26 ágúst 2009

Rusl

7,5/33,3° léttskýjað.







Þó talsvert hafi áunnist hér í landi varðandi umgengni er enn langt í land að hún sé viðunandi, eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók í morgunn á gönguferð um fáfarinn skógarstíg þarna liggja tvær rúmdýnur í vegarkantinum og stinga illilega í augu í þessu náttúrlega umhverfi.



25 ágúst 2009

Veður

10,4/28,8° léttskýjað/gola.

24 ágúst 2009

Sultugerð.

13,1/31,3°skýjaslæðingur frammeftir degi, alskýjað síðdegis og nokkrir regndropar en svo lítið að það var ekki mælanlegt nema þá með dropateljara.














Í dag var sultugerðardagur í Austurkoti. Á myndinni er marmelos, en það er ávöxtur sem við ræktum og er mjög góður til sultugerðar.












Á þessari mynd sést marmelosið í pottinum þegar það er fullsoðið og tilbúið til að fara í krukkyrnar.














Í þessum potti er plómusulta, en hún er mjög fallleg á litinn og bragðast líka vel


Hér sést afrakstur dagsins, en það bætist við þetta á morgunn, því það er marmelos í potti sem lokið verður við að sjóða á morgunn.
































23 ágúst 2009

Veður

11,6/33,4° þokuloft/léttskýjað.

22 ágúst 2009

Veður

9,3/36,9° léttskýjað.

21 ágúst 2009

Fíkjur

10,5/33,1° þokuloft í morgunsárið en síðan léttskýjað.

Nú eru fyrstu fíkjurnar orðnarr fullþroskaðar hjá okkur, en kosturinn við fíkjutréð er að fíkjurnar þroskast ekki allar á sama tíma, svo það er nokkuð langur tími sem kostur er á ferskum fíkjum.

20 ágúst 2009

Veður

13,9/33,3° léttskýjað.

19 ágúst 2009

Veður

15/31,7° þokumóða/léttskýjað.

18 ágúst 2009

Veður

13,9/32,6° Það er orðinn fastur liður hér þessa daga að byrja daginn með þokulofti, sem sólin er búin að hrekja í burtu um ellefuleitið og þá er heiðskírt það sem eftirlifir dags.

17 ágúst 2009

veður

17,6/32,4° þokuloft fyrst í morgunn, orðið léttskýja fyrir hádegi.

16 ágúst 2009

Veður

17,2/32,9° þoka í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.

15 ágúst 2009

Veður

14,9/34,2° léttskýjað

14 ágúst 2009

Veður

15,1/40,5° léttskýjað

13 ágúst 2009

Afmæli



14,8/38,3° léttskýjað.


í dag eru átján ár síðan ég flutti hingað til Portúgal. Mér fimmst þetta hafa verið góður tími sem ég hef átt hér, það hafa komið upp smávegis vandamál sem hefur þurft að leysa, en þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafa verið mjög ánægjulegur og gefandi tími, hvort ég verð hér önnur átján ár hef ég ekki nokkra hugmynd um, það eina sem ég er ákveðinn í að gera er að njóta þeirra ára sem ég á eftir að vera hér.







Þetta stöðuvatn er í um það bil 25km. fjarlægð héðan. Þetta eru fjórar myndir sem eru settar saman í eina.


Þetta mynnismerki við vatnið er til mynningar um þá Portúgali sem flutt hafa úr landi, en þeir eru orðnir mjög margir á liðnum öldum





12 ágúst 2009

Heitt.

13,6/40,1° léttskýjað, hitanum tókst að skríða yfir 40° í dag, en það er búist við svalara lofti á laugardag.

11 ágúst 2009

Veður

12/39,4° léttskýjað.
Spennandi að sjá hvort 40° mmúrinn verður rofinn á morgunn.

10 ágúst 2009

Veður

12,1/38,9° heiðskírt.
Þar kom að því að það mætti alvöru sumarhiti hér á svæðið.

09 ágúst 2009

Veður



10,9/32,8° léttskýjað.


Það væri gaman að geta saumað.










Skoðað frá öllum hliðum

08 ágúst 2009

Veður

11,5/31,5° enn einn dagurinn þar sem var skýjað í morgunsárið, en orðið léttskýjað um hádegi.

07 ágúst 2009

Veður

11,3/30,3° Skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.

06 ágúst 2009

Veður

13,9/25,9° Skýjað í dag, en birti til í kvöld.

05 ágúst 2009

Veður

17,3/30,2° þokuloft frameftir degi, en birti til með vestan golu síðdegis.

04 ágúst 2009

Veður

12,1/32,6° skýjaslæða af og til í dag.

03 ágúst 2009

Veður

8,6/32,° léttskýjað

02 ágúst 2009

Veður.

10/28,6° háfskýjað.

01 ágúst 2009

Óvænt rigning.

14,4/26,9° úrkoma 7,6mm rigndi síðla nætur og aftur góð demba um tíuleitið, eftir það að mestu þurrt og sá til sólar af og til. Það er sjaldgæft að það rigni hér um slóðir í ágústbyrjun.

31 júlí 2009

Veður í júlí

8,7/32,1° léttskýjað.



Hér koma tölur yfir veðrið í júlímánuði, það sem vekur helst athygli er hversu næturhitinn er lágur miðað við árstíma..

Nú er aðalsumarleyfismánuðurinn hér í Portúgal framundan og því finnst mér við hæfi að birta mynd sem ég tók niður við strönd núna í vikunni.





30 júlí 2009

Veður

10,3/30,9° léttskíjað

29 júlí 2009

Veður

6,7/31,2° léttskýjað

28 júlí 2009

Veður

8,4/32,3° léttskýjað

27 júlí 2009

Ve�ur

10,8/30� l�ttskyjad.

26 júlí 2009

Ve�ur.

11,9/31,3� l�ttsk�ja�

24 júlí 2009

Ve�ur

9,2/30,2° léttskýjað.

23 júlí 2009

Veður

15,9/30,3° hálfskýjað í morgunn, en létti til þegar leið á daginn.

22 júlí 2009

Rigning

14,8/23,1° úrkoma 11mm. þokusúld frameftir degi, en alvöru rigning síðdegis.

Mjög vel þegið að fá þessa vætu fyrir gróðurinn.

21 júlí 2009

Veður

13,2/30,1° hálfskýjað.

20 júlí 2009

Kom á óvart.

10,9/35,1° léttskýjað.

Þvottalaug Alberg. Þvottal.Alberga.

Ég hélt að ég væri búinn að sjá allt sem skoðunarvert er í nágrannabænum okkar Albergaria, en í morgunn þegar leikfimiflokkurinn okkar fór í gönguferð að þessari þvottalaug sem myndirnar eru af sá ég að þar hafði ég á röngu að standa. Það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur verið lagt mikið í að skreyta veggina við þvottalaugina.

 

19 júlí 2009

Stund milli stríða.

13/36° léttskýjað.

001

Stund milli stríða.

 

18 júlí 2009

Sólbað?

7,7/32,5↑8 léttskýjað.

002

Hér er mynd af litlu kisu þar sem hún fær sér blund eftir góðann morgunverð, gott að láta sólina skína á belginn meðan hann vinnur sitt verk.

 

17 júlí 2009

Veður

7,7/28,4° léttskýjað/gola

16 júlí 2009

Veður

8,6/31,8° skýjaslæða af og til.

15 júlí 2009

Veður

7,6/32,4° léttskýjað.

14 júlí 2009

Kattarþvottur.

11,1/29,6° léttskýjað/gola.

001

Eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók í dag af honum Prins okkar og unglingnum sem ákveðið hefur að eiga hér heima getur þurft að þrífa ungviðið hvort sem því líkar eða ekki.

 

13 júlí 2009

Veður

15,9/31,2° léttskýjað/gola

12 júlí 2009

Betra bragð???

11/33,5° léttskýjað.

002

Myndin af þessum potti á hlóðum var tekin hjá nágrönnum okkar í dag, en ekki eins og ætla mætti snemma á síðustu öld. Fólkið staðhæfir að maturinn bragðist mun betur þegar eldað er á hlóðum en ekki yfir gasi eða rafmagni.

 

11 júlí 2009

Veður

14,6/28↑° þokuloft og ýrði úr þokunni um tíma í morgunn, orðið léttskýjað  um kaffileitið.

10 júlí 2009

Veður

12,9/31,5° þokuloft í morgunsárið, en orðið léttskýjað fyrir hádegi.

09 júlí 2009

Veður.

9,6/32,9° léttskýjað.

08 júlí 2009

Mikill matur

11,9/32° léttskýjað.

Í dag fórum við í gönguferð með fólkinu sem við erum með í leikfimi og nokkur barnabörn voru með í för. Það var gengið að útivistarsvæði, þar sem eru borð og bekkir í skugga stórra trjáa , sem sagt mjög huggulegur útivistarstaður. Þetta er sirka hálftíma gangur á venjulegum gönguhraða , en við vorum eitthvað lengur því sumir eiga svolítið erfitt með gang, en það var heldur enginn sem sagði flýttu þér.

Fólkið tók svo mikinn mat með sér til að borða þarna að það var sendur bíll með nestið, en við Þórunn gátum borið okkar nesti einn banana og kexsköku og vatn til að drekka, en við erum ekki þáttakendur í þessari matarsamkeppni. Fólkið var líka með mikið af víni með sér, en það sér samt aldrei vín á nokkrum manni í svona ferðum. Það þykir bara sjálfsagt hér að drekka vín með mat. Þegar sessunautur minn bauð mér vín og ég afþakkaði og sagðist frekar vilja drekka vatn, sagði hann mér að vatn væri bara til að vökva gras en  til að drekka notaði maður vín. Það er mikil samkeppni hjá konunum að vera með sem mestan mat með sér og svo er gengið um og reynt að fá fólk til að smakka á öllu. Maður verður að vera dálítið harður af sér að segja nei takk, því það er enginn vegur að gera öllum til geðs með því að bragða á öllu því sem í boði er. Ég set hér eina mynd af risaköku sem var fyrir framan mig á borðinu og ég varð að vera svo dónalegur að afþakka. Svo er mynd af borðinu sem við sátum við og að lokum, mér fannst svo flottur baksvipurinn á þessum vinum mínum að ég gat ekki stillt mig um að taka mynd af þeim Í gríni kalla ég þau litlu Gunnu og litla Jón, því þau eru mjög lágvaxin.

 

07 júlí 2009

Veður.

8,6/29,1° léttskýjað/gola.

06 júlí 2009

Veður

10,8/29,2° léttskýjað, gola.

05 júlí 2009

Nýr kostgangari.

12,5/25,1° þokuloft og smávegis þokusúld af og til, en of lítil úrkoma til að regnmælirinn  næði að mæla úrkomuna, en allavega gott fyrir gróðurinn að fá þessa rekju.

002

Það er að verða árvisst hér að það komi köttur hingað nær dauða en lífi vegna hungurs. Um þetta leiti í fyrra birtist hann Prins okkar hér grindhoraður og illa útlýtandi og vitanlega var honum gefið að borða og síðan hefur hann verið hér okkur til ánægju. Prins hefur greinilega verið vanur góðu atlæti, því hann er mjög gæfur og kelinn.

Þegar við komum heim úr íslandsferðinni í lok júní var svo kettlingur að sniglast hér í kring, grindhoraður og mjálmaði í sífellu vegna hungurs. Þessi kettlingur var styggur og var um sig, en er nú farinn að spekjast og er smásaman að treysta okkur. Kettlingnum var líka gefið að borða eins og prins fyrir ári síðan og hann unir hag sínum vel hérna og er greinilega ekki á förum á meðan hann getur gengið að mat sínum vísum á hverjum degi. Prins leyfir kettlingnum að borða með sér, hins vegar getur hann orði pirraður út í kettlinginn þegar hann vill vera að fljúgast á, en þá gefur hann unglingnum bara vink með annarri loppunni, eða bítur hann í hnakkadrambið til að fá frið. Á myndinni eru þeir félagarnir að næra sig.

 

04 júlí 2009

Sýning

14,5/30,5° úrkoama 2,1mm. úrkoman féll í nótt, en í dag var léttskýjað.

Veifudans

Hér sést leikfimihópurinn okkar sýna dans í Albergaria í morgunn.

026 Þessar litlu hnátur urðu á vegi okkar í gönguferð hér í ValeMaior í dag.

 

03 júlí 2009

Víðara sjónsvið

11,2/29,8° léttskýjað í morgunn, en þokuloft síðdegis.

Garður pan 2

Var að leika mér að setja saman þrjár myndir teknar á sama stað í garðinum og fá með því víðara sjónarhorn.

02 júlí 2009

Laukur.

Veður: 15,6/33,8° léttskýjað.

Í dag tókum við upp laukinn, uppskeran í ár er mjög góð, en í fyrra var uppskeran fremur léleg.

001

Hvernig væri að elda lauksúpu einhvern daginn.

004

Þessi vó 750 gr.

 

01 júlí 2009

Veður

Veður:17,2/31,9° Hálfskýjað.

30 júní 2009

Veður í júní

Veður: 16,4/34,2° léttskýjað.

image

Hér koma niðurstöður veðurmælinga í júní: Mesti hiti 39,7° minnsi hiti 7,5, meðaltal hámarkshita 30°.Úrkoma 104mm.

006

Læt fljóta með eina mynd sem ég tók niður við strönd í góða veðrinu í dag.

 

29 júní 2009

Veður

17,9/28,1° úrkoma 3,5mm.lítilsháttar úrkoma af og til í dag.

28 júní 2009

Veður

17,9/29,7° úrkoma 13,1mm. rigndi í nótt og aftur í kvöld, en þurrt í dag og bjart með köflum.

27 júní 2009

Veður.

7,5/33,2° léttskýjað fram eftir degi, en þykknaði upp með kvöldinu.

26 júní 2009

Harðgerð planta.

Veður: 10,9/29,3° léttskýjað.

002

Það er oft talað um að það þurfi sérstaka mold og áburð fyrir hverja tegund af plöntum til að þær dafni, en slíkt á greinilega ekki við um þessa plöntu hérna á veröndinni við húsið, þar sem ekkert er að hafa nema steinsteypu og marmara. Það var enga plöntu að sjá þarna fyrir tveim vikum þegar við lögðum upp í Íslandsferðina, en svona leit hún út í dag þrátt fyrir að hitinn hafi suma dagana komist í 39°

 

10 júní 2009

Íslandsferð.

15,7/26,7° úrkoma 5,5mm.skúraveður og alskýjað til hádegis, en bjartara og hlýtt síðdegis. Nú er spáð þurrviðri og hlýju verði næstu daga.

Á morgun förum við til Íslands og verðum þar í hálfan mánuð og á meðan liggja veðurfréttir frá Portúgal niðri.

09 júní 2009

Veður

11,2/21,5° úrkoma 1,4mm. alskýjað.

08 júní 2009

Veður

13,5/24° úrkoma 20mm.skúrir og að mestu skýjað/gola.

07 júní 2009

Veður

12,5/23,7° úrkoma 6,9mm. að mestu skýjað og rigningarsúld af og til.

06 júní 2009

Velþegin rigning.

 12,7/23,5° úrkoma 44,7mm það voru hressilegar regndembur frá því snemma í morgun og fram eftir degi sem skiluðu allri þessari úrkomu, en vatnið er að sjálfsögðu vel þegið fyrir gróðurinn. Það er búið að rigna 5mm meira þennan sólarhring en allann maímánuð.

image

05 júní 2009

Þrumuveður

12,7/24,7° úrkoma 6,2mm.rigning í morgunn og þrumuveður rétt fyrir hádegi

04 júní 2009

Veður

13,1/29,1 hálfskýjað

03 júní 2009

Veður

12,2/26,3° hálfskýjað

02 júní 2009

Veður

14/32,5° léttskýjað

01 júní 2009

Veður

8,4/33,9° léttskýjað

31 maí 2009

Veður

 9,9/38,2° léttskýjað.

image

veðrið í maí

30 maí 2009

Veður

9,6/39,5° heiðskírt

28 maí 2009

Notalega heitt.

12,8/38,3° léttskýjað/gola

27 maí 2009

Veður

9,3/33,9° léttskýjað/gola

26 maí 2009

25 maí 2009

Laukur.

14,4/19,3° úrkoma 3,4mm. alskýjað, en þurrt í dag, rigndi í nótt.

003 (577x1024) 002 (1024x577)

Svona lítur laukurinn út í dag, sumt af honum er að verða fullvaxið.

 

24 maí 2009

Fyrirnynd flöskuburstans?

10/26° úrkoma 0,7mm. skýjað og smá skúr í morgun, en birti til þegar leið á daginn.

Sérkennilegt tré Eins og flöskubursti

Sá þetta sérkennilega tré í dag, blómin á því líkjast flöskubursta.

 

23 maí 2009

eður

8,5/28,5° úrkoma 2,1mm. Að mestu skýjað í dag og náði að gera skúr um kaffileitið, hef'ði gjarnan mátt vera meira.

22 maí 2009

Veður

10,6/29,2° léttskýjað.

21 maí 2009

Veður

7,1/30,1° léttskýjað

20 maí 2009

Veður

7,2/28,2° léttskýjað

18 maí 2009

Veður

5,4/24,5° léttskýjað

17 maí 2009

Veður

9,4/23,1° úrkoma 4,1mm. alskýjað til hádegis, en birti upp síðdegis.

16 maí 2009

Veður

7,9/22,7° úrkoma 0,7mm.skýjað og smávegis þokusúld í morgunn.

15 maí 2009

Veður

3,5/23,6° léttskýjað/gola

14 maí 2009

Veður

9,2/21,7° úrkoma 2,8mm. skýjað í morgun en léttskýjað síðdegis.

13 maí 2009

Veður

9,6/24° úrkoma 2,7mm. rigndi síðustu nótt og aftur í kvöld, en skýjað og þurrt í dag.

12 maí 2009

eður

13,3/23° úrkoma 5,5mm. Skýjað í morgunn, en birti til síðdegis.

11 maí 2009

Veður

10,8/22° úrkoma 17,9mm. alskýjað og skúrir.

10 maí 2009

Veður

11,7/27,7° sólarstundir í morgunn, en alskýjað síðdegis og örfáir regndropar.

09 maí 2009

Veður

8,5/28,5° hálfskýjað.

08 maí 2009

eður

6/21,6° skýjaslæða

07 maí 2009

Veður

13,2/26,1° skýjahula.

06 maí 2009

Veður.

6,2/31,3° léttskýjað.

05 maí 2009

Veður

10,5/34,7° heiðskírt/gola

04 maí 2009

Veður

9,9/34,5° ´heiðskírt.

03 maí 2009

Veður

6,7/33,6° léttskýjað.

02 maí 2009

Veður

7,6/31,5° heiðskírt/ gola

01 maí 2009

Veður

2,9/28,2° léttskýjað.