26 janúar 2009

Risapottur

clip_image002Ég má til með að sýna þessa mynd sem ég tók í gær af potti á hlóðum. Við vorum boðin í mat í gær ásamt 20 öðrum og það var greinilega sett ríflega í pottinn, því þetta var eftir í honum að lokinni veislunni. Það var verið með tvo aðalrétti þarna í gær, sá fyrrivar með grjónum og einhverjum smáum kjötbitum. Ekki tókst okkur að bera kennsl á allar kjöttegundirnar og þegar farið var að spyrjast fyrir um hvað kjöt væri í þessum rétti kom í ljós að það var lifur, hjörtu og lungu. Ég var að spá í hvort það hefði verið settur smokkfiskur í réttinn, en það voru þá lungun sem ég kannaðist ekki við enda aldrei firr bragðað lungu. Við höfum nokkrum sinnum verið boðin í mat á þetta heimili og þá jafnan verið sett í heiðurssæti til hægri handar húsbóndanum, en í gær máttum við láta okkur linda a- vera færð niður um eina skör, því klerkur bæjarins var að sjálfsögu í heiðurssætinu og þar næst kona sem fylgdi honum. Ég reikna með að hún sé titluð ráðskona, því ekki mega klerkarnir í kaþólskunni vera giftir.

Þetta var hið ágætasta matarboð, en mikið fjandi var mér orðið kalt þegar því lauk, þó ég væri í úlpu og fullum vetrarklæðnaði, því ég vissi hvers vænta mátti með hitann í borðstofunni. Að sitja í óupphituðu herbergi hér í landi á þessum árstíma í þrjá tíma er ekkert notalegt. Það er rannsóknarefni hvers vegna heil þjóð lætur sig hafa það að hírast í köldum húsum allan veturinn, jafnvel margir sem hafa vel efni á að hita hýbýli sín láta það ógert. Í besta falli er einn arinn einhversstaðar í húsinu, en öll önnur herbergi óupphituð. Mikið rosalega var gott að komast í bílinn og byrja að hita sig upp og í framhaldi af því að koma inn í Austurkoti, því þar inni er alltaf notalega heitt. Ég væri löngu dauður ef ég ætti að búa í svona húskulda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja það eru ýmisleg æfintýrin sem þið lendið í þarna þið Dúdda. Og ekkert skrýtið að þið kvefist af og til ef þið lendið oft í svona veislur.
Kveðja kotið af Héraði.
Sigurveig.