Það var komið fyrir leiksviði og bekkjum á bílaplani við kirkjuna og þar tróðu krakkarnir upp með ýmiss skemmtiatriði.

2008-06-22 Frosos 005 Áhorfendur og sér aðeins í leiksviðið lengst til hægri.

2008-06-22 Frosos 008 Atriði á sviðinu.

 

Engin ummæli: