22 maí 2006

Ótrúlegt.

Veður: 10°/20° Skúr í nótt og nokkrir dropar í morgunn, en orðið léttskýjað síðdegis, gola.

Moldin hafði aðeins mýkst við rigninguna í gær og í nótt, en það hefði svo sannarlega mátt rigna miklu meira. Ég notaði tækifærið til fjarlægja svolítið af arfa meðan moldin er mjúk, hún verður ekki lengi harða skel á þegar sólin er búin baka hana í nokkra daga.



Hún Bryndís sonardóttir mín átti merkisafmæli í dag og er þar með orðin táningur. Til hamingju með það Bryndís mín.

Það ótrúlega skeði í dag Geiri fékk búslóðina sína heim dyrum á þeim tíma sem lofað var.
Þó ég hafi verið þarna til hjálpa þeim við losa gáminn og bera inn búslóðina er ég eiginlega ekki farinn trúa því það geti gengið svona vel fyrir sig og snurðulaust búslóðina í gegnum toll og heim til sín.
Það þurfti enginn mæta niður á höfn til fylla út einhver skjöl, eins og ég taldi víst. Eyjólfur hringdi bara í flutningafyrirtækið og sagði til um hvert ætti senda þetta og þar með var þetta klappað og klárt.
Ég var líka búinn gera mér í hugarlund gámurinn kæmi á löngum tengivagni, en þess í stað kom hann á sérbúnum venjulegum sex hjóla bíl. Það var ekkert mál koma þessum bíl rétt þar sem við tókum húsgögnin inn og það sem meira var þá var hægt lækka bílinn á meðan við vorum losa gáminn. Það tók heldur ekki nema tuttugu mínútur losa allt út úr gámnum



Á stéttina fyrir utan húsið. Þegar bíllin var farinn
var gengið í fara með sumt af búslóðinni upp í íbúðina, en mikið af kössum var settur inn í bílageymsluna. Þau ætla sér taka þetta upp í rólegheitum.

Engin ummæli: