12 maí 2008

Verklok.

Veður: 14°/20,1° Alskýjað fram undir kvöld en þá fékk sólin að sýna sig.

Þá er komið að lokakafla sögunnar um hekkið á veröndinni. Þegar ég byrjaði í morgunn við að fjarlægja trén sem eftir voru var hugmyndin að fella bara tvö þeirra í dag og hin tvö svo á morgunn. Semsagt þetta átti bara að vinnast í rólegheitum, enda ekkert sem rak á eftir með að koma þessu frá, en leikar fóru þannig að klukkan 12,30 var búið að fella öll fjögur trén og saga þau niður í brenni. Manúel nágranni okkar hjálpaði mér við að ná upp síðasta trénu, enda var það sverast og erfiðast viðureignar, svo það kom sér vel að fá Manúel til aðstoðar með járnkarlinn sinn. Þegar búið var að ná upp öllum trjánum sótti Manúel keðjusögina sína og bútaði trén niður í brenni. Nú er bara eftir að mála vegginn sem trén stóðu við og húsgaflinn.

Trén orðin að brenni Búið að búta trén niður í brenni.

28 cm. þvermál Sverasti stofninn var orðinn 28 cm. í þvermál niður við rót.

Verkinu lokið Búið að þrífa og ganga frá, næst er að mála.

11 maí 2008

Rætur

Veður: 9,7°/25,8° hálfskýjað.

Ég er búinn að vera velta vöngum yfir hvernig ræturnar á trjánum sem voru hér sem hekk á veröndinni litu út. Oft hef ég séð þar sem trjám er plantað við gangstéttir að rætur trjánna ná að lyfta gangstéttunum, svo þ´r verða ósléttar yfirferðar. Ég hef hálft í hvoru búist við að sjá eitthvað slíkt gerast hér á veröndinni og jafnvel í versta tilfelli að húsið færi að fara nær himninum, en sem betur fer hefur ekkert af þessu gerst hér og þessar vangaveltur sanna bara að maður er alltaf að gera sér áhyggjur að þarflausu. Í dag stóðst ég ekki lengur mátið að kanna rótarkerfi þessara trjáa á veröndinni, svo ég ákvað að grafa niður með einu þeirra til að kanna málið og það kom mér verulega á óvart hvað rótarkerfið var veikt og lítilfjörlegt. Ræturnar voru bara frá einum til þriggja sentímetra í þvermál og frekar stökkar, svo það var ekki mikið verk að höggva þær eða klippa í sundur og þó þetta ætti bara að vera smákönnun á aðstæðum gat ég ekki hætt fyrr en tvö tré voru búin að missa fótfestuna, eða réttar sagt rótfestuna og liggja nú flöt á veröndinni og þau fjögur sem eftir eru fara væntanlega sömu leið á morgunn.

Rætur á hekkinu Svona litu ræturnar út.

10 maí 2008

Veður

Veður: 4°/21,6° skýjað.

09 maí 2008

Öldungaráðið

Veður: 7,8°/22,8° dálítið skýjað í dag, en samt góðar sólarstundir.

Ég sagði frá því fyrr í vikunni að ég hefði verið að klippa ofan af hekkinu hér á veröndinni og nefndi þá að það virtist vera orði nokkuð úr sér vaxið, en við ætluðum að sjá til hvort það lagaðist ekki. En í gærkvöldi var haldinn fundur í öldungaráðinu hér í Austurkoti og þar var samþykkt einróma að ráðast strax í að fjarlægja hekkið og setja blóm í staðinn. Einnig var ákveðið að hækka vegginn sem hekkið var við, svo ekki sjáist inn á veröndina frá tröðinni á milli nágranna okkar. Nú fyrst öldungaráðið var búið að samþykkja að ráðast í þessar framkvæmdir var ekki eftir neinu að bíða með að fjarlægja hekkið og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er verið að vinna á fullu í þessari stóru framkvæmd.

2008-05-09 Hekk 001

2008-05-09 Hekk 003

08 maí 2008

Veður

Veður: 11,6°/21° úrkoma 1 mm. Alskýjað í dag og lítilsháttar úrkoma fyrri helming dagsins.

07 maí 2008

Klipping.

Veður: 9,9°/26° alskýjað í morgunn og nokkrir regndropar eftir hádegi, en orðið léttskýjað um kaffileitið.

Verkefni dagsins var að lækka hekkið á veröndinni, þó ég klippi reglulega ofan af því tekst því með einhverju móti að mjaka sér upp á við, þar til grípa verður til rótækra ráðstafana og ráðast að því með sterkum klippum og sög að vopni. Ég veit ekki hvort það er að koma að því að það þurfi að endurnýja þessi tré, en það eru farin að koma blettir í það sem eru með dauðum greinum. Ætli ég reyni ekki að taka hressilega utan af því næsta haust og sjá hvort það hressist við slíka aðgerð.

2008-05-07 Hekk 001 Fyrir klippingu.

2008-05-07 Hekk 004 Verkið hálfnað.

2008-05-07 Hekk 005 Klippingunni lokið, svo nú getur hekkið farið að mjaka sér upp á við á ný.

06 maí 2008

Myndir úr garðinum.

Veður: 10,1°/28,7° þunn skýjaslæða á himni af og til.Rós Rósirnar í garðinum eru svo falllegar núna að ég má til með að senda mynd af einni þeirra, sem ég tók í dag.Perur Það þarf líka að hugsa um að maginn fái sit og hér er mynd af perum, sem verða þroskaðar í júlúmánuði.-

 

05 maí 2008

Helgarferð

Veður: 5,4°/28,2° smávegis þokumóða í lofti.

Um helgina vorum við á Algave, fórum í pakkaferð, akstur gisting og fæði allt innifalið. Það var lagt af stað héðan klukkan fimm á laugardagsmorgunn og komið heim aftur um miðnætti á sunnudag, svo það segja helgin hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Eftir matinn á laugardag var farið í fjölskyldugarð í Albufeira, en þar eru leiktæki og dýr til skoða, höfrungar, selir og fuglar. Við fórum á sýningu þar sem höfrungarnir léku listir sýnar og það er alveg stórkostlegt sjá hvað hægt er kenna þeim og hvað þessi stóru og þungu dýr geta farið hátt í loft upp yfir vatnið og fjögur dýr til stökkva á sömu sekúndunni.2008-05-03 010

Páfagaukarnir léki líka ýmsar kúnstir, en ég ekki nógu vel til greina hvað þeir voru gera, höfrungarnir eru af heppilegri stærð fyrir mína sjón.

Ég ætla ekki tíunda fleira sem við gerðum í þessari ferð, en lokum verð ég geta þess við fórum í „járnbraut“, svona eins og víða er í borgum, dráttartæki með tvo vagna í eftirdragi og fer einhvern ákveðinn hring. Ég hef aldrei áður sest í svona farartæki, en verð prófa aftur hvort þau eru öll svona hræðileg eins og þetta faratæki var. Þarna var setið á mjóum og hörðum bekkjum og bakið var svo lágt það skarst inn í hrygginn á mér í stað þess veita stuðning, plastið í gluggunum var svo matt það sást lítið í gegnum það. Ekki alveg eins og vera ber í útsýnisferð

.2008-05-04 Algarv 010

Hryllingslestin.

.2008-05-04 Algarv 006

Klettar á ströndinni við Lagos

04 maí 2008

Veður

Veður: 9,8°/31,8° léttskýjað.

02 maí 2008

Veður

Veður: 6,5°/29,1° léttskýjað.

Næsta veðurathugun verður sennilega ekki fyrr en á mánudag, því við erum að fara í helgarferð með hóp héðan úr nnágrenninu og verðum fram á sunnudagskvöld.

01 maí 2008

Veður

Veður: 2,7°/23,8° léttskýjað.

30 apríl 2008

Veðrið í apríl.

Veður: 5,6°/22,7° að mestu léttskýjað.

Apríl Hér fyrir ofan er veðrið í apríl í tölum. Meðaltal næturhita 8,2↑°, daghita 24° Minnsti hiti var 2,3° og mesti hiti 35,2°. Úrkoma mældist 319mm.

29 apríl 2008

Veður

Veður: 4,1°/18,2° smávegis úrkoma, en svo lítil að hún var ekki mælanleg, rétt dugði til að reka mig inn frá arfatínslunni.

28 apríl 2008

Breytt tækni

Veður: 10,2°/21,8° örfáir regndropar í morgunn, en nokkuð bjart síðdegis.

Enn erum við að hagræða hér í tölvu og sjónvarpsherberginu. Nú hafði skrifborðið hennar Þórunnar vistaskipti við sjónvarpið og þessi breyting hefur þann kost að birta frá glugganum speglast ekki í sjónvarpsskjánum. Ég notaði tækifærið fyrst farið var að hreifa til húsgögn að fara með það sem eftir var af vínilplötum hér niðri í geymslu upp á háaloft. Það hefur ekki verið sett plata á fóninn í nokkur ár, svo það hlýtur að vera í lagi að geyma þær aðeins afsíðis. Það tók mörg ár að safna að sér þessum plötum, maður leyfði sér að kaupa eina og eina plötu svona af og til. Semsagt tímarnir og tæknin breytast, nú eru diskar teknir við af plötunum og eru óneitanlega þægilegri í meðförum og svo er líka mjög mikið og gott framboð af góðri tónlist bæði í sjónvarpi og útvarpi.

2008-04-28 Sjónvarp 004

27 apríl 2008

Hringekja.

Veður: 12,2°/27,7° léttskýjað.

2008-04-27 Aveiro 004 

Sunnudagsferðin í dag var til Aveiro og í gönguferð um skemmtilegan fjölskyldugarð með andapolli, trjágöngum, bekkjum til að hvíla á lúin bein og ísbúð í nágrenninu. Þar með er allt upptalið sem þarf til að gera garðinn eftirsóknarverðan fyrir alla aldurshópa, enda var þarna fólk á öllum aldri. Þeir yngstu sem þarna voru á ferð voru áhyggjulausir í kerrum með foreldrum sínum, næsta þrep í þróuninni voru þeir sem farnir eru að spá í endur og fiska í tjörninni. Næsta þrep gæti svo verið ástfangið par sem var þarna á göngu og ef allt gengur að óskum verður það komið með ungan sinn í þennan garð eftir nokkur ár. Nú svo má ekki gleyma að minnast á fólk eins og okkur, sem er búið að upplifa allt þetta og er sátt við sína tilveru og tekur lífinu með ró. Það svona flaug í gegnum hug mér að þarna sæi maður hringekju lífsins á einum stað.

Á eftir gönguferðinni um garðinn fórum við inn á kaffihús og þá fór mér líkt og tröllunum í gamla daga sem fundu mannaþef í helli sínum, nema þarna fann ég sígarettuþef, sem ekki hefur fundist á kaffihúsum síðan reykingabann tók gildi um áramótin. En í þessu kaffihúsi var búið að setja upp loftræstikerfi yfir hluta salarins og þó það væri í gangi barst auðvitað reykur um allt kaffihúsið. Ég bara vona að þetta sé ekki það sem koma skal, því þá verður ekki mikið gagn að reykingarbanninu, en fram að þessu hefur það virkað mjög vel og þeir sem vilja reykja hafa orðið að reykja utandyra, enda víða komin borð og stólar fyrir utan kaffihús.

2008-04-27 Aveiro 011

Þórunn á kaffihúsinu og sér í loftræstikerfið upp við loft.

 

reykja utandyra, enda víða komin borð og stólar utan við kaffihús.

26 apríl 2008

Veður

Veður: 10,3°/35,2° léttskýjað.

25 apríl 2008

Fljúga hvítu fiðrildin....

Veður: 8,7°/35,1° léttskýjað.

Það var almennur frídagur hér í landi í dag til að minnast þess að lýðræði komst á eftir einræði Salasars.

Það var gott veður hér í dag, svo við fórum snemma út að vinna í garðinum áður en það yrði of heitt. Þórunn var að vinna við blómin, en ég var að klippa hekkin og er ekki búinn að klippa nema helminginn, ætli ég taki ekki seinni hlutann á morgunn, það þarf víst ekki að segja ef veður leyfir. Húfa stuttarar og skór hæfðu hitastiginu í dag.

Nú eru fiðrildin farin að flögra milli blómanna í garðinum.

24 apríl 2008

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Veður: 7,4°/27,6° léttskýjað.

Við minntumst sumardagsins fyrsta í dag að Íslenskum sið, þó enn séu nær tveir mánuðir í sumardaginn fyrsta hér í landi, bara liðinn rétt þriðjungur af vorinu. Það vantaði svosem ekkert upp á sumarblíðuna í dag, sól og logn og eins og sjá má hér fyrir ofan er ekki ástæða til að kvarta yfir hitanum. Í tilefni dagsins voru bakaðar pönnukökur með síðdegiskaffinu og auðvitað var setið út á verönd með kaffibollann og pönsurnar.

23 apríl 2008

Mikil afköst.

Veður: 14,1°/24° úrkoma 6 mm. Þokusúld í morgunn og fram undir hádegi, en þá fór að birta til og hlýna og orðið léttskýjað undir kvöld.

Í dag bútuðum við niður þær greinar sem ég sagaði ofan af trénu í gær og eru nógu sverar til að nota í ofninn næsta vetur. Þegar búið er að brenna þær eru þær búnar að hita manni tvisvar, fyrst við að saga þær í búta og svo kemur hitinn frá ofninum þegar þær brenna.

Talandi um upphitun á húsnæði hvort sem um er að ræða eitt herbergi eða stærra rými, þarf talsverða orku til að halda þar hæfilegu hitastigi, þess vegna er það alveg með ólíkindum hve gífurleg hitaorka það er sem er á ferðinni í lofthjúpnum yfir jörðinni. Þetta kom glöggt í ljós hér í dag, það er búið að vera fremur svalt í veðri hér undanfarna daga, en á nokkrum klukkustundum í fag kom hlýrra loft og síðdegis var mjög notalegt veður. Sama er upp á teningnum þegar svalt loft oft alla leið norðan úr íshafi nær til okkar, þá getur kólnað um margar gráður á nokkrum klukkustundum. Það er greinilegt að náttúruöflin hafa yfir að ráða stórvirkum tækjum hvort sem um er að ræða að hita eða kæla loftið.

22 apríl 2008

Sagað ofan af tré.

Veður: 8,9°/19° úrkoma 2mm. Þurrt veður til hádegis en eftir það rigningarsúld.

Það er eitt tré í garðinum hjá okkur sem er svo óheppið að vera staðsett þannig að það truflar geislann sem sjónvarpsdiskurinn á að nema þegar tréð er komið yfir ákveðna hæð. Ég er einu sinni búinn að príla upp í þetta tré og lækka það um fimm metra, en það er svo duglegt að vaxa þetta tré að það var búið að ná aftur sömu hæð og fyrr, svo í dag réðist ég til atlögu við tréð á ný. Tréð botnar örugglega ekkert í því hvers vegna það má ekki vaxa eins og því listir, því nóg er plássið fyrir ofan það og það með eindæmum duglegt að vaxa. Í fyrra sinnið sagaði ég ofan af stofninum sem var þá um 20 cm sver þar sem ég sagaði hann, en nú höfðu vaxið greinar út úr stofninum rétt neðan við þar sem ég sagaði hann og þær voru búnar að vaxa um fimm metra. Ég skildi tvær greinar eftir núna, vona að geislinn finni leið framhjá þeim. Etta tré fellir laufið á vorin og er því lauflítið núna og þess vegna valdi ég þennan tíma til að ráðast á það.

2008-04-22 Tré 003

Þarna sést tréð gnæfa yfir pálmana áður en ráðist var að því.

2008-04-22 Tré 004 Þarna sjást greinarnar tvær sem fengu að standa áfram.

2008-04-22 Tré 007

Svona voru greinarnar orðnar sverar niður við stofninn.

21 apríl 2008

Aukin þægindi.

Veður : 9°/20,4° úrkoma 7 mm. Að mestu þurrt í dag og sólin fékk að sýna sig talsvert síðdegis, enda búin að vera í góðu fríi undanfarna daga, svo hún ætti að geta farið að mæta til starfa á ný, en mér skilst að hún hafi boðað forföll á morgunn.

Ég er nokkuð lengi búinn að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir „músarhindina“ og þá á ég við hendina sem ég stjórna tölvumúsinni með. Mér finnst þægilegra að hafa borðplötu sem handleggurinn getur hvílt á í stað þess að láta úlnliðinn hvíla á borðbrúninni. Í dag fórum við í byggingavöruverslun og keyptum hornhillu og tvær lamir og þetta er ég búinn að festa á skrifborðið mitt. Það er hægt hvort sem vill að leggja þessa framlengingu upp á borðið, eða taka hana alveg í burtu þegar ekki er verið að nota hana. Mér finnst þetta mun þægilegra svona. Til skíringar læt ég fylgja með mynd af þessari stórframkvæmd.003

20 apríl 2008

Mátti reyna.

Veður: 8,8°/17,6° úrkoma 29 mm. Það hefur verið skúraveður í dag.

Nú er svo komið eftir rigninguna undanfarna daga að árnar hér í nágrenninu eru orðnar bakkafullar og vatnið í brunninum hækkar með hverjum degi sem líður, svo það er betra útlit með vatn í sumar eftir þessa rigningu og vonandi á eftir að rigna meira áður en sumarið kemur.

Innkaupakörfur í stórmörkuðum hér eru læstar saman og til að opna lásinn svo hægt sé að fá körfu þarf að setja eina evru, eða fimmtíu sent í lásinn sem maður fær svo aftur þegar körfunni er skilað. Þó þetta sé ekki há upphæð er það nóg til þess að körfur eru aldrei skildar eftir í reiðileysi úti á bílaplani. Áður en myntbreytingin varð hér voru notaðar fimmtíu eða eitthundrað eskudos eins og gjaldmiðillinn hér hét þá í þessar körfur. Nú eru liðin mörg ár síðan skipt var um gjaldmiðil, en samt er fólk enn að reikna yfir í gömlu myntina og í dag var fullorðin kona að reyna að troða hundrað eskudos í lásinn á körfu, en að sjálfsögðu gekk það ekki. Ég gat notað þennan pening áður sagði konan. Merkilegt að hún skildi vera með þessa mynt á sér því myntin er ekki lengur í gildi hér í landi.

19 apríl 2008

Veður

Veður: 10°/17° úrkoma 39 mmþ Hressilegar dembur fram að hádegi með þrumum og öllu tiheyrandi, en betra veður síðdegis.

18 apríl 2008

Veður

Veður: 9,5°/19,1° úrkoma 35 mm. Skúraveður í dag, en sólin náði að sýna sig milli skúraþ

17 apríl 2008

Fyrsta rósin í vor.

Veður: 10,1°/15,5° úrkoma 50 mm. Búið að rigna uppstyttulítið í dag.

Ég var svolítið hissa á því hvað mér hefði farið fram í ritvinnslunni, því venjulega er ég að slá inn ranga stafi í orð og jafnvel skrifa orð rangt, en í nokkra daga brá svo við að Púkinn sem ég er með sem leiðréttingaforrit gerði engar athugasemdir við það sem ég skrifaði, en því miður var það ekki af því að mér hefði farið svona mikið fram í vélritun. Nei ástæðan var sú að ég gleymdi að setja forritið upp í tölvuna eftir að við hreinsuðum allt út úr henni. Nú er ég búinn að setja púkann upp að nýju og hann er alveg jafn púkalegur við mig og áður, er sífellt með einhverjar undirstrikanir til að hrella mig.

Ég minntist á það fyrir nokkrum dögum að nú færi að styttast í að rósirnar opnuðu blóm sín og þá var ég að reikna með að það yrði í maíbyrjun, en í ár þurfti ekki að bíða svo lengi, því í gær færði Þórunn mér fyrstu rósina úr garðinum okkar. Ég tók mynd af þessari rós hér úti í glugga með garðinn í baksýn og læt þá mynd fylgja með þessum skrifum.

004

16 apríl 2008

Gengisfall og mistök.

Veður: 4,1°/25,1° Léttskýjað fyrst í morgunn, en þykknaði upp síðdegis og er að byrja að rigna nú undir kvöld.

Ég er víst farinn að fylgja fordæmi krónuræfilsins og féll um eina krónu í dag gangvart hverju veit ég ekki, en það er alveg á hreinu að ég er einni krónu fátækari í kvöld en í morgunn þegar ég vaknaði. Þarna á ég að sjálfsögðu tannkrónu sem ég fékk fyrir jól og í dag var hún orðin leið á vistinni og sleit sig lausa. Ég fór til tansa með þessa krónu sem ég hafði á lausu og þurfti að bíða ansi lengi eftir að hann gæti skotið mér inn á milli þeirra sem áttu bókaðan tíma, en það tókst að lokum og hann lokaði rótinni og svo á ég að mæta 9 maí, en þangað til liggur krónan hjá honum væntanlega á góðum vöxtum.

Þetta er nú samt ekki það eina sem fór úrskeiðis þennan sólarhringinn, því gærkveldi fékk ég bréf frá barnabarni um að skrá mig á samskiptaforrit á netinu og vera vinur hans þar og auðvitað gerði ég það en urðu á þau mistök að senda boð til allra sem eru með póstfang hjá mér og spyrja hvort þeir vildu ekki gerast vinir mínir á þessu forriti, slæm mistök það. Ég svaf á þessu í nótt en í morgunn sendi ég afsökunarbeiðni og útskírði málið og bað fólk að henda þessum pósti. Þetta varð samt til þess að í dag er ég búin að fá bréf frá fólki sem ég hef ekki heyrt frá í langan tíma og hélt satt að segja að væri búið að gleyma því að ég væri til.

15 apríl 2008

Altaf eitthvað jákvætt.

Veður: 3,7°/26° svolítil þokumóða í lofti, svo sólin náði ekki fullum stirk.

Ég var í bóndaleik í dag, aðallega í hreinsa arfa úr kartöflubeðinu og verð ég barma mér eins og sönnum bónda sæmir og ekki ástæðulausu, því það hefur drepist um þriðjungur af kartöflugrösunum í næturfrostunum í marsmánuði. Það kemur sér vel eiga ekki lífsafkomu sína undir kartöfluuppskerunni þetta árið, en þetta sýnir ræktun er dálítið happadrætti. en á móti kemur kálið er mjög fallegt og sama er segja um bóndabaunirnar, það lítur vel út með uppskeru á þeim.

003

Það er ekki matarlaus bær á meðan þetta kál er óborðað.

006

Þetta verkfæri er alveg ómissandi í garðræktinni.

14 apríl 2008

Hjólað

Veður: 2,9°/23,6° lléttskýjað.

Notuðum góða veðrið í dag til að hjóla. Núna eru öll tré orðin laufguð og ekki langt í að rósirnar opni blóm sín. Þar se, við fórum um í dag er langt komið með að sá í alla akra.

13 apríl 2008

Ekki jöfn skipting.

Veður: 6,9°/20,3° úrkoma 3 mm. Það var fremur naumt skammtaður sá tími sem sólin fékk að sýna sig í dag.

Vorum með gesti í mat í dag, vinahjón okkar og að vanda sá Þórunn um alla matreiðslu, en ég tók að mér uppvaskið, ekki alveg jöfn skipti á vinnu þar.

12 apríl 2008

Vorhreingerning á tölvunni.

Veður: 2,8°/20° að mestu skýjað og örfáir regndropar um kaffileitið. Það er helst af veðri að frétta undanfarna daga að það er búið að vera frekar svalt og úrkomusamt og einn sólarhringinn var úrkoman 85 mm.

Ég hef trassað að skrifa undanfarna daga vegna þess að ég var að setja upp nýtt stýrikerfi á tölvuna, eða réttara er að segja að Þórunn setti inn stýrikerfið, með aðstoð og hvatningu frá vini okkar á Spáni. Ég hélt að þetta væri mjög flókið ferli að hreinsa allt út af harða diskinum og setja inn nýtt stýrikerfi, en það hafðist með g´´oðra manna hjálp. Það má líkja þessu við að flytja í nýja íbúð, fyrst þarf að pakka öllu niður og nú er ég smátt og smátt að tína upp úr kössum á ný og raða því snyrtilega upp aftur.

09 apríl 2008

Veður

Veður: 13,8°/20,5° úrkoma 20 mm. rskúraveður.

08 apríl 2008

Veður

Veður: 11,7°/21,7° úrkoma 22 mm. Alskýjað.

07 apríl 2008

Símalínuþjófar.

Veður: 8,9°/19,7 úrkoma 16 mm.

6. apríl

Veður: 6,3°/31,3° léttskýjað.

Ég kom ekki frá mér veðurathugun á sunnudag vegna þess að það var engin nettenging hér frá því á laugardagskvöld og fram að kaffi í dag og ástæðan var að símalínum sem liggja hér niður í dalinn var stolið í skjóli myrkurs á laugardagskvöldið. Þetta er í annað sinn sem slíkt gerist, sennilega tvö ár síðan þetta var gert síðast. Nú eins og venjulega kann maður því illa að hafa ekki nettengingu, þó ekkert sérstakt sé verið að gera á netinu, bara svona að dingla sér, eins og krakkarnir segja.

Í dag lauk vikulöngu sýnishorni að góðu sumarveðri hér með rigningu og svalara lofti, þó ekki sé hægt að kvarta um kulda. Það var kærkomið að fá vætu fyrir gróðurinn eftir þennan mikla hita síðustu daaga.

DSC05607 Af því ég var að skrifa um gott veður finnst mér við hæfi að láta þessa mynd af falllegu blómabeði sem ég ´sá í morgunn á göngu um Albergaria fylgja með þessum pistli.

05 apríl 2008

Veður

Veður: 8,5°/34,2° léttskíjað.

04 apríl 2008

Veður

Veður: 12,7°/35,2° heiðskírt.

03 apríl 2008

Við sjóinn

Veður: 11,4°/33,6° heiðskírt.

Notuðum góða veðrið í dag til að fara niður að strönd og fá okkur góðan göngutúr þar. Fólk er aðeins byrjað að máta sig við sól, sjó og sand, það eru nokkrir farnir að stunda sjó og sólböð nú þegar, enda lofthitinn eins og best verður á sumrin svo það er ekki eftir neinu að bíða.

DSC05598 Þórunn á göngubraut í fjörukambinum.

DSC05599 Sandurinn er á góðri leið með að kaffæra þessa girðingu efst í fjörunni á Barra.

DSC05606 Byrjað að máta sig við sjó, sand og sól.

02 apríl 2008

Sumarveður

Veður: 7,3°/29,6° heiðskírt.

Eins og sjá má á hitastiginu í dag var sýnishorn af góðu sumarveðri, það var meiri háttar að vera bara í stuttbuxum einum fata við að slá grasflötina og finna heita goluna leika um sig.

Svona til að gefa lesendum aðeins innsýn í sumarblíðuna og blómskrúðið læt ég fylgja með mynd af íris og fyrir magann er mynd af einni appelsínu.

DSC05585

 DSC05590

01 apríl 2008

Vonandi ekki aprílgabb.

Veður: 2,3°/26° léttskýjað.

Þá vona ég að góða veðrið sé komið til að vera, allavega byrjaði aprílmánuður mjög vel ég vona svo sannarlega að þetta góða veður sé ekki aprílgabb.Annars er sagt hér að það rigni milljón dropum í aprílmánuði, þó úrkomumælingar sýni svipaða úrkomu í apríl og maí.

31 mars 2008

Veður

Veður: 3,8°/20,9°Góðar sólarstundir í dag.

Þá er að birta niðurstöður veðurathugana fyrir marsmánuð. Úrkoma var ekki nema 74 mm. Lægst fór hitinn í -3,3° og hæst komst hann í 27,5° og meðaltal hámarkshita var 20,1°

30 mars 2008

Veður

Veður: 7,3°/18,4° úrkoma 9 mm. Skúrir í dag, en bjart á milli skúra.

29 mars 2008

Klukkunni flýtt.

Veður: 5,2°/23,2° léttskýjað.

Það er stuttur sólarhringur á morgunn, því í nótt á að flýta klukkunni um eina klukkustund, sem þíðir að klukkan verður einni stund á undan klukkunni á Íslandi.

Í góða veðrinu eftir hádegi í dag fórum við í gróðrarstöð til að kaupa blóm og tómat og paprikuplöntur.

DSC05580 Þórunn að velja blóm.

DSC05579 Gott úrval af blómum.

DSC05584 Nokkur blóm komin í körfuna.

28 mars 2008

Veður

veður: 11,1°/18,3° úrkoma 5 mm. alskýjað.

27 mars 2008

Veður

Veður: 7,7°/16,7° úrkoma 6 mm. alskýjað.

26 mars 2008

Sökudólgurinn hlaupár??

Veður: 3,2°/15,4° úrkoma 3 mm. Alskýjað.

Þá er það komið á hreint hvers vegna það hefur verið erfitt tíðarfar fyrir ræktun nú í vetur, komið næturfrost sem hefur farið illa með kartöflugrös og aðrar slíkar búsifjar. Skíringin er einföld, það er hlaupár og þess vegna er tíðin svona erfið, ekki nokkur vafi var mér tjáð í dag. Ég er samt ekki alveg sannfærður um að þetta sé rétt, finnst tíðarfarið bara svipað og hin þrjú árin sem ekki er hlaupár.

25 mars 2008

Veður

Veður: 1,9°/20,8° léttskýjað

24 mars 2008

Boli þrjóskast við.

Veður: 0,0°/16,7° að mestu léttskýja til hádegis, en alskýjað síðdegis.

Enn spyrnir kuldaboli við fótum og neitar að fara til sinna sumarlanda, en ég hefði haldið að hann ætti samleið með farfulunum á norðlægar slóðir yfir sumarið og það alveg norður á Norðuheimskautið.

23 mars 2008

Burt með kuldabola

Veður: -1,9°/16,8° léttskýjað. Í kvöld er páskunum lokið hér og þá er von til að kuldaboli sleppi takinu á veðrinu hér og það fari að hlýna á ný.

22 mars 2008

Anda varlega.

Veður. 6,3°/15,7° úrkoma 7 mm. Skúrir fram yfir hádegi, en nokkuð bjart síðdegis.. Hitatölurnar sýna lægsta og hæsta hita hvers sólarhrings og venjulega les ég af mælinum á kvöldin.

Við fórum í búðarleiðangur í dag og það var margt um manninn í öllum búðum sem er ekki nema eðlilegt laugardaginn fyrir páska. Undarlegra fannst mér að sjá í gær föstudaginn langa voru flestar búðir opnar. Það kemur mér dálítið undarlega fyrir sjónir í þessu landi kaþólskunnar hvað lítið er gert úr helgihaldi föstudaginn langa, ég man þá tíð í mínu ungdæmi að það rétt leyfðist að draga andann þann dag og alls ekki að anda djúpt, það voru helgispjöll.

21 mars 2008

Vorferð

Veður: 1,9°/21,7° léttskýjað.

Við erum smám saman að skoða landsvæði, hér í nágrenninu sem er hæfilega langt í burtu til að skoða á einum degi og í dag fórum við inn í land í átt til Spánar. Við erum margsinnis búin að fara framhjá þessu svæði eftir hraðbrautinni, en það er öðruvísi að fara eftir mjórri vegum í gegnum sveitir og þorp. Þetta svæði sem við fórum um í dag er við rætur Esterelafjallsins að norðan verðu og er nokkuð slétt. Þarna skiptist víða á heiðarland og ræktað land. Á þessum árstíma ber mikið á sópum, sem eru annaðhvort hvítir eða gulir og svo eru trén sem fella laufið að laufgast núna og þá er litur laufsins svo fallega ljósgrænn.Vorlitir

Gulur og hvítur sópur.

DSC05564 Ekki veit ég hvaða trjátegund þetta er, en nýútsprungið laufið er falllegt á litinn

DSC05560 Ljósmyndari að störfum

20 mars 2008

Nokkuð hvasst.

Veður: 5,7°/21,1° léttskýjað.

Það hvessti hér í gær undir kvöld og var hvasst á okkar mælikvarða hér í alla nótt og fram á morgunn. Rafmagnslínur hér eru greinilega ekki hannaðar fyrir svona vind, því rafmagnir fór margsinnis af í gærkvöldi og eitthvað hefur verið rafmagnslaust í nótt. Í Austurkoti fuku nokkrar þakplötur af skýli sem upphaflega var gert til að hýsa brenni en er nú notað til að geima í hjólbörur, tætara og annað sem viðkemur garðinum. Sem betur fór fuku plöturnar ekki langt og eru nú aftur komnar á sinn stað og til öryggis búið að fergja þær með grjóti. Það eru til hérna granítstólpar sem notaðir voru til að styðja við vínviðinn, en hafa ekki haft neinu hlutverki að gegna síðan ég settist að hér, því ekki er ég að rækta vín, svo það er gott að finna þeim nýtt hlutverk, en ég verð að játa að það var nokkuð strembið fyrir mig að koma þeirri þyngstu þeirra á sinn stað.

DSC05557 Granítsúlurnar á þakinu. Trjágreinarnar eru á fíkjutré sem teygir sig inn yfir þakið á skýlinu.DSC05558 Þessi var mér talsvert erfið.

Veður. 19 mars

Veður: 0,9°/21,1° að mestu léttskýjað og nokkuð hvasst í kvöld, en það er ekki oft sem blæs eitthvað að gagni hér.

18 mars 2008

Veður

Veður: 4,1°/18° úrkoma 4mm. Skúrir og að mestu skýjað.

17 mars 2008

Veður

Veður: 3,7°/17° úrkoma 3mm. Að mestu skýjað í dag og skúraleiðingar.

16 mars 2008

Veður

Veður: 7°/21,1° hálfskýjað

15 mars 2008

Veður

Veður: 9,3°/18,6° úrkoma 4mm. Mest af þessari úrkomu féll í einni góðri skúr í morgunn, en eins og sjá má hefur hitinn snarlækkað frá því sem var í gær, enda komin vestan gola frá hafinu m með skúraskýjum og góðum sólarstundum inn á milli.

14 mars 2008

Vorveður

Veður: 4,4°/27,5° léttskýjað.

Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan var vorveður hér í dag, enda ekki nema ein vika í vorkomuna hér í landi, það er samt nokkuð í land með að hitinn hér verði jafn og stöðugur, en það eru óneitanlega farnir að koma notalegir dagar inn á milli. Að sjálfsögðu var svona gott veður notað til að vinna í garðinum, enda ekki amalegt að vinna innan um litfögur og angandi blóm.DSC05543

Hekkið á veröndinni fékk snyrtingu í dag, enda komið í sumarskrúðann, þó það felli ekki alveg laufið yfir veturinn verður það dálítið dapurlegt í skammdeginu, en tekur svo gleði sína á ný með hækkandi sól.DSC05547 Bóndarósin kann líka vel að meta sól og goott veður.

DSC05550 Túlípanarnir brosa líka breitt þessa dagana.

13 mars 2008

Þrisvar

Veður: 3,5°/25,9° léttskýjað.

Ég vona að máltækið“allt er þá þrennt er“ sé enn í fullu gildi, því vatnsdælan í brunninum og hlutir sem henni tengjast eru búnir að vera með óþarfa dynti upp á síðkastið.

Þetta byrjaði með því að einn daginn þegar ég opnaði krana og ætlaði að fá mér vatn að drekka kom ekkert vatn en í þess stað heyrðist bara soghljóð frá krananum eins og hann væri að drekka loft, í stað þess að gefa mér vatn í glasið. Ég út að brunni til að aðgæta hvað væri á seiði og sá að ljós sem sýnir þegar dælan er í gangi logaði, sem benti til að hún væri að vinna sitt verk, en samt kom ekkert vatn inn á kerfið. Þá lá næst fyrir að taka lokið af brunninum og sjá hvað væri að gerast þar niðri og þá kom í ljós að slanga sem tengir dæluna við húskerfið hafði smokkast af dælunni. Við Þórunn hjálpuðumst að við að ná dælunni upp, en það er nokkuð erfitt, því brunnurinn er 11 metra djúpur svo slangan og dælan eru nokkuð þung, en það hafðist að gera við bilunina og koma dælunni aftur á sinn stað. Nokkrum dögum síðar bilaði svo þrýstirofi sem stjórnar dælunni og það varð til þess að hún var stöðugt í gangi. Mér tókst að endurstilla þrýstirofann og vonaði að þar með væri öllum kenjum þessa kerfis lokið, en svo reyndist ekki vera, því nokkrum dögum síðar sá Þórunn að slangan frá dælunni var farinn að leka, en sem betur fer var lekinn þar sem gott var að komast að honum að þessu sinni og í dag var gert við þessa bilun og vonandi er enn í fullu gildi. Allt er þá þrennt er:

12 mars 2008

Veður

Veður: 10,9°/22,1° úrkoma 1 mm. skýjað fyrst í morgunn, en hálfskýjað þegar kom fram undir hádegi.

Madeira

Ég er með fartölvu í töskunni, þarf ég ekki að taka hana upp úr töskunni spurði ég á flugvellinum þegar kom að vopnaleitinni. Jú takk var svarið, svo ég opnaði að því er ég hélt mína tösku og ætlaði að grípa fartölvuna en greip í þess stað í kvenfatnað. Það höfðu sem sé víxlast töskurnar hjá okkur Þórunni. Léttruglaður þessi gamlingi hefur eftirlitsmaðurinn hugsað, en sagði ekkert. Þegar taskan hennar Þórunnar minnar var komin í gegn um vopnaleitina og nú á minni ábyrgð kom í ljós að Þórunn hafði laumað í hana einhverju stórhættulegu tóli sem ég varð nú að svara til saka fyrir. Gjöra svo vel og opna þessa tösku sagði eftirlitskonan við færibandið og þegar taskan opnaðist fór hún að gramsa í töskunni með hanskaklæddum höndum og dró upp sívalning og spurði mig hvaða tól þetta væri og þegar ég gaf þá skíringu að þetta væri nú baralítill þrífótur fyrir myndavél var samþykkt að leyfa þessu tóli að fara með í ferðina, þar með hélt ég að þessu væri lokið, nei svo var nú ekki, nú var kölluð fram mynd á skjá af innihaldi töskunnar til að staðsetja nánar fleiri hættulega hluti og eftir að hafa skoðað innihaldið vel á skjánum renndi hún sinni hanskaklæddu hendi á kaf í töskuna og kom upp með hættulegt tól sem ekki mátti fara með inn í flugvél af öryggisástæðum. Handavinnukonunni henni Þórunni minni hafði orði það á að setja niður í töskuna handavinnu og þar með flaut ein heklunál, en slíkt tól telst víst til hættulegra hluta inni í flugvél.

Svona hófst sem sé byrjunin á ánægjulegri ferð til Madeira, en á Madeira vorum við frá mánudegi til fimmtudags í síðustu viku.

Það er ekki nema tæpra tveggja stunda flug frá Porto til Madeira, svo þar vorum við lent klukkan ellefu á mánudeginum og þar beið eftir okkur bíll og bílstjóri frá ferðaskrifstofunni sem við ferðuðumst með og flutti okkur beint á hótelið niður við strönd í höfuðborginni Funchal og á leiðinni fengum við fræðslu um eyjuna og eyjarskeggja. Íbúafjöldi er um 250þús. Og helmingur eyjaskeggja býr í höfuðborginni og hefur að mestu leiti framfæri sitt af þjónustu við ferðamenn, en á landsbyggðinni er stunduð vín og bananarækt.

Madeira er fjöllótt eldfjallaeyja með þröngum dölum og bröttum hlíðum, það er ekkert undirlendi við sjóinn, eini sæmilega slétti bletturinn sem við sáum á eyjunni er uppi á fjöllum í yfir 1000 m hæð, en gróður er þarna upp á efstu fjallatinda.

Vegagerð er mjög erfið þarna og til marks um það er að á leiðinni frá flugvellinum inn í höfuðborgina sem er um 20 km leið er farið í gegnum þrettán jarðgöng og nokkrar brýr yfir þrönga dali.

Við fórum í eina mjög fróðlega dagsferð um eyjuna ásamt tveim öðrum hjónum í lítilli rútu. Bílstjórinn var mjög góður ökumaður og ekki síðri leiðsögumaður, svo við fræddumst mikið um þá staði sem við komum við á og almennt um lífið og tilveruna á eyjunni.

Hina dagana notuðum við til gönguferða um borgina og einu sinni fórum við í kláf sem gengur upp í fjallið fyrir ofan borgina, þar fengum við góða yfirsýn yfir borgina.

Að vera á Madeira á þessum árstíma er dálítið eins og að vera á einhverri eldriborgara nýlendu, því mest af fólkinu sem maður mætir úti á götu er nokkuð fullorðið, það virtist sem fólk frá Bretlandi væri þarna í miklum meirihluta, enda hittum við hvergi afgreiðslufólk sem ekki var mælandi á enska tungu.

Hótelið sem við vorum á var heill heimur út af fyrir sig, ég var meira en venjulega eins og átjánbarna faðir í álfheimum þarna, því ég hef aldrei áður verið á svona stóru og flottu hóteli, fimm stjörnu ekki dugði minna fyrir sveitalúðana úr ValeMaior. Tvær útisundlaugar voru við hótelið og sjór í þeim báðum og önnur var upphituð og aðstaðan við sundlaugarnar er öll hin glæsilegasta. Einnig á hótelið bryggjustúf í fjörunni, svo fólk getur synt og svamlað í sjónum en fjaran er grýtt svo það er ekki hægt að liggja í henni, en það er bætt upp með góðri aðstöðu við laugarnar. Það er líka ein innisundlaug og fleira til heilsuræktar. Það er víst óhætt að segja að þetta sé hótel með öllu sem hægt er að hugsa sér svo gestum þess líði vel á meðan þeir gista þar.

Morgunverður var innifalinn í gistingunni og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, því úrvalið af mat er alveg gríðarlegt og að sjálfsögðu vantaði ekki egg og beikon fyrir Bretana.

DSC05325 Brú og jarðgöng á veginum frá flugvellinum.

DSC05340 Þórunn svífur yfir Funchal.

Hótelið Hótelið

Hótel sundlaugarnar. Sundlaug við hótelið.

Porto Monz séð ofan úr fjallinu Horft ofan á bæ við norðurströndina.

Stallar Það er ekki auðvelt að rækta við þessar aðstæður.

Veitingahúsið Veitingahúsið sem við borðuðum á í ferðinni um eyjuna.

Þröngur vegur Sýnishorn af því hvernig vegirnir voru höggvnir inn í bergið, en nú er búið að endurbæta vegakerfið verulega, þó ekki sé hægt að mæla með því að lofthræddir ferðist mikið þarna um eyjuna.

11 mars 2008

Veður

Veður: 9,9°/16,9° úrkoma 2 mm. Þokusúld.

10 mars 2008

Veður

Veður: 4,3°/15,6° úrkoma 27 mm. Byrjapi ap rigna einhvern tímann í nótt og rigndi fram að kaffi og smástund var meira að segja næstum lárétt rigning.

09 mars 2008

Veður

Veður: 8,7°/18,7° úrkoma 1 mm. hálfskýjað.

08 mars 2008

Veður

Veður: 0,9°/18,7° skýjað.

07 mars 2008

Frost.

Veður: -3,3°/21,3° léttskýjað. Nú eru búnar að koma tvær frostnætur í röð, svo það er vandséð með hvort kartöflugrösin lifa af þennan kulda, allavega eru þau ansi dökk að sjá gott að eiga ekki allt sitt undir kartöfluuppskerunni þetta árið. Á sama tíma og kartöflurnar eru að væla yfir kulda er bóndarósin alþakin blómum, hún er ekkert að kippa sér upp við að fá tvær frostnætur.

06 mars 2008

Veður

Veður: -2,7°/24,8° Léttskýjað. Þetta er hæsti og lægsti hiti  3-6, því veðurathuganamaður var fjarverandi.

02 mars 2008

Veður

Veður: 7,6°/20,3° skýjað.

Næsta veðurathugun verður á fimmtudag, því starfsmaður veðurathugana ætlar að taka sér frí frá störfum og engin fáanlegur í afleysingar á meðan.

01 mars 2008

Framboð og eftirspurn.

Veður: 4,2°/23,7° þokuloft fyrst í morgunn, en eins og síðastliðna daga var orðið léttskýjað fyrir hádegi og hélst þannig út daginn.

Nú erum við búin að planta út fimm hundruð laukplöntum og segjum það nóg í ár. Verðið á laukplöntunum fer eftir framboði og eftirspurn, um daginn keypti Þórunn 300 laukplöntur og borgaði fyrir þær 8 € þá var mikið framboð af laukplöntum, en í morgunn voru bara til 200 laukplöntur og verðið fyrir þær var 9 € Svo kerlurnar sem eru að selja plöntur eru greinilega vel með á nótunum í verðlagningunni. Mér finnst raunar ótrúlegt hvað verðið á plöntunum er lágt, það getur varla verið að fólkið fái mikið fyrir sína vinnu við plönturæktunina.